Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Man United 1-3 - Everton.is

Everton – Man United 1-3

Mynd: Everton FC.

Áttunda umferð ensku Úrvalsdeildarinnar heldur áfram í dag og fyrsti leikur dagsins er gegn Manchester United kl. 12:30. Með sigri getur Everton komist aftur á topp Úrvalsdeildarinnar (og haldið sér þar með hagstæðum úrslitum í leikjum hjá Leicester, Tottenham og Liverpool). Þetta er mikill pressuleikur fyrir Ole Gunnar, stjóra United, en hann er talinn ansi valtur í sessi þar sem United eftir tap í meistaradeildinni gegn Istanbul Basaksehir og tap og jafntefli í deild. Þeir eru aðeins fjórum stigum frá fallsæti í deild með 7 stig eftir 6 leiki. Það er aldrei að vita nema að lengist listinn yfir stjóra sem fengu reisupassann eftir leik á Goodison Park en Ole Gunnar yrði ekki einu sinni sá fyrsti frá United — David Moyes fékk nefnilega reisupassann hjá United eftir tap gegn Everton. Það væri kannski fróðlegt að heyra frá lesendum í kommentakerfinu hvaða stjórar hafi verið reknir eftir leik á Goodison Park.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Holgate, Keane, Coleman (fyrirliði), Allan, Doucouré, Gylfi, Rodriguez, Bernard, Calvert-Lewin.

Varamenn: Olsen, Mina, Godfrey, Davies, Gomes, Iwobi, Tosun.

Sem sagt, eftir hrinu meiðsla og leikbanna í undanförnum leikjum er þetta glettilega nálægt sterkasta liði Everton. Rodriguez kemur inn aftur eftir meiðsli, sem er gríðarlega mikilvægt. Holgate er jafnframt kominn aftur í hjarta varnarinnar og bæði Digne og Coleman spila í bakvarðarstöðunum. Richarlison er þó í leikbanni í þessum leik (verður klár í næsta!) og er hans sárt saknað.

En þá að leiknum. United settu nokkra press á Everton frá upphafi, greinilega staðráðnir í að breyta gengi sínu eftir undanfarna leiki. Fyrsta færið þó Everton megin, þegar Bernard reyndi skot á 6. mínútu sem Calvert-Lewin reyndi að breyta stefnu á en tókst ekki nógu vel og boltinn fór rétt yfir markið.

Eftir færið var meira jafnræði með liðum en United fékk næsta færi, á 16. mínútu þegar Martial fékk boltann óvænt inni í teig en skaut hárfínt framhjá marki. Spurning hvort Pickford hefði ekki verið með þetta ef boltinn hefði farið nær. Erfitt að segja.

En á 20. mínútu skoraði Everton mark að því er virtist upp úr engu. Pickford sendi langan bolta fram sem Calvert-Lewin skallaði til Bernard sem var við teiginn. Bernard var fljótur að hugsa og lagði boltann fyrir sig. Skaut svo í gegnum klofið á Wan-Bissaka og boltinn fór inn alveg út við stöngina. Óverjandi fyrir afmælisbarn dagsins, David de Gea. 1-0 fyrir Everton.

Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Everton kemst 1-0 yfir gegn United á Goodison Park. Skemmtileg staðreynd. Öllu minna skemmtilegri staðreynd er að hinir tveir leikirnir (þar sem Everton komst yfir) enduðu með 1-1 jafntefli. Það var því kannski skrifað í skýin að United myndi jafna, sem þeir gerðu á 24. mínútu. Markið kom eftir háa sendingu inn í teig frá Luke Shaw á vinstri kanti. Coleman hefði getað gert betur í því að mæta honum og loka á fyrirgjöfina, sem endaði beint á kollinum á Bruno Fernandes sem skallaði inn. Óverjandi fyrir Pickford. 1-1.

Bernard og Digne náðu mjög vel saman á 28. mínútu með skemmtilegu þríhyrningaspili sem setti Digne einan inn fyrir. Hann reyndi skot sem endaði í stöng upp við samskeytin og aftur fyrir mark.

Fernandes fiskaði mjög ódýra aukaspyrnu á 30. mínútu og tók hana sjálfur — þrumaði á mark en Pickford með það allan tímann. 

Fernandes var svo aftur að verki á 33. mínútu þegar hann sendi háa fyrirgjöf inn í teig sem Rashford reyndi að skalla en tókst ekki (því miður). Því þetta var nóg til að Pickford gat ekki kastað sér á boltann (bjóst við skalla í vinstra horn) en boltinn sigldi framhjá þeim báðum og endaði stöngina hægra megin og inn. 1-2 fyrir United.

Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Betra var að sjá til Everton í seinni hálfleik og United menn voru sáttir við að leyfa Everton að vera meira með boltann og bíða eftir skyndisóknum. Færin létu þó á sér standa og lítið markvert að gerast framan af seinnni hálfleik. Iwobi kom svo inn á fyrir Gylfa á 66. mínútu. 

Á um 70. mínútu hélt maður að draga væri að fara til tíðinda en þá var Bruno Fernandes afar heppinn að sleppa við seinna gula spjaldið sitt þegar hann fór í fótinn í ökklan á Allan í tæklingu. Allan tímann gult spjald, ekki síst miðað við þá línu sem dómarinn, Paul Tierney, hafði dregið allan leikinn, en hann skorti kjart til að reka Bruno út af. Þetta er algjörlega ó… þol… andi.

Stuttu síðar hefði Rashford átt að gera út um leikinn þegar hann komst í skyndisókn einn inn fyrir vörn Everton og þurfti bara að setja boltann framhjá Pickford en tókst það ekki. Pickford náði að verja frá honum.

Iwobi átti svo fínan bolta fyrir mark þegar rétt tæpur hálftími var til leiksloka, kom með háa sendingu frá hægri, sem Calvert-Lewin hefði auðveldlega stangað inn ef Maguire hefði ekki náð að komast á milli og hreinsa.

Ancelotti prófaði í svolitla stunda að vera með James Rodriguez miðsvæðis til að reyna að hafa meiri áhrif á leikinn en tók hann að lokum út af á 80. mínútu og inn á fyrir hann kom Tosun. Everton þar með að spila með tvo framherja, sem hefur ekki gerst svo ég muni síðan í derby leiknum eftir að Richarlison var rekinn út af (og þrír tapleikir fylgdu í kjölfarið, að þessum meðtöldum).

Stuttu síðar slapp Bruno Fernandes aftur við rautt spjald þegar hann stoppaði skyndisókn Everton í fæðingu með broti sem — bara eitt og sér — hefði nægt fyrir gult spjald. En aftur brást kjarkurinn hjá dómaranum. Gjörsamlega Ó… ÞOL… ANDI!!

Coleman skapaði í kjölfarið fínt færi fyrir Doucoure við teigslínuna. Náði fyrst flottum snúningi utan teigs sem fór illa með varnarmann United og lagði til hliðar fyrir Doucoure en skotið frá þeim síðarnefnda fór yfir markið. Illa farið með gott færi.

Everton sótti án afláts undir lokin en fengu á sig suckerpunch mark þegar Bruno Fernandes og félagar komust í skyndisókn fimm talsins á móti tveimur. Maðurinn sem þar fór fremstur í flokki að sjálfsögðu sá sem átti fyrir löngu að vera kominn með rautt (Bruno Fernandes) og lagði hann upp mark fyrir Cavani sem gulltryggði United 3-1 sigur á Goodison.

Þessir síðustu þrír leikir hafa kannski helst sýnt okkur það hversu mikilvægt það er að hafa Digne, Rodriguez og Richarlison alla saman inn á svo Everton geti spilað með tvo frammi og afar skapandi menn á bak við þá til að búa til færi. Það gerist vonandi í næsta leik, þegar Richarlison kemur aftur en ekki fyrr en eftir landsleikjahlé þó. Næsti leikur er 21. nóvember, við Fulham.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Digne (8), Holgate (6), Keane (7), Coleman (6), Bernard (6), Allan (6), Doucoure (6), James (6), Gylfi (5), Calvert-Lewin (6). Varamenn: Tosun (6), Iwobi (6).

12 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Ég skal byrja á því sem þegar er komið fram:

    David Moyes var rekinn frá United eftir tap gegn Everton í apríl 2014.

    Hverjum öðrum munið þið eftir?

  2. þorri skrifar:

    ég mann ekki eftir neinum. En hvenig leggst leikurinn í menn ÁFRAM EVERTON

  3. Gestur skrifar:

    Þetta er svakalega lélegt hjá Everton, verður bara miðjumoð. Nýju mennirnir búnir að meðtaka meðalmennskuna sem einkennir Everton síðustu tímabil

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta var ömurlegt. Þetta utd lið er skítlélegt og við hefðum átt að vinna í dag. Skil ekki þessa þráhyggju með Iwobi eða hvers vegna Gordon fær aldrei séns, hann hefði amk átt að vera á bekknum en þar var ekkert. Nú kemur óþolandi landsleikjahlé og alveg pottþétt að menn koma þreyttir eða meiddir til baka.

  5. þorri skrifar:

    Sæll Ingvar.Þetta var ekki lélegur leikur ,spilið var bara ágætt en færin létur á sig standa.En það sem mér finst vanta er varnaleikurinn mér finst hann ekki ná nóg vel saman,og afhverju fær svíin hjá okkur ekki meiri tæki færi.Mér er það íll skiljan legt.Ég hef nú sé það verra en samt ekki á þessari leiktíð.En vonadi fer þetta að koma. kveðja þorri KOMA SVO ÁFRAM EVERTON

  6. Erlingur hólm valdimarsson skrifar:

    Og ekki gleyma Picford .egar hann reynir að fótbrjóta mann hjá united. Og flær ekki einu sinni gula spjaldið. Ætli hann fái gula spjaldið þegar honum tekst að fótbrjóta einhvern

  7. Ari G skrifar:

    Batamerki frá síðustu 2 leikjum en samt vantar mikið uppá. Holgate greinilega ryðgaður eftir meiðsin en þetta er bestu varnarmennirnir hjá okkur í dag. Bakverðirnir greinilega bestu leikmenn Everton í dag. James var mjög lélegur í dag er greinilega ekki búinn að ná sér. Ótrúlegt eftir að Iwobi kom inná þá lagaðist sóknarleikurinn hann getur þetta ef hann tekur sig til. Pickford guð minn góður heppinn að fá ekki víti á sig og ég mundi vilja selja hann strax í janúar ef ég fengi að ráða. Þetta á eftir að lagast núna er slæmi kaflinn búinn og bjartir tímar framundan.