Félagaskiptaglugginn – opinn þráður

Mynd: Everton FC.

Félagaskiptaglugginn á Englandi er frá maí fram til kl. 16:00 þann 8. ágúst og er þessum þræði ætlaði að halda utan um staðfest kaup og sölur sem og slúður, ef þið rekist á eitthvað. Endilega hafið samband í kommentakerfinu ef eitthvað vantar í upptalninguna.

Afraksturinn hingað til:
Leikmenn inn: Jonas Lössl (markvörður – ókeypis), André Gomes (miðjumaður – 22M pund), Fabian Delph (miðjumaður — líklega um 8-9M), Jean-Phillipe Gbamin (miðjumaður — 25M ca.), Moise Kean (sóknarmaður — 27.5M), Djibril Sidibe (hægri bakvörður — lán), Alex Iwobi (kantmaður — 28M+).

Leikmenn út: Jonjoe Kenny (lán), Jagielka (samningslaus), Williams (samningslaus), Vlasic (seldur – 22M pund), Sandro Ramirez (lán), Brendan Galloway (samningslaus), Kieran Dowell (lán), Luke Garbutt (lán), Joao Virginia (lán), Antonee Robinson (2M), Josh Bowler (lán), Ademola Lookman (16-22.5M), Idrissa Gana Gueye (29M), Joe Williams (2M+), James McCarthy (8.5M), Nathan Broadhead (lán), Matthew Pennington (lán), Muhamed Besic (lán), Kevin Mirallas (frjáls sala), Yannick Bolasie (lán).

20:15  Staðfesting frá Everton á kaupum á Alex Iwobi kom nú eftir kvöldmat. Sky segja að kaupverðið sé 28M punda með möguleika á 7M punda (líklega árangurstengt).
17:51  Gluggavakt Sky Sports staðfesti eins tímabils lán á Muhamed Besic til Sheffield United. 
16:36  Klúbbarnir hafa til kl. 18:00 til að klára samningsdrögin sem búið var að senda inn til knattspyrnusambandsins.
16:34  Sky staðfestu að allavega ein samningsdrög varða Everton en það er kannski ekki það sem allra augu voru á heldur möguleg sala/lán á Besic til Sheffield United.
16:33  BBC einnig með vísi að frétt um kaup á Alex Iwobi.
16:18  Sky Sports með (vísi að) frétt um að Everton sé að reyna að næla sér í Alex Iwobi.
16:18  Enska knattspyrnusambandið segir að 6 samningsdrög hafi verið send inn til þeirra. Það er því von á 6 tilkynningum í viðbót. Spurning hvort einhver af þeim verði Everton leikmaður?
16:06  Gluggavakt BBC segir að Everton hafi ekki haft áhuga á að kaupa Marcos Rojo. Líklega var lán í eitt tímabil alltaf hugsunin á meðan hægt væri að finna framtíðarlausn.
16:05  Gluggavakt Sky var að staðfesta áhuga Everton á að ná samningum við Arsenal um Alex Iwobi.
16:01  Skv. gluggavakt BBC hefur Everton náð samningum við Arsenal um Alex Iwobi fyrir 35-40M punda. Klúbburinn hefur ekki staðfest þetta.
16:00  Félagaskiptaglugginn er nú lokaður. Nú er þetta bara spurning um hvort náist að klára þau samningsdrög (e: deal sheet) sem búið var að senda inn til knattspyrnusambandsins fyrir klukkan 16:00. Enn er hægt að selja leikmenn út mánuðinn, til neðri deilda, Skotlands eða til meginlands Evrópu, svo dæmi sé nefnt.
15:57  Fimm mínútum síðar birtir gluggavakt BBC svo tíst um það að Everton sé enn að reyna að ná samkomulagi um Alex Iwobi hjá Arsenal.
15:52  Gluggavakt BBC hefur það eftir Ian Dennis að það sé ólíklegt að Everton bæti við leikmönnum fyrir lok gluggans.
15:37  Toffeeweb segja að samningaviðræður við United hafi siglt í strand þegar í ljós kom að United vilja ekki sjá lán heldur 25M punda fyrir Marcos Rojo.
15:31  Hull náðu samningum við Everton um að fá Matthew Pennington að láni í eitt tímabil.
15:00  Everton hefur nú klukkutíma til að skila inn „deal sheet“, ef eitthvað er eftir, og smá tíma eftir það til að klára félagaskipti.
14:48  Romelu Lukaku er farinn til Inter, sem þýðir að Everton fær 5M punda hlutdeild í sölunni.
14:33  Gluggavakt Sky segir að Sheffield United og Fulham séu á höttunum eftir Muhamed Besic.
14:29  Gluggavakt Sky segir nú að Crystal Palace séu búnir með sínar samningaviðræður þannig að Wilfried Zaha sé ekki á leiðinni frá þeim á næstunni.
14:05  Gluggavakt Sky segir að Everton sé enn í viðræðum um Marcos Rojo en að lítið sé að frétta af Wilfried Zaha og Alex Iwobi og þeir verði þess vegna að teljast ólíklegir kostir, þar sem innan við tveir tímar eru til stefnu.
11:07  Skv. gluggavakt Sky Sports er Everton í viðræðum við United um kaup á miðverðinum Marcos Rojo. Stuttu síðar birtist svo frétt um að Wilfried Zaha hefði misst af æfingu hjá Crystal Palace.

2019-08-08 Fim  Þá er komið að lokum þessa glugga en í dag kl. 16:00 að íslenskum tíma er lokað á félagaskipti *til Englands*. Enn er þó hægt að losa um leikmenn út fyrir landsteinana. Fastlega er búist við því að Marcel Brands reyni allt hvað hann getur til að ná inn miðverði fyrir lokin og aldrei að vita nema kantmaður fylgi í kjölfarið. Einnig er rétt að geta þess að formaður Everton klúbbsins (Halli) á afmæli í dag. Við skulum vona að Everton færi honum einhverja fallega afmælisgjöf fyrir lok gluggans!

2019-08-07 Mið  STAÐFEST! Everton var rétt í þessu að staðfesta sölu á James McCarthy.
2019-08-07 Mið  Gaman að sjá hvað utanaðkomandi aðilar segja um kaup Everton á tímabilinu hingað til…
2019-08-07 Mið  Wilfried Zaha sagan heldur áfram en hann er sagður hafa beðið formlega um að vera seldur frá félaginu. Það er ekki ólíklegt að það muni gera Crystal Palace kleyft að lækka verðmiðann á honum eitthvað, þar sem líklega fyrirgerir Zaha þar með rétti sínum á hvers kyns bónusgreiðslum fyrir að vera „seldur gegn sínum vilja“. Crystal Palace sögðu að þeir myndu ekki sætta sig við minna en 80M punda, en Everton var sagt hafa boðið 70M punda plús tvo leikmenn, en sá fréttaflutningur eiginlega meikar ekki sens þar sem samanlagt virði þess tilboðs væri yfir 80M punda. Bara McCarthy (sem þeir eru í samningaviðræðum um að kaupa) færir það líklega langleiðina yfir þetta 80M punda mark. Hvað um það. Everton bauð einnig í kantmanninn Alex Iwobi hjá Arsenal en því boði var hafnað, sem og lánstilboði í Chris Smalling hjá United. Einnig kom fram að eftir að Watford höfnuðu seinna boði Everton í miðjumanninn Abdoulaye Doucoure ætlar Everton að skoða aðra valkosti. Hvað önnur lið varðar þá vill David Luiz í burtu frá Chelsea en þetta eru mjög slæmar fréttir fyrir Everton þar sem þetta myndi líklega útiloka algjörlega að Kurt Zouma yrði seldur undir lok gluggans. Öllu betri fréttir fyrir Everton er að Lukaku er að þvinga í gegn sölu frá United, sem þýðir að Everton fær 5M punda í sinn vasa. 

2019-08-07 Mið  STAÐFEST! Everton var að fá til sín Djibril Sidibe, hægri bakvörð Monaco að láni í eitt tímabil með möguleika á að kaupa hann að tímabili loknu.

2019-08-06 Þri  Sky Sports staðfestu áðan lánssamning á hægri bakverði Monaco, Djibril Sidibe, til eins árs með möguleika á kaupum að tímabili loknu. Læknisskoðun fer fram á morgun. Sky Sports segja einnig að James McCarthy sé að fara til Crystal Palace fyrir 8,5M punda. 

2019-08-06 Þri  Sky Sports staðfestu það áðan að öðru tilboði Everton í  miðjumanninn Abdoulaye Doucoure hjá Watford hafi verið hafnað. Segja að tilboðið hafi hljóðað upp á 36,7M punda. Í gluggavakt þeirra kemur jafnframt fram að hægri bakvörður Monaco, Djibril Sidibe, muni fari í læknisskoðun á Finch Farm á morgun með það fyrir augum að Everton fái hann að láni. Stuttu síðar var þar einnig sagt að Morgan Schneiderlin gæti verið á útleið (Fenerbache og Besiktas liðin sem orðuð voru við hann).

2019-08-06 Þri  Það er gott að taka sér frí frá þessari gluga-yfirsetu öðru hvoru en sjáum nú hvað hefur helst borið á góma undanfarna daga. Sky sögðu í gær að Watford hafi hafnað 32M punda boði í miðjumanninn Abdoulaye Doucoure (26 ára). Toffeeweb sögðu jafnframt að öðru tilboði Everton hefði líka verið hafnað. Í dag birtist svo frétt á Sky sem sagði að Everton hefði áhuga á hægri bakverði Monaco, Djibril Sidibe (27 ára), líklega á láni í eitt ár með möguleika á kaupum að láni loknu. NSNO segja svo að Wilfried Zaha búist við að vera orðinn leikmaður Everton á fimmtudaginn, en þar kemur fram að 65M punda sé nóg til að klára þann samning, hvað Palace varðar (og mögulega myndi leikmaður í kaupunum ná að lækka þá upphæð eitthvað). Þess má svo geta að Liverpool Echo greindu frá því að Juventus væru ekki með neina buy-back klausu í samningunum um Moise Kean. Mjög góðar fréttir þar. Einhverjir voru líka orðaðir frá félaginu (þessi venjulegu nöfn á jöðrunum), en við fjöllum bara um það þegar og ef það gerist.

2019-08-02  Fös  Klúbburinn staðfesti í dag kaupin á Jean-Phillipe Gbamin.
2019-08-02  Fös  Skv. frétt á Sky er Jean-Phillipe Gbamin á leið í læknisskoðun hjá Everton, en hann er 23ja ára varnarsinnaður miðjumaður og hugsaður til að fylla skarðið sem Idrissa Gana Gueye skildi eftir sig. Félögin náðu samningum um hann á dögunum. Fyrsta boð Everton hljóðaði upp á 23M punda en Mainz verðlagði hann á 27.5M punda. Líklega hefur lokaupphæðin verið einhvers staðar þar á milli (25M punda, til dæmis). Liverpool Echo greindu hans leikstíl. Í öðrum fréttum er það helst að Everton var orðað við sóknarmanninn Mbaye Diagne í gluggavakt Liverpool Echo sem og Ivan Rakitic hjá Barcelona.

2019-07-31 Mið  Skv. Liverpool Echo er Everton í viðræðum við Monaco um sölu á Henry Onyekuru. Upphaflegt kaupverð sem Everton greiddi var 7M punda. Gert er ráð fyrir smá hagnaði á sölunni (frá kaupverði) en gluggavakt Liverpool Echo segir að söluverðið verði 14M punda. Þar kemur jafnframt fram að Everton sé nálægt því að kaupa Jean-Philippe Gbamin frá Mainz. Tilboði Everton upp á 27M punda var hafnað, en var sagt ekki fjarri lagi. Erkan Eyibil, 18 ára miðjumaður — einnig hjá Mainz, var orðaður við Everton en hann er með lausan samning í sumar. 17 ára sóknarmaður, Isaac Lihadji, hjá Marseilles var einnig orðaður við Everton sem og sóknarmaðurinn Angel Correa hjá Atletico Madrid. Einnig berast _ennþá_ sögusagnir um að Everton sé orðað við brasilíska ungstirnið Reinier og verðið sem nefnt hefur verið er 35M punda en að kaupin munu ekki ganga í gegn fyrr en hann verður 18 ára (sem er í janúar 2020).

2019-07-31 Mið  Everton staðfesti í dag sölu á miðjumanninum unga Joe Williams til Wigan. Söluverðið var ekki gefið upp, en vitað er að upphaflegu tilboði Wigan var hafnað og það hljóðaði upp á 1M punda. Liverpool Echo sögðu að söluverð væri í kringum 2M punda, en þó ekki lægra en þeir keyptu Antonee Robinson á frá Everton (sem var 2M punda).

2019-07-30 Þri  Skv. frétt á Liverpool Echo er Everton búið að samþykkja tilboð Wigan í miðjumanninn unga Joe Williams, sem við sáum glitta í í einum vináttuleik í sumar. Upphaflegu tilboði Wigan (upp á 1M punda) var hafnað en tilboði tvö tekið, að sögn. Klúbburinn á eftir að staðfesta þetta.

2019-07-30 Þri  Skv. frétt á Sky Sports er Everton í viðræðum við FC Mainz í Þýskalandi um kaup á miðjumanninum Jean-Philippe Gbamin.
2019-07-30 Þri  Sky Sports voru að birta frétt um að tilboði Everton í sóknarmanninn Moise Kean hjá Juventus hefði verið samþykkt. Kaupverð var sagt vera 27.5M punda en gæti orðið 36.6M punda þegar uppi er staðið (árangurstengd, væntanlega). Sky segja að hann muni líklega þéna í kringum 52þ pund á viku og að Juventus verði líklega með klásúlu í samningunum um að að geta keypt hann aftur.

2019-07-30 Þri  Sky Sports birtu í dag frétt um að Idrissa Gana Gueye væri farinn til PSG (Everton hefur einnig staðfest það). Sky Sports sögðu að kaupverðið væri rúmar 29M punda (sem þýðir 21-22M punda í hagnað). Liverpool Echo stungu upp á því að kannski ætti Everton ekki að einblína á að fá alveg eins leikmann til að fylla í skarðið. Það stoppaði þá þó ekki í að birta lista yfir nokkra sem eru með svipaðan prófíl og Gana. Sky Sports birti einnig frétt um það að Everton hefði aðeins átt eitt boð í Wilfried Zaha og að það væri ekki rétt að McCarthy og Tosun hefðu verið boðnir í skiptum (plús upphæð). Skv. tísti frá íþróttafréttaritaranum Chris Bascombe hefur Everton snúið sér að öðrum valkostum.  Gluggavakt Liverpool Echo segir jafnframt að samningar hafi tekist við Juventus um Moise Kean og að hann fari mögulega í læknisskoðun á morgun. Hér er grein frá Liverpool Echo sem fer yfir tölfræði hans og hvað stuðningsmenn Everton gætu átt von á.

2019-07-29 Mán  Sky Sports birtu frétt um að Everton væri að skoða tilboð í miðjumanninn Mario Lemina, hjá Southampton, sem eftirmann Gana Gueye. Einnig var miðvörðinn Fikayo Tomori hjá Chelsea orðaður við Everton en hann er enskur U21 árs landsliðsmaður. Gana Gueye er sagður í læknisskoðun hjá PSG. Skv. gluggavakt Liverpool Echo ætlar Everton að selja Henry Onyekuru, þar sem honum tókst ekki — þriðja sumarið í röð — að spila nógu marga leiki fyrir Nígeríu til að fá atvinnuleyfi á Bretlandseyjum. Miðjumaðurinn Tiemoue Bakayoko hjá Chelsea var einnig nefndur.

2019-07-28 Sun  Tvær stórar fréttir á Sky Sports… Annars vegar var Everton sagt í viðræðum við Juventus um kaup á sóknarmanninum Moise Kean. Kaupverð var sagt í kringum 36M punda en að Juventus krefðist þess að hafa klásúlu um að geta keypt hann til baka. Hin stóra fréttin var að Everton var sagt hafa boðið 55M punda í Wilfried Zaha hjá Crystal Palace. Áður var tilboð Everton sagt hafa innihaldið pening plús leikmann/leikmenn en í þetta skiptið myndi enginn leikmaður fylgja með í kaupunum (ef þessu tilboði yrði tekið).

2019-07-27 Lau  Gluggavakt Liverpool Echo segir að Everton hafi hafnað 1M punda tilboði í Joe Williams. Á sama stað voru fjórir leikmenn nefndir og farið aðeins yfir tölfræði þeirra. 

2019-07-26 Fös  Fjórir voru sömuleiðis nefndir í gær í gluggavakt Liverpool Echo sem mögulegir arftakar Gana Gueye: Lucas Tousart (Lyon), Adrien Tameze (Nice), Jean-Philippe Gbamin (Mainz) og Tiemoue Bakayoko (Chelsea).

2019-07-26 Fös  Skv. frétt á Sky Sports er Everton tilbúið að greiða 60M punda „plús leikmann“ í Wilfried Zaha. Ekki var tilgreint hvaða leikmann er um að ræða, en líklegt þykur að það sé annaðhvort Tosun eða McCarthy. Palace menn voru einmitt sagðir hafa þegar lýst yfir áhuga á þeim. Gluggavakt Liverpool Echo vill meina að framkvæmdastjóri hjá Juventus hafi flogið til Englands til viðræðna við Everton um kaup á Moise Kean. 35 milljónir punda voru nefndar sem mögulegt kaupverð. Á sama stað var sagt að Everton hefði áhuga á miðjumanninum Mario Lemina hjá Southampton.

2019-07-25 Fim  Skv. frétt á Sky Sports gekk salan á Ademola Lookman í gegn í dag. Söluverð var sagt vera á bilinu 16-22.5M punda. Sögusagnir um Moise Kean og Wilfried Zaha gerast einnig háværari. Gluggavakt Liverpool Echo vísaði í grein Daily Mail sem segir að Everton hafi boðið 55M punda í Zaha en Liverpool Echo vill jafnframt meina að ekki sé fótur fyrir þeim sögusögnum. Toffeeweb segja jafnframt að Everton sé að skoða Jean-Philippe Gbamin sem eftirmann Idrissa Gana Gueye.

2019-07-24 Mið  Maður bregður sér upp á Langjökul í vélsleðaferð og þá detta inn hvorki fleiri né færri en tvær stórar fréttir á Sky Sports. Í fyrsta lagi var greint frá því að Everton hafi samþykkt 28M punda tilboði PSG í Idrissa Gana Gueye en einnig að Everton muni hefja viðræður um möguleg kaup á Wilfried Zaha í vikunni. Hingað til hefur eingöngu rætt um „áhuga Everton á“ Zaha, en nú virðist sem örlítið meira sé þarna á bak við. Í öðrum fréttum er það helst að West Brom vilja gjarnan fá Mason Holgate aftur að láni.

2019-07-23 Þri  Stóru fréttirnar síðan síðast eru líklega þær að Kurt Zouma var sagður hafa reynt að þvinga fram félagaskipti til Everton með því að biðja um að vera settur á sölulista. Daginn eftir, birtist hins vegar frétt á Sky um að það væri ekki rétt. Líklegt þykir að Everton muni snúa sér annað. Restin af fréttunum voru bara hefðbundnar slúðurfréttir (mestmegins eitthvað sem var áður komið fram).

2019-07-19 Fös  Tvær athyglisverðar fréttir á Sky. Skv. þessari frétt bauð Crystal Palace 8M punda í James McCarthy í dag. Einnig tilgreindi Sky Sports um áhuga Everton á því að kaupa Wilfried Zaha. Athyglisverð þróun þar, maður hélt að þetta væri vitleysa þegar þetta birtist fyrst en… erfitt að segja. Frank Lampard, stjóri Chelsea, sagði einnig í dag að hann vilji halda Kurt Zouma hjá Chelsea. Ekki það sem maður vildi kannski heyra, en kannski skrifað í skýin þar sem þeir geta ekki keypt leikmenn næstu tvö árin.

2019-07-19 Fös  Skv. gluggavakt Liverpool Echo er Everton búið að blanda sér í kapphlaupið um Wilfried Zaha hjá Crystal Palace sem og Reinier Jesus Carvalho hjá Flamengo, eins og Ari S benti á í kommentakerfinu. Þann fyrrnefnda ættu allir að þekkja en sá síðarnefndi er 17 ára sóknarþenkjandi miðjumaður úr akademíu Flamengo en hann þykir afar mikið efni. Lucas Tousart, 22ja ára miðjumaður Lyon var einnig nefndur sem arftaki Gana Gueye, ef sá síðarnefndi yrði seldur. 

2019-07-17 Mið  NSNO vilja meina að Schalke í Þýskalandi hafi áhuga á að kaupa Cenk Tosun.
2019-07-17 Mið  Skv. gluggavakt Liverpool Echo bauð Everton 40M Evra í sóknarmanninn Rafael Leao hjá Lille og eru að skoða sóknarmanninn Davie Selke hjá Herthu Berlin. Marco Silva fór jafnframt yfir kaupin á Delph, af hverju kaupin á honum voru í forgangi og hvernig hann passar inn í framtíðarplönin. Hann staðfesti einnig að klúbburinn væri að skoða af alvöru að kaupa hægri bakvörð til að veita Coleman meiri samkeppni. Santiago Arias hjá Atletico Madrid var nefndur í því samhengi í gluggavaktinni. 

2019-07-16 Þri  Skv. frétt á BBC og Sky Sports eru samningar að nást á milli Everton og RB Leipzig um sölu á Lookman fyrir 22.5M punda (sumir vilja meina að upphæðin sé nær 25M punda).  Miðjumennirnir Maxime Gonalons hjá Roma og Morgan Sanson hjá Marseille voru jafnframt (aftur) nefndur í gluggavakt Liverpool Echo sem og sóknarmaðurinn Moise Kean. Einnig kom fram að Newcastle vilji fá Bolasie og McCarthy til liðs við sig. Miðvörðurinn Adama Soumaoro var enn á ný nefndur sem mögulegur valkostur við Kurt Zouma. Og að lokum er rétt að geta þess að slúðrið vill jafnframt meina að sóknarmaðurinn Mario Mandzukic hjá Juventus sé á leiðinni til Everton. Ekki líklegt að þykja má, en hvað veit maður?
2019-07-15 Mán  Klúbburinn hefur ekki staðfest þetta en skv. frétt á Sky Sports er Fabian Delph mættur á æfingasvæði Everton og fastlega er gert ráð fyrir að kaup á honum gangi í gegn á næstunni (uppfært: staðfesting komin og fréttin komin á BBC og Sky Sports). Í sömu frétt er sagt að Antonee Robinson, varnarmaðurinn ungi, hafi verið seldur til Wigan. Verðið var ekki tilgreint í fréttinni en sögusagnir eru um að það hafi verið 2M punda.
2019-07-15 Mán  Hér til skemmtunar er smá samantekt á Youtube á Fabian Delph.
2019-07-15 Mán  Skv. gluggavakt Liverpool Echo er Everton orðað við sóknarmanninn Rafael Leao hjá Lille (20 ára). Brottför Cenks Tosun gæti þó þurft að eiga sér stað áður en keyptur er nýr sóknarmaður. En að öðru… Á meðan beðið er fregna af kaupum á Fabian Delph er hér grein sem fer yfir það mál. 
2019-07-14 Sun  Skv. gluggavakt Liverpool Echo er Shanaj Tarashaj farinn til FC Emmen að láni í tvö ár. Einnig var því haldið fram að Everton hefði sent njósnara á leik Herthu Berlin til að fylgjast með þremur leikmönnum: Marvin Plattenhardt (vinstri bakvörður), Davie Selke (sóknarmaður) og Karim Rekik (miðvörður).
2019-07-13 Lau  Skv. gluggavakt Liverpool Echo eru PSG búið að gera 30M punda tilboð í Idrissa Gana Gueye. Einnig er búist við því að Everton hækki tilboð sitt í markvörðinn unga, Billy Crenlin, en 200þ punda tilboði var hafnað á dögunum. Slúðrið segir jafnframt að Mo Besic sé á leiðinni til Fulham fyrir 5M punda.
2019-07-12 Fös  Skv. frétt á Sky Sports er Everton í viðræðum við Man City um kaup á miðjumanninum Fabian Delph. Kaupverð sem nefnt hefur verið er í kringum 8-9M punda. Í gluggavakt Liverpool Echo kemur jafnframt fram að Barcelona búist hvað úr hverju við því að fá tilboð frá Everton í  Malcolm. Á sama stað kemur fram að tilboði Everton í markvörðinn unga Billy Crellin hjá Fleetwood Town hafi verið hafnað (BBC segir að tilboðið hafi verið 200þ pund) og að Fulham hafi áhuga á Mo Besic. Luke Garbutt, aftur á móti, ku hafa gengið til liðs við Ipswich (að láni).
2019-07-12 Fös  Phil Kirkbridge hjá Liverpool Echo segist hafa fengið staðfestingu á því að Everton sé á höttunum eftir örvfætta kantmanninum Nicolas Pepe hjá Lille. Upphæðirnar sem nefndar eru myndu hins vegar gera hann að langdýrustu kaupum Everton hingað til og ekki ólíklegt að lið í Meistaradeildinni blandi sér í málið. Einnig má benda á að Mogginn vill meina að Maurizio Sarri, nýráðinn stjóri Juventus, sé með plön um að skera niður í leikmannahópnum eftir innkaup undanfarinna vikna, og að Moise Kean sé einn af þeim leikmönnum sem hann ætli að losa sig við.
2019-07-11 Fim  Skv. frétt á Sky Sports eru RB Leipzig búnir að bjóða í Lookman, en fréttin tilgreinir ekki upphæð tilboðsins (gluggavakt Liverpool Echo segir 15M punda). Klúbburinn staðfesti annars í dag að Kieran Dowell hefði verið lánaður til Derby County og markvörðurinn Joao Virginia hefði verið lánaður til Reading. Slúðrið segir jafnframt að PSG hafi boðið aftur í Gana Gueye. Í þetta skiptið 26-27M punda en gluggavakt Liverpool Echo segir 25M punda.  Og Diego Costa er aftur nefndur.
2019-07-10 Mið  Gluggavaktin á BBC segir að Everton hafi boðið 31.5M punda í Malcom, kantmann Barcelona, og að Arsenal sé einnig á höttunum eftir honum. Sóknarmaðurinn Nicolas Pepe er einnig nefndur, en sagt að þurfi metfé (58.5M punda) til að freista Lille. Gluggavakt Liverpool Echo í dag er hins vegar ósammála — og segir að Everton sé ekki að bjóða í Malcolm.
2019-07-10 Mið  Miðvikudags gluggavaktin bætti nú við að Everton væri á höttunum eftir egypska miðjumanninum Mahmoud Hassan, stundum nefndur Trezeguet, en hann spilar með Kasimpasa í Tyrklandi og ku kosta 10M punda. Steven N’Zonzi hjá Roma var einnig nefndur (enn á ný) og vísað er í sitthvora fréttina þar sem annars vegar segir að ekkert boð hafi borist í Malcolm hjá Barcelona og hins vegar (síðar) að Everton hafi hafið samningaviðræðurnar um hann.
2019-07-10 Mið  Nú vill miðvikudags gluggavakt Liverpool Echo meina að Everton hafi ekki ennþá boðið í Moise Kean og að City séu ekki jafn spennt fyrir því að losa sig við Fabian Delph og fram hefur komið. Þar kemur einnig fram að Derby vilji fá Kieran Dowell að láni.
2019-07-09 Þri  Gluggavakt Liverpool Echo vill meina að Everton sé að skoða Adrien Tameze hjá Nice, en hann er 25 ára miðjumaður sem er verðlagður á 8M punda. Á sama stað kemur fram að Everton þurfi að borga 31M punda fyrir Moise Kean en að Juventus hafa endurkaupsrétt á hann fyrir 41M punda.
2019-07-09 Þri  Sky Sports með frétt um að Everton hafi áhuga á Fabian Delph. Myndi segja að þetta auki líkurnar nokkuð á að satt sé.
2019-07-09 Þri  Juventus hafnaði 27M punda tilboði Everton í sóknarmanninn Moise Kean, hjá Juventus, skv. tísti frá íþróttafréttaritara La Gazzetta Dello Sport.
2019-07-09 Þri  Skv. þriðjudags-gluggavakt Liverpool Echo hefur Everton áhuga á Fabian Delph hjá Man City. Þykir kannski ólíklegt þar sem Marcel Brands hefur sagt að stórar fjárfestingar verða ekki gerðar í leikmönnum sem eru utan aldursrammans 20 til 25/26, en Delph er 29 ára. Sama má segja um Diego Perotti, 30 ára miðjumaður hjá Roma, sem einnig var orðaður við Everton.
2019-07-08 Mán  Skv. gluggavakt Liverpool Echo gerðu RB Leipzig 22M punda tilboð í Lookman en þar var einnig haldið fram að Everton hafi gert €35M tilboð í sóknarmanninn Malcolm hjá Barcelona. Umbinn hans segir hann vera í viðræðum við tvo enska klúbba. Miðvörðurinn Adama Soumaoro hjá Lille var einnig nefndur aftur.
2019-07-08 Mán  Það var lítið um fréttir undir lok síðustu viku og við tókum okkur smá pásu yfir helgina, eins og þið kannski tókuð eftir. Rennum yfir það helsta sem kom upp… Diego Costa var nefndur en mjög fljótt var slegið á þær sögusagnir (hjúkk). Joao Virginia, markvörðurinn ungi, var orðaður við Reading (að láni). Davide Biraschi (25 ára varnarmaður Genoa) var orðaður við Everton, sem var einnig sagt hafa boðið í sóknarmann Celta Vigo, Maxi Gomez og Moise Kean hjá Juventus (einnig sóknarmaður). Bíðum fregna á þeim vígstöðvum. Í öðrum fréttum þá voru RB Leipzig enn sagðir hafa áhuga á Lookman, Trabzonspor með áhuga á Matthew Pennington, CSKA Moskva á Henry Onyekuru og Standard Liege á Kevin Mirallas, þannig að kannski má búast við tilboðum frá þeim. Everton var einnig sagt hafa áhuga á miðverðinum Adama Soumaoro hjá Lille.
2019-07-03 Mið  Sky Sports staðfestu í dag brottför Brendans Galloway to Luton.
2019-07-03 Mið  Gluggavakt Liverpool Echo vill meina að Mohamed Trezeguet, kantmaður sem spilar með Kasimpasa í Tyrklandi, sé í sigtinu hjá Everton, sem og Badou Ndiaye hjá Stoke.
2019-07-02 Þri  Skv. frétt á Sky Sports hafa náðst samningar við Real Valladolid um Sandro Ramirez. Ekki er þó um sölu að ræða, heldur lán, sem hjálpar allavega til við að lækka launakostnaðinn. Þetta bíður staðfestingar frá klúbbnum. STAÐFEST.
2019-07-02 Þri  Skv. frétt á Sky Sports er Sandro Ramirez í viðræðum við Real Valladolid. Maður er bara hóflega bjartsýnn á það, samt, en hann er einn af þeim sem nauðsynlegt er að ná af launaskrá sem fyrst, enda hefur hann ekki náð að sanna sig í ensku deildinni.
2019-07-02 Þri  Gluggavakt Liverpool Echo segir að sóknarmaðurinn Hirving Lozano sé enn í sigtinu hjá Everton og orðar félagið einnig við ungstirnið Hossein Zamani hjá Ajax.
2019-07-02 Þri  Skv. frétt á Liverpool Echo ganga félagaskipti ungliðans Brendan Galloway yfir til Luton í gegn síðar í vikunni.
2019-07-01 Mán  Skv. frétt Sky Sport er Kurt Zouma efstur í forgangsröðuninni hjá Everton í innkaupum sumarsins.
2019-07-01 Mán  Gluggavakt Liverpool Echo segir að Everton sé með sóknarmanninn Rafael Leao (20 ára) hjá Lille í sigtinu. Þeir ku vilja 25M punda fyrir hann. Á sama stað er því haldið fram að Lazio vilji Cenk Tosun. Þessi grein nefnir einnig Issac Hayden hjá Newcastle og Lewis Dunk hjá Brighton.
2019-06-30 Lau  Gluggavakt Liverpool Echo nefnir bráðefnilegan 19 ára danskan hægri kantmann, Andreas Skov Olsen.
2019-06-29 Fös  Liverpool Echo tók saman yfirlit yfir nokkra gleymda leikmenn sem snúa aftur á æfingasvæðið í sumar. Maður veltir fyrir sér hvað hægt væri að gera ef næðist að lækka launakostnaðinn með sölu á leikmönnum sem greinilega eru ekki í plönunum hjá Silva, til dæmis: Sandro, Bolasie, Cuco Martina, Mirallas, Besic, Niasse og Tarashaj svo einhverjir séu nefndir. Örugglega hægt að standa undir launakostnaði á örfáum leikmönnum af hærra kalíber.
2019-06-29 Fös  Samantekt klúbbsins úr bresku pressunni inniheldur eitt nýtt nafn: Andrej Kramaric, fyrrum sóknarmaður Leicester.
2019-06-27 Fim  Liverpool Echo útlista áhugaverða fléttu varðandi félagaskipti Chelsea sem gæti endað í því að Chelsea þurfi að selja Kurt Zouma. Væri skemmtilegt ef satt reyndist (og Everton kaupi), en setjum þetta í ólíklega flokkinn um sinn.
2019-06-27 Fim  Skv. frétt á BBC er Everton að bjóða í Kurt Zouma. Nú þarf Chelsea bara að drífa sig að ráða stjóra svo hægt sé að fá niðurstöðu í málið. Líklegt má þykja að Zouma vilji tryggingu frá nýja stjóranum fyrir því að vera í aðalliði Chelsea (ef þeir vilja halda honum), en að öðrum kosti biðji hann um sölu. Líklegt þykir að hann muni kosta Everton meira en 30M punda.
2019-06-27 Fim  Samantekt klúbbsins úr bresku pressunni inniheldur eitt nýtt nafn: Morgan Sanson (24ra ára miðjumaður hjá Marseilles).
2019-06-27 Fim  Nýjum degi fylgja ný nöfn á leikmönnum sem orðaðir eru við Everton en Liverpool Echo tilgreinir Thomas Meunier (hægri bakvörð PSG) og Hakim Ziyech (sóknarmaður Ajax). Einnig voru Kieran Trippier (hægri bakvörður), Danny Drinkwater (miðjumaður), David Neres (kantmaður) og Aleksandar Mitrovic (sóknarmaður) taldir upp, en þeir hafa áður borið á góma.
2019-06-26 Mið  Gluggavakt Liverpool Echo segir að Everton sé fremst í kapphlaupinu um að næla í sóknarmanninn unga, Moise Kean, hjá Juventus sem rætt hefur verið um hér áður. Everton er einnig sagt hafa boðið í sóknarmanninn Borja Iglesias, hjá Espanyol, og sé á höttunum eftir Franck Kessie, miðjumanni AC Milan. Varnarmaðurinn Armando Izzo hjá Torino var einnig nefndur, sem og Dwight McNeil, 19 ára kantmaður Burnley.
2019-06-25 Þri  Klúbburinn staðfesti nú í dag kaup á miðjumanninum Andre Gomes (25 ára) frá Barcelona fyrir 22M punda. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning, eða fram til ársins 2024.
2019-06-24 Mán  Skv. frétt á Liverpool Echo er staða vinstri bakvarðarins, Luke Garbutt, athyglisverð. Hann hefur verið á láni hjá Oxford, sem vilja framlengja, en Garbutt er á lokaári síns samnings og gæti endað á frjálsri sölu í lok lánssamnings.
2019-06-23 Sun  Sama gluggavakt (Liverpool Echo) nefnir nú aftur miðjumanninn Maxime Gonalons, en hann hefur áður verið orðaður við Everton (sjá hér að neðan). Nú er hann nefndur sem lánsmaður.
2019-06-23 Sun  Gluggavakt sunnudagsins hjá Liverpool Echo nefnir nokkra: James Justin (21ns árs hægri bakvörður hjá Luton), Diego Llorente (aftur) og Armando Izzo (aftur).
2019-06-23 Sun  Einn sem datt inn seinni partinn í gær í gluggavakt Liverpool Echo: varnarmaðurinn Armando Izzo hjá Torini (27 ára).
2019-06-23 Sun  Einn nefndur í frétt Liverpool Echo: Kieran Tierney, en hann er vinstri bakvörður og velta menn því fyrir sér hvort Marco Silva sé virkilega að leita sér að öðrum vinstri bakverði…  Kannski bara sögusagnir.
2019-06-22 Lau  Skv. frétt á Liverpool Echo hefur Everton áhuga á miðverðinum/miðjumanninum Jean-Philippe Gbamin hjá 05 Mainz en hann er 24ra ára gamall.
2019-06-22 Lau  Maður að nafni Wylan Cyprien (24ra ára sóknarþenkjandi miðjumaður hjá Nice í Frakklandi) var orðaður við Everton í frétt Liverpool Echo í dag. Í sömu frétt er Kurt Zouma sagður hafa mikinn áhuga á að vera seldur til Everton.
2019-06-21 Fös  Skv. frétt á Liverpool Echo er 27 ára hægri bakvörður Atletico Madrid, Santiago Arias, orðaður við Everton og sagt að hann muni kosta 30M punda.
2019-06-20 Fim  Skv. frétt á Liverpool Echo er Everton að skoða sóknarmanninn Lucas Ocampos hjá Marseille en hann á eitt ár eftir af samningi sínum. Á sama stað kemur fram að Moise Kean (nefndur hér að neðan) sé að fara að framlengja sinn samning við Juventus og að Wigan hafi boðið í Antonee Robinson.
2019-06-20 Fim  Skv. grein á Toffeeweb eru samningaviðræður við Chelsea hafnar um Kurt Zouma.
2019-06-20 Fim  Skv. samantekt klúbbsins úr bresku pressunni er Marco Silva með áhuga á Jarrod Bowen (22 ára sóknarmaður). Diego Llorente miðvörður hjá Real Sociedad var einnig nefndur (aftur) og að Henry Onyekuru gæti verið lánsmaður hjá Besiktas, annað árið í röð.
2019-06-20 Fim  Klúbburinn staðfesti í dag söluna á Vlasic.
2019-06-20 Fim  Skv. frétt í Liverpool Echo er Everton að fara að bjóða í Diego Llorente, 25 ára miðvörð Real Sociedad.
2019-06-19 Mið  Klúbburinn staðfesti í dag að samningur Leighton Baines við Everton hefði verið framlengdur um eitt ár.
2019-06-19 Mið  Ari S benti á tvær fréttir (hér og hér, takk Ari) frá Sky Sports um að Everton væri að selja Vlasic til CSKA Moskvu á 14M punda og kaupa Gomes frá Barcelona á 22M punda. Klúbburinn á þó eftir að staðfesta þetta. Til gamans má geta að Vlasic var keyptur til Everton á 8M punda (og lánaður til CSKA Moskva á 3M punda) og Barcelona greiddi 41,7M punda fyrir Gomes árið 2016. Uppfært: BBC er einnig með þessar tvær fréttir  (hér og hér).
2019-06-19 Mið  Samantekt klúbbsins á bresku fréttunum eru á svipaðri línu og það sem fram hefur komið hér.
2019-06-19 Mið  Skv. breska Mail blaðinu er Everton þessa dagana að klára kaup á Gomes fyrir 22M punda. Toffeeweb segja að þetta muni jafnvel nást fyrir helgi. Liverpool Echo birtu jafnframt fína yfirlitsmynd yfir aldurdreifingu leikmanna Everton. Sama blað vitnar í grein frá Argentínu sem segir að Sosa hafi ekki fengið atvinnuleyfi en að verið sé að skoða að kaupa hann samt og lána út. Haris Seferovic (27 ára sóknarmaður Benfica) var jafnframt orðaður við Everton.
2019-06-18 Þri  Skv. samantekt klúbbsins úr bresku pressunni er Everton við það að fara að bjóða í sóknarmann Juventus, Moise Kean (19 ára, eins og fram hefur komið hér áður) og gæti einnig verið að skoða miðjumanninn Mohammed Kudus. Nokkrir voru einnig nefndir í frétt Liverpool Echo til að veita Coleman samkeppni í stöðu hægri bakvarðar og (í þessari frétt) var útlistað hverjir gætu verið á leið frá félaginu. Skv. þessari frétt (allt frá sama blaði) var bresku atvinnuleyfi fyrir Santiago Sosa hafnað og enn ein fréttin frá þeim sagði að Everton væri að skoða miðjumanninn Donny van de Beek hjá Ajax. Sömuleiðis að Besiktas hefðu boðið 2M punda til að fá Lookman að láni og Haris Seferovic var einnig orðaður við Everton.
2019-06-17 Mán  Skv. frétt á Toffeeweb er Everton að bjóða í miðjumanninn Thiago Mendes hjá Lille. Samantekt klúbbsins úr bresku pressunni er annars hér. Mörg nöfn voru nefnd þar.
2019-06-15 Lau  Nokkur nöfn nefnd í dag í Liverpool Echo: miðjumaðurinn Ibrahim Sangare, varnarmaðurinn Adrien Tameze (25) og markvörðurinn Jasper Cillessen hjá Barcelona.
2019-06-14 Fös  Liverpool Echo vísa í tíst frá Paul Brown (íþróttafréttamanns sem skrifar fyrir Daily Star, Express og Mirror) um að Everton sé við það að klára kaupa á André Gomes fyrir jafnvel minna en 26M punda. Í sömu frétt er Ibrahim Sangare (miðjumaður, 21 árs) orðaður við Everton, Gana Gueye við Man United og Lookman við Besiktas.
2019-06-13 Fim  Liverpool Echo orða nú sóknarmanninn Marcus Thuram (21 árs) við Everton en hann mun, að sögn, vera falur fyrir 7M punda í sumar. Varnarmaðurinn Carlos Cuesta var einnig orðaður við Everton.
2019-06-13 Fim  Skv. frétt í Liverpool Echo er Everton að íhuga kaup á framherjanum unga (19) Moise Kean hjá Juventus.
2019-06-13 Fim  Staðfest leikjaplan fyrir næsta tímabil er klárt. Sjá hér.
2019-06-12 Mið  Ekkert nýtt að frétta á leikmannamarkaðnum, þannig að rétt að minnast á að klúbburinn birti tilkynningu um hvenær vináttuleikirnir verða spilaðir í sumar. Skemmst frá því að segja að fjörið byrjar sunnudaginn 7. júlí en síðasti leikurinn er 3. ágúst. Leikjaplan fyrir næsta tímabil í Úrvalsdeildinni verður gefið út á morgun.
2019-06-12 Mið  Bertrand Traore og Malcolm nefndir í Liverpool Echo grein.
2019-06-12 Mið  Í samantekt Everton úr bresku pressunni er einn leikmaður nefndur: Alexis Claude-Maurice (sóknarmaður).
2019-06-12 Mið  Liverpool Echo tilgreinir ýmis nöfn tengd Everton: Denis Bouanga (kantmaður), Jean-Philippe Mateta (sóknarmaður), Maxime Gonalons (miðjumaður), Danny Rose (varnarmaður), Djene Dakonam (varnarmaður).
2019-06-11 Þri  Liverpool Echo segirDanny Drinkwater (miðjumaður), Salomon Rondon (sóknarmaður), Callum Wilson (sóknarmaður), David Neres (kantmaður) og Gregoire Defrel (sóknarmaður) séu orðaðir við Everton.
2019-06-11 Þri  Fjölmiðlasamantekt fyrir mánudag (einn nefndur: Djene Dakonam, miðvörður) og þriðjudag (nokkrir nefndir).
2019-06-10 Mán Klúbburinn staðfesti lán á Jonjoe Kenny, sem fer til Schalke 04 í Þýskalandi.
2019-06-08 Lau  Liverpool Echo telja að Everton sé að skoða ungliðann Adolfo Gaich, hjá San Lorenzo í Argentínu.
2019-06-07 Fös  Klúbburinn staðfesti í dag komu Luis Boa Morte, sem verður aðstoðarmaður Marco Silva.
2019-06-07 Fös  Listinn yfir leikmenn sem eru með lausan samning og yfirgefa félagið var birtur í dag. Ashley Williams (34ra ára) og Phil Jagielka (36) er á þeim lista auk nokkurra úr akademíunni: Mateusz HeweltJoe Hilton, Chris Renshaw (allir þrír markverðir), og útileikmennirnir Harry Charsley, Boris Mathis,  Shayne Lavery, Jack Kiersey, Danny Bramall og Joe Hilton.
2019-06-07 Fös  Klúbburinn staðfestiCon Ouzounidis úr Everton U23 hefði skrifað undir árs samning og í kjölfarið kom samantektin úr bresku pressunni.
2019-06-06 Fim  Liverpool Echo tóku saman lista yfir nokkra leikmenn sem gætu komið til greina í miðvarðarstöðunni sem Phil Jagielka skilur eftir sig.
2019-06-06 Fim  Þetta væntanlega félagaskiptum væntanlega aðeins óbeint, en klúbburinn tilkynnti að Farhad Moshiri hefur keypt 8.6% hlut í Everton af Grantchester fjölskyldunni og jók þar með hlut sinn í Everton FC úr 68.8% í 77.2%. Eftir kaupin á Bill Kenwright 5% (eftir sem áður) og um 17% eru í eigu annarra, skv. samantekt Liverpool Echo.
2019-06-06 Fim  Hér er svo fjölmiðla-samantekt fimmtudagsins frá klúbbnum.
2019-06-05 Mið  Hér er samantekt klúbbsins úr ensku pressunni.
2019-06-05 Mið  Hér er flott grein frá Toffeeweb um Phil Jagielka.
2019-06-05 Mið  Ýmislegt að frétta í dag. Baines hefur verið boðinn árs framlenging á samningi, skv. frétt Sky Sports, Tosun meiddist með landsliði Tyrkja og Louis Boa Morte verður aðstoðarmaður Marco Silva, skv. frétt Sky Sports. Hann tekur við af Joao Pedro Sousa sem gerðist stjóri Famalicao í Portúgal.
2019-06-04 Þri  Klúbburinn staðfestiMatty Foulds, sem vann Premier League 2 titilinn með U23 ára liðinu, hefði undir framlengingu á samningi sínum til eins árs (sumar 2020).
2019-06-04 Þri  Klúbburinn staðfesti í dag að nýyfirstaðið tímabil hefði verið það síðasta fyrir Jagielka en hann er 36 ára gamall. Það er mikil eftirsjá af honum enda er hann búinn að vera félaginu frábær þjónn og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
2019-06-04 Þri  Bæði Toffeeweb og Liverpool Echo segja að River Plate hafi tekið tilboði Everton upp á ca. 13.5M punda í Santiago Sosa, með þeim fyrirvara þó að atvinnuleyfi fáist. Sousa er varnarsinnaður miðjumaður og er núna á HM U20 með Argentínu.
2019-06-03 Mán  Liverpool Echo tóku saman nokkuð langt yfirlit yfir leikmenn sem eru mögulega á radarnum.
2019-05-25 Lau  Skv þessu eru líkur á að Danny Welbeck (28 ára) sé á leiðinni á frjálsri sölu.
2019-05-24 Fös  STAÐFESTJonas Lössl skrifaði undir til þriggja ára. Hann er þrítugur markvörður sem kemur frá Huddersfield, eins og fram hefur komið.
2019-05-19 Sun  Skv. frétt Sky Sports er Everton að semja um launakjör hjá danska markverðinum Jonas Lössl, sem lék með Huddersfield á nýyfirstöðnu tímabili en er nú laus undan samningum við þá. Honum er ekki ætlað að fara beint í liðið, heldur veita Pickford meiri samkeppni.
2019-05-19 Sun  Skv. annarri frétt á Sky Sports hefur Everton mikinn áhuga á að festa kaup á sóknarmanninum Aleksandar Mitrovic en hann lék með Fulham á tímabilinu, sem féllu eins og þekkt er. Hann kom til þeirra á láni frá Newcastle seinni hluta tímabilsins þar á undan og hafði afgerandi áhrif á að þær kæmust upp í Úrvalsdeildina með 12 mörk í 17 leikjum. Mitrovic skoraði 11 mörk, eða rétt tæpan helming allra marka Fulham í Úrvalsdeildinni á tímabilinu en hver veit hversu langt hann myndi ná með betra lið á bak við sig.
2019-05-19 Sun  Sky vill annars meina að Everton vilji styrkja liðið í eftirtöldum stöðum: markmann, miðvörð (Zouma?), hægri bakvörð, miðjumann (Gomes?), kantmann og sóknarmann. Ljóst er að félagið þarf jafnframt að losa sig við ansi marga leikmenn á jaðrinum til að minnka launakostnaðinn, til dæmis Mirallas, Ramirez, Bolasie, Niasse, Besic, Martina og mögulega fleiri. Það verður líklega sérstaklega erfitt að losna við suma af þessum leikmönnum (Ramirez) en forgangsatriði er að ná niður launakostnaðinum til að hægt sé að greiða leiðina fyrir leikmenn sem passa betur í plönin og svo að uppbyggingin geti haldið áfram. Tosun hefur jafnframt átt erfitt tímabil og Walcott sömuleiðis, en sá síðarnefndi byrjaði ferilinn með Everton frábærlega en hefur dalað mikið síðan. Spurning hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir þá.
2019-05-19 Sun  Í lokin er hér gott uppgjör á síðasta tímabili.

Þar með er þetta líklega upp talið í bili! 🙂 En við munum uppfæra þessa frétt þegar meira er vitað (sjá efst í upptalningunni). Endilega látið vita ef þið heyrið eitthvað.

Eftir lok gluggans getur Everton (sem og önnur ensk lið) áfram selt og lánað leikmenn til annarra landa, svo framarlega sem opið sé fyrir félagaskipti í viðkomandi landi en næsti enski félagaskiptagluggi opnar á miðnætti á nýársdag.

188 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Svo las ég skemmtilegt slúður í morgun um að Timo Werner myndi koma til Everton í skiptum fyrir Lookman en þá þyrftum við að borga í milli. Fín skipti þar og maður má láta sig dreyma.

    RB Leipzig var á eftir Lookman á síðasta tímabili en síðan þá hafa þeir skipt um stjóra sem er kominn til Southampton. Talið er að Lookman verði notaður sem beita fyrir Timo Werner. Nokkuð ljóst að þetta yrðu flott skipti.

    Hafa ber í huga að þetta er slúður og ennþá ekkert annað en það.

    Í sambandi við Mitrovich þá vil ég hann ekki, held hann sé ekki mikið betri en Tosun með fullri viðrinu fyrir tosun. Mitrovich er sennilega bara meiri fauti og kemst áfram á því.

  2. Gunnþòr skrifar:

    Sammála þér Ari.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jonas Løssl fyrstur inn um gluggann þetta sumarið, hvernig líst ykkur á það?
    Ég held að hann sé ágætis varaskeifa fyrir Pickford en hann er ekkert að fara að veita honum eitthvað meiri samkeppni en Stekelenburg.
    Annars las ég viðtal við stuðningsmann Huddersfield í gær og það stakk mig nokkuð að hann sagði Løssl hafa verið til vandræða eftir HM en kappinn fór víst fram á nýjan samning og var með miklar launakröfur en var hafnað.
    Það fór víst alls ekki vel í hann. Vonandi verður hann til friðs hjá okkur.

    • Diddi skrifar:

      ég spái að Lössl verði orðinn okkar aðalmarkvörður eftir áður en næsta tímabili lýkur 🙂

      • Diddi skrifar:

        þessu eftir var algjörlega ofaukið hjá mér 🙂

        • Ari S skrifar:

          Þú kannski segir okkur í leiðinni hvað verður um Pickford? 😉

          • Diddi skrifar:

            hann fer á Þjóðhátíð í Eyjum og kynnist þar ungri stúlku og sest að. Hann kaupir sér lítinn bát og fer að róa 🙂

          • Ari S skrifar:

            🙂

  4. Einar Gunnar skrifar:

    Úrvalsdeildarliðin eyddu 1.240 milljónum punda í sumarglugganum í fyrra. Líklega er það tilviljun að það lið sem eyddi mestu eða 177 milljón punda vann meistaradeildina í ár en það lið sem eyddi ekki pundi, tapaði. Á sama tíma verslaði Everton fyrir 89 milljón punda. Hvað má lesa út úr þessu?

    Ef satt er að það eigi að sópa um 15 leikmönnum út, þá verður veskið að ráða við kaup á leiðmönnum í hillum hjá Selfridges og jafnvel Harrods. Primark útsölur eru ekki lengur á vetur setjandi.

    • Orri skrifar:

      Sæll Einar.Þarna er ég þèr hjartanlega sammála ekki kaupa bara til að kaupa heldur að velja réttu mennina.

  5. Ari G skrifar:

    Jagielka að fara. Á eftir að sakna hans var stórkostlegur hjá okkur. Þurfum að stiga varlega að kaupa ekki of marga leikmenn og losa okkur við nokkra.

  6. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þessi fífl gerðu það aftur. Það er oft talað um að í öllum stuðningsmannahópuum séu svartir sauðir sem koma óorði á aðra og er jafnan talað um að svona fífl séu í miklum minnihluta. Ég held að því sé klárlega þveröfugt farið hjá stuðningsmönnum Liverpool.
    https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/iconic-everton-tower-vandalised-second-16379741

  7. Ari S skrifar:

    Ashley Williams verður látinn laus í vikunni.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Hahahahaha „látinn laus“. Frábærlega orðað.

      • Ari S skrifar:

        Ég brosti pínu sjálfur, skrifaði þetta í hugsunarleysi og ákvað að senda samt.

  8. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þá er einn farinn út um dyrnar. Johnjoe Kenny lánaður til Schalke út næsta tímabil.

  9. Ari S skrifar:

    Eg hef lesið að Moise Kean komi að láni og finnst eins og að það sé líklegra því þessi leikmaður er einn sá allra efnilegasti í boltanum. Spennandi kostur en auðvitað er hann ekkert að fara að leiða liðið okkar framávið, held ég.

  10. Ari S skrifar:

    Er David Neres að fara að koma til Everton?

    Það væri hreint út sagt frábært.

    https://www.youtube.com/watch?v=pIDaaeE7Hno

  11. Ari S skrifar:

    Í dag verður skrifað undir tvo samninga. Nikola Vlašić mun skrifa undir hjá CSKA Moscow, söluverð er talið vera um 14 milljónir punda. Everton keypti leikmanninn á 10 milljónir punda. Fengu 3 milljónir þegar hann var lánaður til CSKA Moscow í fyrra.

    Þá verður André Gomes keyptur til félagsins frá Barcelona í dag. Kaupverð er talið vera um 22 milljónir punda sem er að mínu mati mjög góður business fyrir Gomes.

    Þetta kom fram á Sky News í dag og ef það kemur fram þar þá er það nokkuð öruggt (svona 95%) þó að aldrei er samningur 100% fyrr en búið er að skrifa undir.

    Kær kveðja, Ari.

  12. Ari S skrifar:

    http://www.evertonfc.com/news/2019/06/25/gomes-signs-for-everton

    Gomes skrifar undir 5 ára samning. Til hamingju allir/öll 🙂

  13. Ari S skrifar:

    https://www.youtube.com/watch?v=ILKo7-537Ts&t=95s

    Þessi er á leiðinni tio okkar…

    ps. eru allir sofandi á Húsavík og Akureyri?

    • Orri skrifar:

      Sæll fėlagi mėr líst vel á þennan.

      • Ari S skrifar:

        Þó að Akureyringarnir og Húsvíkingurinn séu sofandi þá er Seyðfirðingurinn ekki sofandi…

        Já kæri vinur, þessi er flottur… Moise Kean, væri athygllisvert að fá hann í Everton.

  14. Gestur skrifar:

    Alveg er þetta með ólíkindum hvað Everton eru alltaf seinir að kaupa. Æfingar hafnar og það er ekkert búið að gera í að styrkja hópinn, jú það er reyndar búið að kaupa Gomes en það getur varla talist styrking það sem hann var með í fyrra. Everton orðaðir við fullt af mönnum og manni dettur helst í hug að það sé engin stefna í innkaupum, svona eins og fyrir tveimur árum þegar allt var keypt á endanum og ekkert gekk upp. Ég vill fara að sjá tvo til þrjá leikmenn koma inn, til þess að koma þeim í leikæfingu og til að falla strax í hópinn.

    • Finnur skrifar:

      Leikmenn og starfsmenn klúbbsins eru nú bara rétt að skila sér úr sumarfríum. Gæti nú alveg trúað því að menn vilji vera með hugann við annað en vinnuna svona á meðan þeir eru með fjölskyldunni á ströndinni og tærnar upp í loft. Annars er hér yfirlit yfir staðfest félagaskipti hingað til:

      https://www.transfermarkt.co.uk/premier-league/transfers/wettbewerb/GB1

      Það sést greinilega að innkaupatímabilið er ekki farið almennilega af stað, því meira en helmingur liða Úrvalsdeildarinnar hefur aðeins keypt einn eða færri.

      Aston Villa: 4
      Southampton: 3
      Norwich: 2 (plús 1 að láni)
      Everton: 2
      Wolves: 2
      Watford: 2
      United: 2
      Brighton: 2
      Bournemouth: 1
      City: 1
      West Ham: 1
      Chelsea 1 inn
      Liverpool: 1 inn (17 ára gutti)
      Tottenham: 1 inn (lánaður strax til baka)
      Arsenal: 0
      Leicester: 0
      Crystal Palace: 0
      Newcastle: 0
      Burnley: 0
      Sheffield Utd: 0

      Kemur kannski ekki á óvart að sjá Aston Villa og Norwich með virkari liðum, enda nýkomin upp og þurfa væntanlega liðsstyrk til að falla ekki strax niður aftur.

  15. Ari S skrifar:

    Everton have made a bid of €40.5m (£36.3m) to try to sign Celta Vigo’s Maxi Gomez. (Source: @julioinsadji)

  16. Elvar Örn Birgisson skrifar:

    Nú er aftur talað um að Everton sé að fara að bjóða í Malcolm hjá Barcelona og verði það gert í dag. Everton var að sögn á höttunum eftir Malcolm þegar hann fór til Barcelona og er í dag ekki í framtíðarplönum þeirra. Ég væri mjög til í að fá Malcolm til Everton en skv. Silva þá er Everton enn að reyna að fá Zouma til Everton og vill hann fá 3-4 menn að auki. Tel að Everton vanti framherja, miðvörð (jafnvel tvo eftir að Zouma og Jagielka fóru) og hægri bakvörð sem og líklega hægri kantmann.

    Á seinustu leiktíð vantaði tvennt frá leiktíðinni 17/18 en það er alvöru framherji (finisher) sem við höfðum í Lukaku og alvöru fyrirliði sem við höfðum í Jagielka. Ég tel enn að þetta sé forgansatriði fyrir Everton því við eigum ekki „alvöru“ framherja og ég held að við séum ekki með „alvöru“ fyrirliða heldur, ekki sannfærður um að Coleman sé þar nægilega sterkur stjórnandi og er efins að fyrirliðaefnið sé í núverandi hóp.

    • Elvar Örn Birgisson skrifar:

      Skv. fréttum dagsins þá bauð Everton 31m punda í Malcolm hjá Barcelona sem var hafnað og vilja þeir fá 36m punda, vona að þetta dæmi klárist.

      Varðandi meintan áhuga Everton á Costa þá fékk fréttamaðurinn Jim White þau svör frá einum af æðstu mönnum innan klúbbsins að það væri ekkert hæft í þeim fréttum að Everton hefði áhuga á Diego Costa.

      Fabian Delph hjá Man City á bara 1 ár eftir af samning og hefur að sögn fengið heimild til að yfirgefa klúbbinn og hefur Everton áhuga á honum skv nokkrum miðlum.

      Moise Keane sem er 21 árs framherji hjá Juventus og skv einhverjum miðlum hefur Everton boðið 30 milljónir í kappann en því boði hafnað þar sem Juventus vilja eilítið meiri pening ásamt „buy back clause“.

      Silva segir klúbbinn vera að vinna í að fá Zouma frá Chelsea og sagðist vongóður um að það gangi, kemur mér á óvart miðað við kaupbann Chelsea.

      Ég er viss um að Everton mun kynna nýjan leikmann á næstu dögum.

  17. Ari G skrifar:

    Vill borga meira fyrir Kean og sleppa frekar kaupákvæði Juventus bjóða 40-50 millur í hann og þá fær Juventus peninga til að kaupa Pogda og Lukaku. Lýst vel á að kaupa Malcom og auðvitað Zouma. Þá ætti Everton vera vel settir geta notað Holgate í hægri bakverðinum ef Coleman meiðist. Vill hreinsa út launaháa leikmenn sem spila lítið. Vonandi verður Gana áfram þá duga þessi 3 leikmannakaup í viðbót vill ekki hafa of marga leikmenn.

    • Finnur skrifar:

      Svona kaupákvæði er algjörlega glatað dæmi (nema kannski kaupupphæðin sé svo há að hún sé algjörlega út úr kortinu, sem á ekki við hér). Það meikar engan vegin sens að kaupa sóknarmann (óreyndan í EPL) á 40M og hafa 50M kaupákvæði í samningnum. Ef hann skorar ekki mikið er búið að kasta 40M á glæ en ef hann skorar eitthvað er hann strax búinn að sanna sig í EPL og verðgildið þar með hækkað. Þá er komin freisting hjá Juventus að kaupa hann aftur og selja öðru EPL liði fyrir hærri pening. Áhættan af svona samning er öll Everton megin.

  18. Diddi skrifar:

    ég vil fá Lukaku aftur til liðsins, tálga aðeins af honum því hann hlóð á sig hjá snilldarþjálfaranum Móra, og svo fer hann að skora. Hann er klikkaður ef hann kíkir ekki annað slagið á tölfræðina þegar hann var hjá okkur, en hann er líka klikkaður 🙂

    • Ari S skrifar:

      Þú verður að sætta þig við Diego Costa, diddi minn. Lukaku fer til Juventus og það þýðir að Moise Kean kemur til okkar.

  19. Ari S skrifar:

    *alveg óvart að nafnið þitt er skrifað með d en ekki D…*

  20. Ari G skrifar:

    Finnur þú hefur kannski misskilið mig. Ég vill kaupa Kean á 40-50 millur með því skilyrði að Juventus geti ekki keypt hann aftur á vissa upphæð. Finnst glatað að hafa kaupákvæði í samningum hefur ekki reynst okkur vel hingað til. Allavega yrði þá líka vera tímasetning í samningum og mun meiri munur á verði t.d. að kaupa Kean á 40 millur og að Juventus hefði forgangskaup á honum sem væri lágmark 80 millur tvöfalt og eftir vissan tíma t.d. 2-3 ár og bara t.d. bara á sumrin með 3-6 mánaða fyrirvara. Núna er næsta skotmark Pepe þekki hann ekki er örugglega þrusugóður.

  21. Ari S skrifar:

    Everton voru rétt í þessu (90% öruggt) að ganga frá kaupum á Fabian Delph til félagsins. Delph hefur mikla reynslu og getur spilað á mörgum stöðum á vellinum.

    @_pauljoyce

    • Ari S skrifar:

      Everton borgar 8 milljónir punda fyrir leikmanninn.

      • Diddi skrifar:

        hörmulegt, var að vonast eftir að orðum fylgdu efndir. Höfum nákvæmlega ekkert að gera með þennan leikmann.

        • Ari S skrifar:

          Hann styrkir hópinn.

        • Ingvar Bæringsson skrifar:

          Algjörlega sammála þér Diddi. Við höfum ekkert að gera með ofmetinn meiðslapésa sem er að komast á seinni hluta ferils síns.
          Þar fyrir utan vil ég ekki breska leikmenn, þeir eru yfirleitt of dýrir og ofmetnir.

          • Diddi skrifar:

            nákvæmlega Ingvar, hvaða djöfuls metnaðarleysi er þetta. Og Ari S, við þurfum að styrkja hópinn með mönnum sem gera mennina sem eru fyrir að leikmönnum sem þurfa að berjast fyrir sæti sínu. Við eigum nógu marga „Fabiana“ fyrir. Og greinilega ekki bara mín skoðun. Þessi aumingi er búinn að leika rúmlega 220 leiki á ferlinum sem spannar 13 ár og það segir allt um hann. Peningum sem er verið að eyða í svona vitleysu er alveg eins hægt að sturta niður um klósettið að mínu mati 🙂

          • Ari S skrifar:

            Já Ingvar Delph er alltof dýr, satt segir þú.

  22. Ari S skrifar:

    Þá er mjög líklegt að Lookman verði seldur til Leipzig á 22.5 miljónir punda um helgina. Allt að gerast.

    • Orri skrifar:

      Þetta gerist heldur hægt fyrir minn smekk.

      • Ari S skrifar:

        Ég man þegar Martinez keypti þrjá leikmenn á tveimur dögum snemma í júlí 2013 og mér fannst það svo flott. Að vera búinn að versla svona snemma… Þetta voru:

        Arouna Kone
        Antolin Alcaraz
        Joel Robles

        Allt saman ágætis leikmenn en gerðu ekki mikið fyrir félagið. Í framhaldi af þessari upprifjun þá sjáum við að ekkert endilega betra aðkaupa fljót…góðir hlutir gerast hægt Orri minn. Kv. Ari S.

    • Ari S skrifar:

      Kaupverðið á Lookman er víst komið upp í 25 milljónir punda. Vel gert Brands…! (samkvæmt SKy)

  23. Ari G skrifar:

    Algjörlega sammála að Everton hefur ekkert að gera við Delph. Erum með nóg af miðjumönnum héld að Schneiderlin sé betri en Delph. Óskiljanleg kaup nema Everton ætli að selja bæði Scheiderlin og MaCarthy. Hvað finnst mönnum um Diego Costa vill hann helst ekki nema í neyð gera stuttan samning við hann til reynslu t.d. til áramóta alls ekki lengur. Ég er spenntastur fyrir Kean vill taka sjensinn og Pepe eða Malcom ég er ekki dómbær hvor sé betri veðja á Pepe en hann kostar meira vill frekar fáa með mikil gæði. Við erum allir sammála um að kaupa Zouna ef hann klikkar þá einhvern annan með mikil gæði. Lukaku vill spila í meistaradeildinni svo hann er ekki inní í myndinni nema það sé hægt að gera 1 árs lánssamning við Utd og þá getum við gleymt Costa alveg yrði frábær kostur.

  24. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Vil ekki sjá Costa, hann er óheiðarlegur vandræðagemlingur sem er þar að auki útbrunninn.
    Hann spilaði 14 leiki fyrir Atletico á síðasta tímabili og skoraði tvö mörk, átti tvær stoðsendingar, fekk fjögur gul spjöld og eitt rautt.
    Lukaku vil ég heldur ekki sjá. Sú auma eiturnaðra hefur ekkert til Everton að gera og ef svo ólíklega vildi til að hann kæmi aftur, þá væri hann strax við fyrsta tækifæri farinn að tala um að fara í stærra lið.
    Ég vona að Zouma verði orðinn leikmaður Everton þegar tímabilið byrjar og Kean og Pepe eru spennandi leikmenn en ég held að þeir fari annað ef þeir fara eitthvað.

  25. Ari S skrifar:

    Allra nýjasta nýtt er að Antonee Robinson er að fara til Wigan á 2 milljónir punda. Ekki lán. Þið lásuð það fyrst hér.

  26. Ari S skrifar:

    Muhamed Bešić er að fara til Fulham á 5 milljónir punda. Ekki lán. Þið lásuð það fyrst hér.

  27. Finnur skrifar:

    Kaupin á Delph: Staðfest.

    • Gestur skrifar:

      Enn ein afæta og uppgjafa-leikmaður keyptur til Everton. Get ekki séð að þessi sé að styrkja hópinn. Við viljum toppklassa leikmenn, takk fyrir.

      • Georg skrifar:

        Þetta er leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum, kemur með reynslu og gæði inn í liðið. Ég er sammála að við þurfum nú að kaupa leikmenn sem eru í hærri klassa en við þurfum samt líka að hafa meiri breidd af gæða leikmönnum. Þetta er enginn peningur í dag fyrir 29 ára leikmann með hans reynslu og gæði. Hann á að eiga alveg 3-4 góð ár eftir, svo ég held að þetta sé bara mjög góð kaup. Það má búast við því að það séu leikmenn að fara frá okkur og því þurfum við að hafa breidd.

        Finnst líkegt að við eigum eftir að sjá einhvern alvöru farmherja koma til okkar í glugganum. Svo má búast við því að við munum kaupa miðvörð, hvort það verði Zouma eða einhver annar þarf að ráðast. Holgate er kominn aftur til baka úr láni og ætti að geta verið miðvörður 3-4 í liðinu. Svo þarf að skoða líka hægri bakvörð til að keppast við Coleman, Kanny er farinn á lán.
        Ef við seljum Lookman þá má búast við að við sjáum annan kantmann inn, Malcom væri flottur þar.

        Við eigum klárlega eftir að sjá mikið gerast á næstu dögum hjá okkar mönnum.

  28. Ari G skrifar:

    Hef séð í slúðrinu að Everton séu hættir að spá í Pepe finnst hann of dýr. Skil þetta ekki hvernig ætlar Everton að komast á topp 6 ef þeir vilja ekki borga meira en 40 millur til að fá alvöru leikmenn. Ég er viss um ef Everton kaupir Pepe og Kean þótt þeir kosti 100 millur+ og fái Zouma eða einhvern annan með svipuð gæði. Svo með Paris þeir eru með frábæran Belgíumann hægri vængmann væri viðunandi skipti á honum og Gana ef hann vill fara og Everton komnir með Delph til að fylla skarðið þótt auðvitað væri best að halda Gana og selja þá Scheiderlin og MaCarthy í staðinn þá væri ég viss um að Everton mundi ná lágmark 65 stig+ ef þeir sleppa við meiðsli.

  29. Georg skrifar:

    Bæði Sky og BBC voru að greina frá því að Everton sé búið að samþykkja £22.5m tilboð RB Leipzig í Lookman. Væri til í að sjá okkur kaupa Malcom í staðinn

    https://www.skysports.com/football/news/11671/11764511/ademola-lookman-rb-leipzig-agree-deal-for-everton-youngster

  30. Gestur skrifar:

    Delph getur leyst margar stöður en átti ekki að nota ungu leikmennina í það. Hvenær á að gefa þeim tækifæri ef það eru endalaust verslaðir miðlungs leikmenn inn í félagið. Ungu leikmennirnir eru farnir að missa þolimæðina á að bíða og eru að fara í hrönnum frá Everton.

    • Georg skrifar:

      Hvaða ungi leikmaður er tilbúinn til að koma inn í liðið á miðjuna með sömu eða meiri gæði en Delph? Ef við ætlum að reyna komast í topp 6 þá þarf breidd. Ég hef alltaf gaman að sjá unga leikmenn koma úr unglingastarfinu og komast í liðið. T.d. Davies hefur komið þarna inn en að mínu mati staðnað mikið á síðustu 2 leiktíðum og þarf að stíga upp ef hann ætlar að eiga framtíð með liðinu

      Hér er smá tölfræði af þessum ,,miðlungsleikmanni“:

      Fabian Delph vs. miðjumenn í úrvalsdeildinni, tekið mið af síðustu 3 leiktíðum:
      Sendingar í hverjum leik (e. Passes per game) 84,7, 2. sæti yfir alla miðjumenn
      Heppnaðar sendingar (e. Passing accuracy) 92,6%, 1 sæti yfir alla miðjumenn
      Heppnaðar sendingar á vallarhelmingi andstæðings (e. Passing accuracy in opp. half) 91,7%, 1. sæti yfir alla miðjumenn.

      Eins og ég segi þá þurfum við klárlega að styrkja margar stöður en að fá hann á þennan pening er bara mjög flott. Það er verið að hrista upp í hópum og eigum við eftir að sjá fleiri squad leikmenn selda eða lánaða.

      Fyrir mér er forgangurinn á kaupum, 1. framerji, 2. miðvörður, 3. hægri bakvörður, svo ef Lookman fer sem lítur út fyrir þá vill ég sjá annan kantmann og óskin væri þá Malcom.

      • Diddi skrifar:

        maður klórar sér bara í hausnum, þvílíkur leikmaður, VÁ!!! af hverju er City að láta frá sér svona snilling. Í þínum augum Georg minn þá breytast miðlungsleikmenn alltaf í meistaradeildarleikmenn um leið og þeir klæðast bláu peysunni okkar góðu 🙁 Og það er bara fínt 🙂

        • Finnur skrifar:

          Hjá sumum er glasið alltaf hálftómt. Það er bara eins og fólk er. Þegar Everton keypti leikmann frá Barcelona í fyrra þá sagði ónefndur maður…

          „ég míg ekkert á mig, PSG 33 leikir á 2 árum, Roma 33 leiki og Barsa 29 á tveimur, voru ekki allir í heiminum að berjast um þennan leikmann ? Fyrirgefðu Finnur“

          Og hver var leikmaðurinn sem um ræðir?

          Líklega besti leikmaður Everton á síðasta tímabili… Lucas Digne.
          https://royalbluemersey.sbnation.com/2019/5/14/18623345/everton-player-of-the-season-the-dixies-lucas-digne-idrissa-gueye-richarlison-david-unsworth

          Þetta City lið er einfaldlega heimsklassa lið, eins og þeir spiluðu á síðasta tímabili, og með nógu stóran og sterkan hóp til að *ekki bara gera atlögu að* heldur vinna: ensku deildina, báðar ensku bikarkeppnirnar, góðgerðarskjöldinn og voru að auki mjög óheppnir að detta út úr Meistaradeildinni á síðari stigum. Margir leikmenn á jaðrinum í toppklúbbum Evrópu, sbr. Barcelona, geta gengið í flest lið annars staðar. Það á líka við um City.

          Ekkert að því að prófa Delph enda þykja 9M punda ekki há upphæð í dag.

        • Georg skrifar:

          Diddi láttu ekki svona. Ég var ekki að segja hann besta miðjumann í heimi. Var að benda á að fyrir þetta verð væri þetta mjög góð kaup og eykur breiddin í hópnum. Hann er ekki í byrjunarliðinu að mínu mati. Gana og Gomes eru á undan. Ég var að benda á að við þurfum breidd í liðið. Spilar ekki alla leiki á sömu leikmönnum. Svo fannst mér þetta áhugaverð tölfræði sem ég deildi hér inn.

          Ótrúlegt hvað menn nenna að snúa út úr, vera með leiðindi og ómálefnalegir. Lesa einhverja þvælu út úr því sem maður skrifar…..

          • Diddi skrifar:

            Georg, ég vissi alveg að þú værir maður til að svara þessu og þyrftir enga varðhunda 🙂 Finnur, ég dæmdi Digne ekkert til dauða enda þekkti ég hann ekki, hef hinsvegar fylgst með Delph og hann er í ruslflokki hjá mér. Fyrst þú ert að fletta uppá gömlum umsögnum þá væri gaman að vita hvort þú fynnir umsagnir þessa ónefnda manns um Lookman og Bolasie t.d. og einnig umsögn nefnds Finns um Aiden Mcgeady 🙂

          • Diddi skrifar:

            takk líka Finnur að segja okkur þetta um City, eitthvað sem enginn hérna inni var búinn að taka eftir 🙂

          • Ari S skrifar:

            Diddi, vertu góður…

            Annars er það nýjasta að Brands ætlar að fá til sín gamlan kunningja frá PSV árunum, Santiago Arias.

            AriS…….AriaS

        • Finnur skrifar:

          > Fyrst þú ert að fletta uppá gömlum umsögnum þá væri gaman að vita hvort þú fynnir
          > umsagnir þessa ónefnda manns um Lookman og Bolasie t.d. og einnig umsögn nefnds
          > Finns um Aiden Mcgeady :

          Ég sé ekkert í fréttinni um McGeady sem ekki er unnið beint upp úr staðreyndum sem hver sem er getur flett upp.
          http://everton.is/2014/01/11/aiden-mcgeady-keyptur/

          Ég hef jafnframt takmarkaðan tíma til að grúska í kommentakerfinu til að leita að tilvitnunum fyrir þig. En ef þú vilt sannfæra okkur um að þú hafir hæfileika til að spá fyrir um og leiða okkur í allan sannleikann um það nákvæmlega hvaða leikmönnum kemur til með að reiða af hjá okkar liði, áður en þeir hafa spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið, þá þarf meira en að handvelja tvo leikmenn — Lookman (sem fékk ekki tækifæri hjá stjóra sem enginn vildi fá til félagsins) og Bolasie sem lenti í afar erfiðum meiðslum (sem oft enda feril knattspyrnumanna og enginn hefði getað séð fyrir).

          > takk líka Finnur að segja okkur þetta um City, eitthvað sem enginn hérna inni var búinn
          > að taka eftir

          Ég nefndi þetta af því að mér hefur alltaf fundist það athyglisvert hvað menn eru fljótir að snúa nefinu upp í loft í einhverri heilagri vandlætingu þegar Everton býðst að kaupa menn á jaðrinum í liðum sem teljast ein sterkustu lið í heimi (Barcelona og nýlega City til dæmis). Það eru ekki bara leikmenn í „ruslflokki“ sem er haldið utan byrjunarliðs af heimsklassaleikmönnum. Digne er gott dæmi um leikmann sem kannski náði ekki að festa sig í sessi hjá PSG, Roma og Barcelona en það efast enginn um hæfileika hans núna.

          Sumir leikmenn blómstra í nýju umhverfi, í nýjum leikmannahópi eða undir nýjum stjóra. Eigum við ekki að gefa Delph séns til að sýna hvað hann getur, líkt og Digne (og Richarlison og Gomes) áður en við setjum hann í ruslflokkinn? Þess utan er ekki eins og við höfum val — það er þegar búið að kaupa leikmanninn og ég styð og óska öllum leikmönnum Everton velfarnarðar.

          Við hljótum öll hér að vera sammála um það, ekki satt?

          • Diddi skrifar:

            Phil Neville er allavega undantekning frá þeirri reglu hvað mig varðar

          • Ari S skrifar:

            Ég skal taka það að mér að minna þá í neikvæða klúbbnum (Didda og Ingvar) á ummælin þegar við erum í efsta sæti í haust og Delph búinn að standa sig frábærlega vel í byrjun. (Gana verður ekki kominn í stuð fyrr en um miðjan sept)

            Diddi segir:

            „hörmulegt, var að vonast eftir að orðum fylgdu efndir. Höfum nákvæmlega ekkert að gera með þennan leikmann.“

            Ingvar segir:

            „Algjörlega sammála þér Diddi. Við höfum ekkert að gera með ofmetinn meiðslapésa sem er að komast á seinni hluta ferils síns.
            Þar fyrir utan vil ég ekki breska leikmenn, þeir eru yfirleitt of dýrir og ofmetnir.“

          • Finnur skrifar:

            Bara svo því sé haldið til haga þá hef ég reyndar verið sammála Ingvari hér að mestu leyti undanfarið. Það veit enginn hvernig Delph kemur til með að standa sig — kannski meiðist hann illa í sínum fyrsta leik og spilar aldrei aftur eða skorar sigurmarkið í úrslitaleik FA bikarsins. Who knows? Líklega verður þetta einhvers staðar þar á milli.

          • Diddi skrifar:

            Eða Barton eða Wise

        • Georg skrifar:

          Gareth Barry kom frá City 32. ára. Þá var hann inn og út úr City liðinu, ekki reyndust það slæm kaup hjá okkur (fyrst lán 2013-2014 og svo kaup). Just saying!!!

          • Diddi skrifar:

            við vitum heldur ekki hvernig okkur hefði farnast ef við hefðum ekki keypt Barry heldur yngri mann með meiri hraða og drifkraft. just saying!!

          • Georg skrifar:

            Rétt Diddi hefðum átt að kaupa Iniesta eða Xavi

          • Diddi skrifar:

            Eða Barton eða Wise

  31. Orri skrifar:

    Sæll Finnur.Ėg var lengi vel að vona að eigendur Everton ætluðu að gera liðið að heimsklassa liði líkt og eigendur Man city hafa gert,en ėg held að það gerist ekki með leikmőnnum sem heimsklassa liðið Man city hefur ekki not fyrir.Ėg vill sjá meiri metnað í leikmanna kaupum.

    • Finnur skrifar:

      Það gerist heldur ekki í einum félagaskiptaglugga. En leikmenn sem unnu enska meistaratitilinn (í annað skipti í röð), FA bikarinn, deildarbikarinn og góðgerðarskjöldinn eru væntanlega ágætis stökkpallur í það, ekki satt?

      • Orri skrifar:

        Sæll aftur Finnur.það gengur bara inn ī minn heimska haus liðið er að losa sig við heimsklassa leikmanna hver ástæðan spyr sá sem ekki veit.

        • Elvar Birgisson skrifar:

          Orri, ástæðan er sú að hann átti bara 1 ár eftir hjá City, amk ein af ástæðunum. Aðdáendur City (Las á spjallinu þeirra) eru margir hverjir hissa á að hafa ekki fengið 20-25 m punda fyrir.
          Held að 8-10 milljónir fyrir Delph sé risk worth taking.
          Tel hann styrkja hópinn okkar eins og staðan er í dag þó hann verði ekki kannski alltaf fyrsta val en hann gæti komið mörgum á óvart.

        • Finnur skrifar:

          Hvaðan koma þessar sögusagnir um að City hafi ekki haft not fyrir Delph? Ég veit ekki betur en að hafa lesið fréttir þar sem City sögðu Everton að láta leikmanninn vera og að þar á bæ væri verið að skoða að láta samning hans renna út frekar en að selja hann (til að missa hann ekki á þessu tímabili).

          https://metro.co.uk/2019/07/09/manchester-city-keen-to-keep-fabian-delph-amid-interest-from-everton-10138657/

  32. Orri skrifar:

    Ätti að vera gengur ekki inn í minn heimska haus.

  33. Ari G skrifar:

    Ég tel Delph ekki heimsklassakaup en hann verður kannski flott varaskeifa fyrir Gana og Comes. Auðvitað er Delph góður leikmaður en ég vill samt að Everton sýni meiri metnað og taki sjensa og kaupi framtíðarsnillinga ekki t.d. Króatann hjá Juventus guð hjálpi okkur ef hann verður keyptur var góður leikmaður en grófur og búinn með sín bestu ár. Vill að Everton byggi frekar upp á ungum leikmönnum til að vera varaskeifur fyrir bestu leikmennina okkar. Allavega hefði ég ekki keypti Delph ef ég fengi að ráða en samt örugglega þokkalega kaup en hann gerir liðið ekki betra samt.

  34. Finnur skrifar:

    Bara svona smá hugleiðing í lokin…

    Þegar kemur að leikmannakaupum hugsa ansi margir stuðningsmenn fyrst og fremst (og í sumum tilfellum eingöngu) um þessi 11 sæti sem eru í boði á leikdegi. En í raun snýst þetta um að fá amk. tvo sterka leikmenn til að keppa um þær stöður sem í boði eru (og vera backup vegna meiðsla). Þetta er auk þess ansi oft spurning um fjárhagslega burði. Peningar vaxa ekki á trjánum (nema að því er virðist hjá sumum liðum) þannig að stundum þarf að stoppa í götin (spara peninga) í einni stöðu til að geta fjármagnað kaup á leikmönnum í öðrum stöðum. Það eru margir leikmenn á launaskrá sem þarf að losna við og þörf á sóknarmanni (sem á eftir að kosta sitt).

    • Gestur skrifar:

      Þarna ertu alveg að lýsa hvernig leikmanna-kaup Everton hafa verið um langan tíma , alltaf verið að eiða peningum í varaskífur sem eru mjög dýrar.

    • Diddi skrifar:

      Það eru ekki allir hálfvitar hérna Finnur

  35. Ari G skrifar:

    Svo ég er ekki misskilinn þá vill ég kaupa leikmenn sem eru betri en þeir sem eru fyrir hjá Everton ekki varaskeifur. Við eigum að nota ungu leikmennina eða þá leikmenn sem eru fyrir sem varaskeifur. Delph er ekki ódýr er með 120000 pund á viku hef ég heyrt sem er þá ca 26-28 millur með öllu. Nuna vill ég sjá alvöru metnað kaupa alvöru leikmenn sem eru ungir með mikla hæfileika ekki einhverja gamla jaxla erum með nóg af þeim fyrir. Núna þarf Everton að opna pudduna upp á gátt og taka sjensa og kaupa væntanlega snillinga.

    • Orri skrifar:

      Sæll Ari G.þarna er ėg sammála nota ungu leikmennina sem varaskeifur og til þess að koma liðinu á toppinn þá skal kaupa heimsklassa leikmenn ekki miðlunar eða útbrunna.

  36. Ari S skrifar:

    Eftir að hafa lesið þennann þráð þrisvar sinnum þá sé ég að við erum öll/allir sammála um eitt. Það þarf að styrkja hópinn. Ég las líka grein þar sem kemur fram að Silva segir að Delph getur spilað sömu stöðu og Gana Gueye og leyst hann af. En Silva segir jafnframt að Delph sé ekki keyptur í staðinn fyrir Gana Gueye og ef að Gana verður seldur þá mun annar leikmaður verða keyptur í staðinn. Hérna fylgir linkur með. Kær kveðja, Ari.

    https://royalbluemersey.sbnation.com/2019/7/18/20698837/everton-transfer-update-idrissa-gueye-marco-silva-fabian-delph-replacement-midfielder-news-latest

  37. Finnur skrifar:

    Mér þætti mjög fróðlegt að vita hvaða væntingar menn hafa til leikmannakaupa Everton þessa stundina. Mig langar því að biðja fólk hér um að giska á hversu há fjárútlátin verða þegar allur glugginn (í heild sinni) frá opnun verður gerður upp í lok gluggans. Nefni bara sem kreisí dæmi… ef Everton myndi bara kaupa einn leikmann í öllum glugganum á 10M punda og selja ekki nema einn leikmann fyrir 5M punda, þá hefur liðið eytt 5M punda í að styrkja liðið. Látum alveg liggja milli hluta hvort við teljum að leikmaðurinn komi til með að styrkja liðið eða ekki.

    Hver er þín tala?

    • Finnur skrifar:

      (og til einföldunar skulum við hunsa lánssamninga og kostnað þeim tengdum)

    • Finnur skrifar:

      Ég get líka byrjað, ef þið viljið… Ég ælta að skjóta á 85M punda.

  38. Ari G skrifar:

    Ég ætla að vera bjartsýnn spái að Everton eyði 120 milljón punda. Kaupi fyrir ca 160 millur og selji fyrir 40 millur. Spái að við kaupum einn sóknarmann 40-50 millur. Hægri vængmann ca 50-60 millur. Spái að Everton skipti á Gana og Belgíska hægri bakverðinum á sléttu ca fái 10 millur á milli við Paris. Þá er eftir að kaupa einn miðherja á 30-50 millur og svo einn mann í viðbót og málið dautt.

  39. Ari G skrifar:

    Misreiknaði mig. Seljum fyrir 60 millur og kaupum þá fyrir 180 millur.

  40. Ari S skrifar:

    Góðan daginn allir/öll,

    Nýjasta slúðrið er að Kurt Zouma hefur beið um að verða settur á sölu hjá Chelsea. Það hefur komið fram hjá The Daily Star og The Daily Express.

    Ennþá hálfgert slúður en samt eitthvað til í því þegar tvö af slúðurblöðunum eru kominn með það fram. Þetta þýðir bara eitt fyrir Everton, Zouma er á leiðinni til okkar.

    Væntanlega þurfum við að borga vel fyrir hann en að mínu mati þá má hann kosta þessi leikmaður, hann er það góður.

    Vann sér sæti í liði heimsmeistara Frakka þegar hann lék með Everton og það er skiljanlegt að hann vilji vera áfram hjá okkur. Vonum það besta.

    Kær kveðja, Ari

  41. Gestur skrifar:

    Ég held að það þurfi að minnsta kosti 150m punda til að reyna að lyfta félaginu á hærra plan. Síðusta ár var þetta 71m og árið á undan var það 77m og 16/17 25m punda og hvað hefur það skilað okkur, jú sjötta sæti. Þannig að það verður að spíta í lófanna ef Everton ætlað að berjast um fjögur efstu sætin eins og eigandanum langar til.

  42. Georg skrifar:

    Skysports greinir frá því í dag að Everton muni hefja viðræður í vikunni við Crystal Palace um möguleg kaup á Zaha. Áhugavert ef rétt reynist.

  43. Georg skrifar:

    Skysports var að greina frá því að Everton hafi samþykkt 28m punda tilboð PSG í Gana

  44. Georg skrifar:

    Salan á Lookman er staðfest. Nú bíður maður spenntur eftir hverjir munu koma inn á næstu dögum

  45. Georg skrifar:

    Skysports greinir frá því í dag að Everton sé að leggja inn 60m pund tilboð + leikmann fyrir Wilfried Zaha

  46. Ari G skrifar:

    Voðalega gengur þetta hægt að fá inn nýja leikmenn. Ekki gott að slúðurblöðin segja frá hvað Everton eru að gera í sambandi við leikmannakaup. Finnst að Everton eigi að setja hámark 60 millur fyrir Zaha þótt ég tel kaupin á Malcom og Pepe séu mun betri kostur. Svo vill ég að Everton bjóði 40 millur strax í Zouma svo það sé hægt að klára óvissuna með hann og fá svar Chelsea strax svo Everton geti leitað annað. Er mjög ósáttur með söluna á Gana heði viljað fá Mounier Belgan fínn kostur fyrir hægri bakverðastöðuna þá gæti Coleman spilað líka sem hægri vængmaður til að nota stundum báða í einu.

    • Finnur skrifar:

      Ég held að svarið varðandi Zouma sé þegar komið, því miður. Auk þess seldu Chelsea nýlega bæði Hazard og Morata fyrir háar upphæðir (ca 150M punda samtals, ef ég man rétt) og hafa því fullt af pening á lausu til að eyða, en geta hins vegar ekkert keypt í augnablikinu. Held því að 40M punda skipti þá litlu.

  47. Ari S skrifar:

    Sæll Ari G… (kæri nafni)

    „Ekki gott að slúðurblöðin segja frá hvað Everton eru að gera í sambandi við leikmannakaup.“

    Þetta er frábær setning og eiginlega akkúrat það sem gerist alltaf í þessum blessuðu gluggum“ Slúðurblöðin segja frá og við lesum. Það er nú þannig (nú er ég ekki að kenna ykkur heldur að segja ykkur hvernig MÉR finnst þetta vera) að við ráðum hverju við trúum því að helmingurinn sem að slúður blöðin eru með er rangur og helmingur réttur (eða svona næstum því. Þess vegna er þetta kallað slúður. Þetta er alls ekkert illa meint frá mér til þín kæri nafni.

    En ég vona að við fáum einhvern af þessum leikmönnum. Þá er ég helst með í huga að við fáum Moise Kean, ég er spenntastur fyrir honum fyrir honum af þeim sem hafa verið nefndir. Og þá vil ég abbsalútt EKKI hafa buy back clause eða hvað það kallast. Mér þykir það gjörsamlega fáránlegt svo ekki sé meira sagt! (eða minna).

    Við fengum að kenna á því með Gerard Deulofeu. Fengum hann lánaðann, hann stóð sig vel við keyptum hann og hann hélt áfram að standa sig vel. En þá keypti Barcelona til baka og „misnotaði“ hann í annað sinn! FÁRÁNLEGT! Síðan er ég svolítið efins því að ég veit svo lítið um þessa leikmenn en þeir eru náttúrlega örugglega alveg fínir leikmenn og góðir á vellinum. (Neres, Malcom, Pepe).

    Athyglisverðar fréttir í vikunni var þessi yndislegi, glæsilegi, fallegi og flotti völlur (sem er ennþá á teikniborði hjá Dan Meis) var gerður opin ber í vikunni. Ég legg til að Finnur og formaðurinn (Halli) fari í það að tryggja okkur miða á fyrsta leikinn á nýja vellinum eftir 4 ár. Að heimsækja þennann völl er á toppi todo listans hjá mér það sem ég á eftir að gera áður en ég fer 😉 Hvernig finnst ykkur nýji völlurinn? Finnur, í málið 🙂 (smá jók í þessu en samt ekki)

    SAMT… eru aðrar athyglisverðar fréttir frá Everton í vikunni en Keith Harris og Jon Woods fóru úr stjórninni eftir að hafa verið í mörg ár og það fyrsta sem mér datt í hug var hvort að Usmanov væri á leiðinni í stjórnina (með peninga) en það myndi þýða mikla epninga fyrir félagið. Það er akkúrat eitthvað sem má ekki gerast alveg strax (held ég) því að EF að þetta er þannig þá munu vntanlegir seljendur hækka verð leikmanna til Everton svo um munar. Þið verðið að hafa það í huga að þetta eru bara mínar pælingar í mínum haus… kannski ekkert merkilegt… 🙂

    kær kveðja, Ari S.

    ps. Diddi þetta lag er til þín…

    https://www.youtube.com/watch?v=Z9EbR0ckb40

    • Ari S skrifar:

      Þess má geta að Bryan Ferry var góðvinur Howard Kendall ef þið ekki vissuð það 🙂

    • Eirikur Sigurðsson skrifar:

      Ég er game í fyrsta leik á nýjum velli. 🙂

  48. Ari G skrifar:

    Nafni auðvitað veit ég alveg að allt sem sé sagt í slúðrinu er ekki allt rétt. Þetta bara pirrar mig að Everton virðist oft vera skrefinu á eftir stærstu liðunum að fá bestu leikmennina. Vonandi tekst Everton að snúa á hin liðin og fá bestu leikmennina innan skynsamlegra marka. Kannski endar kaupin á Delph snilldarkaup fyrst Gana verður seldur kemur í ljós. Ég ætla að biðja til guðs og óska eftir að gæfan verði Everton liðholl bestu daga og að Everton takist að gera snilldarkaup á næstunni.

    • Ari S skrifar:

      Sammála þessu (með að vera skrefinu á eftir) en þetta er að breytast, held ég. Svo finnst mér stundum eins og þeir sem að skrifa (fjölmiðlarnir) haldi MEÐ þeim liðum sem við erum að keppa við um leikmenn. En það er örugglega bara í mínum haus… 😉 Já biðjum til guðs og vonum það besta.

      ps. nýjasta sem ég var aðlesa er að James McCarthy og Cenk tosun fara til Crystal Palace í skiptum fyrir Wilfred Zaha + pening. Ekki slæmur business þar… 🙂

  49. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Sky var að segja frá því að Everton hefði boðið 55 milljónir punda í Zaha. Ég segi fyrir mig að það er maður sem ég hef ekki áhuga á að fá til Everton. Að mínu mati er hann bara annar Bolasie og er auk þess búinn að fá séns hjá stóru félagi og floppaði.

    • Diddi skrifar:

      það var eins gott að þú skrifaðir þetta en ekki ég Ingvar minn. Ég hebbði verið tekinn af lífi 🙁 En mikið er ég sammála þér 🙂

      • Ari S skrifar:

        Það er búið að draga fréttina um seinna boðið (55 millur + Tosun/McCarthy) til baka, þið getið sofið rólega félagar. Everton neitar þessu alfarið. Þeir buðu 52 millur og fara ekki hærra segja þeir.

  50. Eirikur Sigurðsson skrifar:

    Sammál ykkur félögunum um það. Ekki góður kostur að mínu mati. Hann er ekki nían sem að okkur sárlega vantar. Varla erum við að fara að splæsa öðru eins í raunverulega níu,enn ef að svo er þá ok.

    • Finnur skrifar:

      Það sárvantar níu, en Zaha er ekki ætlað að fylla í þá stöðu. Zaha er hægrifótar kantmaður, ef mér skjátlast ekki — sú staða er yfirleitt númeruð 7 eða 11.

  51. GunniD skrifar:

    Það er
    einn Dani Alves á lausu. Vantar ekki svoleiðis?

    • Ari S skrifar:

      Akkúrat það sem ég var að hugsa um daginn, vildi ekki segja neinum það… en það vatnar ekki Brasilíutengslin.

  52. Ari G skrifar:

    Hræðilegt að Gana sé farinn og líka Lookman. Skil ekki þessar reglur með Nígeríu manninn Everton getur ekki notað hann fyrst hann hefur ekki spilað nógu marga landsleiki furðulegar reglur. Lýst vel á að reyna við Tomori besta leikmann Derby síðasta tímabil en ég efast samt um Lampart láti hann fara. Ætla að hætta að stressa mig á þessum slúðri ekkert í hendi fyrr en leikmaðurinn er kominn. Alveg sáttur með ef Everton kaupir ekki Zaha finnst hann of dýr og örugglega hægt að fá betri leikmann en hann á þessu okurverði. Flott hjá Everton að stoppa við 55 millur.

    • Diddi skrifar:

      Sakna Lookman ekki neitt en liðið þarf að taka þrjú risaskref fram á við því að mínu mati er salan á Gana alveg klárlega tvö skref afturábak.

      • Diddi skrifar:

        svo virðumst við vera að landa Kean frá Juve, 19 ára strikergutti sem virðist kunna að skora. Spurning hvort hann detti ekki beint inní aðalliðið?

        • Ari S skrifar:

          Og það besta er að það er talað um að hann muni aðeins kosta um 30 milljónir punda. Ekki buyback klás heldur muni Juve hafa „firstrefusal“ rétt ef að Everton selur Kean einhvern tímann. Þetta er frábært! Kær kveðja, Ari.S

        • Orri skrifar:

          Þetta er kannski að fara betur en maður þorði að vona með kaup ä leikmőnnum það verði ekki bara keypt bara til að kaupa eitthvert rusl sem aðrir vilja ekki.

  53. Georg skrifar:

    Jean-Philippe Gbamin orðinn leikmaður Everton. Skrifaði undir 5 ára samning. Það verður áhugavert að fylgjast með honum í vetur, en hann er hugsaður sem arftaki Gana.

    https://www.evertonfc.com/news/1299737/gbamin-signs-five-year-everton-deal

    Nú bíður maður eftir staðfestingu með Moise Kean

  54. Ari S skrifar:

    Ein skemmtileg staðreynd (núna er ég að hugsa upphátt) um Zaha. Það er talað um að Everton sé á eftir honum. Hann var síðasti leikmaðurinn sem að Sir Alex keypti áður en að hann hætti sem stjóri hjá MU.

  55. Georg skrifar:

    Mosie Kean orðinn leikmaður Everton. Ég er ótrúlega spenntur yfir þessum leikmanni. Einn efnilegasti framherji heims. Vel gert Everton. 5 ára samningur.

    https://www.evertonfc.com/news/1300376/everton-sign-striker-kean

  56. Einar Gunnar skrifar:

    Leikmannakaup félagsins hafa verið af allt öðrum kalíber í sumar, komnir leikmenn er eiga eftir að setja mark sitt á félagið. Hefði að vísu látið Gomez sigla sinn sjó, en svo getur vel verið að hann blómstri í vetur. Hef fulla trú á að Gylfi verði enn mikilvægari en áður, hann þarf að byrja tímabilið af krafti og mæta sterkur í landsleikjahrinuna, fyrir okkur öll.

  57. Diddi skrifar:

    Kean staðfest!!!!!

  58. Diddi skrifar:

    nú þegar manutd er við það að fá Harry Maguire þurfa þeir að losna við leikmenn og þá er auðvitað hringt í Everton til að sópa upp þeirra rusl. Leikmenn eins og Smalling, Rojo og Jones eru þeir sem um ræðir. Hafa ekki það sem þarf fyrir manutd en eru auðvitað frábærir hjá Everton enda jaðarmenn í stórkostlegu liði. Nei takk 🙂 er samt hræddur um að ef ekki tekst að landa Zouma þá verði einhver þessara í bláum búningi fyrir 10. ágúst

    • Ari S skrifar:

      Sæll diddi, ég var einmitt að leita að þessu á netinu (sá þetta er enga grein)… en er þetta ekki bara svona kjaftasaga kominn frá þeim sem eru enn fastir í gamla tímanum? Ég er sammála þessu við höfum ekkert við þessa gaura að gera. Við erum hættir að taka til hjá Manchester United. Síðustu dagar hjá okkar mönnum hafa sýnt það. Kær kveðja, Ari.

      • Diddi skrifar:

        ég vona að þú hafir rétt fyrir þér en trúi því þegar ég tek á því 🙂

        • Ari S skrifar:

          Brands er að koma öllum á óvart, líka þeim sem að skrifa um boltann og þykjast vita meira en þeir gera á stundum. Nefnilega þeir sem að vinna á Sky Sport News… bara mín skoðun… 🙂

    • Elvar Birgisson skrifar:

      Diddi, já ég sá þessa frétt einhversstaðar og vil engann þessara þriggja United manna en hef áhyggjur ef við bætum ekki við varnarmanni fyrir lok gluggans. #FreeZouma

    • Finnur skrifar:

      Kannski er það bara ég en er ekki full rausnarlegt að nota orðið ‘stórkostlegt’ um liðið sem endaði í 6. sæti, 30 og tveimur stigum frá toppnum?

  59. Diddi skrifar:

    þá er að koma til okkar franskur hægri bakvörður, Sidibe og það er snilld 🙂

    • Ari S skrifar:

      ég þekki hann ekki mikið enda er ég enginn sérfræðingur en mér þykir það mjög flott ef maður setur á sig eigandagleraugun og þykist eiga þessa peninga þá er talað um að Onyekuru fari til Monaco fyrir einhvern pening… ég veit ekki hvort þetta tengist en það væri fínt að fá Sidibe, hann er heimsmeistari skilst mér 🙂

      • Ari S skrifar:

        …….með það í huga að Sidibe er hjá Monaco og gæti komið í staðinn fyrir Onyekuru OG einhvern pening ætlaði ég að segja…

        • Ari S skrifar:

          Sidibe mun koma til okkar að láni með möguleika á að kaupa hann á 14 milljónir punda. Þetta er samkvæmt franska blaðinu L’equipe.

  60. Gunnþòr skrifar:

    Er zaha að koma inn aftur?

    • Diddi skrifar:

      segja að það sé búið að setja saman 100 milljóna pakka sem inniheldur, McCarthy+Tosun+65 millur 🙂

      • Ari S skrifar:

        Ég er farinn að halda að Usmanov sé með fjarstýringuna… sennilega allar fjarstýringarnar. Þetta er orðið svo ótrúlegt að ég segi eins og Ragnar Reykás… ma ma ma bara trúir þessu ekki. En svona ykkur að segja þá finnst mér Zaha frábær leikmaður og fyrir löngu búinn að sanna sig. Mér finnst verðið að sjálfsöbðu alltof hátt en miðað voð sölurnar á sumum leikmönnum og þessi frábæru kaup á Kean ásamt því að losna við 2 af launaskrá sem eru ekki að spila mikið, þá ætla ég að segja velkominn Zaha. En hvað varð um Neres, hvers vegna heyrðist ekki meira um hann. Og af hverju reynum vkð ekki að fá Everton í Everton. Held að hann spili sömu stöðu og Zaha?

        • Diddi skrifar:

          AriS, ef við fáum ekki Zouma þá spái ég að við nælum í einn af drulluþrenningunni hjá manutd, sennilegast þykir mér Rojo sem að mínu mati er hálfviti. Ég býð þér uppá veðmál, einn stór öl á Ölveri þegar við hittumst næst. Díll?

          • Ari S skrifar:

            Díll, ég segi Phil Jones.

          • Diddi skrifar:

            Veðmálið snýst um að þú sagðir að þrenningin kæmi ekki því við værum ekki lengur að losa mutd við rusl 👍

          • Ari S skrifar:

            Ég skildi þig alveg… bauð þér á móti ég segi það sama og þú.

            En ég býð þér upp á einn stóran öl sama hvernig þetta fer 🙂

            Við erum nú þegar með einn sem United hefur hafnað, Michel Keane og annar er á leiðinni sem þeir hafa hafnað, Wilfred Zaha.

            Ertu ekki búinn að vinna veðmálið fyrir fram? 😉

  61. Elvar Birgisson skrifar:

    Sýnist Everton ná í Djibril Sidibe en tel að Zaha og Doucoure komi ekki þrátt fyrir há tilboð Everton þar sem þeirra lið veikjast verulega við að missa þessa menn.
    Er samt viss um að Everton nái amk 2 mönnum inn fyrir lok gluggans.
    Sýnist þessi gluggi vera að koma fínt út fyrir Everton.

    • Ari S skrifar:

      Ég var að skoða Sidibe á youtube… eins mikið og það er að marka þá var hann mjög góður í fyrirgjöfunum og virðist vera fínn í að koma boltanum frá sér. Getur hlaupið upp kantinn og endað í sókn eins og Coleman. Það verður fínt (held ég) að láta þá tvo skiptast á í þessari stöðu og ef annar þeirra tekur stöðuna fyrir sig þá er það bara þannig. Mig grunar að það verði Djibril Sidibé en er að sjálfsögðu ekki viss 😉

  62. Ari S skrifar:

    Nýjasta nýtt er að Everton hefur tekið tilboði Crystal Palace í James McCarthy og mun verða gengið frá samningum á morgun.

    Eitthvað í gangi þarna á milli.

  63. Ari G skrifar:

    Lýst mjög vel að reyna við Ake ekki slæm meðmæli sem hann fær frá besta varnarmanni heims Dijk. Iwobi er algjört flopp kaup enda spilar hann langbest á vinstri kantinum. Lýst mjög vel á Lopes er hægri vængmaður kostar ca 25 millur plus Ake 60 millur þessir 2 kostar svipað og Zaha örugglega mun betri díll og leysir 2 stöður samtímis. Vonandi fer Everton ekki á taugum í restina eins og þeir hafa staðið sig frábærlega hingað til.

    • Ari S skrifar:

      Eru þessir tveir leikmenn orðaðir við Everton? Hvar sástu það nafni? Og fjandinn hafi það hver segir að Van Djik sé bestur? Hann er góður neita því ekki … 🙂

  64. Ari S skrifar:

    Nýjasta nýtt, Everton hefur boðið í Morgan Sanson miðjumann hjá Marseille. Svona eins og kallað er box to box miðjumaður. Veit ekkert um hann en virðist geta tæklað og sent góðar langar sendingar. Leikmaður sem að getur spilað á fleiri en einum stað á miðjunni. Getur m.a. leyst Gylfa af.

  65. Ari S skrifar:

    Sidibe kominn í búninginn (staðfest)

  66. Ari G skrifar:

    Nafni ég sá þetta í slúðrinu með Ake man ekki nákvæmlega hvar er alltaf á slúðrinu. Ég valdi ekki Dijk sem besta leikmann ensku en ég tel hann besta varnarmann heims allavega einn af 5 bestu þótt hann spili með Liverpool en Dijk er landi Ake og hann hrósar honum ítrekað sé ekki ástæðu að Dijk meini það ekki um Ake. Velkominn Sidibe.

    • Ari S skrifar:

      Ake er frábær leikmaður. Það þarf ekki að vitna í Virgil van Dijk til að segja það.

  67. Georg skrifar:

    Nokkuð ljóst að Zouma mun ekki koma þar sem David Luiz er á leið til Arsenal. Grunar að við komum með lokatilboð í Zaha. Mikilvægast finnst mér að ná miðverði í dag og svo kantmanni.

  68. Diddi skrifar:

    Alex Iwobi?? er mönnum ekki sjálfrátt?? já, já, hann er yngri en Walcott en með minni fótboltaheila þó hann sé ekki stór í Walcott. Ég hefði frekar hent þessum peningum en ég er hrikalega sáttur að við keyptum ekki Zaha, hann er ofmetinn og það á eftir að koma betur í ljós. Verst þykir mér að hafa ekki náð í almennilegan miðvörð en ef fer sem horfði á tímabili í dag þá er Rojo ekki varnarmaður sem hefur heillað mig 🙁

  69. Diddi skrifar:

    nú ligg ég á bæn og vona að pappírarnir um Iwobi týnist eða einhver kveiki í þeim 🙂

  70. Diddi skrifar:

    ef þetta endar svona þá er enn verið að gera stór mistök að mínu mati bara á öfugum enda við undanfarna glugga. Það að hafa ekki fengið miðvörð í glugganum nema Gbamin/Sidibe sem eiga að geta leikið þá stöðu þá er veikleikinn næstu mánuði klárlega þarna. Það virðist ekki vera á boðinu hjá stjórninni að ballancera liðið. Ef þeir kaupa góðan striker þá sleppa þeir vörninni 🙁

    • Ari S skrifar:

      Diddi þetta segir ekki neitt! Arsenal stuðningsmenn HVAÐ??? voru Arsenal að gera góða hluti í fyrra? … Uhhh NEI!

      😉

      ps. ég las náttúrulega bara fyrirsögnina og hún sagði mér ekki neitt…

      • Finnur skrifar:

        > Þetta segir mjög mikið

        Er það?

        Það er ekki mikið mál að safna saman nokkrum Twitter skoðunum og henda í „frétt“…
        http://everton.is/alex-iwobi-arsenal-menn-brjaladir-yfir-solu/

        • Ari S skrifar:

          No club came for Ozil, Mkhi, Nelson etc but Everton was ready to pay as much as 40M for Iwobi. That should tell you something. Arsenal fans are bitter, they don’t appreciate what they have but the world appreciates Iwobi. I am sad he is leaving but Arsenal fans don’t deserve him

          Þetta segir Arsenal aðdándi á twitter… ég skal þýða það fyrir ykkur:

          Ekkert félag reyndi að fá til sín Ösil, Mkhi, Nelson o.s frv… en Everton vildi borga sem nemur 40 milljónum punda fyrir Iwobi. Það eitt ætti að segja ykkur eitthvað. Arsenal aðdándur eru bitrir, þeir kunna ekki að meta það sem þeir hafa en heimurinn kann að meta Iwobi. Mér þykir leitt að hann sé að fara en Arsenal aðdáendur eiga hann ekki skilið

          Eftir að hafa lesið það sem kemur fram hérna fór ég að kynna mér málið á fleiri stöðum sé að Finnur hefur veirð að því líka…

          Allavega virðist Iwobi vera miklu, miklu miklu betri en ÉG hélt hann væri.

          Welcome to Everton Mr Iwobi.

  71. Ari G skrifar:

    Alveg sáttur með kaupin. Guð sé lof að Everton keypti ekki Rojo eða Zaha á okurverði. Ég er hissa á kaupin á Iwobi en hann er ungur og kannski á hann eftir að vera góður en kárlega ekki góð kaup. Núna þarf Everton að treysta á ungu leikmennina í vörnina. Erum með Keane- Mina- Gbamin-Gigson og Holgate í miðju varnarinnar. Eigum að treysta á ungu leikmennina ef ekki getum við alveg látið þá fara. Gef glugganum 7 af 10 í einkunn vantar einn miðjuvarnarmann með reynslu og góðan hægri vængmann. Ef Rojo hefði verið keyptur eða leigður hefði Everton látið Holgate fara sem er örugglega mun betri kostur en Rojo með alla meiðslasöguna sína en Everton létu Utd ekki kúga sig með okurverði 25 millur er steypuverð.

  72. Ari S skrifar:

    Þeir sem eru á móti kaupum á Iwobi vita ekki „rasssgat í bala“ um knattspyrnu. Að halda það að Arsenal stuðningsmenn (af öllum) viti meira um knattspyrnu heldur en Marcel Brands og Marco silva segir mér það um ykkur að þið vitið mjög lítið um fótbolta. en að sjálfsögðu megið þið og EIGIÐ að halda ykkar skoðunum fram. Það er ekki ennþá byrjað að ritskoða okkur hérna á klakanum. Og þetta er fótbolti. Ég gæti næstum því veðjað við ykkur um að Iwobi mun eiga að minnsta kosti eina ef ekki tvær stoðsendingar í sínum þremur fyrstu leikjum. Það er að segja ef hann kemst í liðið. Finnst ykkur Walcott kannski betri? eða Lookman, HA?

    Kær kveðja, The Real Ari

    • Ari S skrifar:

      Og það eru EKKI bara þið sem að eru á móti þessum kaupum, heldur alveg ótrúlega mikið a Everton vitleysingum í Englandi sem að þykjast vita meira um fótbolta heldur en Marcel Brands og Marco Silva…

  73. Ari S skrifar:

    „Alex was one of you main targets for this window. He is a direct and skilful winger who fits exzactly the profile og player I want in my model.“

    MARCO SILVA

    ps. kannski var aldrei ætlunin að kaupa Zaha heldur hugsanlega var Iwobi alltaf aðalmarkmiðið? Hver veit?

  74. Ari G skrifar:

    Kannski var ég of dómharður nafni með Iwobi en ég sagðist aldrei vera á móti að kaupa Iwobi. Hann er ennþá ungur og ég hef ennþá trú á honum. Allavega er gott að Silva lét ekki blekkjast með Zaha og Rojo með uppsprengdu verði. Ég tel kaupin á Iwobi 35 millur betri en að kaupa Zaha á 85 millur. Vill samt leyfa Iwobi sanna sig hjá Everton. Ég er sáttur með kaup Everton en auðvitað vill maður alltaf meira t.d. Ake þá hefði þetta verið næstum fullkomin sumarkaup. Ég hef haldið með Everton í næstum 50 ár svo ég tel mig hafa rétt á minni skoðun en ég tek samt alltaf við gagnrýni og auðvitað er gott að við séum ekki allir sammála.

  75. Ari S skrifar:

    Kæri nafni, gott og einlægt svar. Að sjálfsögðu eiga allir að hafa sína skoðun og koma henni á framfæri. Ég er sammála þér (svona eftirá að hyggja) að það er gott að félagið lét ekki blekkjast til að kaupa Zaha á 80 millur eða meira. Kaupin á Iwobi voru víst alltaf númer eitt í huga þeirra M&M. Við bara vissum það ekki. Og ekki vissu fjölmiðlarnir það heldur. Allra síst Sky grínistarnir.

    Mér þykir þessi gluggi frábær og það allra skemmtilegasta við þennann glugga er hversu lítið ég þekki þá leikenn se hafa komið til okkar í honum.

    Sidibe inn fyrir Kenny, Gbamin inn fyrir Gana, Iwobi inn fyrir Lookman og Kean inn fyrir Niasse. Ekki slæm skipti. Vont að fá ekki heimklassa miðvörð en við verðum að halda það út fram að áramótum og kannski verður keyptur heimklassamiðvörður í janúar? Kannski koma Gibson og Feeney inn og kannski verðum við bara alltaf í sókn og ekki mun reyna mikið á vörnina?

  76. Diddi skrifar:

    ca 25 milljónir útlagt nettó í leikmannakaup og þá á eftir að selja Morgan og Mirallas og Niasse og Tosun. Annars merkilegt að enginn vilji kaupa þá frábæru leikmenn og ekki einu sinni fá þá lánaða 🙂 Verðum hugsanlega á núlli eftir þennan glugga og það er flott því liðið er líklega eitthvað búið að styrkjast. En hvert fara þá Sky peningarnir? Í vasa Moshiri eða kannski í uppbyggingu nýja leikvallarins. Ég er þokkalega sáttur

    • Diddi skrifar:

      reyndar er Silva búinn að segja að hann ætli ekki að leyfa Morgan að fara í þessum glugga og ég er mjög ánægður með það 🙂

    • Finnur skrifar:

      Sky segir að Everton hafi verið í fimmta sæti yfir hæstu útgjöld sumarsins
      https://e1.365dm.com/19/08/master/skysports-transfer-graphic_4740036.png

      … og í fjórða sæti nettó:
      https://e1.365dm.com/19/08/master/skysports-graphic-transfers_4740247.png

      Skv. þeirra útreikningum eyddi Everton 58.5M punda nettó. Ekki innifalið í þessu eru kaupin á hægri bakverðinum eftir að láni lýkur (ef hann stendur sig). Erfitt að segja hvað það kemur til með að vera mikið, líklega 20-30M punda, sem fer væntanlega af budget-i næsta sumars.

      Ég spáði nokkuð snemma að Marcel Brands myndi fá um 85M punda nettó bugdet í leikmannakaup. Mér fannst lýsandi að Everton gerði lokatilboð í Zaha undir lokin: 70M plús leikmenn en keypti svo í staðinn Iwobi á 28M punda plús mögulegar bónusgreiðslur. Ef við gerum ráð fyrir að það fari upp í 35M punda þá standa eftir 35M punda sem voru ekki nýttar af þessu budgeti sumarsins.

      58.5M + 35M = 93.5M punda budget, sem er nokkuð nærri lagi því sem ég spáði (85m punda).

        • Diddi skrifar:

          spurningin var hvað mikið væri eytt nettó en ekki hvað væri hægt að eyða, þá er hægt að taka Zouma inn og fullt af mönnum sem var reynt að fá. Þú ert langt frá þessu hr. Besserwisser 🙂

          • Finnur skrifar:

            Það er athyglisverð þessi þörf (meðal vina) á að hnýta alltaf í menn í nánast hverju kommenti.

            Ég hef enga sérstaka innsýn inn í þetta ferli fram yfir aðra hér og vísaði í tölur frá þeim sem hafa það að atvinnu að fylgjast grannt með þessu (Sky Sports) og ræða beint við það fólk sem sér um þessa samninga. Það er ekki við mig að sakast ef tölurnar hjá þeim eru rangar. Og by the way, þá er kommentið um „Zouma og aðra leikmenn“ merki um að þú misskilur röksemdafærsluna hjá mér. En allt í lagi.

            Mér fannst á kommentunum hér á sínum tíma að menn væru í einhverjum alternate reality fjárhagslega hvað Everton varðar og teldu að félagið væri ekki bundið af t.d. transfer budget, tekjum vs. launakostnaði og financial fair play. Ég sagði 85M punda væri líklegt budget (nettó) og af tilboðunum á loka-(centi)metrunum (þeas. vildu Zaha á 70M, keyptu í staðinn Iwobi á 35M og töldu sig ekki hafa efni á Rojo) sýnist mér að það sem var eftir af budgetinu *eftir Iwobi* sé þá 35M punda… plús kannski eitthvað.

            Ef Everton eyddi bara 28M punda nettó þá áætla ég 28M+35M=63M punda nettó budget. 28M er samt einföldun þar sem það tekur pottþétt ekki til aukagreiðslna sem árangurstengdum greiðslum á tímabilinu, þannig að 63M punda budget eru alltaf neðri mörk. Ég held því að 85M punda sé ekkert mjög langt frá raunveruleikanum. Enginn var allavega nær í ágiskuninni…

            Mér fannst sorglegt hversu fáir voru tilbúnir að taka þátt í budget umræðunni — kannski af því að hún var drepinn í fæðingu þegar einhver fór að kalla fólk hér, sem hefði kannski tekið þátt, hálfvita. Hvaða dæmi var það? Það er svo afar sérkennilegt að maður sem þorði ekki að sýna spilin sitji núna eins og púkinn á fjósbitanum og kalli menn besserwissera. Þetta er ekki umræða á háu plani.

            Það hefði átt að vera öllum okkar stuðningsmönnum morgunljóst að það þurfti að skera niður í leikmannahópnum. Það var nauðsynlegt og þarf að skera niður enn frekar (Bolasie gott dæmi). Ég tel 16 leikmenn út og 7 inn sem skýrir af hverju nettó eyðslan verður ekkert sérlega há þegar upp er staðið.

            Og það er mjög jákvætt svo lengi sem þessi 25 manna hópur, sem Silva mun vinna með, styrkist milli glugga. Nú er búið að tryggja Everton krafta Gomes-ar, ná inn efnilegum framherja og fá aukna samkeppni í nokkrar stöður: markið, hægri bakvörðinn, kantinn og tvær stöður á miðjunni. Vissulega hefði verið gott að fá miðvörð líka, en það koma gluggar eftir þennan glugga. Mér finnst þetta alveg ásættanlegt fyrir ekki meira en 28M nettó. Þá er vonandi einhver peningur eftir fyrir janúargluggann.

          • Diddi skrifar:

            >Hjá sumum er glasið alltaf hálftómt. Það er bara eins og fólk er. Þegar Everton keypti leikmann frá Barcelona í fyrra þá sagði ónefndur maður…

            Ekkert verið að hnýta í einhvern þarna 🙂

          • Diddi skrifar:

            <Mig langar því að biðja fólk hér um að giska á hversu há fjárútlátin verða

            ekki verið að tala um budget þarna heldur hversu miklu verði eytt þegar upp verður staðið. Þýðir ekki að skipta alltaf um hest í miðri á ? Budgetið gæti alveg hafa verið 250 milljónir án þess að við höfum um það hugmynd 🙂

          • Diddi skrifar:

            jæja, með sölunni á Henry og peningunum sem við fengum fyrir Lukaku þá erum við komin í ca. 12 milljónir eyðslu nettó. Það er nú ekki mikið og við eigum eftir að fá eitthvað fyrir Tosun kannski og Bolasie þannig að þetta getur endað á sléttu.

  77. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég er ekki alveg nógu sáttur með þennan glugga.
    Ég hef áhyggjur af því að við fengum ekki miðvörð og finnst við vera frekar þunnskipaðir í þeirri stöðu með einungis tvo sem eru byrjunarliðsmenn. Holgate er kannski að fara að veita þeim einhverja samkeppni en ekki mikla, Feeney og Gibson eru ekki enn komnir á úrvalsdeildar level.
    Ég er hinsvegar alveg sáttur með önnur kaup gluggans fyrir utan kannski Delph, sem ég er ekkert spenntur fyrir og Iwobi, vil ekki að við séum að fjármagna önnur úrvalsdeildarfélög, sérstaklega ekki félög sem koma til með að vera í samkeppni við okkur um leikmenn.

  78. Gestur skrifar:

    Gary Cahill verður tekin inn

  79. Ari S skrifar:

    Og nú er Henry Onyekuru farinn til Monaco, held ég hafi lesið að Everton fengi tvöfalt meira en þeir keyptu hann á. Léttir á launakostnaði.