Mynd: Everton FC.
Hér að neðan eru nokkrar hugleiðingar David Prentice hjá Liverpool Echo um stöðu leikmannamála hjá Everton, en hann bendir á að mikið verk er fyrir höndum að hreinsa til eftir þá Koeman og Walsh. Grein hans ber titilinn „Ástæða þess að Everton mun ekki kaupa neina leikmenn í janúar“ og má lesa fyrri hluta hennar hér að neðan, í þýðingu Ara S. sem við þökkum kærlega fyrir framlagið. Tilvitnun (Prentice) hefst:
Everton hefur tekið of mikla sénsa eftir að Moshiri öðlaðist meirihluta í félaginu.
Henry Onyekuru hefur enn ekki sparkað í bolta fyrir Everton, 18 mánuðum eftir að Everton keypti hann fyrir £7 milljónir punda frá Kas Eupen í Belgíu. Hann mun sennilega aldrei leika fyrir félagið.
Flókið ferli sem að þarf til að atvinnuleyfi fáist hefur þýtt að Everton hefur þurft að senda þennann góða unga nígeríska leikmann á láni, fyrst til Anderlecht í Belgíu og síðan Galatasary í Tyrklandi. Everton tók sénsinn og fengu á baukinn.
Þeir hafa í of langan tíma tekið sénsa eftir að Fahrad Moshiri keypti meirihluta í félaginu og sennilega hefur hann nú fengið nóg.
Það eru ekki bara £7 milljónir sem Everton hafa afskrifað vegna Onyekuru. Þau þrjú og hálft ár sem eftir er af samningnum greiðir Everton leikmanninum 40 þúsund pund á viku í laun. Eitthvað af því mun Galatasary borga en alls ekki allt saman.
Af þeim sjö leikmönnum sem Silva hefur keypt hafa allir nokkurn veginn sannað sig, sex af þeim spila reglulega fyirr félagið á meðan sá sjöundi, markmaðurinn Joao Virginia, mun sennilega fara frá félaginu frítt þegar fram líða stundir.
Nöfn eins og Denis Adenrian, Josh Bowler og Boris Mathis voru alltaf að fara að spila fyrir U-23 ára liðið en ekki aðalliðið hjá Koeman. Sömuleiðis Lewis Gibson sem kostaði 6 milljónir punda.
Flestallir sem keyptir voru sumarið 2017, spila ekki fyrir félagið í dag. Aðeins einn er eftir og það er Gylfi Sigðursson. Yannick Bolasi kostaði £25 milljónir. Ashley Williams £12 milljónir. Sandro Ramirez £5.3 milljónir. Nikola Vlasic £10 milljónir. Allir þessir leikmenn hafa ekki veirð seldir heldur lánaðir til annarra félaga. Cuco Martina er enn Everton leikmaður og það einnig Ashley Williams!!!
Í seinni hluta greinarinar, sem má lesa í heild sinni hér, er farið yfir einstaka leikmenn og laun þeirra sem sýnir glöggt áhrif þeirra á of háan launareikning Everton.
Þetta er fáránlegur listi.
Schneiderlin: 120000
McCarthy: 50000
Mirallas: 75000
Martina: 40000
Besic: 25000
Bolasie: 70000
Sandro: 120000
Vlasic: 40000