Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Arsenal 0-0 - Everton.is

Everton – Arsenal 0-0

Mynd: Everton FC.

Everton á leik við Arsenal á heimavelli kl. 12:30 í síðasta leik Duncan Ferguson í bili, en tilkynnt var um ráðningu Carlo Ancelotti nú rétt í þessu.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Holgate, Sidibé, Davies, Delph, Richarlison, Gylfi (fyrirliði), Iwobi, Calvert-Lewin.

Varamenn: Stekelenburg, Baines, Keane, Tosun, Bernard, Coleman, Kean.

Lítið um fyrri hálfleik að segja. Þetta var svolítið eins og hvorugt liðið vildi tapa leiknum. Everton samt með nokkrar tilraunir en engin á markið. Arsenal ekki með eina einustu tilraun marki fyrr en á 44. mínútu. Everton líklegra liðið, sérstaklega undir lok hálfleiks.

0-0 í hálfleik.

Tvö færi hjá Arsenal í upphafi seinni hálfleiks. Það fyrra ívið betra, eftir horn. Aubameyang með skot af stuttu færi, eftir að hafa fengið skallabolta yfir á fjærstöng en Pickford varði vel með annarri hendi.

Everton hefði getað fengið víti á 68. mínútu þegar að Calvert-Lewin skaut að marki, eftir þunga sókn Everton. Varnarmaður Arsenal kastaði sér fyrir skotið, og varði boltann með uppréttri hendi og þaðan út af. VAR kíkti á málið en dæmdi ekkert víti. Líklega vegna þess að boltinn fór í líkamann á varnarmanninum fyrst. En í horninu hoppaði leikmaður Arsenal og fékk boltann í hendi en það var ekki skoðað. Púra víti.

Delph út af fyrir Michael Keane á 75. mínútu og Holgate þar með færður á miðjuna. Tosun út af fyrir Kean á 79. mínútu.

En hvorugu liðinu tókst að brjóta stífluna og 0-0 því niðurstaðan. Duncan taplaus gegnum mjög erfitt prógram, fyrir utan óheppni í vítaspyrnukeppni. Nú tekur Ancelotti við í næsta leik.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Sidibe (7), Holgate (6), Mina (6), Digne (6), Delph (6), Davies (6), Iwobi (6), Gylfi (6), Richarlison (6), Calvert-Lewin (6). Varamenn: Keane (6), Kean (6), Tosun (6).

10 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    0-0 jafntefli. Eiginlega ekkert til að tala um í dag (finnst mér) nema náttúrlega að Ferguson tók varamanninn útaf. í annað skiptið sem hann gerir það. Er Cenk tosun á leiðinni burtu í janúar? Trúlega já. kv. Ari S.

  2. Elvar Örn skrifar:

    Moise Kean þurfti að koma inná og verstur fremstu manna var því miður Tosun. Ég hefði í raun tekið Davis útaf sem mér fannst ömurlegur.
    Sidibé var magnaður og sáttur að halda hreinu.
    Pickford flottur í markinu.
    Ancelotti er minn drauma stjóri og það eru bestu fréttir ársins.
    Ef menn styðja hann ekki þá er eitthvað að.
    Er líka viss um að hann er rétti stjórinn til að draga að stór nöfn, ekki nokkur vafi þar. Janúar glugginn verður áhugaverður en ekki hægt að vænta meira en að Everton fari í efri hluta töflunnar og nái vonandi að sækja að 6 sæti en lítill tími til að ná því. Næsta tímabil verður eitthvað meira tel ég þar sem Ancelotti verður kominn með 5-6 nýja menn sem hann vill bæta í liðið.

    • Ari S skrifar:

      Já ég er sammála því, Sidibe var flottur (eða magnaður eins og þú segir) og ég væri til í kaup á honum í Jan. Nokkuð ljóst er að Ancelotti mun versla í Janúar EN…….

      Hvað það verður veit nú enginn,
      vandi er um slíkt að spá.
      Eitt er víst að alltaf verður
      ákaflega gaman þá.

  3. Ari G skrifar:

    Leiðinlegur leikur en samt flottur varnarleikur og mikil barátta hjá báðum liðum. Hefði skipt Davis útaf í seinni hálfleik og sett Bernard inná til að skapa fleiri færi. Terri Mina maður leiksins ekki spurning bjargaði marki. Varnarleikurinn flottur, en sókninn var algjörlega bitlaus en samt vantaði ekki baráttuna. Tosun má fara mín vegna og selja eða leigja út Tom Davis. Ég sem hafði mikla trú á honum en sú trú er farinn núna. Flott að fá Ancilotti og Ferguson stóð sig mjög vel 5 stig í þremum leikjum ekki svo slæmt.

  4. Eirikur Sigurðsson skrifar:

    Það sem ekki er sagt um þennan leik er náttúrulega Gylfi eða hvaða Gylfi. Ekki einn skapandi leikmaður í þessu liði og leikmaður nr 5 á aldrei að fá boltan frá samherja því hann er ömurlegur með boltan. Frábært held ég að fá Ancelotti enn það er nauðsynlegt að fá gæða leikmenn á miðjuna og í sókn ef að það á eitthvað að gerast hjá þessu liði.

    • Orri skrifar:

      Sæll Eirikur.Þetta er bara satt og rétt sem þú segir um leikinn í dag frekar dapurt svo ekki sé meira sagt.En þetta er þó aðeins á upp leið.

  5. Elvar Örn skrifar:

    Ég er mjög spenntur að sjá fyrsta lið Ancelotti, ég væri til í að sjá þetta lið.

    ——————–Pickford
    Sidibé – – – Holgate – – Mina–Digne
    Richarlison–Gylfi–Delph–Iwobi
    ———–Kean–Lewin

    Sidebe betri en Coleman, Richarlison bestur af okkar mönnum á hægri en Kean gæti verið þar líka. Richarlison samt betri á vinstri og góður frammi en tel þetta virka best.
    Vil sjá Ítalann Kean byrja frammi undir Ancelotti og það með Lewin.
    Besta staða Iwobi er á vinstri kanti þó sé búinn að dala aðeins. Bernard gæti líka byrjað þar í stað Iwobi.
    Delph er leader og vil sjá hann sem varna sinnaða miðjumanna og Gylfa í holunni. Tel Gylfa henta að hafa þessa menn í kringum sig, það er ekki eins og við séum með miðjumenn heila í haugum.

    Hvað finnst ykkur?

  6. þorri skrifar:

    Góðan daginn félagar og gleðileg jól allir sem einn.Menn sadir og sælir.Og menn sáttir með nýja stjóran.Sem ég mann ekki í augnablikinu hvað heitir svo er leikur á morgun.Ég segi bara ÁFRAM EVERTON.OG gleðilegt nýtt ár ef við heirumst ekki og sjáumst