Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Brighton – Everton 3-2 - Everton.is

Brighton – Everton 3-2

Mynd: Everton FC.

Everton mætti Brighton í dag kl. 14:00.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Holgate, Kean, Sidibé, Gomes, Davies, Bernard, Iwobi, Walcott, Richarlison.

Varamenn: Lössl, Coleman, Schneiderlin, Delph, Gylfi, Kean, Calvert-Lewin.

Sama formúla og í síðasta leik, sigurleik gegn West Ham: 4-2-3-1 með Iwobi í holunni og Gylfa á bekknum.

Brighton skoruðu á 15. mínútu, beint úr aukaspyrnu. Fast skot sem Pickford hefði átt að verja. Richarlison í veggnum átti líka að ná að taka boltann en beygði sig undir boltann. Enn eitt markið sem Everton fær á sig úr föstu leikatriði.

En Richarlison svaraði fyrir Everton á 20. mínútu með skallamark eftir hornspyrnu frá Digne.

Bernard meiddist svo á 25. mínútu þegar hann rann á vellinum og var Gylfa þá skipt inn á. Líklega tognun, en bíðum frétta.

Pressa Everton jókst í kjölfarið. Gylfi átti skot af löngu færi en auðvelt fyrir markvörð. En svo fékk Everton tvö góð færi í sömu sókninni. Richarlison komst inn fyrir og sendi til hliðar á Walcott sem, af stuttu færi, þrumaði í varnarmann og boltinn fyrir mark. Þar náði Iwobi skoti sem breytti um stefnu af varnarmanni og markvörður þurfti að hafa sig allan við til að kasta sér niður og stoppa boltann í að fara yfir línuna. Brighton menn heppnir þar.

Útsendingin datt út um tíma eftir þetta þannig að maður missti af einhverjum augnablikum. Náði einu langskoti frá Iwobi undir lok venjulega tíma í fyrri hálfleik.

1-1 í hálfleik.

Rólegra yfir þessu í seinni hálfleik. Brighton menn fengu reyndar fínt færi inni í teig í byrjun seinni hálfleiks. Tóku gabbhreyfingu á Sidibé og þrumuðu rétt yfir slána. Þeir skoruðu einnig mark á 65. mínútu sem var réttilega dæmt af.

Iwobi og Walcott var skipt út af fyrir Delph og Calvert-Lewin á 72. mínútu og það voru ekki liðnar tvær mínútur þangað til Calvert-Lewin var búinn að koma Everton yfir. Holgate með stoðsendingu gegnum vörn Brighton sem Calvert-Lewin kláraði vel framhjá markverði Brighton sem kom hlaupandi á móti honum. En sú gleði entist stutt.

Brighton menn fengu vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr á 80. mínútu. Keane steig ofan á ristina á sóknarmanni Brighton. Algjört óviljaverk – var ekki einu sinni að horfa í þá áttina. Staðan 2-2.

Richarlison hefði getað fengið víti nokkru síðar, en dómari dæmdi ekkert. Það var svo skrifað í skýin að Brighton myndu taka öll stigin, enda Everton aldrei unnið deildarleik, sem þeir lenda undir í, undir stjórn Silva. Það kom í hlut Digne að færa þeim sigur á silfurfati með sjálfsmarki undir lok leiks.

3-2 niðurstaðan.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Sidibe (7), Keane (7), Holgate (6), Digne (6), Gomes (6), Davies (6), Walcott (7), Iwobi (7), Bernard (n/a), Richarlison (6). Varamenn: Gylfi (6), Calvert-Lewin (6), Delph (6).

11 Athugasemdir

  1. Gunnþòr skrifar:

    Maður er alltaf sleginn niður í gömlu bjartsýnini hjá okkar mönnum.😡😡

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Getum við reklð helvítis fíflið núna og hann má taka Gylfa með sér, hann er orðinn gjörsamlega gagnslaus.

  3. Jón Ingi Einarsson skrifar:

    Mikil hörmung var að horfa á þetta, varnarmenn Everton eins og styttur á vaxmyndasafni í fyrsta markinu. Svo var það til að kóróna leikinn að fyrirliðinn skorar sjálfsmark í uppbótartíma. Það kom smá bjartsýni eftir síðasta leik, en maður er jafn dapur eftir þennan.

    • Ari S skrifar:

      Mér fannst nú eins og að Pickford hefði átt að verja þetta. Og hvurn andskotann var hann að þykjast vera fyrirliði þegar Digne og félagar voru að mótmæla…

  4. Finnur skrifar:

    Þetta er svolítið mikið liðið okkar þessa dagana…
    https://twitter.com/ViceCityEFC/status/1173991158248280077

  5. Ari G skrifar:

    Hæ er eiginlega í sjokki yfir árangri Everton. Hvað vilja eigendur Everton gera halda áfram í Silva eða reka hann? Mín skoðun er að leyfa honum að vera út nóvember og ef ekkert lagast reka hann í byrjun desember. Hver á að taka við það er stór spurning? Wenger, Móri, Moyes, Benni eða einhver annar? Ég er spenntastur fyrir Móra eða Benna finnst Moyes spila leiðinlegan bótbolta og ég héld að Wenger sé útbrunninn. Einhverjar aðrar hugmyndir?

  6. þorri skrifar:

    Ég er líka í sjoki.Annað hvort er það liðinu að kenna eða Silva.Mér finst að láta Silva bara fjúka að mínó dómi er hann ekkert að gera.Er ekki með neinn sésttakan einhvern er getur komið liðinu þar sem það á að vera.Það er klárt mál það á ekki vera svona neðarlega.Ég held að liði geti miklu meira.

  7. þorri skrifar:

    Sælir félagar.ég er að fara á ölver í kvöld að horfa á Everton,Watford.og ég vona að ég sjái sem mest af Everton mönnum, til að standa með okkar mönnum.Ég segi komið og látið sjá ykkur í kvöld ÁFRAM EVERTON