Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Lincoln – Everton 2-4 (deildarbikar) - Everton.is

Lincoln – Everton 2-4 (deildarbikar)

Mynd: Everton FC.

Everton lék við Lincoln í kvöld, kl. 18:45, en þetta var önnur umferð keppninnar og fyrsti leikur Everton í henni.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Holgate, Keane, Sidibé, Delph, Schneiderlin, Iwobi, Gylfi, Richarlison, Kean.

Varamenn: Stekelenburg, Baines, Mina, Gomes, Walcott, Calvert-Lewin, Tosun.

Ég missti af fyrstu tuttugu mínútunum og kannski var það fyrir bestu því Lincoln skoruðu eftir aðeins 20 sekúndur.

Skv. þeim sem horfðu á frá byrjun áttu Lincoln að auki eina hættulega sendingu fyrir mark en annars var þetta einstefna, nokkurn veginn. Everton með einhver 6-7 skot, þar af þrjú á rammann, tvö mjög vel varin – eitt frá Gylfa og eitt frá Iwobi.

Og þannig stóð þetta fram á 35. mínútu þegar Gylfi sótti vel aukaspyrnu nokkuð utan teigs og Digne hamraði boltann í netið, alveg upp í samskeytin. Maður ver ekki svona bolta. Staðan orðin 1-1.

Moise Kean fékk upplagt tækifæri sem hann skapaði sjálfur en var óheppinn og setti boltann í stöngina ofarlega. Í kjölfarið fékk Richarlison tvö færi í röð – ákjósanleg skotfæri en lúðraði boltanum upp í stúku.

1-1 í hálfleik. Engin breyting á liðsskipan.

Það dró aldeilis til tíðinda á 57. mínútu þegar Schneiderlin lenti í samloku við tvo leikmenn Lincoln inni í teig og féll við. Dómarinn í engum vafa, viti. Gylfi afgreiddi það náttúrulega af stakri snilld. Hátt (rétt undir slá) og óverjandi fyrir markvörð. 1-2 fyrir Everton.

En Lincoln svöruðu með marki af dýrari gerðinni. Hreinsun frá Michael Kean innan teigs var tekin í fyrstu snertingu og hamrað í netið af nokkru færi. Lincoln búnir að jafna metin, 2-2.

Silva svaraði með tvöfaldri skiptingu og breytingu á liðsuppstillingu, setti tvo í framlínuna: Calvert-Lewin og Tosun inn á fyrir Moise Kean og Delph.

Gylfi tók svo til sinna ráða og skapaði dauðafæri með flottu hlaupi upp hægri kant, með varnarmann að djöflast í sér. Gylfi náði hárri sendingu á fjærstöng sem Tosun skallaði fyrir aftur og Iwobi kláraði það færi með skalla í netið. Staðan orðin 2-3 fyrir Everton.

Digne sá þetta framlag Gylfa og bað liðsfélaga sína að halda aðeins á bjórnum sínum, fór illa með hægri bakvörð Lincoln og sendi háan bolta fyrir frá vinstri, beint á kollinn á Richarlison, sem hamraði boltann í netið. Staðan orðin 2-4 fyrir Everton.

Og fleiri urðu færin ekki. Everton þar með komið áfram í 3. umferð deildabikarsins og nokkrir leikmenn búnir að opna markareikninginn á tímabilinu: Gylfi, Iwobi, Digne og Richarlison.

Áfram veginn!

Digne maður leiksins með stoðsendingu og mark og heilt yfir frábæra frammistöðu.

Dregið var í deildarbikarnum eftir leik og mótherjar Everton verða Sheffield Wednesday á heimavelli þeirra síðarnefndu.

16 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Við Halli mætum galvaskir á Ölver að horfa á leikinn, en náum samt ekki alveg blábyrjuninni. Vonandi sjáum við ykkur sem flest.

  2. Þorri skrifar:

    Sælir félagar er staddur í noregi kemst ekki í kvöld skemmtið ykkur i kvöld Áfram EVERTON

  3. Ari S skrifar:

    Lincoln búið að skora… 1-0 eftir mínútu leik.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta er tap. Dettum út í vító.

    • Ari S skrifar:

      Enn og aftur hefur Ingvar rangt fyrir sér. alltaf gaman þegar Ingvar hefur rangt fyrir sér 🙂

    • Elvar Birgisson skrifar:

      Ingvar, svartsýni er böl.

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Þegar maður er Evertonmaður þá er svartsýni eðlileg þegar kemur að þessari keppni. En mikið varð ég glaður að hafa rangt fyrir mér.

  5. Elvar Birgisson skrifar:

    Þeir nýttu sín 2 færi agalega vel en ég verð að hæla Everton fyrir sinn leik því að skora 4 mörk á útivelli með svona mótlæti er bara ansi gott.
    Ánægður að sjá Iwobi, Keane, Sidibé og Delph byrja en ég var ósáttur við að hafa Holgate í stað Mina í miðverði en skil stöðu Silva að hlífa Mina aðeins.
    Gula spjaldið á Gylfa algert grín en góður sigur og flott að fá mörk frá Iwobi og Richarlison, ego boost Þar. Tosun flottur með stoðsendingu og truflaði vék í likamarki Richarlison.
    Digne stórbrotinn að mínu mati.
    Næsta umferð og sigur takk.
    Wolves heima næstu helgi er öruggur sigur 🙂

    • Ari S skrifar:

      Ég spái 4-1 sigur fyrir Everton gegn Wolves.

      • Elvar Örn Birgisson skrifar:

        Nei Everton fer varla að fá á sig mark eftir að halda hreinu heima í seinustu 6 leikjum og þar á meðal Liverpool, Chelsea, Man Utd og Arsenal.
        2-0 fyrir Everton og málið dautt.

  6. Finnur skrifar:

    Everton fær Sheffield Wednesday á útivelli í næstu umferð.

  7. Þorri skrifar:

    Sælir félaga.er staddur í Noregi.sá leikinn.En ekki þegar markið kom.En mörkin hjá okkar mönnum voru ekki af verri endanum. Nú er bara næsti leikur sem er á sunnudaginn og ekkert nema sigur kemur þar.Everton voru,góðir í öllum leiknum OG KOMA SVO EVERTON

  8. Ari S skrifar:

    U 23 liðið okkar í banastuði í kvöld. 8-2 gegn Southampton

    • Elvar Örn Birgisson skrifar:

      …..en lentu undir 0-2, vel gert

      • Ari S skrifar:

        Já alveg rétt, þeir lentu undir… kryddar þennan sigur aðeins, vel gert 🙂