Mynd: Everton FC.
Everton átti leik við Milwall í fjórðu umferð FA bikarsins.
Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Keane, Coleman, Gueye, Gomes, Richarlison, Gylfi, Lookman, Calvert-Lewin.
Varamenn: Stekelenburg, Baines, Zouma, Davies, Walcott, Bernard, Tosun.
Leikurinn þróaðist svipað og maður átti von á. Everton meira með boltann og meira að pressa en Millwall skeinuhættir, sérstaklega úr föstum leikatriðum. Millwall byrjuðu snemma að tefja, vitandi að endurtekinn leikur (á Goodison) myndi vera lottóvinningur fyrir þá.
Everton átti að fá víti snemma í leiknum þegar varnarmaður Millwall tók Keane í górillugrip inni í teig en dómarinn (Michael Oliver) tók ekki eftir því.
Ekki löngu síðar bjargaði Digne á línu, eftir skalla á mark frá Millwall. Má greinilega ekki líta af þeim.
Ekki mikið um færi annars í fyrri hálfleik en á 42. mínútu skoraði Richarlison mark upp úr eiginlega engu. Fékk boltann frá Gomes, varnarmenn gáfu honum fullt af plássi þannig að hann skaut af löngu færi og skoraði. Markvörður hefði líklega getað gert betur, en við grátum það ekki.
En Millwall jöfnuðu rétt fyrir lok hálfleiks eftir aukaspyrnu. Boltinn beint á skallann á leikmanni Millwall sem framlengdi boltann á næsta sem skallaði inn. 1-1 í hálfleik.
Zouma kom inn á fyrir Mina í hálfleik þar sem sá síðarnefndi meiddist í fyrri hálfleik.
Everton voru töluvert betri en Millwall í seinni hálfleik, í opnum leik. Hinsvegar komu öll færi Millwall eftir föst leikatriði og átti Everton í erfiðleikum með að eiga við föstu leikatriðin.
Gylfi átti skot sem átti viðkomu í varnmann þegar um 10 mínútur voru liðnar seinni hálfleik og uppskar horn. Tosun kom svo inn á fyrir Calvert-Lewin á 65. mínútu.
Tosun var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn, en hann skoraði gott mark á 72. mínútu eftir flottan undirbúning hjá Gylfa sem sendi Tosun í gegn og Tosun setti boltann í fjærhornið. Staðan 1-2 fyrir Everton og Everton annað sinn í leiknum að komast yfir.
Það tók hins vegar einungis 3 mínútur fyrir Millwall að jafna leikinn. Millwall fékk hornspyrnu og boltinn fór manna á milli og endaði svo að Cooper skoraði með hendinni sem dómari leiksins sá ekki og því fékk markið að standa.
Walcott kom inn fyrir Lookman á 79. mínútu leiksins.
Allt stefndi svo í jafntefli en Millwall fékk aukaspyrnu utan teigs á 94. mínútu. Hutchinson vinnur skallaboltann sem lendir í löppum Wallace sem skoraði. Staðan því 3-2 fyrir Millwall og þeir á leið í 16 liða úrslit.
Hrikalega svekkjandi tap þar sem Millwall skapaði sér engin færi í opnum leik en voru alltaf hættulegir þegar þeir fengu föst leiktatriði. Bikarinn því úr sögunni þetta tímabilið hjá Everton.
Þetta fer 2-0 fyrir Millwall.
þegiðu, við vinnum þeta 5-0 😉
Þegiðu sjálfur!! Lið sem getur ekki varist föstum leikatriðum er aldrei að fara að vinna neinn leik 5-0.
Nei kannski ekki en maður má nú vonastendur eftir góðum úrslitum þó að illa gangi 🙂
Ef við vinnu ekki leikinn þurfa sumir að fara hugsa sinn gang.En við vinnum nokkuð lét.
Þetta er mjög slakt sòknarlega
Þvílík hörmung nú er silva orðinn valtur í sessi
Þvílíkur djöfulsins aumingjaskapur!! Það er ekki snefill af baráttu eða sigurvilja í þessu samansafni af yfirborguðum drulluhaugum.
Sem betur fer eru lélegri lið í deildinni en við, vona bara að þau séu fleiri en tvö. Ef Everton verður ekki í topp 6 í deildinni og komið í 16 liða úrslit í FA bikarnum eða amk í undanúrslitum deildarbikarsins um þetta leyti á næsta ári, þá má Silva fá sparkið mín vegna.
Ég er í sjokki. Algjör hörmung þótt að Milwall skoraði eitt ólöglegt mark þá er þetta ekki boðlegt. Af hverju þarf Silva alltaf að spila eins 4-2-3-1 vill breyta þessu strax í 4-4-2 höfum engu að tapa. Silva heillar mig ekki lengur og ég vill fara að leita að öðrum stjóra núna og skipta um mann í brúnni í sumar. Tímabilið er búið núna svo Everton þarf að byggja upp nýtt lið henda ruslinu burtu og kaupa alvöru sóknarmann ekki seinna en strax annað mætti bíða mín vegna nema nokkrir mega að fara í janúar. Fyrst þarf Everton læra að verjast í föstum leikatriðum.
það væri gott ef einhverjir jákvæðir kæmu hér inn með hlý orð 🙂
Diddi minn alltaf eins. Alltaf með manninn á heilanum og leggur sjaldnast eitthvað til málanna sjálfur.
En það er líka allt í fínu lagi. Ég held að ef Everton vinnur ekki Huddersfield í vikunni þá verði Silva látinn fara. Er þetta nógu jákvætt Diddi minn?
Og leggðu nú eitthvað til málanna sjálfur. Það væri ekki úr karakter ef það kæmi nú eitthvað neikvætt svona ef þú getur hugsað það upp sjálfur Diddi minn?
Kær kveðja Ari S
Ég er ekki hissa yfir því að menn tjái sig ekki mikið eftir þessa hörmung. Við vorum greinilega ekki enn búin að ná botninum nú held ég að dýpra sé hægt að sökkva skömin er algjör ég spyr bara eru menn sáttir með stöðu okkar liðs?
Orri? Þarftu að spyrja að því? Ég held að þú sért að grínast eða hvað? þinn vinur, Ari. Skilaðu því til Didda næst þegar þú heyrir í honum að það er kominn tími á að hann komi með tillögur…
Ég er feginn að Everton er dottinn út úr þessari keppni, þá er hægt að einblína á úrvalsdeildina eingöngu. Og Everton er komin
með nýjan/gamlan kantmann, hann getur ekki verið verri en hinir. Annars finnst mér Silva alveg búinn að missa þetta.
Sá fyrirsögn að samkvæmt SKY er PSG með bullandi áhuga á I. Gana Gueye, hefur þetta slúður verið staðfest?
Væri glatað að missa þennan vinnuhest.
#takkGylfi
Auðvitað óstaðfest slúður en Everton sagðir vilja 2x meira fyrir Gana. https://www.skysports.com/transfer-centre
Hvernig er staðfest slúður?
„Breaking news.“
Haha, já það er rétt 🙂
Í kvöld er fyrsti leikur Jan Siewert sem stjóri Huddersfield, held að enginn þurfi að velta fyrir sér hvort liðið vinnur, spurningin er bara hve mörg mörk skorar Huddersfield í leiknum.
Ég giska á 3-1 tap og mörk Huddersfield koma öll eftir föst leikatriði.
Það er allavega klárt að ef Huddersfield fær föst leikatriði þá skora þeir 🙁
Það er líka klártil að ef við vinnum 5-0 þá verður þú ennþá í fýlu Diddi minn 🙂
Jafnteflið verður í tölum ca., næstum því örugglega 1-1. Þriðja markið verður dæmt af á vafasaman samráðshátt. 🙂
Gylfi á bekknum vegna smá tognunar!
#takkGylfi
ES.
Leikurinn er sýndur kl.22 á Stöð2 Sport.
Agalega voru Everton lélegir að verjast föstum leikatriðum Millwall. Ekki var það að hjálpa að hafa ekki VAR á þessum leik þar sem þeir náðu að stýra boltanum í netið í marki nr. 2 með hendinni einni. Klárlega ólöglegt mark en ekkert hægt að væla þó það sé ekki sanngjarnt.
Líklega versti leikur Digne í vetur og var alltof mikið að brjóta óþarflega af sér og bjóða þeim föst leikatriði. DCL var ósýnilegur og er bara ekki að duga sem framherji Everton og vil tréhestinn Tosun í fremstu línu frekar en DCL. Finnst að hausinn hjá Gana sé einhvers staðar annarsstaðar í undanförnum leikjum enda orðaður við PSG. Gylfi ekki með sinn besta leik en samt með stoðsendingu. Hann er jú markahæstur og leggur upp reglulega fyrir félagana.
Er það bara ég eða virkar Richarlison í seinustu ca 5 leikjum í hálfgerðri fílu? Er pínu böggandi en er feginn að sjá hann frekar á vinstri kanti en frammi.
Ósanngjörn lokaúrslit en Everton þurfa að vera miklu grimmari.
Fyrir mér var þetta sérstaklega böggandi þar sem Everton dettur út úr FA bikarnum en ég ætlaði með mína family á fyrsta leik (hjá konu og 3 börnum amk) Everton og það gegn Chelsea um miðjan mars í deildinni (búinn að panta flug). Nú er FA 6 umferð sett þá helgi svo ef Chelsea kemst áfram í næstu umferð þá munu þeir spila áfram í FA og Everton Chelsea frestast og því ansi líklegt að ég fari í fíluferð (án þess að komast á Everton leik) sem endar bara í Primark rugli.
En ég held með United úti gegn Chelsea í næstu umferð og vona að Chelsea detti út og við náum þessum leik.