Mynd: Everton FC.
Fyrsta vináttuleik Everton lauk með 2-1 sigri á Gor Mahia en þetta var svona exhibition match þar sem nokkur lið kepptu um að fá að mæta Everton í úrslitum Sportpesa Supercup, ef ég skil þetta fyrirkomulag rétt. Tvö undramörk tryggðu sigurinn, eitt frá Rooney og eitt frá Kiearan Dowell, bæði af löngu færi.
Einhver vandkvæði voru með strauminn því sumir komust inn einhvern tímann í fyrri hálfleik en aðrir ekki fyrr en í seinni. Og sum okkar komust aldrei inn (sem var raunin hér) og þurfa því að horfa á upptöku af leiknum síðar.
Þið sem komust inn — eigið þið einhver komment?
Flottur leikur verð ég að segja. Ansi jafnt í þeim fyrri en Everton skipti 11 mönnum í hálfleik og voru magnaðir í þeim seinni.
Mögnuð mörk frá Rooney og Dowell.
Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri hjá Everton og margir litu ansi vel út í dag.
Everton komu á óvart í fyrsta leiknum á undirbúningstímabilinu og greinilegt að hópurinn hefur breikkað verulega.
Missti af fyrstu 20 mínútunum reyndar.