Mynd: Everton FC.
Næsti leikur er gegn Watford á heimavelli, en flautað verður til leiks kl 20:00 í kvöld.
Uppstillingin: Pickford, Digne, Keane, Mina, Coleman, Gueye, Gomes, Bernard, Gylfi, Walcott, Richarlison.
Varamenn: Stekelenburg, Baines, Zouma, Davies, Lookman, Calvert-Lewin, Tosun.
Watford byrjuðu leikinn fjörlega og það tók Everton nokkurn tíma að finna taktinn en færin létu þó á sér standa framan af. Þangað til á 15. mínútu þegar Andre Gomes sólaði varnarmann Watford inni í teig og komst upp að marki hægra megin, sendi fyrir beint á Richarlison sem lúrði í teignum, beið eftir sendingunni og þrumaði inn. Óverjandi fyrir Foster í marki Watford. 1-0 fyrir Everton en endursýning sýndi reyndar að Walcott, sem átti eina snertingu í aðdragandanum var rangstæður. Dómarinn tók þó ekki eftir því.
Watford menn voru næstum búnir að svara strax með flottri sókn sem hefði auðveldlega getað gefið mark en Troy Deenee, í algjöru dauðafæri upp við mark, lúðraði boltanum yfir og var dæmdur rangstæður í þokkabót.
Að öðru leyti jafnræði með liðum en Everton náði einhvern veginn aldrei fullri stjórn á miðjunni og þar af leiðandi voru Watford menn allltaf ógnandi. Engin önnur dauðafæri litu þó dagsins ljós í fyrri hálfleik.
Watford byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og náðu sterkri pressu á vörn Everton. Þeir uppskáru svo mark á 63. mínútu og var töluverður heppnisstimpill á því. Skot sem endaði í stönginni fór beint í lappirnar á Coleman og lak inn.
En Watford menn voru ekki hættir því tveimur mínútum síðar voru þeir búnir að bæta við marki. Ótrúlegur viðsnúningur hjá þeim og stefndi þar með í fyrsta sigur Watford á Goodison Park, frá upphafi.
Marco Silva brást við með því að blása til sóknar: Lookman og Calvert-Lewin inn á fyrir Bernard og Walcott og stuttu síðar fór Gueye út af fyrir Tosun. Og þetta virtist ætla að virka, því pressan á mark Watford jókst með hverri mínútunni og maður hélt að þetta væri komið þegar Yerry Mina fiskaði víti fyrir Everton þegar hann var keyrður niður inni í teig. Gylfi á punktinn og sendi boltann í mitt markið en Forster sá við honum, náði að slengja fæti í boltann.
En Everton liðið gafst ekki upp og reyndi allt til að jafna. Heilum 6 mínútum bætt við en maður varð meira og meira frústreraður að horfa á þetta, enda leit það ekki út fyrir að þeir myndu ná að jafna. En Watford — á síðustu andartökum leiksins — gáfu heimskulega aukaspyrnu rétt utan teigs fyrir miðju marki og bæði Digne og Gylfi mættu til að taka hana. Digne tók það að sér og afgreiddi þetta af stakri snilld. Frábær aukaspyrna í sveig upp í samskeytin vinstra megin. Fyrsta mark Digne fyrir Everton og þvílíkt mark!
Stuttu síðar flautaði dómarinn leikinn af. 2-2 jafntefli niðurstaðan.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Coleman (6), Keane (6), Mina (6), Digne (7), Gueye (6), Gomes (7), Walcott (6), Sigurdsson (5), Bernard (6), Richarlison (7). Varamenn: Lookman (5), Calvert-Lewin (5), Tosun (5).
hættulegur leikur vegna undangenginna samskipta við Watford, þeir mæta brjálaðir og svo er Gerard Deulooooooofeu á bekknum. Það er yfirleitt ávísun á eitthvað ljótt 🙂 við töpum 🙁
Hef slæma tilfinningu fyrir þessu, náum ekki meira en einu stigi held ég. Þetta fer 1-1.
Við erum ekki sannfærandi 😫
Langt frá því
Það þarf einhver að segja okkar mönnum að seinn hálfleikur hafi byrjað fyrir 20 mínútum síðan.
Þetta er ömurlegt. Er virkilega enginn annar en Gylfi og Baines í þessu liði sem geta tekið víti???🤬🤬🤬🤬🤬
Jæja ég spái því hér með að stigið sem við fengum í síðasta leik verði eina stigið sem við fáum í desember. Þvílík andskotans hörmung.
Eina jákvæða sem ég sá við þennann leik var aukaspyrnumarkið hjá Digne. Vel gert og fyrsta markið hans fyrir félagið.
Hafði séð fyrir mér að stigin í deildinni væru fleiri eftir síðustu leiki. Já, taldi liðið eiga að fá 6 stig frá leikjum gegn WAT og NEW og punkti gegn LIV. En niðurstaðn er 2 stig. Leikir gegn City og TOT framundan, og bjartsýnin ekki alveg í toppi hjá mér fyrir þá leiki. Veit ekki hvað skal segja, en það er ekkert annað í boði en að bjóða þessum liðum öfluga mótspyrnu og að frú Lukka verði með okkur og að 4 stig bætist við 😉
Þessi leikur fór alveg með mann, Everton verða að klára færin sem þeir fá. Watford áttu skilið 3 stig úr þessum leik miðað við hvernig þeir yfirspiluðu okkar menn í seinni hálfleik. En alltaf jákvætt að fá 1 stig í stað 0.
Watford vildi þetta einfaldlega meira.
Þvílíkur klassaklúbbur Everton
https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-help-terminally-ill-opposition-15550248
Já fallega gert hjá félaginu okkar. Alger klassaklúbbur.
Það er ansi áhugavert að Richarlison er 4 markahæstur í deildinni með 8 mörk og var í banni í 3 leikjum ef ég man rétt. Markahæstu menn með 10 mörk. Gylfi er síðan í 12 sæti með 6 mörk eða jafn mörg og Lukaku svo dæmi sé tekið.
Það verður áhugavert að sjá hvort Everton nái stigi eða stigum gegn City í hádeginu á morgun á útivelli. Þess má líka geta að nánast allir leikir Everton gegn liðunum fyrir ofan okkur hafa verið á útivelli sem er ansi áhugavert.
Allir heilir á morgun nema Gana sem er tæpur, langt síðan við höfum haft svo fáa í meiðslum sem skiptir svo miklu þegar við höfum ekki stærri hóp en raunin er.
Frá september 2004 þá hefur Everton unnið Man City i 14 leiljum en City 11. Áhugaverð tölfræði það.
Guardiola hefur einungis náð að vinna Everton einu sinni í fjórum tilraunum. Hmm interesting.
Hræðilegur varnarleikurinn hjá okkar mönnum í dag.
Fáránlegt að fá á sig tvö skallamörk frá dvergum.
Varðandi leikinn gegn City. Af hverju var Coleman tekinn útaf og Zouma var í hægri bak, klikkað. En Everton fengi ansi mörg færi í seinni hálfleik sem kom á óvart. Að breyta varnarleik fyrir þennan leik bara vegna þess að Gana var meiddur var ekki að skila sér. Eftirá þá hefði verið rétt að setja Davies I stað Gana og halda óbreyttu skipulagi. Of Miklar breytingar í dag en flottar skiptingar.