Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Tottenham – Everton 3-2 - Everton.is

Tottenham – Everton 3-2

Mynd: Everton FC.

Stuðningsmenn Everton horfðu svolítið til þessa leiks með eftirvæntingu því sigur hefði sent ákveðin skilaboð til liðanna fyrir ofan — að allt væri hægt og baráttan um fjórða sætið í algleymingi. Tap, aftur á móti, myndi þýða að Europa League væri það besta sem hægt væri að vonast eftir. Niðurstaðan, því miður, var eins marks tap á afar erfiðum útivelli og róðurinn verður þungur hér eftir, þó allt sé náttúrulega mögulegt.

Uppstillingin: Robles, Coleman, Baines, Williams, Funes Mori, Barry, Gana, Schneiderlin, Davies, Barkley, Lukaku. Varamenn: Stekelenburg, Jagielka, Holgate, McCarthy, Mirallas, Lookman, Valencia.

Lítið um færi fyrstu 20 mínúturnar, varnirnar héldu vel en Everton virkuðu nærri því að smella og komast í færi framan af – alveg þangað til Harry Kane tók til sinna ráða og þrumaði inn af löngu færi. 1-0 Tottenham.

Markið skók Everton og Tottenham tóku völdin á vellinum. Kane var ekki langt frá því að skora strax á eftir og Eriksen komst í flott færi stuttu síðar en setti boltann rétt framhjá stöng. Hann átti svo skalla rétt framhjá marki seinna í leiknum.
Lítið að gerast fram á við hjá Everton og miðja Tottenham með undirtökin í leiknum. Slakur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum og staðan 1-0 í hálfleik. Forskot Tottenham hefði jafnvel getað verið stærra.
Harry Kane hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og skoraði annað mark fyrir Tottenham á 55. mínútu. Varnarvinnan ekki upp á marga fiska því Schneiderlin og Williams voru að gaufa með boltann fyrir framan teig og Delle Alli komst inn í sendingu Schneiderlin til Williams og sendi á Kane sem komst einn upp að marki. Allt of auðvelt. 2-0.
Tvöföld skipting á 64. mínútu. Mirallas fyrir Davis og McCarthy fyrir Barry. Allt of seint, þó.
Eða hvað? Lukaku minnkaði muninn á 80. mínútu þegar Mirallas setti hann inn fyrir með flottri stungu. 2-1, game on.
Tottenham voru næstum búnir að svara strax þegar Kane komst einn inn fyrir en Robles lokaði vel á hann.
Valencia skipt inn á fyrir Gana í kjölfarið.
Rétt undir lokin komu tvö mörk, bæði upp úr aukaspyrnu. Fyrst eitt frá Delle Alli, svo eitt hinum megin, frá Valencia.
En það reyndist lokaniðurstaðan. 3-2 sigur Tottenham. Sanngjarnt þegar á heildina litið.
Einkunnir Sky Sport: Robles (4), Coleman (5), Williams (4), Funes Mori (5), Baines (5), Gueye (5), Schneiderlin (4), Barry (4), Barkley (5), Lukaku (6), Davies (4). Varamenn: Mirallas (5), McCarthy (5), Valencia (6).

29 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    3-1 fyrir spurs, alltof hræðsluleg uppstilling hjá okkar manni, Barry hefur ekkert að gera í fljóta og tekniska miðjumenn, því miður, en auðvitað vona ég að við vinnum 0-3, við þurfum að stoppa Kane, hann virðist skora í hvert sinn sem hann nær skoti á rammann, hann er ekki eins duglegur að leggja upp 🙂

  2. Gunnþór skrifar:

    Þetta er strax komið hjá þér Diddi kane skoraði og Barry á hælunum. Þetta stefnir í 5-0 tap miðað við fyrsta hálftímann.

  3. Diddi skrifar:

    Koeman segir við þá í hálfleik: „ef þið hefðuð bara sagt mér fyrir leikinn að þið ætluðuð ekki að spila þá hefði ég valið aðra til þess “ 🙁

  4. Einar Gunnar skrifar:

    Hvaða, hvaða, það er allur leikurinn eftir. Það vill nú gerast að annað liðið skori fyrsta markið 😉

  5. Gunnþór skrifar:

    Já en það er allt í lagi að mæta til leiks og ná allavega að klukka tvo í fyrri hálfleik.

  6. Diddi skrifar:

    þetta getur ekki annað en batnað í seinni 🙂

  7. Marínó skrifar:

    Sá einhver Barry í fyrri fyrir utan að pressa ekki á kane í markinu

  8. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Mér fannst okkar menn alveg í lagi svona fyrstu 15 til 20 mínúturnar, svo skoraði totteringham og næstu 10 til 15 mínútur á eftir gátum við ekki blautan en mér fannst þetta vera aðeins að lagast síðustu 10 mínúturnar.
    Ég vil fá Barry út og Mirallas, Lookman eða Valencia inn á. Það þarf að láta þessa öftustu menn hjá þeim hafa um meira að hugsa en Lukaku.

  9. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Úffffff!! Þetta er líklega bara að fara að versna ?

  10. Marínó skrifar:

    Lélegasta frammistaða síðan á móti chelski

  11. Gunnþór skrifar:

    Tottenham númeri of stórir fyrir Everton liðið ennþá. Nú verður bara að treysta á man utd að þeir taki 4 sætið eina von okkar um Evrópu á næsta tímabili.

  12. þorri skrifar:

    er að horfa á leikinn hjá okkar mönnum . ekki góður en náðu að klóra í bakkan. Ekki besti leikurinn sem ég hef séð hjá okkar mönnum.Tottenham voru einfaldlega milku betri og áttu þetta skilið

  13. Gunnþór skrifar:

    Þurfum klárlega nýjan markmann set spurningamerki við hann í tveimur fyrstu mörkunum.

    • Ari S skrifar:

      Bölvað bull er í þér drengur. Við þurfum ekkert nýjan markmann. Þurfum við kannski nýjan stjóra vegna þess að hann breytti liðinu frá því í síðasta leik? #mínskoðun.

  14. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég var að komast á þá skoðun að nýr markvörður væri ekki endilega forgangsatriði næsta sumar, og Robles hefur oft bjargað okkur í síðustu leikjum. En hann gaf þeim tvö mörk í dag og svoleiðis gera toppmarkverðir ekki.
    Það kæmi mér ekki á óvart þó Stekelenburg byrjaði næsta leik.
    Barry má mín vegna sitja á bekknum það sem eftir er af tímabilinu, hann var ekki góður í dag og ég skil ekki af hverju hann byrjaði en ekki McCarthy.
    Coleman er alltaf duglegur og mér finnst yfirleitt gaman að horfa á hann en hann virðist bara eiga eina góða fyrirgjöf á ári og hún kom í síðasta leik.
    Annars voru okkar menn bara frekar slakir í dag og þeir verða að gyrða sig í brók fyrir næsta leik á móti West Brom. Sigur í honum gæti gulltryggt sjöunda sætið.

    • Ari S skrifar:

      Þið eruð að springa úr vitleysu gunnþór og Ingvar… fyrsta tapið í tíu leikjum og þá er allt í einu kominn rökstuðningur fyrir nýjan markmann? Ég á ekki til orð!!! 😉

      kær kveðja, Ari

  15. Gunnþór skrifar:

    Sammála þér Ingvar vill heldur sjá Mccarthy heldur en Barry inná.

  16. Elvar Örn skrifar:

    Enginn kantmaður byrjaði, hver á þá að mata Lukaku?
    Alveg klárt í byrjun að Lukaku myndi ekki fá úr miklu að moða.

    Þvílík breyting loksins þegar Mirallas kom inná og Valencia virtist ansi ferskur einnig.

    Tottenham ávallt skrefi á undan Everton og sáttur við að Everton gáfust amk ekki upp og náðu að skora 2 á erfiðum útivelli.

    Það virðist meitlað í stein að Everton verði í 7 sæti í besta falli, það er bara aðeins í það að klúbburinn fari að ógna liðunum fyrir ofan okkur. Margir leikir akkúrat framundan gegn þeim og flestir á útivelli. Tel alveg klárt að miðað við þá leiki sem eftir er að eina sem everton getur gert er að halda núverandi stöðu og treyst því að 7 sæti gefi Evrópusæti, ef það fer svo þá verður tímabilið að teljast success á fyrsta ári Koeman.

    Sjáum hvað setur en mikilvægur leikur gegn WBA næstu helgi til að tryggja þetta umtalaða 7 sæti amk.

    Barry er off og vil ekki sjá hann byrja leik. Davies ekki verið alveg nægilega góður heldur og klárlega versti leikur Schneiderlin í Everton treyju.

    Finnst Williams orðinn nokkuð hægur og tel að klúbburinn þurfi yngri menn í þessa stöðu, t.d. Kane frá Burnley.
    Held einnig að Everton þurfi heimsklassa markmann ætli liðið sér ofar.
    Everton þarf einnig alveg klárlega 1-2 sóknarmenn til viðbótar, hvernig er staðan ef Lukaku meiddist og yrði frá í nokkra mánuði?, það yrði algert slys.

    Held satt best að segja að þetta sé fjórði tapleikurinn í röð þegar ég hef látið sjá mig á Ölveri, djöfulsins rugl er það.

  17. marino skrifar:

    fa rooney eg var efins enn sa að það hefði verið not fyrir hann i dag

  18. Georg skrifar:

    Það er alveg ljóst að við hittum ekki á okkar besta dag í þessum leik. Þrátt fyrir það skorum við 2 mörk sem má teljast jákvætt.

    Hinsvegar gerðum við mjög vel í byrjun leiks og var í raun ekkert í gangi þegar fyrsta markið kemur hjá Tottenham. Fannst Barry gefa Kane allt of mikið pláss, í stað þess að mæta honum þá fór hann til hliðar sem opnaði fyrir skotmöguleikann sem Kane nýtti sér.

    Mark tvö var röð misstaka, Robles átti ekki að henda boltanum í þetta svæði þar sem Tottenham menn voru margir. Schneiderlin gerði mistök, en mér fannst líka staðsetningin á Williams vera mjög slæm, hann var allt of nálægt Schneiderlin, í stað þess að vera aftar og gefa kost á sendingunni á sig. Fannst mark 2 drepa pínu möguleika okkar á úrslitum í þessum leik.

    Lukaku hafði hægt um sig en hann þarf bara eitt moment til að skora sem hann gerði. Nú er hann orðinn okkar markahæsti leikmaður í sögur úrvalsdeildarinnar með 61 mark. Leikmaðurinn sem sumir hér vildu selja núna á haustmánuðum 🙂

    Mér fannst Barkley flottur í leiknum og bar af í okkar liði. Valencia kom með fína innkomu og finnst mér Valenica bara virka sem varamaður frekar en að byrja.

    Taktísk mistök fannst mér hjá Koeman að hafa Barry inn á. Ef hann vildi meiri þéttleika á miðjuna þá hefði hann átt að byrja með McCarthy sem hefur verið að spila vel í síðustu leikjum. Barry er einfaldlega orðinn of hægur gegn hröðum leikmönnum, nota Barry frekar í leiki gegn liðum í neðrihlutanum, hann getur verið yfirburðar maður í þeim leikjum á miðjunni en ekki gegn toppliðunum.

    Núna eru tveir heimaleikir gegn WBA og Hull, gríðarlega mikilævægt að taka 6 stig þarna. Ef við vinnum WBA þá erum við svo gott sem búnir að tryggja okkur að enda ekki neðar en 7. sætið.
    Næsti leikur þar á eftir er Liverpool, gæti orðið áhugaverður leikur ef við tökum hina 2.

  19. Ari G skrifar:

    Mestu mistökin var að hafa 3 varnarsinnaða miðjumenn vonandi hættir Koeman því strax og spilar 4-3-2-1 eða 4-5-1 best væri 4-4-2. Skil ekki hvað Rooney er allt í einu orðinn ómissandi fyrir Everton vill hann ekki nema borga honum 80000 pund hámark á viku ef ekki bless. Finnst tími Barrys búinn hjá Everton höfum Gana, Macarthy, Schneiderlin, Besic allir þessir 4 eru betri en Barry í dag. Lookman eða Valencia þurfa að spila með Lukaku geta skipst á. Barkley verður alltaf lykilmaðurinn okkar á miðjunni sé ekki arftaka hans í hópnum nema kannski Davies jafnvel Mirallas samt ekki eins góðir í hans stöðu.

    • marino skrifar:

      rooney er ekkert ómissandi enn mindi styrkja sma og væri fint að hafa svona reynslu kall i hopnum svo væri 3 i vorn alltaf óskin okkur gekk mjog vel með þvi og skemmtilegt kerfi eg vill sja það

  20. Gestur skrifar:

    Sá ekki leikinn en finnst á skrifum ykkar að Barry sé ekki nægilega góður fyrir okkur og fékk ég það strax á tilfinninguna að hann ætti ekki heima í þessum leik. McCarthy er mikið betri leikmaður, Becic er er ekki á leiðinni að spila og finnst mér að það eigi að selja hann í sumar. Varðandi Williams þá var hann með betri einkunn en Mori. Í marki nr1 er Gana ekki nógu duglegur að hlaupa með Kane. Markmannsstaðan er erfið en mér sýndist Robles verja eitthvað og hefur verið góður í öðrum leikjum. Eins og ég hafði áhyggur af eftir gluggna að það vantar gæði á miðjuna og það kemur í ljós þegar við spilum við sterkari liðin en Everton á eftir mjög erfiða útileiki.
    7 sætið er okkar.

  21. Diddi skrifar:

    það fer virkilega í taugarnar á mér hvað Barkley hangir mikið á boltanum og sendir hann seint frá sér. Margar lofandi sóknir stoppa á honum. Hann á góðar sendingar en er allt of lengi að koma boltanum frá sér 🙂

    • Ari S skrifar:

      Það er hans helsti kostur að stundum kemur alveg hreint brilliant út úr því að hanga á boltanum… hann dregur að sér andstæðingana og á meðan verða samaherjar hans fríir. Eins getur það gerst eins og gerðist í þriðja markinu gegn WBA þá er hann pínu lengi með boltann og það virkaði í þetta sinn… en ég er sammála þér Diddi leiðinlegt þegar boltinn er tekinn af honum… en að mínu mati þá er þetta hans leikstíll… hann getur verið hættulegur þegar hann losar sig við boltann… á réttum tíma… kær kveðja, Ari.