Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Manchester City 1-3 - Everton.is

Everton – Manchester City 1-3

Mynd: Everton FC.

Byrjunarliðið: Pickford, Coleman, Keane, Jagielka, Baines, Schneiderlin, Rooney, Walcott, Calvert-Lewin, Bolasie og Tosun

Bekkurinn: Robles, Martina, Niasse, Funes Mori, Davies, Vlasic og Beningime.

Manni leið pínulítið í fyrri hálfleik eins og maður væri að horfa á Harlem Globtrotters leik frekar en fótboltaleik, eins og einhver hafði á orð á, því City menn mættu með flugeldana á Goodison Park og settu á svið sýningu. City dómineruðu leikinn algjörlega, héldu boltanum vel og leikmenn Everton voru að elta skugga allan tímann.

City menn byrjuðu af miklum krafti með marki frá Sané strax á 7. mínútu. Sá fékk sendingu utarlega í teignum, gjörsamlega smellhitti boltann og þrumaði honum í netið.

Eina færi Everton í fyrri hálfleik kom þegar Bolasie fékk algjört dauðafæri alveg upp við mark á 11. mínútu eftir háa fyrirgjöf frá hægri (frá Coleman) og Bolasie þurfti bara að stýra skalla á mark til að skora… en boltinn rétt yfir slána. En í staðinn fyrir að sjá Everton jafna þurfti maður að horfa upp á City refsa þeim með marki frá Gabriel Jesus strax í næstu sókn. Staðan orðin 2-0 fyrir City.

Baines átti flotta aukaspyrnu á 19. mínútu sem sleikti utanverða stöngina hægra megin.

En City menn bættu við stuttu fyrir hálfleik með marki frá Sterling. 3-0 City sem virðast vera að innsigla Englandsmeistaratitilinn á næstu dögum. 3-0 í hálfleik.

Svipað uppi á teningnum í seinni hálfleik — City leyfðu Everton varla að fá boltann allan hálfleikinn.

Allardyce brást við með því að skipta Davies inn á fyrir Rooney á 56. mínútu og leikur Everton batnaði aðeins við það. Bolasie fékk meira að segja consolation mark á 63. mínútu. Skot hans fast, utan teigs, gegnum klofið á Walker og í báðar stangirnar og inn. Kannski smá heppnisstimpill á því — það kom allavega upp úr engu.

Calvert-Lewin var skipt út af fyrir Baningame á 74. mínútu og Tosun út af fyrir Niasse á 79. mínútu en það breytti ekki gangi leiksins. City sigruðu 3-1 og geta, ef þeir vinna United á heimavelli, orðið enskir meistarar.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (5), Coleman (5), Keane (6), Jagielka (5), Baines (5), Bolasie (5), Schneiderlin (5), Rooney (4), Walcott (5), Tosun (5), Calvert-Lewin (5). Varamaður: Davies (4).

9 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    0-3 í hálfleik, ég hélt að það yrðu úrslitin en nú held ég að þetta verði verra. 0-5.

  2. Elvar Örn skrifar:

    Vel gert Bolasie

  3. Gunnþór skrifar:

    Hvað er að frétta af hverju er liðið svona lélegt,nenni ekki að hlusta á hvað city eru góðir. Sá ekki leikinn.

  4. Gestur skrifar:

    Horfði ekki á leikinn en þetta er orðið pínlegt hvað þetta Everton lið er lélegt.

  5. Orri skrifar:

    Þessi frábæru leikmannakaup siðastliðið sumar hafa að mínu mati ekki skilað góðum árangri eini maðurinn sem keyptur var Pickford hefur gert góða hluti og oftar en ekki komið okkur til bjargar alla hina getum við sett á brunaútsölu í sumar ásamt Samma.

  6. þorri skrifar:

    sammála nem Gylfa og Picford

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jæja!!
    Derbyleikur á morgun og ég er bara bjartsýnn.
    Bjartsýnn á að við náum að halda muninum í eins stafs tölu.
    Held að þetta fari 1-4.
    Vonandi kemur einhvern tímann að því að maður geti í fúlustu alvöru spáð okkar mönnum sigri gegn þessum ógeðum…..eða bara einhverjum.

    • Gunnþór skrifar:

      Svo sammála þér Ingvar,þarf svo að taka þetta allt í naflaskoðun í sumar þjálfara leikmenn og allt staffið í kringum liðið.

  8. Gestur skrifar:

    Það er svaka áhugi hér inná fyrir leiknum