Mynd: Everton FC.
ATH: Skráningu í Íslendingaferðina er lokið.
Næsta Íslendingaferð að sjá Everton á Goodison Park er á dagskrá næstkomandi apríl, eins og fram kom hér, og nú gefst þér tækifæri á að fara í bráðskemmtilega hópferð Everton klúbbsins á Íslandi til fyrirheitna landsins að sjá Everton taka hressilega á móti Burnley á Goodison Park. Athugið að vegna sífellt aukinnar aðsóknar í miða er takmarkaður fjölda sæta í boði. Þau hjá Vita Sport (samstarfsaðila okkar í þessum ferðum) eru byrjuð að auglýsa ferðina en smáatriðin er að finna hér að neðan.
Flug: Um er að ræða beint flug fram og til baka frá Keflavík til Manchester með Icelandair. Flogið verður út með flugi FI440 föstudaginn 14. apríl kl. 08:00 og heim aftur með flugi FI441 þann 17. apríl kl. 13:25 (mánudagur).
Gisting: Þrjár nætur á Jury’s Inn hótelinu í Liverpool (sjá á Google Maps), sem við, sem höfum farið í ferðir þangað, þekkjum og líkar vel. Gisting og morgunmatur eru innifalin í verði en gera má ráð fyrir að tveir ferðalangar deili saman herbergi. Klúbburinn aðstoðar staka herbergisfélaga að sameinast um herbergi ef þess er óskað en að sjálfsögðu er einnig er hægt vera stakur/stök í herbergi (ef greitt er aukalega).
Leikdagur: Leikurinn er settur laugardaginn 15. apríl 2017 kl. 15:00, daginn fyrir páskadag. Alveg er inni í myndinni að fara á annan leik en við munum huga að því þegar nær dregur og dagsetningar orðnar ljósar.
Verð: Heildarverð fyrir þennan pakka er 99.500.- kr. og er innifalið í því beint flug til og frá Manchester, gisting í þrjár nætur á hóteli (plús morgunmatur) og miði á Everton leikinn. Ath: Ef óskað er þess að hafa engan herbergisfélaga kostar ferðin 125.500.- kr.
Staðfesting: Ferðaskrifstofan Vita Sport sjá um bókanir í síma 570-4472 eða á tonsport@vita.is. Pöntun telst svo staðfest við greiðslu 40.000.- kr. staðfestingargjalds.
Skráningarfrestur: Skráningu lýkur um leið og sætin klárast en eigi síðar en 7. mars. Skráningu er lokið. Athugið að það er takmarkað sætaframboð í þessa ferð þannig að ekki bíða með að panta. Látið okkur vita ef þið eruð að hugsa um að fara en eruð ekki búin að ákveða.
Ætla að fara veit ekki alveg hvort ég fari einn eða ekki. Verður mögnuð ferð eins og alltaf í þessum ferðum,hvet alla til að skella sér,þetta er svo mögnuð upplifun að fara á goodison park og sjá Everton spila.
Kannski rétt að benda á að þetta er páskahelginn.
Kom kannski einhverstaðar fram enn ég hef allaveg ekki séð það.
Áhugaverð ferð. Er einhver skráður í þessa ferð núna?
Já, það eru aðeins þrjú sæti laus — tvö ef einhver stakur skráir sig og vill vera með öðrum í herbergi, því það er einn á standby að bíða eftir herbergisfélaga.
Hve margir skráðir og hverjir? Er aðeins að skoða þetta.
Sjá skilaboð sem ég sendi þér.