Byrjunarliðið er klárt fyrir leikinn gegn Liverpool sem hefst kl. 19:55 á Anfield.
Byrjunarliðið: Pickford, Kenny, Martina, Holgate, Jagielka, Schneiderlin, McCarthy, Rooney, Bolasie, Gylfi og Calvert-Lewin
Bekkurinn: Robles, Williams, Niasse, Davies, Vlasic, Lookman, Baningme
Everton mætti á Anfield með mun sóknarsinnaðra lið en í síðasta leik. Leikurinn í heild var mun opnari og skemmtilegri en síðast.
Fyrri háfleikur var frekar jafn, lítið var þó af færum. Það dró svo til tíðanda á 35. mínútu þegar Lallana fellur inn í teig Everton, Holgate setur höndina létt á magann á Lallana sem gerir mikið úr snertinginnu og lætur sig falla og dómarinn dæmir víti. Milner stígur á punktinn og skorar eftir að hann sendi Pickford í rangt horn. Staðan því 1-0 fyrir Liverpool
Everton komu sterkir inn í seinni hálfleik, voru yfirleitt ákveðnari en Liverpool í boltann. Big Sam setti svo Lookman inn á 52. mínútu fyrir Rooney sem fékk gult spjald eftir 7 mínútur leik. Lookman kom mjög flotturin inn í þenna leik og fór strax að valda usla. Með þessari breytingu fór Gylfi í sína uppáhalds stöðu fyrir aftan framherjann.
Það var svo á 67. mínútu sem dró til tíðinda hjá Everton, Lookman fær boltann upp á kantinn í skyndisókn, hann leikur á lekmann Liverpool og leitar inn á miðjan völlinn þar sem hann sendir á Jagielka sem var mættur í sóknina, Jagielka snýr til baka og finnur Gylfa sem setur hann í hægra hornið óverjandi fyrir Karius sem stóð aðgerðarlaus í markinu. Staðan því 1-1 með góðu marki frá Gylfa.
Eftir þetta voru bæði lið með hálfæri og var Everton nokkrum sinnum í álitlegri stöðu en lokasendingarnar gengu ekki alveg. Niasse kom svo inn á eftir 82. mínútna leik fyrir Calvert-Lewin.
Það var svo á 84. mínútu sem Liverpool fær hornspyrnu, Van Dijk stekkur manna hæst í teignum og skallar hann í netið, Pickford fór í úthlaupið og sló í tómt og enginn leikmaður var almennilega í Van Dijk sem fékk fyrr í leiknum frían skalla inn í teig. Staðan því 2-1
Davies kom svo inn fyrir McCarthy á 86. mínútu. Everton reyndi hvað þeir gátu að sækja á Liverpool án árangurs.
Leikurinn endaði 2-1 fyrir Liverpool og fer Everton af velli með sárt ennið þar sem liðið spilaði mun betur í þessum leik en í síðasta leik sem endaði þó 1-1. Jafntefli hefði verið sanngjörn lokaniðurstaða miðað við hvernig þetta spilaðist.
Cenk Tosun var svo kynntu til leiks í hálfleik þar sem hann gerði 4 og hálfs árs samning sem gildir til júní 2022 eins og hefur verið uppfært í fréttinni hér að neðan. Cenk Tosun kemur með nýja vídd inn í sóknarlínuna og á vonandi eftir að hressa upp á sóknarleik liðsins.
Þetta lið á svo langt í land að manni svimar. Vítaspyrnan var rangur dómur en liðið er ekki að geta neitt. Og það var náttúrulega ekki hægt að kaupa leikmann nema að selja annan til að fá pening. Nýji eigandinn er ekki búinn að sannfæra mig að hann sé tilbúinn að eyða í félagið.
Langt í land? Hef séð það fyrr á leiktiðinni en ekki í þessum leik félagi. Tap en alls ekki lélegur leikur.
Þetta var súrt
þetta var súrt að taba en mjög góður og skemmtilegur leikur
Liverpool ekki með sìna sterkustu leikmenn og maður leiksins að spila sinn fyrsta leik fyrir liverpool,æi ég veit ekki.
Það liggur við að manni gæti fundist eins og þetta hafi verið skrifað handrit af djöflinum sjálfum. Það var lygilegt hvernig þetta var í kvöld… ég segi eins og Gunnþór.. æi ég veit ekki… En það var fín barátta á köflum og við áttum skot á markið sem er meira en í síðasta leik.
Ég fyrir mína parta ætla að minnka væntingarnar mínar til liðsins verulega og ekki segja orð (hérna) fyrr en við vinnum næsta leik eða þegar Tosun skorar sitt fyrsta mark fyrir Everton.
Ekki minnka væntingar nafni ég spái Everton 7 sætinu í vor punktur. Þetta hefur lagast mikið sjáið muninn á þessum leik og fyrri leiknum á móti Liverpool svart og hvítt. Eiginlega 2 klaufaleg mistök kostuðu Everton 2 mörk en Everton var alltaf inní í þessum leik annað en hægt var að segja um fyrri leikinn voru þar í nauðvörn allan leikinn og fengu víti á silfurfati í boði Liverpool. Sé engan mun á þessum 2 vítum nú heyrist ekkert í Liverpool mönnum þegar þeir fá frekar ódýrt víti en samt víti.
Aldrei víti þetta er dýfa og þriggja leikja bann.
Þetta var gríðarlega svekkjandi tap. Liðið kom allt öðruvísi stemnt í þennan leik en fyrri leikinn á Anfield sem var í deildinni.
Þetta var náttúrlega aldrei víti. Holgate leggur höndina á magann á Lallana og hann lætur sig detta, svo ber að nefna að ef dómarinn er að dæma víti á þetta þá snertir Holgate hann upphaflega utan teigs og því voru þetta tvenn misstök dómara í þessu eina atviki. Það sem kom mér svo mest á óvart var í framhaldinu sleppti dómarinn að dæma 3-4 aukaspyrnur sem Everton áttu að fá fyrir mun meiri sakir á miðjum vellinum en hann átti í engum vandræðum með að flauta þetta víti.
Liðið fannst mér mjög flott í seinni háleik og áttum nokkrar álitlegar sóknir, vantaði oft lokahnútinn á að klára með marki. Lookman fær hrós fyrir frábæra fammistöðu, hann kom með mikinn hraða inn í liðið og áttu leikmenn erfitt með að höndla hann. Hann pressaði líka mjög vel þegar Liverpool var með boltann. Hann á klárlega skilinn meiri séns.
Jagielka var frábær í leiknum og átti stóran þátt í markinu, varnarlega var hann frábær. Holgate fannst mér flottur líka, öruggur á boltann þrátt fyrir að hafa verið einstaklega pirraður eftir að hann fékk þetta víti dæmt á sig. Hann er miklu betri miðvörður en bakvörður.
Maður sér mun á Bolasie með hverjum leiknum, átti nokkra flotta spretti og fyrirgjafir. Hann verður bara betri og betri.
Ég væri til í að sjá Lookman og Bolasie á köntunum í næsta leik og hafa Gylfa fyrir aftan framherjann. Ég væri alveg til í að sjá Big Sam setja meiri sóknarhugsandi miðjumann með djúpa miðjumanninum, af hverju ekki að prófa Rooney með Gana eða McCarthy (ef Gana er meiddur). Svo væri meira að segja áhugavert að sjá Klaassen fá séns á miðri miðju með djúpum miðjumanni sér við hlið, en Klaassen sannar sig ekki ef hann fær engar mínútur, það er nokkuð ljóst. Leikmaðurinn sem stýrði spilinu fyrir Ajax og var að raða inn mörkum og stoðsendingum og var einn af lykilmönnum sem komu þeim í úrslit evrópudeildarinnar fyrir ári síðan, menn verða ekki lélegir í fótbolta á 1 degi, þetta snýst um sjálfstraust og fá traust frá stjóranum sem hann hefur ekki fengið frá neinum þeirra.
Þrátt fyrir tap í þessum leik þá sá maður fullt af batamerkjum á liðinu í sóknarleiknum, áttum svo sannarlega ekki skilið að tapa þessum leik.
Hlakka til að sjá Cenk Tosun í liðinu, þeir sem þekkja til hans hafa sagt að þetta sé frábær leikmaður sem á eftir að nýtast Everton vel, fannst gaman að sjá á Twitter hversu margir aðdáendur Besiktas voru að hrósa honum og óska okkur til hamingju með frábæran leikmann og stóran karakter. Cenk Tosun er nær jafnfættur, góður skallamaður og er góður að halda bolta. Verður áhugavert að sjá hann koma inn í liðið í næstu leikjum.
Góður pistill Georg og ég er algerlega sammála þér þegar þú segir þetta um Klaaessen:
„Leikmaðurinn sem stýrði spilinu fyrir Ajax og var að raða inn mörkum og stoðsendingum og var einn af lykilmönnum sem komu þeim í úrslit evrópudeildarinnar fyrir ári síðan, menn verða ekki lélegir í fótbolta á 1 degi, þetta snýst um sjálfstraust og fá traust frá stjóranum sem hann hefur ekki fengið frá neinum þeirra.“