Mynd: Everton FC.
Everton mætti Brighton á Goodison Park í laugardagsleik klukkan þrjú en Ancelotti stillti upp í 4-4-2 og gerði þrjár breytingar frá síðasta leik (Michael Keane, Davies og Bernard inn).
Uppstilling: Pickford, Digne, Holgate, Keane, Sidibé, Bernard, Davies, Gylfi, Walcott, Calvert-Lewin, Richarlison.
Varamenn: Lössl, Baines, Delph, Mina, Schneiderlin, Coleman, Kean.
Á 5. mínútu átti Everton að fá víti þegar varnarmaður Brighton togaði í Walcott, sem var kominn framhjá honum, inni í teig. Walcott stóð þetta af sér en missti aðeins fótanna sem var nóg til að hann næði ekki almennilegu skoti. Ekki metið nógu mikið brot til að VAR gæfi víti, sem er algjörlega fáránlegt, því þetta var augljóst brot og hefði verið dæmd aukaspyrna alls staðar annars staðar á vellinum. Ef hann hefði látið sig detta hefði hann fengið víti.
Bernard komst í flott skotfæri síðar í hálfleiknum, þóttist ætla að skjóta en með gabbhreyfingu losaði hann sig við þrjá varnarmenn en skotið því miður í bringuna á þeim fjórða. Bernard var mjög sprækur í leiknum og veitti Richarlison harða samkeppni um mann leiksins.
Téður Richarlison komst inn í teig hægra megin stuttu síðar og átti skot á fjærstöng en markvörður kastaði sér niður og varði vel. Carlvert-Lewin var svo óheppinn að skora ekki á 24. mínútu þegar hann reyndi háan bolta yfir markvörð en hársbreidd frá fjærstöng.
Everton mun betra liðið í fyrri hálfleik og fengu nóg af færum en Brighton vörðust af krafti. Mark Everton kom hins vegar ekki fyrr en á 37. mínútu, eftir samspil Richarlisons, Digne og Bernard en þeir þrír unnu sig í gegnum vörn Brighton, eftir að Gylfi hafði hafið sóknina með langri sendingu fram á Richarlison. Richarlison sendi á Bernard sem sendi á Digne sem sendi á Richarlison sem hafði komið á hlaupinu inn í teig en stoppaði nú á punktinum, sneri við og skaut. Boltinn í gegnum þvögu af þremur varnarmönnum og stöngina inn hægra megin. Óverjandi fyrir markvörð Brighton. Staðan orðin 1-0 fyrir Everton.
Og þannig var það í hálfleik, forysta Everton mjög verðskulduð. Engin breyting hjá Everton í hálfleik.
Tvisvar storkuðu Brighton menn örlögunum inni í eigin teig á 50. mínútu. Annars vegar þegar varnarmaður þeirra (Dunk?) keyrði niður Holgate aftan frá og hins vegar þegar Duffy hoppaði upp í skallabolta og rak olnbogann í hausinn á Calvert-Lewin. Sluppu með það.
Besta færi Brighton (fram að því) kom á 53. mínútu þegar þeir náðu skoti að marki en boltinn í ofanverða slána og þaðan út. Pickford hefði þó líklega varið ef skotið hefði verið nógu lágt til að fara undir slána.
Richarlison komst í dauðafæri fyrir framan mark þegar hann fékk sendingu frá Digne á 54. mínútu en skotið í varnarmann, sem renndi sér fyrir boltann og forðaði þannig markverði sínum frá því að fá á sig mark.
Bernard skóp svo geggjað færi fyrir Calvert-Lewin þegar hann var á undan varnarmanni í bolta inni í teig og sneri um leið laglega á hann upp við endalínu. Sendi stuttan bolta beint á Calvert-Lewin, sem var alveg upp við mark hjá nærstöng og náði að stýra boltanum á mark, en markvörður fékk boltann beint í sig. Áttaði sig ekki á því að hann hafði fengið á sig skot fyrr en boltinn hrökk af honum.
Calvert-Lewin komst aftur í færi örskömmu síðar þegar hann komst á sprettinn og endaði einn á móti markverði. Gerði vel að halda hraðanum í sókninni þrátt fyrir að þurfa að rekja boltann við erfiðar aðstæður með varnarmann á hælunum. Þurfti að skjóta að marki af nokkru færi, áður en varnarmaður næði að komast í hann og náði ágætis skoti en markvörður varði mjög vel. Calvert-Lewin mjög óheppinn að skora ekki í leiknum.
Holgate, sem hafði átt flottan leik, var ekki langt frá því að skora sjálfsmark á 70. mínútu þegar hann breytti stefnu sendingar fyrir mark og boltinn endaði rétt yfir slána. Delph kom svo inn á fyrir Bernard mínútu síðar og Coleman kom inn á fyrir Walcott.
Davies náði að setja Richarlison inn fyrir vörn Brighton með háum bolta fram en Dunk, varnarmaður Brighton, náði að blokkera skotið alveg upp við markið. Ótrúlegt að Everton skyldi vera aðeins einu marki yfir.
En Everton kom þó boltanum aftur í netið á 78. mínútu eftir geggjaða hornspyrnu frá Digne, sem skoraði næstum beint úr horninu — boltinn tók sveig að marki og endaði í fjærstöng og út í teig. Coleman skallaði í slá og niður en inn vildi boltinn ekki, fyrr en Calvert-Lewin kastaði sér á hann en VAR dæmdi markið af þar sem hann skoraði með hendinni. Réttur dómur að mínu mati. VAR að virka sem skyldi, þó niðurstaðan hafi verið á móti okkar liði.
Pickford kom svo Everton til bjargar á 81. mínútu þegar hann varði glæsilegan skalla frá Murray í Brighton. Sjaldgæft færi Brighton, en algjörlega stórhættulegur skalli frá þeim. Þeir efldust mikið á síðustu mínútum leiksins.
Mina kom inn á fyrir Digne á 84. mínútu en stuttu síðar fengu Brighton algjört dauðafæri á 87. mínútu, eiginlega fyrir nokkra heppni en boltinn breytti um stefnu af varnarmanni og endaði fyrir framan Murray sem komst þar með í dauðafæri, einum á móti Pickford. Murray hafði einn séns til að pota boltanum yfir Pickford, áður en boltinn færi framhjá sér, og honum tókst það, en rétt framhjá marki líka, sem betur fer. Sleikti stöngina.
Það reyndist hins vegar síðasta færið í leiknum og Everton því sigurvegarar. 1-0 lokastaðan. Nokkuð jafnræði með liðunum í tölfræði, nema Everton með 6 skot on target, á móti tveimur frá Brighton — og Everton meira með boltann.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (8), Holgate (8), Keane (8), Richarlison (9), Calvert-Lewin (7), Gylfi (7), Walcott (7), Digne (8), Sidibe (7), Bernard (8), Davies (7). Varamenn: Delph (7), Coleman (7).
Leikmenn Brighton voru með 6 á línuna, fyrir utan leikstjórnanda (?) þeirra, Trossard, miðverðina tvo og markvörðinn (sem segir ákveðna sögu) — en sá síðastnefndi fékk 8 í einkunn, hinir þrír fengu 7.
Richarlison var jafnframt valinn maður leiksins.
Ancelotti þar með búinn stýra Everton til sigurs í þremur af sínum fyrstu fjórum deildarleikjum við stjórnvölinn en eina undantekningin þar á var naumt 2-1 tap á útivelli gegn Englandsmeisturum City.
Sterkt að vera með 12 menn á móti þeim þó ég efist um að hann geti verið með Bernard í tveimur stöðum, það veitir samt ekkert af því held ég 🙂
Bernard er tveggja manna maki og Everton því 14 á móti 11, eins og sást klárlega í leiknum.
Já, Bernand sýndi frábæra takta í dag
Nýr leikur, sama drullan. Þetta fer 1-2 fyrir Brighton.
Ingvar, hvaða drullu eru að tala um? Menn hljóta að sjá eitthvað jákvætt eftir þennan sigur eða hvað?
Setti þetta inn fyrir leik, var svekktur að sjá sömu menn og skitu upp á bak gegn litlu krökkunum um daginn og bjóst við einhverju svipuðu. Hafði sem betur fer rangt fyrir mér.
Væri samt gaman að heyra hvaða byrjunarlið þú hefðir viljað sjá.
Ingvar afhverju ert þú svona neikvæður í dag. ég er ekki að horfa á leikinn þú getur kanski sagt mér hvernig gengur hjá okkar mönnum.
Þorri, Everton vann 1-0.
Enn einn sigur undir stjórn Ancelotti, lygilegt að ná ekki að skora fleiri mörk. Everton með algera yfirburði í fyrstu 70 mín en bökkuðum alltof mikið seinustu 20 mín. Mjög flott vörn og Holgate að verða okkar besti miðvörður sem er magnað. Við héldum líka hreinu og það er ansi oft að takast ólíkt í byrjun leiktíðar.
Flott mark hja Richarlison og Calvert Lewin óheppinn að skora ekki.
442 undir Ancelotti að svínvirka og vonandi náum við góðum úrslitum í næstu leikjum til að nálgast 6 sætið en það eru bara 4 stig í það og menn geta gleymt hættu á botnbaráttu og horft uppávið.
Þar sem Tosun for a láni núna þá má telja ansi líklegt að Everton fái sóknarmann en held líka að Ancelotti sé að leita að miðaverði eins og hann nefndi í viðtalinu fyrir leik.
Væri áhugavert að fá Everton Soares en hann hefur verið orðaður við okkur í þessum glugga.
Sáttur við þennan leik og engin ástæða til svartsýni með Ancelotti í brúnni.
Gott að ná í sigur i dag, 1-0 alltaf tæft finnst þér. Við erum líka að spila á þóti botn 5 liði. Það er gaman að kætast yfir sigri en Everton þarf að padda sigþ ekkett er öruggt. Eveton er að spila við neðri lið í næstu leikjum og þar er betra að hafa vaðið……… Og líta út eins og lið!
Hvað fannst mönnum um brotið á Walcott þegar hann komst einn innfyrir vörn Brighton, klárt víti að mínu mati og ef hann hefði bara hætt eða látið sig falla þá hefði enginn efast um viti.. Hrikalegt að vera refsað fyrir að standa og reyna við skotið. VAR ekki alveg fair þarna finnst mér.
Klárlega víti, nágrannar okkar sem spila í rauðum búningum hefðu klárlega fengið víti……og trúlega flest önnur lið.
Góð 3 stig í dag sá ekki leikinn en er mjög sáttur með sigurinn.
Frábær dagur fyrst vinnur Everton og svo vinnur Ísland besta lið heims getur ekki verið betra. Sá ekki leikinnn en sigur er alltaf sigur. Núna á Everton setja stefnuna á 5 sætið alveg raunhæft markmið. Tapið á móti Liverpool í bikaranum á eftir að hjálpa Everton í deildinni. Veit ekkert hvað er að marka slúðrið einhverjar hreinsanir kemur í ljós Tosun er farinn í bili og fleiri mega fara mín vegna. Höfum ekkert að gera við einhverja meðal skussa.
Geggjuð 3 stig halda hreinu, svo er að finna klassa framherja sem er með alvöru gæði fyrir framan markið,og klassa miðvörð þá erum við að verða nokkuð góðir framá vorið og þá má fara að hreinsa almennilega til í leikmannahópnum.
Bernard í liði vikunnar að mati BBC:
https://www.bbc.com/sport/football/51079426
18:47
USM Secure Option On Naming Rights From Bramley-Moore Dock
Denise Barrett-Baxendale announces that USM has secured an option on the naming rights of Bramley-Moore Dock.
Chief Finance and Commercial Officer Sasha Ryazantsev will provide more details during his presentation, she explains.
18:53
„Our Ambitions Stretch To The Highest Possible Level“
Denise Barrett-Baxendale closes her speech by saying, „Expectation from our supporters is high and quite rightly so.
„I can assure them that, as a Board, and as a Club, our expectations and ambitions stretch to the highest possible level.“
Sælir Everton félagar. ég veit ekki alveg hvað þetta þýðir en Umanov er búinn að tryggja sér rétt á því að skýra nýja völlinn okkar þegar að honum kemur. Eða fyrsta rétt. Hann hefur til þess lagt fram 30 milljón pund. Góðar fréttir og með þessu er Alisher Usmanov að koma sér betur fyrir í okkar félagi sem er jákvætt.
Mér skilst að þessar 30 milljónir séu borgun fyrir að hafa fyrsta val. Nafnið á nýja vellinum mun kosta mikið meira.
Þessi maður, sko…
https://www.mbl.is/sport/enski/2020/01/15/gomes_langt_a_undan_aaetlun_myndskeid/