Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
West Ham – Everton 0-1 - Everton.is

West Ham – Everton 0-1

Mynd: Everton FC.

Everton hélt Evrópudraumnum á lífi með 0-1 sigri á West Ham í dag og skoraði Calvert-Lewin sigurmarkið. Everton náði að halda West Ham mjög vel í skefjum og hefðu hæglega getað unnið stærra því Joshua King átti skalla í slá og Fabianski varði glæsilega aukaspyrnu frá Gylfa. En eitt mark var nóg til að skilja liðin að og Everton er aðeins þremur stigum á eftir West Ham, sem fyrir leik voru í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni en eiga núna lítinn séns — eru fimm stigum á eftir Leicester þegar þrír leikir eru eftir.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Keane, Mina, Godfrey, Coleman, Allan, Davies, Gylfi, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Olsen, Holgate, Delph, King, Doucoure, Iwobi, Nkounkou, Bernard, Gomes.

Sýnist þetta vera þessi hefðbundna uppstilling með þrjá miðverði og Digne og Coleman sem framsækna bakverði (wingbacks). En þá að leiknum…

Fín byrjun hjá báðum liðum sem létu boltann ganga vel og hratt á milli manna og vörðust jafnframt vel. Engin færi því til að byrja með, en Everton með undirtökin og settu snemma pressu á vörn West Ham með þremur hornum í röð, sem þeir náðu svo ekki að nýta.

En á 24. mínútu sá Godfrey hlaup Calvert-Lewin frammi og sendi fullkomna stungusendingu gegnum miðju og vörn West Ham, beint á Calvert-Lewin, sem lagði hann fyrir sig og renndi honum framhjá Fabianski í marki West Ham. 0-1 fyrir Everton!

Tempóið jókst við markið og færin fóru að birtast. West Ham menn áttu til dæmis skot að marki, innan teigs hægra megin, sem fór í Coleman og út af. Gylfi átti svo frábært skot úr aukaspyrnu. Boltinn leit út fyrir að vera fara inn rétt undir slánni en Fabianski varði glæsilega í horn.

Lingard átti skot utan af kanti vinstra megin (frá sér séð) en boltinn sigldi framhjá skeytunum við fjærstöng hægra megin.

Richarlison komst svo í skotfæri inn fyrir vörnina eftir að Calvert-Lewin framlengdi bolta á hann á 34. mínútu, inn fyrir vörnina og Richarlison náði skoti, með mann í bakinu, en Fabianski varði skotið.

Þrjár af 5 tilraunum Everton á markið fram að því. Engin hjá West Ham eftir jafn margar tilraunir. Þeir fengu gullið tækifæri til að jafna úr skalla eftir háa sendingu frá hægri kanti sem rataði á óvaldaðan mann á fjærstöng en hann skallaði sem betur fer rétt yfir slána.

0-1 fyrir Everton í hálfleik.

Seinni hálfleikur fór rólega af stað en West Ham menn voru með undirtökin og mun meira með boltann, allavega framan af og náðu sterkri pressu á vörn Everton í upphafi. Everton varðist hins vegar afar vel allan leikinn og héldu West Ham mönnum í skefjum.

Mest megnis allavega, því Everton slapp með skrekkinn á 60. mínútu þegar West Ham menn náðu vel saman og fundu Coufal á auðum sjó hægra megin í teig. Hann hlóð í þrumuskot sem fór framhjá Pickford en endaði í innanverðri vinstri stöng og þaðan til Bowen á hægri stöng, sem var alveg upp við autt markið. Hlutirnir gerðust hins vegar svo hratt að hann náði engri stjórn á boltanum, sem endaði í höndunum á Pickford.

Mina fór svo út af á 62. mínútu vegna meiðsla og Holgate kom inn á fyrir hann.

Calvert-Lewin, Richarlison og Coleman komust í skyndisókn á 75. mínútu og sóknin endaði upp við hægri stöng, þar sem Calvert-Lewin fann Coleman alveg upp við mark með flottri sendingu. Coleman hins vegar aðþrengdur, með Lingard í bakinu, sem náði að blokkera skotið með skriðtæklingu á síðustu stundu.

Josh King kom inn á fyrir Richarlison á 83. mínútu. Josh King beið ekki boðanna heldur fór beint í skyndisókn ásamt Calvert-Lewin og Gylfa. Sendi svo á Gylfa sem sendi stungu inn á Calvert-Lewin vinstra megin í teig. Hann náði ekki að koma sér í skotfæri þar sem markvörðurinn kom út á móti, en færði sig til vinstri í teignum og reyndi háa sendingu fyrir mark á King sem skallaði í innanverða stöng og út. Óheppinn að skora ekki þar.
Delph inn á fyrir Gylfa á 85. mínútu en fleiri urðu færin ekki. 

0-1 sigur Everton í Lundúnum staðreynd. 

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Coleman (7), Digne (6), Keane (7), Mina (6), Godfrey (8), Allan (7), Davies (7), Gylfi (7), Richarlison (6), Calvert-Lewin (7). Varamenn: Holgate (6), King (5). Einkunnir West Ham manna voru á þá leið að þrír fengu 7, þrír fimmu og restin fékk 6.

Maður leiksins var valinn: Ben Godfrey.

6 Athugasemdir

  1. AriG skrifar:

    Virkilega flottur varnarsigur Everton. Ótrúleg barátta í liðinu og Allan er sennilega að spila sinn besta leik með Everton. Markið glæsilegt. Vonandi héldur Everton áfram að vinna 4 síðustu leikina og þá gætu þeir náð 5-6 sætinu. 4 sætið er nánast vonlaust. Tom Davids og Allan ná virkilega vel saman og Andre Comes mætti alveg hvíla í næstu leikjum. Kannski var ég of dómharður við Ancelotte en Everton eiga alltaf að keppa um topp 4 með öllum leikmannakaupum síðustu ár. Er bjartsýnni eftir leikinn í dag og raunhæft að ná 5-6 sætinu í vor sem væri alveg ásættanlegt.

  2. Ari S skrifar:

    Í sambandi við 4. sætið…

    Leicester með 63 stig í 4. sætinu á mjög erfitt prógram eftir. Tveir leikir gegn Chelsea (FA bikar) og einn gegn Manchester United. Síðasti leikur þeirra er gegn Tottenham. ekkert endilega líkur á því að þeir tapi þessum leikjum en allt gegur gerst ennþá.

    Með okkar menn og leiki þeirra þá er ég bara frekar feginn að næsti leikurinn í deildinni er á útivelli, segi ekki meir í bili.

    Flott barátta hjá okkar mönnum í dag gegn West Ham. WH greinilega með gott lið og ég var pínu smeykur þegar að Yarmolenko kom inná hjá þeim, bjóst hreinlega við því að hann myndi jafna… en svo fór ekki og þrjú stigí hús.

    Til hamingju stuðningsmenn… 🙂 það er enn smá séns á að ná evrópusæti.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Gersamlega óþolandi lið. Svona sigrar, þó kærkomnir séu, gera það eiginlega bara að verkum að maður verður enn svekktari með öll þessi aulalegu töp, sérstaklega þessi á heimavelli þar sem menn mættu varla til leiks.

    • Gunni D skrifar:

      Já þau svíða sárt núna, mörg töpin og jafnteflin á Goodison.

  4. Finnur skrifar:

    Ben Godfrey í liði vikunnar að mati BBC.
    https://www.bbc.com/sport/football/57064779

  5. Gunni D skrifar:

    Jæja, nú vinnum við bara rest. Og ekkert kjaftæði!!!