Everton tekur á móti Watford á Vicarage Road heimavelli Watford á laugardag kl 17:30
Ánægjulegar fréttir bárust í vikunni þar sem Idrissa Gana Gueye gerði nýjan samning við Everton, hann er nú samningsbundinn til júní 2022. Gana er búinn að vera einn besti leikmaður Everton frá því að hann kom frá Aston Villa sumarið 2016.
Möguleiki er á því að Leighton Baines komi til baka inn í liðið eftir að hafa verið frá síðan í nóvember. Coleman er tæpur fyrir leikinn og óljóst hvort hann verði með. Funes Mori mun svo spila einn leik í viðbót með varaliðinu áður en hann kemur til greina með aðalliðinu.
Everton er í 9. sæti með 34 stig, 2 stigum á eftir Bunley í 7. sæti, Watford er svo í 11. sæti með 30 stig.
Everton mætti Watford 5. nóvember 2017 og fór sá leikur 3-2 fyrir Everton eftir frábæra endurkomu, þar sem Everton lenti 0-2 undir.
Everton hefur átt mjög erfitt uppdráttar á útivelli á leikíðinni og hafa einungis fengið 8 stig og unnið einungis 1 leik á meðan heimavöllurinn er að skila 26 stigum í deildinni. Everton þarf að gera mun betur á útivelli og er tækifæri í næstu leikjum að ná stigum á útivelli, eiga Watford, Burnley og Stoke í næstu 3 útileikjum.
Erlendir miðlar telja þetta byrjunarlið líkegt: Pickford, Baines, Keane, Williams, Coleman, Gueye, Rooney, Gylfi, Davies, Walcott og Niasse
Takk fyrir fína upphitun, Georg. Ég verð á pöllunum að hvetja okkar menn!
Góðan dag félagar.Ég sá haft eftir Samma að liðið væri að spila flottan bolta eftir að hann tók við liðinu sem ég er reyndar ekki sammála en hvað með það þá hlítur hann að sýna það í dag með sigri á Watford.
Það er næsta víst!!