Mynd: Everton FC.
Everton staðfesti nú í morgun kaup á Ben Godfrey frá Norwich. Ben er 22ja ára réttfættur miðvörður („ball playing defender“ eins og það er kallað í dag) og þykir eitt mesta efni enska landsliðsins. Hann á að baki leiki með bæði enska U20 og U21 ára liðunum, þ.m.t. sem fyrirliði. Hann þykir einnig liðtækur í bakverðinum og sem djúpur miðjumaður. Hann þykir fljótur leikmaður og með góða boltameðferð og átti stóran þátt í að Norwich komust upp í Úrvalsdeildina 2018/19.
Kaupverðið var ekki gefið upp en er talið vera 20M punda (skv. Sky) eða 25M punda plús 5M árangurstengt (skv. BBC). Ben skrifaði undir 5 ára samning, eða til loka júni 2025.
Velkominn til Everton!
Comments are closed.