Mynd: Everton FC.
Leicester og Everton áttust við í 13. umferð Úrvalsdeildarinnar og liðsstillingin hvað okkar menn var nokkuð óvænt Pickford var settur á bekkinn, þrátt fyrir að halda hreinu í sigurleik gegn Chelsea í síðasta leik, og Olsen tók hans stöðu í markinu. Athyglisvert. Að öðru leiti hélt Ancelotti sig við sama lið og sömu fjögurra manna baklínu og byrjaði í sigurleiknum gegn Chelsea.
Uppstillingin: Olsen, Godfrey, Mina, Keane, Holgate, Allan, Doucouré, Gylfi (fyrirliði), Iwobi, Richarlison, Calvert-Lewin.
Varamenn: Pickford, Kenny, Gomes, Davies, Gordon, Bernard, Tosun.
Fyrri hálfleikur nokkuð líflegur, allavega eftir því sem leið á. Bæði lið með hálffæri snemma en ekkert of hættulegt. Jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleik, tölfræðilega séð, nema Leicester meira með boltann og Everton með fleiri horn.
Það kom hins vegar í hlut Richarlison að brjóta ísinn og skora með föstu skoti utan teigs. Schmeichel með fingur á boltanum en náði ekki að verja. Frábært mark. 0-1 fyrir Everton.
Bæði lið fengu svo geggjað skallafæri í kjölfarið en auðveldur bolti fyrir báða markmenn, annars vegar skalli frá Vardy og hins vegar frá Calvert-Lewin. Báðir hefðu getað gert betur þar.
Helsta markverða annars vegar var að Allan virtist togna aftan á læri og Gomes kom inn á fyrir hann. Vont að missa Allan fyrir jólatörnina.
En staðan var 0-1 fyrir Everton í hálfleik.
Lítið að gerast framan af seinni hálfleik og engin markverð færi svo maður hafi tekið eftir allavega (enda með nefið í borgaranum). 🙂
En svo þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum tók Gylfi aukaspyrnu sem gaf horn og hornið gaf þrjú dauðafæri í röð. Fyrst flottur skalli frá Richarlison sem Schmeichel varði vel út í teig. Boltinn barst beint til Calvert-Lewin sem náði skoti alveg upp við mark sem Schmeichel rétt náði að verja í neðanverða slána og út. Leicester menn heppnir þar. En boltinn barst hins vegaar þaðan beint til Holgate sem þrumaði inn og staðan þar með orðin 0-2 fyrir Everton!
Leikurinn opnaðist nokkuð við þetta, enda þurftu Leicester menn að taka áhættu og drífa menn fram völlinn til að reyna að jafna.
Næst dró til tíðinda á 82. mínútu þegar Gomes virtist brjóta á leikmanni Leicester innan teigs en VAR kom Everton til bjargar og sýndi fram á að Gomes hafði ekki brotið á leikmanninum. Við fögnum því!
Leicester menn komu svo boltanum í netið á 88. mínútu en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Ekki þeirra dagur í dag.
Gordon kom svo inn á fyrir Calvert-Lewin í kjölfarið. En Leicester menn áttu einfaldlega engin svör við þessu og 0-2 sigur Everton því staðreynd.
Einkunnir Sky Sports: Olsen (7), Holgate (7), Mina (6), Keane (7), Godfrey (6), Doucoure (8), Allan (7), Gylfi (7), Iwobi (7), Calvert-Lewin (6), Richarlison (7). Varamenn: Gomes (7). Maður leiksins að þeirra mati var Abdoulaye Doucouré. Enginn í liði Leicester náði yfir 6 í einkunn, hvorki byrjunarlið né varamenn, enda leikur andstæðingurinn bara jafn vel og mótherjinn leyfir, eins og sagt er.
Hvar er Ingvar?
Ég sá bara seinni hálfleikinn. Fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleiknum voru erfiðar og Leicester sóttu stíft. Reyndu m.a. að næla í aukaspyrnur á hættulegum stöðum a.m.k. tvisvar en tókst ekki. Eftir það komust Everton meira inn í leikinn og eftir að við höfðum skorað seinna markið á 70. mín þá fannst mér eiginlega Leicester aldrei hafa möguleika. Everton varðist vel og við héldum hreinu annan leikinn í röð. Athyglisvert að Jordan Pickford var settur út og Olsen inn. Doucoure maður leiksins en hann hefur ekki verið neitt sérstakur í síðustu leikjum. Hann sýndi okkur í kvöld hvernig leikmaður hann getuir verið. Vonandi er Allan ekki mikið meiddur en mennvoru að tala um að hann hefði slitið vöðva sem að þýðir 3 mánuði frá. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Hér er ég Ari!!
Var að klára að horfa á leikinn á tímaflakkinu.
Aftur frábær frammistaða hjá liðinu og eiginlega ekki hægt að kvarta yfir neinu, sem er gott.
Ég er samt ekki alveg viss um hvort það sé rétt að treysta alltaf á Godfrey í vinstri bakverðinum. Ekki af því að hann sé ekki nógu góður varnarmaður, heldur vegna þess hve oft hann snýr við og sendir boltann til baka í staðinn fyrir að reyna að koma honum framávið. Held að það sé vegna þess að hann er réttfættur og því finnst honum kannski þægilegra/öruggara að snúa rétt, ef svo má segja, þegar hann sendir boltann frá sér.
Vonandi verður Allan ekki lengi frá en þetta leit ekki vel út.
Sæll Ingvar. Þetta eru svolítið sérstakir sigrar þessir tveur síðustu. Ekki síst vegna þess að okkur vantar Coleman og Digne okkar bestu bakverði Þeir sem hafa komið í staðinn eru Holgate sem er að byrja eftir meiðsl og Godfrey sem er hreinlega að springa út sem hörkuleikmaður í stöðu sem hann er ekki vanur að vera í. Þetta er samt (að mínu mati) nokkuð rétt pæling Ingvar…….
Þetta hafa verið að einhverju leyti taktískir varnarsigrar hjá Ancelotti, haldið markinu hreinu tvo leiki í röp. Meira af þessu næstu 3 vikurnar 🙂
Bara rosalega flottur vinnusigur verð ég að segja. Að halda hreinu í tvo leiki í röð og það gegn markaliðum á toppnum í Chelsea og Leicester er bara hrikalega öflugt.
Geggjuð vörn. Áhyggjur að missa Allan í tognun á læri sem kostar vanalega 3 vikur er ekki gott. Gomez okkar veikasti maður og gaf næstum því viti og er bara of seinn.
Arsenal heima næst með 2000 áhorfendur og svo United í deikdarbikar þar á eftir. Alvöru program.
Everton góðir í dag og halda sér í topp sætum sem er frábært.
Sá ekki leikinn en geggjuð úrslit
Flottur vinnusigur. Doucoure var magnaður í þessum leik. Finnst hann spila betur þegar Allen er ekki með honum. Gott skipulag og allir stóðu fyrir sínu. Þurfum að Vinna Arsenal og Man. utd í næstu leikjum þá er staðan mun betri og alltaf möguleiki að fá 4 sætið í vor en þá verður að vera stöðuleiki. Hvar er Gabin átti hann ekki að vera leikfær í desember.
Flottur sigur hjá Everton. Allt liðið spilaði vel en mér fannst Doucoure besti maður liðsins. Finnst hann njóta sín betur þegar Allan er meiddur. Kannski eru það bestu kaup sumarsins ásamt Frakkanum unga James og Allen oft meiddir. Loksins er Ancelotte búinn að finna réttu blönduna Iwobi eða Gylfi víkja þegar James getur spilað gott að hafa smá breidd.
Flottur sigur og góð holning á liðinu. Fannst Doucoure stíga vel upp þegar Allan meiddist enn Gomes er bara ekki að heilla mig eftir meiðslin. Full hægur og heppin að hafa ekki gefið víti.
Gylfi mun betri í þessari 4-4-1-1- uppstillingu og gefur liðinu mun meira. Iwobi er líka að standa sig betur enn ég átti von á.
frábær úrslit. Var orðinn hræddur um að þetta væri allt hrunið hjá okkur eftir geggjaða byrjun en þeir eru sannarlega komnir til baka strákarnir. 🙂