Mynd: Everton FC.
Everton mætti Crystal Palace í fyrsta leik tímabilsins og var liðið óheppið að hafa ekki náð að tryggja sér þrjú stig áður en Schneiderlin lét reka sig út af fyrir klaufalegt brot. Nóg fékk liðið af dauðafærum og kom boltanum nokkrum sinnum framhjá markverði en einhvern veginn var alltaf einhver á réttum stað hjá Palace til að bjarga á línu eða að markvörður bjargaði með ótrúlegum hætti.
Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Keane, Coleman, Schneiderlin, Gomes, Bernard, Gylfi, Richarlison, Calvert-Lewin.
Varamenn: Lössl, Holgate, Gbamin, Davies, Walcott, Tosun, Kean.
Enginn Zaha í byrjunarliði Palace.
Everton með yfirhöndina frá upphafi, með bolta 69% leiksins. Fyrsta færið hjá Everton þegar Gylfi tók lágan bolta úr horni beint á Richarlison sem átti flott skot á mark sem Benteke bjargaði á línu. Richarlison óheppinn að skora ekki þar.
Nokkuð þung pressa Everton á vörn Palace fylgdi í kjölfarið.
Markvörður Crystal Palace bjargaði þeim með glæsilegri markvörslu eftir skot frá Coleman á 30. mínútu af point blank range. Palace menn stálheppnir þar.
Palace menn áttu svo færi á 40. mínútu, skot af stuttu færi á 40. mínútu en Coleman náði að blokkera frábærlega í horn. Coleman átti frábæran leik í dag, óþreytandi upp og niður hægri kantinn og leystu bæði varnarvinnuna og sóknarvinnuna vel.
Þau leiðinlegu tíðindi gerðust að Gomes fór út af meiddur rétt undir lok fyrri hálfleiks. Gbamin kom inn á í staðinn. Gomes fékk högg á fótinn og reyndi að harka það af sér en tókst ekki. Líklega ekki mikið meiddur, en sjáum hvað setur. Liðið má ekki við að missa marga leikmenn á miðjunni, nú þegar Gana er farinn, Delph meiddur og Gbamin er óreyndur í ensku.
0-0 í hálfleik. Skemmtilegur fyrri hálfleikur. Everton hefði getað skorað 2-3 mörk í þeim fyrri.
Meira jafnræði með liðum í seinni en Everton enn þó beittari en Palace. Gylfi komst í frábært færi upp við mark á 51. mínútu eftir sendingu frá Digne. Náði að stýra boltanum á mark framhjá markverði en Van Aanholt náði að bjarga á línu. Aftur skall hurð nærri hælum hjá Crystal Palace.
Palace fengu svo tvö færi í kringum 55. mínútu, komust tvisvar í röð inn fyrir vörnina og upp að marki en í bæði skiptin bjargaði Pickford með frábærri vörslu. Nýi maðurinn Gbamin líklega orsökin – ekki vanur enska boltanum ennþá og svolítið að missa hann á hættulegum stöðum. Ekki vanur því að hafa svona lítinn tíma á bolta líklega.
Gylfi reyndi skot af löngu færi á 60. mínútu en markvörður varði.
Richarlison var svo óheppinn að skora ekki úr skoti utan teigs, þegar boltinn barst óvænt til hans við d-ið á teignum. Boltinn sleikti stöngina utanverða.
Moise Kean kom svo inn á fyrir Calvert-Lewin á 69. mínútu. Hans fyrsti leikur með Everton. Ekki kannski draumabyrjunin á hans ferli með Everton því að á 76. mínútu lét Schneiderlin reka sig út af og liðið þurfti svolítið að pakka í vörn. Schneiderlin var á gulu fyrir og braut klaufalega af sér. Réttilega rekinn út af.
Silva brást við með því að taka Gylfa út af og setja Tom Davies inn á. Maður hefði kannski viljað sjá hann taka Bernard út af frekar, en hann var farinn að þreytast mikið og Gylfi var enn að skapa hluti.
Restin af leiknum fór í game management hjá Everton. Moise Kean fékk eitt hálffæri en stungusendingin of löng fyrir hann. Digne fékk einnig eitt hálffæri þegar hann komst inn fyrir vörn Palace en fyrsta snertingin brást honum og hann missti hann of langt frá sér
Palace menn fengu ekki teljandi dauðafæri það sem eftir lifði leiks.
0-0 lokastaðan. Afar sárt að nýta ekki dauðafærin fram að rauða spjaldinu.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Coleman (7), Digne (7), Mina (7), Keane (7), Schneiderlin (4), Gomes (6), Bernard (5), Gylfi (5), Richarlison (5), Calvert-Lewin (6). Varamenn: Gbamin (5), Davies (6), Kean (5).
Jæja, það má alveg fara detta inn mark frá okkar mönnum, síðustu mínútur ekki sannfærandi.
Everton gæti ekki skorað í rauða hverfinu í Amsterdam.
Ha ha ha góður Ingvar
Voða fyndið…
Mér fannst þetta komment frá Ingvari reyndar brilliant 😀
Mér líka enda sagði ég voða fyndið.
Skil þig. Ég hélt þetta væri kaldhæðni hjá þér. 🙂
Það var reyndar rétt hjá þér.
Flottur fyrri hálfleikur en seinni ekki góður hjá Everton. Jafntefli sanngjörn úrslit. Mina og Keane ná vel saman. Coleman góður framávið ekki góður varnarleikur hjá honum. Slæmt að missa Comes meiddann Gbamin greinilega taugaveiklaður í leiknum vill gefa honum meiri tíma. Schneiderlin var góður þangað til að hann lét reka sig útaf klaufaleg mistök. Bernard mjög góður og Richarlison ok. Lewin týndur í leiknum og Kean varof stuttan tíma til að sýna eitthvað. Gylfi var frekar týndur í leiknum en samt ok ekki meir. Mina, Keane og Bernard bestu menn Everton í leiknum ásamt Pickford sem varði glæsilega 2 sinnum. í seinni hálfleik.
Eitt stig telur meira en ekkert stig, það eru gömul sannindi. En það er heldur ekki hægt að fullyrða að Crystal Palace skuldi okkur þrjú stig, þeir áttu sína mögulega.
Við ætlum okkur að gera mikið betur, að áttunda sætið sé strax orðið hlutskipti okkar er ekki og á ekki að vera hlutskipti Everton. Það þarf að draga fram styrkleika leikmanna, hvað við getum gert svo mikið betur. Aftasta línan skilaði sínu en miðja og framlína eiga að gera mikið betur.
Verðum að fá meiri gæði, ég óttast t.d. að Davies sé ekki að skila félaginu fram á við, Schneiderlin ekki heldur og síðan sé ég ekki að DCL muni blómstra einn frammi. Síðan verður Gylfi að gera mikið betur, finnst leiðinlegur ávani hjá honum að stökkva alltaf upp og snúa sér í loftinu með vonbrigðagrettu í andlitinu yfir mistökum. Vil sjá hann girða sig í brók og vinna boltann strax aftur. Gomes verður líklega á sjúkralista fram yfir landsleikjahlé, hann er latur og mun reyna frekar við að fá spjöld, enda verður of kalt á vellinum í vetur fyrir hann.
Sá ekki leikinn, var að vinna. Aðeins eitt sem mig langar að vita. Hvernig voru þessi gulu spjöld sem að Schneiderlin fékk? Sanngjörn eða ekki. Mig langar ekki að vita hvaða álit þið hafið á Schneiderlin sjálfum heldur bara um atvikin þegar hann fékk spjöldin.
Annars fínt að sjá að ekkert hefur breyst, við sækjum og sækjum en skorum ekki… Mjög sáttur við að halda hreinu í fyrsta leiknum á útivelli.
Bæði atvikin augljós brot (fór aftan í mann fyrst, að mig minnir, og svo traðkaði á ristinni í seinna). Verðskulduðu líklega bæði gult spjald að mínu mati. Hefði allavega kallað á það hinum megin vallar.
Það sorglega við þetta var að Schneiderlin var búinn að eiga mjög flottan leik…
Takk fyrir þetta Finnur.
Var að lesa um að Yerry Mina hefði átt stórleik. Minnist enginn á það hérna? Ég er kannski of frekur til að ætlast til þess af ykkur.
Svona svona… Við erum öll í sama liði hérna. 🙂
Mina var mjög flottur, eins og reyndar öll vörnin og Pickford.
Mín sín á leikinn var að vörnin og Pickford stóðu sig vel, allir nema Coleman sem að mér fannst slakur. Miðjan og framlínan var la la og þar var Gylfi því miður slakur. Hefði áhuga á að liðið spilaði 4-4-2 frekar enn þetta 4-4-1-1 sem er oft 3-1-3-2-1þegar við sækjum. Við erum sjaldan með tvo á toppnum. DCL er ekki öfundsverður að vera einn uppi á topp með of fá nálægt. Enn þetta er leikur sem að við hefðum oft tapað þannig að jákvætt að fá eitt stig eftir að við urðum réttileg manni færri.
Mér finnst vanta svo mikið hérna inn á þessa síðu að hæla mönnum þegar það á við. Miðað við hversu mikið menn eru gangrýndir (oftast réttilega) ef þeir ekki standa sig vel.
Eftir að hafa bara lesið um leikinn þá stendur þetta atriði uppúr hjá mér. Vegna þess hversumikla athygli þessi staða (CB) hefur fengið síðustu mánuði hjá Everton liðinu.
Já auðvitað erum við öll í sama liði hérna og vonandi heldur Mina áfram að standa sig vel. Við þurfum (liðið þarf) nauðsynlega á því að halda.
Ég ætla ekki að tjá um leikinn en ég er svekktur yfir því að vinna ekkki leikinn svona úrslit erum við búinn að sjá allt of oft og þau hafa reynst okkur dýrkeypt.
En Orri, hvað fannst þér um Yerry Mina í þessum leik? Sérstaklega miðað við það sem á undan hefur gengið í sumar. Var þetta ekki fín byrjunhjá honum? (svo ekki sé meira sagt í bili)
Sæll Ari.Ég sá ekki leikinn var sofandi.Enda er ég ekki að gagnrýna neina leikmenn minni bara að svona úrslit í byrjun móts hafa reynst okkur dýrkeypt því miður en fall er fararheill.
Takk fyrir þetta Orri. Ég er heldur ekki að skamma neinn fyrir að gagnrýna leikmenn, síður en svo. Ég er bara að kalla eftir því hvernig mönnum fannst Mina spila í þessum leik. Ég var kannski neikvæður í byrjun (svonasvona) þegar ég byrjaði að reyna að toga það uppúr mönnum.
Yerry Mina bestur Everton manna en margir aðdáenda Everton þar með talið íslenskra hafa ekki mikla trú á honum og töldu Zouma mikið betri.
Ég er viss um að Mina er betri en Zouma varnarlega og ekki síst í föstum leikatriðum eða hornspyrnum framávið.
Þess má geta að Zouma hefur þegar verið með tvær skitur á fyrstu 20 mín með Chelsea í dag þar sem önnur skitan gaf víti, ömurleg byrjun hjá honum þar amk.
Að missa Gomez útaf og síðan Schneiderlin veikti eðlilega miðjuspil Everton og enginn nýju mannanna byrjaði í þessum leik en vænta má að þeir koma inn einn af öðrum á næsti vikum.
Einnig hafa nokkrir hér líst aðdáun sinni á DCL en ég tel að hann skori bara alltof lítið af framherja og vil frekar hafa Tosun inná og auðvitað helst að gefa Kean séns í byrjunarliðinu sem allra fyrst.
Einnig má hafa Richarlison fremstan þar til Kean er tilbúinn og hafa þá Iwobi á kantinum.
Everton búið að halda hreinu næst oftast allra liða á árinu 2019 á eftir Man City.
Pickford mjög góður í þessum leik.
Mina var flottur í gær og bara vonandi að hann verði heill út tímabilið því Holgate er ekki nógu góður ennþá að mínu mati. Annars voru okkar menn klaufar að klára ekki leikinn í fyrri hálfleik þegar þeir fengu amk tvö góð færi til þess. Seinni hálfleikur var bara slakur hjá okkur. Mér fannst Schneiderlin óheppinn en að sama skapi klaufi, að vera rekinn útaf þar sem fyrra gula spjaldið sem hann fékk var klárlega dífa hjá Palace manninum.
Er að horfa á manure og chelski núna, Zouma greyið er ekki beint að baða sig í dýrðarljóma.
Ingvar, ég er alveg á sama máli með Holgate og efast um að hann sé nógu öflugur til að leysa af „þegar“ Keane eða Mina meiðast en þar er samt spurning hvort Gbamin eða Sidibé geti spilað miðvörð. Núna svona eftirá þá sé ég pínu á eftir Jagielka þar sem hann hefði getað verið backup þar til við kaupum annan miðvörð, t.d. í Janúar en nú er bara að vona að hvorki Mina né Keane meiðist það sem eftir er af árinu þar til leikmannaglugginn opnast aftur.
Já og Zouma átti hrikalegan fyrsta dag með Chealse eftir að koma til baka frá Everton.
Schneiderlin átti nefnilega ágætis leik og fyrra brotið verðskuldaði ekki gult en þar sem hann var kominn með gult þá átti hann að passa sig aðeins og hann er bara pínu bremsulaus þegar kemur að því að stoppa menn og reyndar er Gomez pínu þannig líka. Fannst Gbamin koma ágætlega inn en missti boltann tvisvar á mjög vondum stað þar sem hann hefði átt að skýla boltanum betur en honum var skellt inná af einskærri neyð þar sem Gomez meiddist.
Held að Gbamin eigi eftir að reynast vel þegar henn hefur aðlagast. Góður spilari þar á ferð.
það sem veldur mér mestum áhyggjum eftir að hafa horft á nokkra leiki úr þessari umferð er hvað okkar lið virkar þungt og hægfara alveg eins og í startinu á síðasta sísoni. Að horfa á aðra leiki en okkar er hreinlega eins og að hraðspóla okkar leik. Var lengi á þeirri skoðun í fyrra að þjálfuninni væri ábótavant og liðið okkar virtist ekki komið í almennilegt form fyrr en eftir ca 25 leiki í fyrra. Hef áhyggjur af þessu 🙁
Þetta er rétt hjá þér. Ég horfði samt ekki á hina leikina og sá aðeins 20 mín af þessum. En þetta hefur verið viðloðandi liðið okkar að vera ekki nógu hraðir. Það veit á gott að næstum því allir ef ekki allir leikmenn sem keyptir hafa verið í sumar eru öskufljótir. Liðið okkar ætti að batna með fljótleilkann þegar þeir eru komnir í form. Vonandi gerist það sem allra fyrst. Kv. Ari.
Lincoln – Everton mætast í 2 umferð Carabao Cup.
Lincoln eru í 1-2 sæti í 1 deild eftir 2 umferðir.
sælir félagar ég sá leikinn góður fyrri hálfleikur seinni var mun verri.En í heildina ekki góður leikur. það fyrsta Gylfi klikkar í nokku góðu færi.maður á eftir að sjá nýju menna hjá okkur. En okkar menn verða betri þegar líður á deildina.KOMA SVO ÁFRAM EVERTON.
næst mætum við Watford á okkar heimavelli. Watford hefur verið eitt af okkar uppáhaldsliðum vegna þess að þeir hafa aðeins tvisvar sinnum unnið leik gegn okkur í 24 viðureignum. En annar af þessum sigrum var einmitt í fyrra. Þeir koma brjálaðir í leikinn eftir niðurlægjandi tap gegn Brighton í fyrstu umferð. Ég hef horft á þann leik og það er einn leikmaður þar sem á eftir að stjórna miðjunni í þessum leik ef við höfum ekki okkar sterkustu menn til staðar en það er nr. 16 Doucoure algjörlega frábær leikmaður sem við reyndum að fá í glugganum. Hann varð reyndar fyrir því óláni að skora sjálfsmark í fyrst leik en var hrikalegur á miðjunni og vantar betri menn í kringum sig. Nú er komið að því að liðið þarf að sýna að það geti unnið öll lið og maður spyr sig hvernig í andskotanum var hægt að vinna chelsea, manutd og arsenal en drulla á sig gegn fulham og öðrum miðju- og neðriliðum í lok tímabils. Þetta þarf að laga. Ég spái Watford sigri í þessum leik 0-1
Hvar er hægt að horfa á Everton – Watford í Reykjavík?
Sé hann td ekki skráðan á Ölver.