Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Jean-Philipe Gbamin keyptur (STAÐFEST!) - Everton.is

Jean-Philipe Gbamin keyptur (STAÐFEST!)

Mynd: Everton FC.

Everton staðfesti í dag kaup á Jean-Philipe Gbamin frá Mainz en hann er 23ja ára varnarsinnaður miðjumaður sem ætlað er að fylla í skarðið sem Idrissa Gana Gueye skildi eftir sig. 

Gbamin (eða Gamin eins og það er borið fram) er 183 cm á hæð og þykir nokkuð fjölhæfur, en hann getur einnig spilað stöðu miðvarðar. Hann hefur leikið með Mainz síðan 2016 (86 leiki) en hann kom til þeirra frá Lens í Frakklandi, þar sem hann er uppalinn. Gbamin lék með yngri liðum franska landsliðsins en skipti yfir í landslið Fílabeinsstrandarinnar (þar sem hann er fæddur) áður en hann lék landsleik með aðalliði Frakka.

Liverpool Echo greindu hans leikstíl í grein á dögunum en þar var bent á að hann er mun hærri og líkamlega sterkari en Gueye, sem kemur til með að hjálpa til í viðskiptum við andstæðinginn í líkamlega sterkri deild eins og þeirri ensku, sem og við skallaboltana. Hann vinnur 60% viðureigna þegar hann er að verjast sóknartilburðum andstæðinga (örlítið lægra en Gueye, sem var með 68%) en er samt í topp 30 listanum af leikmönnum í efstu fimm deildum Evrópu fyrir leikmenn 24ra eða yngri.

Hans styrkleiki liggur í vinnusemi og góðum staðsetningum, sem gerir honum kleyft að komast inn í sendingar andstæðinga (5.61 sinnum per 90 mínútur, Gueye var með 5.25 í sömu tölfræði). Eins og góðum varnarsinnuðum miðjumönnum er tamt, þá liggur hann djúpt, pressar á andstæðinginn, vinnur boltann og er fljótur að snúa vörn í sókn. Hann nær ekki 88% heppnuðum sendingum að meðaltali í leik, eins og Gueye, en er ekki langt undan með 83%. En það skýrist að hluta af því að hann reynir oftar langar sendingar fram og stungusendingar og sérstaklega í stungusendingunum gengur honum betur en Gueye. Þetta er útskýrt með stuttu myndskeiði í greininni sem vísað er í hér að ofan (mæli með þeirri lesningu) og má líka sjá í myndskeiðinu hér að neðan. 

https://www.youtube.com/watch?v=XekY5Oh6oaQ

Gbamin skrifaði undir 5 ára samning. Kaupverðið var ekki gefið upp en er talið vera um 25M punda.

Velkominn til Everton, Jean Philippe Gbamin!

3 Athugasemdir

  1. Georg skrifar:

    Flott viðbót við hópinn. Verður spennandi að sjá hann í Everton treyjunni.

    Sagan segir að Moise Kean mæti á morgun í læknisskoðun. Vonandi verður hann staðfestur á morgun. Gríðarlega spenntur að fá hann til okkar. Einn efnilegasti framherjinn í dag.

  2. Ari G skrifar:

    Flott kaup fínn aldur og getur spilað sem hægri bakvörður og miðherji og aðalstaða hans er varnarsinnaður miðjumaður. Hræðilegt að missa af Malcom leist alltaf best á hann í hægri vængstöðunni. Núna þurfum við sennilega að snúa okkur aftur að Zaha samt borga ekki mikið yfir 60 millur vonandi getum við látið Palace hafa 1-3 leikmenn uppí erum að drukkna í varnarsinnuðum miðjumönnum. Fagna ekki fleirum leikmönnum fyrr en kaupin eru staðfest af klúbbnum.

  3. Ari S skrifar:

    Flott lesning. Takk fyrir þetta Finnur. Mér datt eitt nafn í hug á meðan ég var að lesa… Patrik Viera?