Mynd: Everton FC.
Samkvæmt frétt á bæði BBC og Sky News hefur Everton keypt Richarlison frá Watford en hann er 21 árs framherji úr brasilíska U20 landsliðinu og hefur skorað skorað þrjú mörk í 10 leikjum með landsliðinu.
Uppfært 24. júlí: Klúbburinn er búinn eftir að staðfesta kaupin (kaupverðið ekki staðfest en Sky Sports segja að kaupverðið sé 40M punda, BBC segir hins vegar 35M upphaflega en gæti orðið 50M að ákveðnum skilyrðum uppfylltum).
Marco Silva þekkir Richarlison vel, en hann keypti hann til Watford á sínum tíma. Richarlison hefur aðeins leikið eitt tímabil með þeim í Úrvalsdeildinni og byrjaði af miklum krafti (skoraði fimm mörk á stuttum tíma) en leikform hans versnaði eftir að Everton reyndi að fá Marco Silva yfir og batnaði ekki eftir að þeir skiptu um stjóra.
Liverpool Echo birtu nokkrar áhugaverðar greinar um Richarlison, til að mynda viðtal við Phil Spencer, sérfræðing um Watford, sem telur að Marco Silva geti gert Richarlison að einum hættulegasta framherja Úrvalsdeildarinnar og grein sem útskýrir af hverju Richarlison náði ekki að fylgja eftir frábærri byrjun með Watford.
Kaupverðið er sagt vera 35M með klausum sem gætu náð 50M punda en einhver benti á að hluti greiðslunnar gæti verið til að ljúka kærumáli Watford á hendur Everton vegna Marco Silva. Liverpool Echo tók einnig saman nokkra punkta um hvers vegna hann væri þess virði að borga svona mikið.
Hér er vídeó með nokkrum flottum töktum hjá Richarlison á síðasta tímabili…
Klúbburinn á enn eftir að staðfesta kaupin en Richarlison er líklega búinn í læknisskoðun og aðeins eftir að tilkynna kaupin. Sjáum hvað setur. Við munum uppfæra þessa frétt þegar við vitum meira.
Uppfærsla: Skv. frétt á Sky Sports stóðst Richarlison læknisskoðun.
Sæll Finnur, ég hef gaman af því að þú skulir tala um hann sem framherja því ég hef alltaf séð hann titlaðann sem winger (á wikipedia) Ég hef líka hugsað þegar ég hef séð vídeó af honum… „hvers vegna er hann sgður vera kantmaður „(winger) því að mér hefur hann alltaf þótt svo framherjalegur…
Ánægður með þetta og vonandi fer maður að sjá góðan blaðamannafund.
Kær kveðja, Ari.
Mér finnst þetta háa verð líka vera gott með tilliti til þess hvernig samskipti Everton hafa verið við Watford. Gott að ljúka málinu á þennann hátt, ef kaupin ganga í gegn.
Hann er held ég fyrst og fremst kantmaður (líklega vinstra megin), en ég sé orðið framherji sem almennara en bara sá sem spilar á toppnum. Kannski röng orðnotkun hjá mér, en ég er þá allavega ekki einn um það, samanber… 🙂
http://www.visir.is/g/2018180729901
Núna er hann búinn að standast læknisskoðunina. Sem eru góðar fréttir.
Þetta er alltof mikill peningur fyrir hann.
Já þetta er frekar mikill peningur en það er talið að hluti af þessari upphæð séu nokkurs konar sáttarhönd vegna „rifrildis“ milli félaganna útaf Silva. Ef maður horfir á upphæðina í því ljósi þá lítur dæmið öðruvísi út. Finnst mér allavega.
Nýjust fréttir eru að Malcom sem Everton voru taldir hafa áhuga á hafi ekki á leiðinni til Ítalíu eins og áður var sagt. Stuningsmenn Roma eru farnir að bíða á flugvellinum en sá díll virðist vera off…
Finnst þetta of hátt verð fyrir brassann og er þessi malcom ekki bara rugludallur.
Eigandinn er billioner og þetta eru bara vasapeningar, bara að halda áfram að eyða Silva finnur svo réttu blönduna
Hver sá sem ekki vill koma til Everton hlýtur að vera rugludallur.
Sammála þér Ingvar 🙂
Ég held að koma Richarlison verði góð. 21 árs lítur upp til Silva. Vonandi að Gylfi og hann linki vel saman. Malcom núna á leiðinni til Barca. Hvað finnst mönnum um Schurle? Er ekkert meira að frétta af Plattenhardt frá Herthu Berlín? Og hvernig standa málin með Yerri Mína?
Til hamingju öll, hann er kominn!!! STAÐFEST!
Frábært. Velkominn Richarlison
http://www.evertonfc.com/news/2018/07/24/signing
https://www.youtube.com/watch?v=tZih91llDsw&feature=push-u&attr_tag=_0H677ynQb6cMk68-6
Þetta háa kaupverð virðist ekkert hafa róað Watford. Ég ætla að vona að Everton eiði ekki eins og vitleysingar eins og í fyrra og ekkert gott kom úr því. Mikið af peningum eytt en liðið bara miðlungs.