Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
James Rodriguez keyptur – Staðfest! - Everton.is

James Rodriguez keyptur – Staðfest!

Mynd: Everton FC.

Everton staðfesti rétt í þessu kaup á James Rodriguez frá Real Madrid en hann ætti að vera lesendum vel kunnugur. James er 29 ára miðjumaður sem hefur spilað 76 leiki með með kólumbíska landsliðinu og skorað 22 mörk og gefið 25 stoðsendingar. Hann er auk þess deildarmeistari í Portúgal (þrefaldur), á Spáni (tvöfaldur) og Þýskalandi (tvöfaldur). Að auki hefur hann unnið Evrópudeildina (einu sinni), Meistaradeildina (tvisvar) og ýmsilegt fleira sem hægt væri að nefna. Á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Ancelotti hjá Real Madrid skoraði hann 13 mörk og gaf jafn margar stoðsendingar og var valinn besti miðjumaður deildarinnar.

James skrifar undir tveggja ára samning (til 2022) en Everton hefur rétt á að framlengja samninginn um eitt ár.

Uppfært 10. sept, 2020: Skv. frétt á BBC var upphaflega talið að kaupverðið væri 20M punda, en fregnir herma að kaupverðið sé nær 12M punda.

Hægt er að horfa á fyrsta viðtal hans við klúbbinn hér og skoða tölfræðina hér.

Við bjóðum James hjartanlega velkominn til Everton!

https://www.youtube.com/watch?v=U6QU2Zx3CAg

5 Athugasemdir

  1. Georg skrifar:

    Svakalega er ég ánægður að fá þennan frábæra leikmann. Anchelotti svo sannarlega að koma sér vel í leikmannakaupum liðsins. Doucoure mun svo væntanlega vera kynntur fljótlega. Alvöru breidd komin á miðjuna sem var mikið vandamál á síðustu leiktíð.

  2. Ari S skrifar:

    Hver ætlar að taka það að sér að fara út til Englands að kaupa nýja búninga með #19 á bakinu? Væri það ekki sniðug hugmynd hehe?

    Kær kveðja, Ari S

  3. þorri skrifar:

    kæru félagar veit einhver klukkan hvað leikurinn er hjá Everton á laugardaginn

  4. þorri skrifar:

    takk fyrir þetta Orri og ÁFRAM EVERTON