Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Lewis Gibson keyptur – STAÐFEST - Everton.is

Lewis Gibson keyptur – STAÐFEST

Mynd: Everton FC.

Klúbburinn staðfesti rétt í þessu kaup á varnarmanninum unga og efnilega, Lewis Gibson, frá Newcastle.

Hann er 17 ára enskur U17 ára landsliðsmaður sem skrifaði undir þriggja ára samning, til sumars 2020. Hann fer til liðs við David Unsworth og félaga í Everton U23. Gibson er fimmta viðbótin við Englandsmeistaralið Everton U23 en áður voru Nathangelo Markelo, Anton Donkor, Boris Mathis og Josh Bowler keyptir.

Velkominn Lewis Gibson!

1 athugasemd

  1. Elvar Örn skrifar:

    Everton eru að kaupa þennan gutta á 6 milljónir.
    Það virðast vera nægir peningar hjá Everton þar sem þeir hafa keypt nokkra svona pjakka á einhverjar milljónir punda.

    Eftir þessi kaup á Pickford, Keane, Rooney, Sandro þá finnst manni hafa verið svolítið stopp í kaupum liðsins á byrjunarliðs-leikmönnum. Eftir viðtalið við Koeman fyrir leikinn í gær þá er ljóst að hann vill helst fá 3 leikmenn í viðbót og er Gylfi líklega einn af þeim. Það er þó vert að nefna það að enn er rúmur mánuður eftir af félagaskiptaglugganum og því getum við þurft að bíða eitthvað eftir næstu kaupum.

    Það er samt svo mikilvægt að fá menn inn á þeim tíma svo að þeir geti tekið þátt í Pre-Season en á móti má nefna að við erum þegar komnir með marga menn sem eru að fara í aðalliðið svo þeir sem á eftir koma eru bara svona bónus.

    Í byrjunarliðinu í gær voru bara Mirallas og Baines ef ég man rétt sem voru ekki keyptir af Koeman og því um verulega breytingu á liðinu að ræða á skömmum tíma.

    Það er ljóst að Barkley er að fara frá Everton, allar líkur á að það gerist innan mánaðar og ef svo ólíklega vill til að hann verði ekki seldur þá fer hann á free transfer næsta vor.

    Held að í ljósi þessa þá verðum við að kaupa Gylfa og tel algert must að fá annan sóknarmann til viðbótar við Sandro og einn miðvörð fyrir Funes Mori (sem er frá meiddur í mest allan vetur). Þetta er í raun það sem Koeman vill og vona ég svo sannarlega að það gangi eftir. Amk virðist peningurinn vera til skv. þessi fjölmörgu kaupum Everton á ungum dýrum leikmönnum.