Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Rotherham 3-1 - Everton.is

Everton – Rotherham 3-1

Mynd: Everton FC.

Everton mætti Rotherham á heimavelli í kvöld, í ensku deildarbikarkeppninni og unnu nokkuð örugglega, 3-1. Everton liðið því enn taplaust á tímabilinu, gott mál.

Uppstillingin: Stekelenburg, Digne, Holgate, Zouma, Kenny, Davies, Gylfi, Dowell, Ramirez, Niasse, Calvert-Lewin.

Varamenn: Joao Virginia (markvörður), Baines, Coleman, Pennington, Schneiderlin, Walcott, Tosun.

Ekki reyndist okkur unnt að horfa á leikinn í beinni útsendingu þannig að þetta verður leikskýrsla í póstkortastíl. Gylfi skoraði mark Everton í fyrri hálfleik eftir stoðsendingu frá Sandro og þannig var það í hálfleik. Tölfræðin segir að Everton hafi átt 7 skot að marki — 5 á rammann, á móti þremur frá Rotherham (ekkert á rammann).

Everton vann svo seinni hálfleikinn einnig, með tveimur mörkum frá Calvert-Lewin á móti einu frá Rotherham eða 3-1 samtals.

Ef þið eruð snögg getið þið séð highlights úr leiknum hér (verður örugglega tekið niður von bráðar):

 

7 Athugasemdir

  1. Albert Gunnlaugsson skrifar:

    1 – 0 í hálfleik.. Gylfi skoraði og er „allt í öllu“ í leiknum 🙂

  2. albert skrifar:

    2-0 Gylfi tók aukaspyrnu, í vegginn, digne klippti yfir á Calvert-Lewin sem skoraði.

  3. albert skrifar:

    Gylfa skift útaf fyrir Theo Walcott á 66 mín. Nenni ekki að fylgjast lengur með uhh!

  4. Finnur skrifar:

    20 mínútna highlights af þessum leik er nú að finna hér:
    http://www.evertonfc.com/evertontv/archive/2018/08/29/everton-3-1-rotherham-20-minute-highlights
    (það þarf að logga sig inn á vefsíðu Everton til að skoða).

  5. Finnur skrifar:

    Everton fékk Southampton í næstu umferð, á heimavelli. Drátturinn í heild sinni (deild innan sviga):

    West Brom (2) v Crystal Palace (1)
    Arsenal (1) v Brentford (2)
    Burton Albion (3) v Burnley (1)
    Wycombe (3) v Norwich (2)
    Oxford United (3) v Man City (1)
    West Ham (1) v Macclesfield (4)
    Millwall (2) v Fulham (1)
    Liverpool (1) v Chelsea (1)
    Bournemouth (1) v Blackburn (2)
    Preston (2) v Middlesbrough (2)
    Wolves (1) v Leicester (1)
    Tottenham (1) v Watford (1)
    Blackpool (3) v QPR (2)
    Everton (1) v Southampton (1)
    Man Utd (1) v Derby (2)
    Nottingham Forest (2) v Stoke (2)

  6. Elvar Örn skrifar:

    Ramirez lánaður í 1 ár til Real Sociedad. Staðfest.