Mynd: Everton FC.
Everton á útileik gegn West Ham á laugardaginn, kl. 14:00 í 34. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar. Útlitið er ekki sérlega bjart hjá West Ham þessa dagana — þeim hefur gengið herfilega að sigra andstæðinga sína á árinu: unnu tvo leiki allan janúarmánuð (Crystal Palace og Middlesbrough), einn í febrúar (Southampton), engan í mars og aðeins einn í apríl (Swansea). Af þessum liðum er aðeins Southampton liðið ofar en 15. sæti á töflunni en allir hinir leikir West Ham — ef frá eru skilin þrjú jafntefli — voru tapleikir. Þá vantar þó aðeins þrjú stig til að telja sig örugga frá falli (4o stig) þannig að það má reikna með að þeir koma til með að gefa allt í leikinn.
Það er gaman að segja frá því að Lukaku (einn af leikmönnum ársins að mati PFA) einfaldlega elskar að skora gegn West Ham en hann er nú búinn að skora gegn þeim í níu leikjum… í röð. Til samanburðar má nefna að það þykir gott ef leikmaður skorar 15-16 mörk eða meira gegn sama félaginu… á ferlinum. Einnig rétt að minnast á að Leighton Baines varð í síðasta leik fyrsti varnarmaðurinn í Úrvalsdeildinni til að ná 50 stoðsendingum. Svo er líka ótrúlegt að hugsa til þess að Ashley Williams náði stoðsendingu í þriðja leik sínum í röð í síðasta leik gegn Burnley og Jagielka er búinn að skora mark í þremur leikjum í röð. Varnarmenn okkar að brillera.
Lánsmaðurinn Enner Valencia er ekki gjaldgengur gegn West Ham og Koeman sagði að McCarthy væri metinn tæpur en miðað við framganginn verður að teljast ólíklegt að hann taki mikinn þátt í leikjum Everton fram að lokum tímabils. Mo Besic er hins vegar allur að koma til, en hann mun leika með U23 ára liðinu gegn Chelsea. Og talandi um U23 ára liðið, þá tók Liverpool Echo saman grein um lykilleikmenn Everton U23 liðsins sem geta með sigri gegn Chelsea U23 tryggt sér Englandsmeistaratitilinn annað kvöld (fös).
Líkleg uppstilling Everton gegn West Ham: Robles, Baines, Williams, Jagielka, Holgate, Schneiderlin, Gana, Davies, Mirallas, Barkley, Lukaku.
Leikurinn verður ekki sýndur í beinni útsendingu.
Chelsea- EvertonU23 á facebook, 20 mín. eftir og staðan 2-2
Leik lokið 2-2 líklega nóg til að vinna deildina. 1 leikur eftir á móti Lpool.
2-5 fyrir okkur 🙁