Mynd: Everton FC.
Meistari Halldór Bogason var einn af Íslendingunum á vegum íslenska stuðningsmannaklúbbsins á pöllunum á sigurleik Everton gegn Crystal Palace á Selhurst Park á dögunum og hann sendi okkur þessa skemmtilegu ferðasögu hér að neðan. Við þökkum honum kærlega fyrir og gefum honum orðið:
Ég gisti á hóteli í Norður-London og þurfti því að koma mér til Suður-London þar sem Selhurst Park völlurinn er staðsettur. Völlurinn tekur 26,309 manns og er frá árinu 1924 þannig að þetta er völlur af gamla skólanum.
Á lestarstöðinni tók ég eftir Everton stuðningsmönnum og fannst við hæfi að tylla mér hjá þeim í lestinni til Selhurst Park. Ég spjallaði við þá alla lestarferðina og þeir buðu mér síðan á pöbb sem heitir The Railway Telegraph. Þar hafa Everton stuðningsmenn hist fyrir leiki gegn Palace í gegnum tíðina. Þetta var fyrsti pöbbinn frá lestarstöðinni og labbið því stutt. Bjórinn var óhemju ódýr og mikið að gera og því var hentugast að kaupa tvo í einu. Ég var mættur um þremur og hálfum tíma fyrir leik og þá var leikur Liverpool og Swansea að hefjast.
Við horfðum á hann og lætin urðu þvílík þegar okkar maður Gylfi setti sigurmarkið. Ég hafði rekist á hundruði stuðningsmanna Liverpool í Leifsstöð og mér fannst þetta því ekki leiðinlegt. Með hverju Swansea-markinu sungu Everton menn á pöbbnum “Red and White Sh*te hello”.
Þegar leikurinn var búinn þá var haldið áfram að drekka og spjalla. Uppselt var Everton megin, að sjálfsögðu, og samkvæmt Crystal Palace manni sem ég hitti við barinn var einnig uppselt hjá þeim. Ég spjallaði aðeins við hann en hann kvaddi með því að bjóða mér upp á bjór. Mikil gestrisni hjá Palace fólkinu.
Ég á leiðinni á völlinn.
Stemningin!
Ferðin var skipulögð sem rómantísk verslunarferð með frúnni og fótboltaleikurinn átti að vera aukaatriði (ekki í mínum huga) en stóð upp sem hápunktur ferðarinnar hjá okkur báðum. Ég hef aldrei farið á Goodison en ef það er í einhverri líkingu við að fara away megin með Everton stuðningsmönnum þá hlakka ég rosalega til að fara á leik þar.
Vil þakka Everton klúbbnum fyrir að redda okkur miðum.
COYB!
Ég hef farið á marga heimaleiki og séð minn skerf af sigurleikjum en á enn eftir að upplifa sigurleik á útivelli með eigin augum (reyndar í aðeins einni tilraun) — þannig að ég öfunda Halldór svolítið. 🙂
Sammála ykkur þetta er það skemmtilegasta sem maður hefur gert um ævina að fara á leiki á Englandi.
Gaman að lesa þessa grein og ég á leið á minn fyrsta útileik Everton eftir nokkra daga.
Hef sjálfur farið með þessum meisturum hér að ofan (ásamt mörgum öðrum) á Goodison Park og þær ferðir verið alveg magnaðar. Held að það sé kominn tími á ferð Everton klúbbsins á Íslandi á Goodison,,,eitthvað á plani á þessari leiktíð?
Hvet menn til að fara með þessum hóp ef það er í boði.
Já og Liverpool var að tapa fyrir Southampton bara núna og komast ekki í úrslitaleik bikarsins, ansans vesen 🙂
Man ekki alveg hvað var ákveðið — held það hafi verið Everton – Burnley í apríl, en það er ekki fastmótað þannig að ef góður kjarni er með augastað á einhverjum ákveðnum heimaleik Everton þá er aldrei að vita nema hægt sé að gera það að formlegri ferð.
Gaman að lesa þessa ferðasögu, ég er að fara á minn annan útileik með Everton 1.apríl