Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Wolves – Everton 3-0 - Everton.is

Wolves – Everton 3-0

Mynd: Everton FC.

Uppstilling: Pickford, Digne, Mina, Keane, Baines (fyrirliði), Gordon, Gyfi, Davies, Walcott, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Stekelenberg, Virginia, Iwobi, Sidibé, Bernard, Coleman, Kean, Branthwaite, Baningime.

Ancelotti sagðist vera að vonast eftir því að Gomes og Holgate myndu báðir vera orðnir nógu góðir af meiðslum sínum til að ná þessum leik, en það hafðist ekki. Gylfi líklega á miðri miðjunni við hlið Davies, með Gordon og Walcott á köntunum.

Bæði lið komu framherja sínum í færi með stungusendingu inn fyrir vörn á fyrstu mínútunum, en færin þröng og reyndi ekki mikið á markverðina. Eftir það náðu Wolves sterkum 10 mínútuna kafla með bolta, héldu honum vel og stjórnuðu leiknum en sköpuðu sér engin teljandi færi.

Everton svaraði með ágætum kafla eftir um 15. mínútna leik en náðu heldur ekki að skapa nein færi. Það var í raun ekki fyrr en á 25. og 26. mínútu sem Úlfarnir náðu almennilegu skoti á mark í tveimur sóknum í röð. Fyrra skotið var fast og lágt við nærstöng en hið síðara hjólhestaspyrna en Pickford vel á verði í bæði skiptin.

Á 30. mínútu gerðist það að Yerry Mina meiddist og Coleman kom inn á í staðinn. Þar með Everton að spila með þrjá bakverði í vörn. 

Rétt fyrir lok hálfleiks, fengu Úlfarnir ódýra vítaspyrnu (sem Digne gaf) og þeir skoruðu örugglega úr. Úlfarnir yfir 1-0 í hálfleik. Vítaspyrnan kannski ekki alveg verðskulduð en forystan var það hins vegar.

Miðja Everton hálf týnd í leiknum og því varla að maður taki eftir því að Richarlison og Calvert-Lewin séu inn á. Þetta þarf að batna í seinni hálfleik.

Ein breyting í hálfleik: kjúklingurinn Brantwaithe kom inn á fyrir Baines og Everton breytti við þetta í fjögurra manna baklínu. Þetta var fyrsti Úrvalsdeildarleikur þessa 18 ára leikmanns og hann hóf leikinn með því að gleyma sér í dekkun í aukaspyrnu alveg í upphafi seinni hálfleiks og Úlfarnir komust í 2-0 með skallamarki.

Ancelotti brást við með því að skipta Iwobi og Bernard inn á fyrir Gordon og Walcott.

Eftir um klukkutíma leik voru Úlfarnir næstum búnir að skora þriðja markið. Komust inn fyrir Digne og náðu skoti á nærstöng. Pickford varði en missti boltann milli fóta á sér og rétt náð að kasta sér á hann áður en boltinn rúllaði yfir línu.

Úlfarnir komust svo inn fyrir á 65. mínútu, Jota fékk langan bolta fram völlinn og komst einn á móti markverði en hrasaði og skotið fór beint í fæturnar á Pickford.

Ancelotti skipti þá Moise Kean inn á fyrir Richarlison og stuttu síðar fékk Gylfi skotfæri inni í teig en varnarmaður náði að blokkera skotið. Hefði viljað sjá hvar sá bolti hefði endað.

Everton liðið náði ágætu samspili upp við teig á 72. mínútu sem endaði með sendingu á Digne inn fyrir vinstra megin í teig en skotið frá honum rétt framhjá stöng.

Úlfarnir svöruðu með skyndisókn, eins og þeir eru þekktir fyrir. Jota fékk langa sendingu frá vörn fram völlinn, tók hann á kassann og þrumaði inn. 3-0. Game over.

Á 76. mínútu fékk Calvert-Lewin sjaldgæft færi þegar há sending barst inn í teig og Calvert-Lewin náði öflugum skalla á mark en vel varið.

Úlfarnir hefðu getað bætt við fjórða markinu á 86. mínútu þegar Jota komst enn á ný inn fyrir vörn Everton og náði sendingu á Adam Traore, sem þurfti bara að renna boltanum framhjá Pickford en skaut í staðinn í slána og yfir. Ótrúlegt að hann skyldi ekki skora.

Fleiri færi litu ekki dagsins ljós. 

Einkunnir Sky Sports: Pickford (5); Baines (6), Mina (6), Keane (5), Digne (7); Walcott (5), Davies (6), Sigurdsson (5), Gordon (6); Calvert-Lewin (6), Richarlison (6). Varamenn: Coleman (6), Branthwaite (6), Iwobi (6), Kean (6), Bernard (6).

11 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það er enginn séns að úlfarnir tapi þriðja leiknum í röð og það mesta sem við getum vonast eftir er jafntefli, sérstaklega með þessari spilamennsku. Þetta víti sem þeir fengu var ódýrt og skrýtið að varsjáin skyldi ekki skoða það, en það þarf kannski ekki nema ef Everton er að fá víti. Vonandi verður þetta ekki algjör niðurlæging í seinni hálfleik.

  2. Gestur skrifar:

    Þetta er sama skíta frammistaðan

    • Ari S skrifar:

      …….og sömu skítakommentin hérna 🙂

      • Gestur skrifar:

        Og þú ánægður með þessa spilamennsku?

        • Ari S skrifar:

          Neeeee það var nú ekki það sem ég var að meina kæri Gestur. Er í vinnunni og sá síðustu mín í fyrri hálfleik og gafst upp á að horfa. Þetta er frekar lélegt svo ekki sé meira sagt. (í bili)

        • Gunnþór skrifar:

          Ari S það fylgist nefnilega oft að skítaframmistaða og skítakomment😉 sjáið þungann í skiptingunum hjá úlfunum versus Everton þeir hafa miklu miklu meiri gæði í sínum hóp,enda eru þeir að berjast um evrópusæti og við um miðja deild, skoðið kaup þeirra versus okkar þar liggur munurinn þeir eru komnir framúr okkur með betri kaupum.

          • Ari S skrifar:

            Já þetta et rétt hjá þér Gunnþór, skítakommentin koma oft eftir skítaframmistöðu. Enda var ég bara að benda á það. Ekkery endilega að gagnrýna.

            En áttum við ekki að fá eitthvað andartaki áður en að Wolves fékk vítið? Þegar DCL datt við vítateiginn? Erum við (stuðningsmennirnir) ekkert að pæla í því?

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Eins og við mátti búast, enn ein skitan. Ekki einu sinni Norwich eru svona lélegir.
    Ég get ekki beðið eftir að þetta ömurlega tímabil klárist og vonandi tekst að losna við rusl eins og Iwobi, Davies, Gylfa, Delph og Walcott. Ég myndi heldur ekki gráta það að Bernard færi, hann er allt of mistækur. Mina yrði heldur ekki saknað og Pickford er farinn að pirra mig all svakalega með aulaskap í hverjum leiknum eftir annan. Hann hefur reyndar oftast bjargað stigum með stórkostlegum vörslum en eftir covid hléið hefur hann verið frekar tæpur og það endar með því að hann gerir mistök sem kostar liðið stig.
    Hversu lélegur er Baningime?? Ef hann kemst ekki í byrjunarliðið núna þá hlýtur hann að vera alveg fáránlega slakur því enginn af þessum miðjumönnum sem hafa verið að byrja síðustu leiki kæmust í byrjunarlið hjá öðrum félögum í deildinni.
    Ég hef enga trú á að Everton vinni fleiri leiki á þessu tímabili. Leikmönnunum virðist flestum vera skítsama og vilja bara hirða launin sín og komast heilir í frí.
    Aumingja Carlo. Hann er ekki öfundsverður af þessu verkefni.

    • Ari S skrifar:

      Sæll Ingvar, ég er sammála þér í flestu sem þú segir.

      Ég get ekki beðið eftir að þetta ömurlega tímabil klárist. Ég er sammála um nokkra af þessum leikmönnum sem að þú nefnir. En ekkert endilega að LOSNA við þá alla!

      Byrjum á Gylfa, hann er búinn að vera. Miðað við það sem að hann gat í den þá er hann ekki svipur hjá sjón. Ég persónulega væri til í að hafa hann áfram hjá Everton, bara kaupa betri leikmann en hann og skella honum á bekkinn. Held jafnvel að hann væri sjálfur sáttur við það. En þetta er nú bara mín skoðun.

      Iwobi má fara, selj’ann á meðan hann er enn tiltölulega ungur og fá einhvern smá pening fyrir. En enn treysti ég Ancelotti (haha)

      Tom Davies er uppalinn og er ennþá ungur og reynslulaus, (finnst mér) og gæti batnað. Hann má vera áfram fyrir mér en hefur valdið mér pínu vonbrigðum. Einhver enskur Everton stuðningsmaður var að bera hann saman við Jack Grealish og benda á að kannski yrði Tom jafn góður eftir þrjú ár? VEit ekki alveg með það sko.

      Delph og Walcott mega að sjálfsögðu fara fyrir mér.

      Mina má vera áfram fyrir mér (og sömuleiðis Michael Keane) en hann (þeir) mun færast aftar í röðinni á næsta tímabili þegar að Thiago Silva kemur til okkar í eitt ár,.

      https://www.fourfourtwo.com/news/thiago-silva-wants-premier-league-move-with-everton-tottenham-and-wolves-keen

      Hvað með Pickford?, hann er landsliðsmarkmaður Englands. Ekki maður sem þarf að skipta út á meðan við þurfum að laga í öðrum stöðum á vellinum. Mín skoðun. En hann er ekki alveg eins góður og ég bjóst við að yrði.

      Ég hef hins vegar engar áhyggjur af Carlo, USM hjálpar honum.

      kær kveðja, Ari.

  4. Ari G skrifar:

    Ég er eignilega í sjokki eftir þennan leik. Veit ekki hvað kom yfir liðið algjörlega andlausir. Héld að við þurfum byrja á að skipta um markvörð til að komast á næsta stig. Vörnin ok nema þurfum að kaupa einn miðvörð og hægri bakvörð. Miðjan er mjög léleg þurfum greinilega að stokka vél í spilunum þar. Sóknarmennirnir eru ok. Allavega er er staðan þannig þurfum að kaupa 1 miðvörð, hægri bakvörð, hægri vængmann, varnarsinnaðan miðjumann og sóknarsinnaðan miðjumann. Þurfum að losa okkur við ca 10 leikmenn ætla ekki að nefnda nöfnin allir hér sjá hverjir eru ekki nógu góðir fyrir Everton. Ancelotte má vera áfram.

  5. Gunnþór skrifar:

    Vel mælt hér fyrir ofan báðir Ararnir 😊