Mynd: Everton FC.
Southampton tóku á móti Everton á heimavelli sínum, St. Mary, í dag, í sínum fyrsta heimaleik eftir 0-9 niðurlæginguna gegn Leicester og það var ekki laust við að maður hefði áhyggur af því uppleggi, því Everton reynist oft ansi gjafmilt í þannig aðstöðu. En, … ekki í dag, því Everton átti gjörsamlega allan fyrri hálfleikinn og hefði átt að vera meira en einu marki yfir þegar flautað var til leikhlés. Svo tókst liðinu að ná að tempra uppgang Southampton í seinni hálfleik og komast aftur yfir, eftir að Southampton hafði náð að jafna af harðfylgi í upphafi seinni hálfleiks.
Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Holgate, Sidibé, Schneiderlin, Davies, Richarlison, Gylfi, Walcott, Tosun.
Varamenn: Lössl, Baines, Keane, Calvert-Lewin, Iwobi, Coleman, Gordon.
Síðasti heimaleikur Southampton fór 0-9 fyrir gestina og þeir voru því staðráðnir í að sýna betra leik fyrir framan sína stuðningsmenn. Það hjálpaði þeim ekki hins vegar að Everton fékk óskabyrjun á leiknum, skyndisókn á 3. mínútu sem endaði með horni. Gylfi sendi fyrir, Holgate reyndi skalla að marki, en boltinn hefði farið framhjá fjærstöng vinstra megin. Þar var Davies hins vegar mættur og skallaði inn. 0-1 fyrir Everton.
Tosun fékk fínt skallafæri á 18. mínútu eftir ágætt samspil inni í teig, en hann náði ekki góðum skalla og boltinn fór yfir. Davies átti svo fyrirgjöf af löngu færi sem markvörður þurfti að hafa sig allan við að slá yfir, því boltinn stefndi inn alveg við samskeytin.
Ekkert að gerast hinum megin. Everton komið með 11 tilraunir á mark eftir rúman hálftíma leik. Engin tilraun hjá Southampton og það breyttist ekki eftir því sem leið á hálfleikinn.
Southampton menn slakir í fyrri hálfleik, virkuðu mjög taugaóstyrkir og lítið af því sem þeir reyndu sem gekk upp. Everton meira með boltann og stöðugt að skapa usla í vörn Southampton.
0-1 í hálfleik.
Southampton menn byrjuðu seinni hálfleikinn með látum. Skiptu inn leikmanni (Boufal) sem náði þeirra fyrsta skot á mark og lagði stuttu síðar upp mark fyrir þá eftir aðeins 5 mínútna leik. Náði þá að komast inn fyrir Schneiderlin inni í teig, sendi lágan bolta fyrir sem breytti stefnu af Mina og Danny Ings potaði inn alveg upp við mark. 1-1.
Gylfi átti skot á 55. mínútu sem markvörður sló yfir mark í horn. Fjórum mínútum síðar setti Walcott svo Tosun inn fyrir með stungusendingu en Tosun skaut hárfínt framjá fjærstöng.
Tosun átti skalla á mark eftir horn á 61. mínútu en varið og hinum megin vallar var Mina heppinn að fá ekki dæmt á sig víti þegar hann reyndi að skýla bolta aftur fyrir endalínu en var aðeins of aggressívur og ýtti einnig við sóknarmanni Southampton.
Southampton menn fengu stuttu síðar aukaspyrnu alveg upp við teig sem Ward-Prowse skaut úr — beint upp í samskeytin, en Pickford varði glæsilega í horn.
Marco Silva gerði tvöfalda skiptingu á 74. mínútu: Walcott og Tosun út af fyrir Iwobi og Calvert-Lewin og það lífgaði nokkuð upp á leik Everton, að ekki sé minnst á að mark sem fylgdi strax í kjölfarið. Langur bolti upp hægri kant á Sidibé, sem sendi í fyrstu snertingu fyrir markið. Þar var Richarlison á færstöng, og þrumaði (einnig í fyrstu snertingu) í netið. 1-2 fyrir Everton.
Southampton menn voru heppnir að fá ekki á sig mark skömmu síðar þegar Iwobi náði skoti innan teigs sem breytti um stefnu af varnarmanni og rúllaði rétt framhjá stöng. Markvörður á leið í hina áttina og gat bara stoppað og fylgst með hvar boltinn myndi enda.
Southampton menn dauðir úr öllum æðum, en Everton menn ekki hættir því aftur voru Spouthanmpton menn heppnir þegar tæpar 10 mínútur voru eftir — skot frá sóknarmanni Everton breytti um stefnu og endaði í utanverðum samskeytunum.
Iwobi setti Dominic Calvert-Lewin inn fyrir með flottri stungu stuttu síðar en skotið blokkerað í horn.
En fleiri urðu mörkin ekki og Silva skipti Michael Keane inn á fyrir Richarlison á 88. mínútu til að landa sigrinum. Fyrsti sigur á útivelli á tímabilinu. Norwich næstir á heimavelli.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Sidibe (7), Digne (8), Holgate (7), Mina (8), Schneiderlin (7), Davies (8), Gylfi (7), Walcott (7), Richarlison (8), Tosun (7). Varamenn: Calvert-Lewin (6), Iwobi (6). Richarlison valinn maður leiksins.
Þvílíkir yfirburðir í fyrri hálfleik, vorum algjörir klaufar að skora ekki fleiri, Southampton átti ekki marktilraun í þeim fyrri. Það var því týpiskt að fá að sig jöfnunarmark snemma í þeim seinni. Gríðarlega mikilvægt sigurmark hjá Richarlison eftir glæsilega sendingu frá Sidebe. Norwich á Goodison Park í næsta leik sem er dauðafæri á 3 stigum. Svo verður röð af erfiðum leikjum sem væri mjög gott að fara inni með 2 sigurleiki í röð fyrir sjálfstraustið.
Frábært að fá þrjú stig en áhyggjuefni að skora bara tvö mörk í ca 30 tilraunum. Ég er nokkuð viss um að við fáum ekki svo margar tilraunir gegn betri liðum.
Góð 3 stig á útivelli, ekki oft sem að það gerist.
Hvernig er það er einhver séns á að það verði hóperð á Everton -Livp. í marz?
Það er oft mikill áhugi á þessum derby leikjum en mig grunar að það verði ennþá erfiðara en venjulega að fá góð sæti. Sjálfur kemst ég ekki á þennan leik, en ef það er myndarlegur hópur sem staðfestir (fram í tímann) að geta mætt þá er oft hægt að hafa áhrif á ákvörðunatökunina hjá stjórn varðandi hvaða leikir verða valdir.
Stórkostlegt afrek hjá Everton unnu sinn fyrsta útisigur. Núna loksins eru Evertonmenn vaknaðir og leiðin á bara eftir að vera upp þótt þeir tapi einum og einum leik gegn sterkari liðunum.
Mér sýnist 16 lið vera í fallbaráttu.
Tom Davies í liði vikunnar hjá BBC:
https://www.bbc.com/sport/football/50369880
Ekki fær Everton Mourinho í bráð!
Ekki græt ég það.
Getur það verið verra?