Aiden McGeady keyptur

Mynd: Everton FC.

Fyrir leikinn við Norwich kynnti Everton Aiden McGeady sem var þá nýbúinn að skrifa undir samning. Martinez hefur lengi verið orðaður við Aiden því hann reyndi að fá hann til liðs við sig á meðan hann (Martinez) stjórnaði Wigan en tókst það ekki fyrr en nú.

McGeady er 27 ára írskur landsliðsmaður, með víðtæka reynslu bæði á Bretlandseyjum sem og á alþjóðasviðinu og í meistaradeildinni. Hann byrjaði feril sinn hjá Celtic (eftir stutta viðveru með unglingaliði QPR) og var 6 ár þar í aðalliðinu. Hann skoraði mark eftir aðeins 17 mínútur í sínum fyrsta leik með Celtic og á sínum 6 árum þar var hann þrisvar valinn Young Player of the Year og vann fjóra deildarmeistaratitla, tvo deildarbikara og tvo skoska bikara. Hann var valinn Scotland’s Best Player árið 2008 og vann SPFA’s Players’ Player of the Year.

McGeady er kantmaður sem getur spilað báðum megin vallar en hann spilaði 252 leiki með Celtic og skoraði 37 mörk og átti 83 (!) stoðsendingar. Með öðrum orðum: Í öðrum hvorum leik átti hann annaðhvort stoðsendingu eða mark!

Aiden var seldur til Spartak Moskvu fyrir rétt tæplega 10M punda sumarið 2010 og skrifaði undir fjögurra ára samning þar en hann varð þá dýrasta útflutningsafurð skoskrar knattspyrnu frá upphafi. Hann spilaði 93 leiki þar á tæpum fjórum árum, skoraði 13 mörk og átti 29 stoðsendingar sem er nánast sama hlutfall og hjá Celtic (mark eða stoðsending í öðrum hvorum leik).

Kaupverðið var ekki gefið upp en var líklega ekki hátt þar sem hann hefði verið með lausan samning í sumar. Að öllum líkindum tók Everton yfir samning Aiden’s hjá Spartak, líkt og West Ham hefðu gert ef Heitinga hefði verið seldur. Upphaflega var samið um að hann kæmi til Everton í sumar en Martinez og félagar náðu að semja við Spartak um að hann kæmi fyrr. Martinez sagði við þetta tækifæri:  „He’s a perfect player for our style and the way we are as a football club. Aiden will fit in perfectly well and I think the timing couldn’t be better. I’m really, really excited and delighted to get him over.“

Hann bætti svo við: „I was delighted to have Aiden at the end of the season, but now it is a real boost to be able to work with him straight away. There is going to be a little adaptation period because he han’t played for five or six weeks, but hopefully that will give us some time with him“.

Fyrsta Everton viðtalið við Aiden er hér en hann sagði að þetta væri „dream move“. Hann sagði einnig í öðru viðtali: „I was close to joining the manager a year ago when he was at Wigan. He has obviously come here and proved a lot of people wrong. He plays football the right way and got a few good results along the way. I just want to play for a big club like this and I am relishing the challenge.“

Hér í lokin eru svo nokkur vídeó af Aiden „in action“…


Velkominn Aiden!

Hvað hafið þið að segja um kaupin?

16 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Svei mér þá… mér sýnist sem fætur hans hreyfist hraðar en fætur annarra leikmanna… 🙂

  2. Elvar Örn skrifar:

    Mjög mjög mjög mjög góð kaup tel ég og hentar Everton liðinu einstaklega vel eins og það er að spila undir stjórn Martinez.
    Framherja næst takk.

  3. Ari G skrifar:

    Frábært að fá hann vantar meiri breidd. Kannski er ég dómharður en ég væri alveg til að selja Naismith núna finnst hann ekki nógu góður enda vill ég að Everton komist uppá næsta stig. Pieneer er að dala aðeins vill samt hafa hann áfram allavega til 2015 og hann þarf meiri hvíld. Öll viðskipti Martinez hafa svínvirkað hingað til Kone meiddist hann getur ekkert gert að því. Ætli að Donovan komi þá nokkuð eftir þessi kaup efast um það. Þá bíður maður bara eftir næstu kaup Martinez enda er hann greinilega snillingur að versla leikmenn betri en Moyes samt gerði hann oft frábær kaup áður.

  4. Finnur skrifar:

    Get ekki séð að Donovan geti verið ofarlega á blaði núna…

  5. Diddi skrifar:

    Sammála Ara G um Naismith, algjör sleði, vantar hraða, en mér fannst þetta vera ein besta frammistaða sem ég hef séð til Pienaar í dag. Donovan er orðinn heldur fullorðinn núna held ég til að Martinez sé alvarlega að hugsa um hann, held að það hafi líka bara verið kjaftagangur 🙂

  6. Albert skrifar:

    Pienaar er orðinn of seinn fyrir úrvalsdeildina!

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ætla rétt að vona að við höfum ekki þurft að borga mikið fyrir hann. Veit svosem ekki neitt mikið um hann en það sem ég hef séð hreif mig ekki. finnst hann vera svona headless chicken en vona að hann afsanni það.

  8. Ari S skrifar:

    Pienaar er orðinn ári eldri en í fyrra. Það hægist aðeins á mönnum með aldrinum. Það er fínt að hafa hann í hóp hann er kannski hægur fyrir heilann leik en gott að geta skellt honum inná af og til.

    McGeady er fínn staðgengill fyrir Pienaar.

    Einhver nefndi Naismith… þurfum við ekki að hafa einn svona hund, baráttuhund sem að lætur engann vaða yfir okkur? Gæti nýst okkur vel þegar lið taka hart á móti okkur…

    Ingvar ertu að tala um McGeady?

  9. þorri skrifar:

    Sælir félagar. Þetta var góður leikur hjá okkar mönnum. Svo var ég að skoða myndband af þessum Aiden. Mér finnst nokkuð gott það sem ég sá af honum. Mjög tjekneskur og virðist góður með boltann. Ég held að hann eigi eftir að nýtast okkur vel í framtíðinni. Er ekki annars búið að kaupa hann? Vitiði fyrir hvað mikið?

  10. Finnur skrifar:

    Jú, hann er kominn í herbúðir okkar manna. Kaupverð var ekki gefið upp, en var væntanlega einhverjir smáaurar því hann átti aðeins nokkra mánuði eftir af samningi sínum og var úti í kuldanum hjá stjóra sínum í Rússlandi.

  11. Diddi skrifar:

    ég er bara ekki alveg sammála þessu, hef alltaf verið svolítið hrifinn af þessum striker, allt í lagi fyrir eina millu 🙂
    http://myevertonnews.com/the-transfer-everton-fans-really-dont-want/?

  12. Finnur skrifar:

    Mikið rétt Diddi. Var einmitt að skella því inn í frétt:
    http://everton.is/?p=6405