Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Liverpool – Everton 1-1 - Everton.is

Liverpool – Everton 1-1

Mynd: Everton FC.

Einhvers staðar las ég á netinu að fyrr myndi frjósa í helvíti en að Liverpool myndi mistakast að vinna stórsigur á Everton. En þó að snjóað hafi á Anfield í dag þá gekk sú spá ekki eftir.

Við höfum orðið vitni að mikilli framför Everton frá því að Sam Allardyce mætti á pallana á Goodison Park, fyrir ekki svo löngu síðan, en væntingar til sigurs á Liverpool á Anfiled voru litlar. Enda var mikið búið að ræða um „free scoring Liverpool“ í fjölmiðlum undanfarnar vikur og þessar glansmyndir af þessum „fab four“ sem fullorðnir karlmenn voru að missa þvag yfir á Facebook.

Maður átti reyndar hálfpartinn von á, fyrirfram, að leiknum yrði frestað, enda Liverpool liðið ekki vant því að höndla mótlæti á borð við smá leiðindaveður en svo fór þó ekki og liðin mættust í dag. Reyndar fengu brassarnir hjá Liverpool sér sæti á bekknum undir teppi og skelltu á sig hökuvermi. En Everton lét hvorki veðrið né sóknartilburðina á sig fá heldur breytti tapaðri stöðu í stig af harðfylgi á Anfield í dag og mikil ósköp hvað það stig var sætt.

Þetta var hálfpartinn skrifað í skýin. Sam Allardyce var síðasti stjórinn sem hirti þrjú stig af Liverpool á Anfield, með Crystal Palace á síðasta tímabili og hafði unnið sinn síðasta leik með West Ham þar einnig, ef okkur skjöplast ekki.

Uppstillingin: Pickford, Martina, Williams, Holgate, Kenny, Gana, Gylfi, Davies, Rooney, Calvert-Lewin, Niasse. Varamenn: Robles, Schneiderlin, Keane, Jagielka, Lennon, Vlasic, Lookman.

Everton vörnin var þaulskipulögð í fyrri hálfleik og braut niður hverja sókn Liverpool á fætur annarri. Everton liðið þó sinn eigin versti óvinur því um leið og boltinn vannst kom ónákvæm sending og boltinn tapaðist og Liverpool fór aftur í sókn. Liverpool náði þó ekki skoti á mark Everton fyrr en á 42. mínútu, sem segir ýmislegt um varnarleikinn — og það náttúrulega skot (frá Salah) var óverjandi í samskeytin. Þulirnir höfðu reyndar orð á því að Salah hefði hrint Martina í aðdraganda marksins.

Gylfi með eina svar Everton, skot af löngu færi undir lok fyrri hálfleiks en skotið varið en hálfleikurinn endaði ekki áður en Sadio Mane hafði, af mikilli eigingirni, klúðrað dauðafæri í stað þess að senda á samherja sem hafði opið markið fyrir framan sig.

Bæði lið þar með með eitt skot á mark í hálfleiknum en staðan 1-0 í hálfleik.

Schneiderlin og Lennon var skipt inn á í hálfleik fyrir Niasse og Tom Davies og leikur Everton batnaði aðeins við það en sóknarþunginn hélt áfram.

Salah klúðraði algjöru dauðafæri í upphafi fyrri hálfleik þegar hann skallaði framhjá marki, alveg upp við mark eiginlega.

En Everton liðið var mjög þolinmótt og stóðst pressuna vel. Enda veit það hvert mannsbarn að Liverpool vörnin gerir mistök í öllum leikjum og þessi var engin undantekning. Aulinn hann Lovren hrinti Calvert-Lewin inni í teig. Engin spurning — víti og hver annar en Rooney á punktinn? Rooney skoraði örugglega í mitt markið og mér sýndist útsendingin gefa til kynna að hann hafi verið að skora sitt sjötta mark í sjö leikjum gegn Liverpool. Lovren algjör auli að brjóta á Calvert-Lewin, sem var ekki einu sinni að stefna á markið! Lovren er, hins vegar, gjöfin sem heldur áfram að gefa — mikið er nú alltaf gaman að sjá hann spila. Ef einhver Liverpool maður ætlar að kvarta yfir hrindingu frá Lovren er rétt að benda á hrindingu Salah í aðdraganda marks hans.

Rooney var svo skipt út af fyrir Jagielka á 82. mínútu — Sam Allardyce að loka sjoppunni og það gekk eftir. Liverpool menn rembdust við að komast yfir aftur en Everton sagði nei takk og skelltu í lás. Lokastaðan 1-1 og Dejan Lovren okkar besti maður í dag.

Eitthvað var Carragher að stæra sig af því að Liverpool myndi eyðileggja bæði jól og áramót fyrir Everton. En okkur þykir leitt að valda þér vonbrigðum, Carragher. Not.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Kenny (7), Holgate (6), Williams (6), Cuco Martina (4), Gueye (6), Calvert-Lewin (5), Davies (5), Sigurdsson (5), Rooney (6), Niasse (5). Varamenn: Lennon (6), Schneiderlin (6). Liverpool með svipaðar einkunnir, 6 á línuna fyrir utan Salah með 7 og Lovren með 5. Maður leiksins að mati Sky: Jonjoe Kenny.

Var svo ekki einhver sem sagði að það væri ekki pláss fyrir bæði Rooney og Gylfa í sama liðinu? Lítum á síðustu þrjá leiki Everton (fyrir derby leikinn) þar sem Gylfi og Rooney voru báðir í byrjunarliðinu:

Byrjum á Rooney:
3 mörk og ein stoðsending (í þremur leikjum) og hann bætti við marki í dag — og átti stoðsendinguna sem þvingaði Lovren til að gefa víti.

Gylfi (í þessum þremur áðurnefndu leikjum):
2 mörk (eitt á móti Huddersfield og algjör screamer á móti Southampton)
2 stoðsendingar á móti West Ham (þar af ein sem þvingaði Hart til að gefa víti).

Gylfi ekki eins atkvæðamikill í dag en hann sinnti varnarvinnunni af stakri prýði, alltaf mættur þegar Salah fékk boltann á kantinum til að tvímenna á hann ásamt Cuco Martina, sem var að leika úr stöðu í vinstri bakverði. Pickford líka flottur í marki og ekki hægt að kenna honum um markið. Hann, hins vegar varði frábærlega frá Coutinho úr aukaspyrnu upp í samskeytin. Varnarlínan hélt vel og Kenny vel að manni leiksins kominn. Maður er líka aðeins farinn að kannast við Williams undanfarnar vikur.

En látum þetta nægja í bili. Flott stig á erfiðum útivelli, held að þessi úrslit gefi bláum meiri innspýtingu inn í jólin en rauðum.

28 Athugasemdir

  1. Albert Gunnlaugsson skrifar:

    Gaman væri að taka þá núna. á bróður á vellinum og tvo syni hans sem halda með þeim rauðu! Er á fullu að stríða þeim núna 🙂

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta er skelfilegt að sjá. Það er bara tímaspursmál hvenær þeir skora.

  3. Diddi skrifar:

    Er walter smith með okkar menn

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Má hrinda í fótbolta? Ég gat ekki betur séð en tikka masala hrinti Martina áður en hann skoraði.

  5. Marino skrifar:

    Ef þetta hefði verið hinumeigin hefði þetta verið aukaspyrna
    Spjaldið sem gylfi fekk odyrt gomez hefði þa att að fa spjald
    Eenn everton eru hræddir það vinnur ekki fotboltaleik

  6. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Við getum þakkað Pickford og Kenny ef við töpum bara með einu eða tveimur mörkum.

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Nú verður DCL settur í bann.

  8. Gestur skrifar:

    Þetta var bara fínt

  9. Eiki Einars skrifar:

    Sáttur? Hvað getur maður annað eftir þvílíkan fyrri hálfleik. Ég verð að vísu að hrósa liðinu fyrir frábæran varnarleik, Liverpool fékk engin færi, en samt sem áður verð ég að segja að ég geng sáttur frá borði. Ef leikurinn ætti að dæmast út frá dómkvaðnigi, þar sem næstum allt væri okkur í óhag, þá væri úrskurður þar sem við værum því miður undir í flestu. Sáttur, þess vegna, út frá hvernig þessu leikur spilaðist, en takið eftir, við tökum þá í bikarnum i janúar!

  10. Eyþór skrifar:

    Þetta voru frábær úrslit fyrir okkur.

  11. Ari G skrifar:

    Frábær varnarleikur Everton í þessum leik loksins er Williams farinn að spila alvöru varnarleik. Erfitt að meta hver var bestur en Kenny var frábær í þessum leik sérstaklega í seinni hálfleik enda sóttu Liverpool látlaust á hann í leiknum en hann stóðst pressuna oftast nær. Gylfi var ekkert sérstakur í þessum leik en hann er samt mun betri en fyrir nokkrum vikum. Þetta er alltaf víti snerting er alltaf snerting þótt lítil sé. Er bjartsýnn að Everton nái vonandi 60 stigum í deildinni í vetur og í vor.

  12. Ingvar Bæringsson skrifar:

    The Merseyside robbery.
    Mér fannst Kenny, Holgate, Pickford og Gana okkar bestu menn í dag.
    Martina vil ég aldrei sjá aftur í liðinu en verður trúlega ekki að þeirri ósk.
    DCL var duglegur eins og alltaf og það skilaði sér þegar hann fékk vítið.
    Svo gat ég ekki annað en hlegið þegar lýsendurnir á NBC froðufelldu yfir þessum vítaspyrnudómi, þeir voru meira en lítið svekktir.

  13. Ari S skrifar:

    Mér er eiginelga skítsama hvernig við spiluðum í dag. Ég var að horfa á fyrstu youtoube klippuna frá leiknum (ég var því miður að vinna í dag og sá ekki leikinn) að ná jafntefli í dag er sigur fyrir okkur þykir mér.

    Svona líður mér … eins og kemur fram á klippunni sem fylgir með.

    https://www.youtube.com/watch?v=HcHur7lSNuQ

  14. Ari S skrifar:

    Og enn er Sam Allardyce með taplausan feril hjá Everton, „long may it continue“!

  15. Finnur skrifar:

    Það fyndnasta við þetta allt saman er að opinbert takmark Sam Allardyce var að gera leikmenn Liverpool frústreraða og það heppnaðist fullkomlega, eins og sást í leikslok — og frústreringin var ekki bara hjá leikmönnum Liverpool heldur einnig hjá stuðningsmönnum í kommentakerfum í kjölfarið. Þetta heppnaðist eiginlega svo vel að Klopp missti sig í viðtali við fréttamann eftir leik (og þurfti að afsaka sig við hann). Gerir þetta stig eiginlega ennþá sætara…

    • Ari S skrifar:

      Þetta snyst allt um að ná í stig og okkur tókst það í dag. Það sem meira er við tókum TVÖ stig af þeim! við erum á uppleið, það er nóg fyrir mig í dag. Spilamennskan mun lagast með tímanum.

      Ég er að verað ánægðAri og ánægðAri með ráðningu Sam Allardyce með hverju deginum sem líður. Að sjá vælið í Jurgen Klopp eftir leikinn í gær. Það var ótrúlegt að heyra í honum, maður hefur oft heyrt í Mourinho, Guardiola og aðra slíka sem hafa ótakmarkaða peninga og þrjá menní hverja stöðu væla yfir vararleik annarra liða þegar þeim tekst ekki að skora.

      Alltaf snýst þetta um að skora mörk og ef þú vælir yfir því hvernig hinir pakka í vörn þá ertu um leið að væla yfir lélegum sóknarmönnum þínum. Jurgen Klopp var ömurlegur eftir leikinn í gær og Sam Allardyce var yndislegur, hann verður frábær stjóri fyrir okkur, þetta og næsta tímabil.

      Kær kveðja, Ari

  16. Finnur skrifar:

    Nei, sko… Ashley Williams í liði vikunnar að mati BBC:
    http://www.bbc.com/sport/football/42302415

  17. Finnur Thorarinsson skrifar:

    Jæja, þá er BBC búið að skoða helstu atvik helgarinnar aftur og Klopp lítur ansi kjánalega út fyrir að gagnrýna dómarann og hella sig yfir blaðamann. Bæði atvikin (víti og ekkert rautt á Gylfa) voru réttir dómar.

    http://www.skysports.com/football/news/11671/11166350/ref-watch-dermot-gallaghers-verdict-on-penalty-calls-in-both-manchester-and-merseyside-derbies

    Ég hefði þó viljað sjá atvikið með Salah tekið fyrir líka, þegar hann hrinti Martina og náði þar með af honum boltanum í aðdraganda marksins. Sjá hér:
    https://www.youtube.com/watch?v=Ml-k5CwwbYw&t=2m22s

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Þetta mark átti aldrei að fá að standa. Það hefur hingað til ekki mátt hrinda í fótbolta en eins og við ættum að vera farnir að átta okkur á þá gilda ekki sömu reglur fyrir öll lið á Englandi.
      En auðvitað átti Martina bara að standa þetta af sér en ekki hrynja niður eins og aumingi.

      • Diddi skrifar:

        Sammála Ingvar

      • Finnur skrifar:

        Um… OK. Ég er ekki alveg að skilja, Ingvar… Ef ég geng að þér og bíð færis þangað til þú ert aðeins off-balance… og hrindi þér. Ertu þá aumingi fyrir að standa það ekki af þér? Ef svarið er nei, sem ég á fastlega von á, þá spyr ég: Gilda önnur eðlisfræðilögmál um venjulegt fólk versus þá sem setja á sig treyjur og ganga inn á fótboltavöll?

        Tek það fram að ég er bara að spyrja fyrir frænda minn, sem dauðlangar að vita svarið… Hann er svolítið fyrir að hrinda fólki… 😉 Ég er minna fyrir það.

  18. marino skrifar:

    það hefur verið stórt bros a mér i morgun 🙂 ekki utaf liv-eve heldur fréttini að lukaku hafi ekki tekist að skora a moti topp 6 liðum og akkurat bara mork einsog maður roflaði utaf siðustu ár 3ðja 4ða mark i stærri sigrum mork sem færa liðinu ekkert nema mork i plús hehe sagði þetta við nokkra utd menn i sumar og allir sogðu mer að hætta vera bitur 🙂 enn nuna fæ eg messenger skilaboð frá þeim sem hljóða uppá bolvun lukaku hehe
    rooney 8 mork lukaku 8 mork everton hefur aðeins skorað 2 morkum minna enn a sama tima i fyrra
    og einsog þið kannski munið þá var eg ekki að elska hann i fyrra þvi mork hanns voru ekki mikilvæg sammt fekk hann alltaf að vera nr1 maðurinn og var orðinn stærri enn klubburin i ummfjollun

  19. Ívar Bragason skrifar:

    Er með tvo miða á Everton-Swansea.18.12. fyrir lítið sem ekkert.Main Stand 2 | 2 tickets
    Row GG | Seats 80, 79. Einn fullorinn og einn barnamiði. StubHUb, kemst því miður ekki.
    Ívar 8982275

  20. Gestur skrifar:

    Svakalega koma þessar upphitanir seint hér inn. Það er mjög gaman líka að spá aðeins í leikinn áður en hann er flautaður á.

    • Einar Gunnar skrifar:

      Væri frábært að ná í 3 stig í kvöld; hafið þið hugmynd um hvort að leikurinn verði sýndur hér heima?

  21. Elvar Örn skrifar:

    Sælir

    Hann er amk sýndur á nokkrum stöðvum í heiminum (ekki í beinni á Íslandi).
    Hægt er að sjá stöðvar t.d. hér:
    http://bestforkodi.com/upcoming-televised-football-where-to-watch-the-games/
    Einnig oft hægt að sjá hér (já og kaupa þar áskrift ef vill):
    http://ntv.mx/?c=2&a=0&p=109

    Útileikir eru Everton ansi erfiðir þegar á móti hefur blásið en sigur í dag yrði ansi sætt verð ég að segja.