Mynd: Everton FC.
Stórleikur umferðarinnar var viðureign Everton og Englandsmeistara Manchester City á Goodison Park en flautað var til leiks kl. 16:30.
Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Keane, Coleman (fyrirliði), Delph, Schneiderlin, Richarlison, Gylfi, Walcott, Calvert-Lewin.
Varamenn: Lössl, Holgate, Sidibé, Davies, Iwobi, Tosun, Kean.
Leikurinn byrjaði afleitlega, þegar Marco Silva neyddist til að skipta út leikmanni strax á 2. mínútu eftir að Walcott fékk höfuðhögg (fékk boltann í andlitið) og kom Iwobi inn á fyrir hann.
City menn einokuðu boltann frá upphafi, eins og þeirra er siður og voru ógnandi. Þeir voru jafnframt mjög óheppnir að skora ekki á 10. mínútu þegar sóknarmaður þeirra var í dauðafæri alveg upp við mark en skaut í ofanverða slá fyrir opnu marki.
Everton komst loks í færi á 20. mínútu, en skot frá Schneiderlin (eða Gylfa?) blokkerað af varnarmanni.
En City menn fóru beint í sókn þar á eftir og skoruðu. Geggjuð fyrirgjöf frá De Bruyne skölluð inn af Jesús af stuttu færi. 0-1 fyrir City. En viðbrögð Everton við að lenda undir voru frábær.
Everton fékk tvö færi í kjölfarið en tókst ekki að skora. Mahrez fékk færi hinum megin en Pickford varði.
En á 34. mínútu náði Everton að jafna metin. Iwobi var tæklaður inni í teig og boltinn barst til Coleman sem vippaði yfir markvörð City og Dominic Calvert-Lewin skallaði boltann inn yfir marklínu. Fjórða mark hans í þremur leikjum. Staðan orðin 1-1.
Fínn kafli hjá Everton fylgdi í kjölfarið og Gylfi komst í færi á 40. mínútu. Var mættur fremstur og fékk háa stungu. Reyndi að stoppa boltann þegar hann hefði kannski frekar átt að skalla eða vippa yfir markvörð, en missti stjórn á boltanum.
1-1 í hálfleik.
Mina fékk dauðafæri eftir aukaspyrnu frá Digne utan af hægri kanti, svolítið óvænt eftir að Keane missti af skallabolta. Frír skalli sem markvörður varði glæsilega. Óheppinn að skora ekki þar.
Sterling fékk dauðafæri á 60. mínútu þegar hann fékk stungu inn fyrir vörnina en lúðraði boltanum framhjá marki, einn á móti markverði.
En markið kom hjá City á 71. mínútu, beint úr aukaspyrnu frá Mahrez. Erfitt að segja mikið við því, glæsileg aukaspyrna í hliðarnetið innanvert við fjærstöng.
Kean inn á fyrir Iwobi í kjölfarið.
Gylfi og DCL náðu frábærlega saman á 75. mínútu þegar Gylfi setti þann fyrrnefnda inn fyrir með stungusendingu. DCL náði skoti á mark en Ederson, markvörður City, varði glæsilega í horn.
Gylfi tók hornið og sendi boltann beint á kollinn á Mina sem náði flottum skalla á mark en aftur varði Ederson glæsilega.
Ekkert lið á tímabilinu þar með búið að ná jafn mörgum skotum og Everton á mark gegn Englandsmeisturum City á tímabilinu.
Tom Davies inn á fyrir Schneiderlin.
Sterling náði svo að gulltryggja þetta fyrir City á 83. mínútu. Fékk frákast frá Pickford, sem varði með fætinum, og skoraði sláin inn — rétt innfyrir línu og út aftur. Staðan orðin 1-3 og þannig fór sá leikur.
City menn i salnum á Ölveri höfðu á orði undir lok leiks að Everton væri besta liðið sem þeir hefðu séð mæta City á tímabilinu. Uppskeran samt ekki stig hjá okkar mönnum, en flott barátta engu að síður og lofaði góðu.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (5), Coleman (7), Keane (5), Mina (6), Digne (6), Delph (6), Schneiderlin (6), Walcott (n/a), Sigurdsson (6), Richarlison (7), Calvert-Lewin (6). Varamenn: Iwobi (6).
Hvar er Bernard???
Líst ekki á þetta😥 held að okkar menn verði rassskeltir.
ekki get ég sé það
O jæja! Verra gat það verið.
Mér fannst liðið standa sig vel í dag og átti ekki skilið að tapa. Sérstaklega fannst mér Mina og Richarlison góðir.
Ég er hjartanlega sammála þér Ingvar, með þessa tvo leikmenn 🙂
Þetta er nú orðin meiri fallbaráttan og Silva bara brattur!
Mun betri leikur en síðasti á móti Sheffieild Utd. Everton fengu fullt af færum. Samt veldur Gylfi mér miklum vonbrigðum en ég héld að hann nái sig á strik aftur eftir landsleikina. Kannski þarf hann meiri hvíld. Já sammála Richarlisson var frábær í þessum leik . Samt fannst mér vörnin opnast stundum illa í leiknum kannski vegana þess að Everton var að spila við besta félagsliði heims mín skoðun. Iwodi er greinilega ekki kominn í gang finnst Bernard mun betri leikmaður það sem ég hef séð hingað til. Héld að Everton þurfi ekki breyta vörninni höfum enga betri samt væri gaman að sjá Frakkann í stöðu Coleman. Héld að Silva fái sjens út nóvember svo sjá til um framhaldið þá. Kaupin á leikmönnunum í sumar hafa engu skilað ennþá en ég hef trú Á Keane.