Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Henry Onyekuru keyptur – STAÐFEST - Everton.is

Henry Onyekuru keyptur – STAÐFEST

Mynd: Sky Sports.

Uppfært 30. júní 2017: Everton staðfesti í dag kaupin á Henry Onyekuru. Velkominn Henry!

Sky Sports greindu frá því að Everton hefðu fest kaup á Henry Onyekuru, tvítugum sóknarmanni frá KAS Eupen í Belgíu. Hann var markahæsti maður belgísku efstu deildarinnar á síðasta tímabili og átti einnig í viðræðum við Arsenal og West Ham en ákvað að semja við Everton.

Hann skrifaði undir 5 ára samning og er kaupverðið er 6.8M punda að sögn Sky en Everton hefur ekki staðfest það. Hann og mun vera í láni hjá Anderlecht næsta tímabil þar sem hann er ekki kominn með atvinnuleyfi í Bretlandi.

Hér er myndband af síðasta tímabili kappans (hann leikur í treyju númer 21).

Skv. frétt frá BBC stóðst hann í læknisskoðun hjá Everton í gær en samningar eru ekki frágengnir.

10 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Sá líka einhvern halda því fram að þetta væri sjoppað. 🙂

  2. Ari G skrifar:

    Glæsileg kaup enn aftur. Leikmenn keppast um að spila eða skrifa undir hjá Everton. Er viss um að Everton verði mun sterkari þegar Lukaku er farinn og markaskoruninn dreifist á fleiri. Vonandi verður Barkley áfram hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Hef smá áhyggjur af að Sandro skrifi ekki undir það kemur í ljós vonandi strax eftir euro21. Michael Keane næstur vonandi þá fer þetta að líta miklu betur út. Framtíðin er björt sumir vilja fara og aðrir jákvæðari koma í staðinn með Everton andann.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Miðað við þett Youtube myndband þá er þetta leikmaður sem fær fólk til að standa upp úr sætinu um leið og hann fær boltann.
    Hlakka til að sjá hann á næsta ári, held að hann verði í uppáhaldi hjá mér, svo lengi sem hann notar ekki hvert tækifæri til að tala um að hann vilji fara í „stærra“ félag eins og sumir eru búnir að gera síðustu fjögur árin.

    • Ari S skrifar:

      Ingvar núna hættuð við líka að tala um það. Það er fyrsta skrefið.

  4. Finnur Thorarinsson skrifar:

    Nokkrir punktar um leikmanninn frá einum sem þekkir hann vel:
    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/henry-onyekuro-models-himself-thierry-13251622