Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Morgan Schneiderlin skrifar undir - Everton.is

Morgan Schneiderlin skrifar undir

Mynd: World Soccer Talk

Everton gekk í dag frá kaupum á Morgan Schneiderlin frá Manchester United en hann er 27 ára franskur miðjumaður og er vel þekkt stærð hjá Koeman frá tíma þeirra með Southampton. Stjórar komu og fóru frá Southampton en vegur Schneiderlin óx ár frá ári og hann átti fast sæti í hjarta miðjunnar liði Southampton sem náði besta árangri þeirra í Úrvalsdeildinni frá upphafi. Leikform hans leiddi til þess að hann var keyptur til United fyrir 25M punda þar sem hann átti að leysa Michael Carrick af hólmi, en gamli þar er enn sprækur þannig að tækifæri Schneiderlin hafa verið fá.

Schneiderlin er djúpur miðjumaður og Koeman ætlar honum líklega að fylla í skarð Gareth Barry, sem er kominn á aldur, en hann ætti að slotta inn við hlið Idrissa Gana Gyeue í uppstillingunni 4-2-3-1.

Schneiderlin skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning (til júníloka 2021) og er kaupverðið 20M punda með árangurstengdum greiðslum sem gætu náð 24M punda. Hann fær treyjunúmerið 2, sem áður tilheyrði Hibbert, Ronaldo norðursins.

Schneiderlin sagði við þetta tilefni að hann vildi: „move to a club with big ambition and great expectations, to come in every day and work for something that you want to achieve because that’s what drives you forward“. Hann sagðist líka vera: „hungry as ever and [ready] to eat football again“. Heh… gaman að því.

“There is a manager in place here that I know, I know he can get the best out of me, I know his style and how he likes to play football. He was very good with me from the start and I enjoyed playing football under him.

“He was very good for me and, obviously, he was a massive player in his playing days and you can only learn from the best. At Southampton he gave me some great advice to keep improving every day and it was a pleasure to work with him.

“We spoke since the time I knew Everton would be interested. I know his ambition and why he came here. He believes in this and I do, too. We are trying to achieve something here and this is what I am here for. I know the fans have big expectations and we’ll do everything to make them come true.

“When I spoke with the manager and the people in place at Everton I understood immediately that they have a very good plan for the future of the Football Club. I just want to play football. I want to put my print on this Club and do everything to get Everton where it belongs.”

Koeman bætti við: “I’m very pleased because I know the player, I know the qualities of the player, I know him as a person and he’s really desperate to come to Everton – and that’s what we need,” he said.

“We want good players but we also want players who really want to show their qualities in front of the fans of Everton.

“He’s a strong character. I worked with him for one season at Southampton and he’s a midfield player who can play in different positions in the midfield. He’s also a fast player, he’s a clever player and he’s a personality. Normally, he’s part of the French national team and at 27 years old he’s part of the future at Everton.

“Morgan is really hungry to show his qualities and to play because that is the best thing for a football player. You are born as a football player to play games, not to sit on the bench or not be part of the team. But this is a new step, it’s a new future and he will show his qualities. I am convinced of that.”

Velkominn, Morgan Schneiderlin.

32 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    og cleverley er farinn í láni til Watford, ég þarf líklega ekkert að minna ykkur á það sem ég sagði þegar sá vesalingur var keyptur. En öðru máli gegnir um Schneiderlin, þar er á ferð alveg kostagripur fyrir okkur

    • Elvar Örn skrifar:

      Cleverley og Niasse að láni í önnur lið. Alveg sama með Niasse en Cleverley spilar amk ekki með Everton á meðan sem er jákvætt miðað við hvað kappinn hefur verið dapur með okkur að undanförnu. Held að Koeman sé að taka til, gott mál.

    • Finnur skrifar:

      Cleverley var ekki keyptur — hann kom á frjálsri sölu.

      • Diddi skrifar:

        æi Finnur, ég nenni ekki svona bulli

        • Finnur skrifar:

          Call it what you will en ég veit ekki betur en að þetta sé staðreynd. Okkur öllum væri það hollt í lífinu að kvarta minna yfir þvi sem við fáum ókeypis, alveg sama hvað það er. Í þeirri stöðu sem Everton var þegar Cleverley kom til Everton þá meikaði þetta alveg sens, viðskiptalega. Kaupverðið var 0 pund og áhættan því sáralítil — ef þetta gengur ekki upp þá má alltaf selja hann til annars liðs fyrir smá hagnað.

          • Diddi skrifar:

            það sem vantar uppá kaupverðið fær leikmaðurinn yfirleitt að töluverðum hluta í svona viðskiptum, heitir signing on fee þannig að það er bara bull að tala um frítt í þessu tilfelli plús það að þó að það hefði fylgt honum 1 pk af gulum tyggjó þá hefði aldrei átt að KAUPA hann

          • Finnur skrifar:

            Eins mikið og búið er að gagnrýna Everton fyrir nísku þá þarf enginn að segja mér að Cleverley hafi fengið einhvern feitan sign-on bónus frá Everton við þessi félagaskipti og ég held að ársreikningarnir undanfarið staðfesti það.

            En burtséð frá því — allir leikmenn fá ákveðinn sign-on bónus og þóknun umbans leggst svo ofan á, nema kannski þegar um frjálsa sölu er að ræða, eins og í þessu tilfelli. Það er ekki hægt að stjórna meiðslum leikmanna en _að öllu jöfnu_ þá kemurðu alltaf betur út fjárhagslega með frjálsa sölu en þegar þú þarft að kaupa upp samning við annað lið. Nema maður sé þeim mun gjafmildari í samningunum, sem hefur nú ekki verið aðalsmerki Everton undanfarin ár.

            Ég leyfi mér að fullyrða það að Cleverley mun koma betur út fjárhagslega en leikmaður af sama caliberi sem Everton hefði keypt fullu verði sem hefði lent í sömu meiðslum á sama tíma. Það er auðvelt að vera vitur eftir á, en það var ekkert að þessari ákvörðun að „fá hann eins ókeypis og hægt er“. Og betri staða fjárhagslega þýðir betri leikmenn í framtíðinni. Ég tek því fagnandi.

    • Gunnþór skrifar:

      Diddi hjartanlega sammála þér eins og vanalega ?

  2. Elvar Örn skrifar:

    Frábær kaup í Schneiderlin verð ég að segja.

    Þessi frétt er líka áhugaverð :
    http://www.dailystar.co.uk/sport/football/577746/Everton-Transfer-News-Ishak-Belfodil-Tancredi-Palmeri-Ronald-Koeman

    Svo er það Depay og nýr markmaður næsta sumar.

    So far erum við líklega öflugastir í þessum glugga.

    • Finnur skrifar:

      Uh, fyrirsögnin á þessari frétt…

      > Everton have completed £10.5m move for striker – journalist

      Striker – Journalist… Bíddu, ég er greinilega eftir á — hvernig staða er það?

      • Diddi skrifar:

        það skrifaði belgískur blaðamaður sem staddur er á Spáni að þessi drengur væri þar ennþá og hefði verið að leika í æfingaleik við Dortmund þvert á þær fréttir að hann væri í læknisskoðun og samningaviðræðum við Everton

  3. Ari S skrifar:

    Ég er ánægður með Schneiderlin. Ég er líka ánægður með að Koeman þekkir manninn og það ætti ekki að skemma fyrir.

  4. Gestur skrifar:

    Flott kaup, þriðju kaup Everton yfir 20M og loksins eitthvað farið að gerast. Ég er glaður í hjarta með framgang mála.

  5. Diddi skrifar:

    mér finnst meðferðin hjá Koeman á Niasse ekki til fyrirmyndar, ég veit svo sem ekkert hvað gerðist á milli þeirra eða hvort Koeman er bara svona naskur að hann þurfi ekki að gefa mönnum séns áður en hann hreinlega hendir þeim, þess vegna vona ég að Niasse eigi eftir að skora 15 mörk fyrir hull það sem eftir lifir tímabils 🙂

    • Orri skrifar:

      Sæll félagi.Ég er þér algjörlega sammála.

    • Ari S skrifar:

      Það er nú þannig að ronald Koeman er stjóri en ekki við. Hann hlýtur að ahfa sínar ástæður og að hann sé ekki til fyrirmyndar þá spyr ég… fyrir hvern?

      • Orri skrifar:

        Sæll Ari.Hann hefði kanski mátt prófan aðeins betur,en ég treysti Koeman algjörlega fyrir liðinu.

        • Ari S skrifar:

          Sæll Orri, já þetta er rétt hjá þér. Hann hefði mátt prófa kappann aðeins betur.

          • Gunnþór skrifar:

            Við vitum ekkert um hvernig hann hefur agtað á æfingum eða í hóp og hann var ekki að heilla í þessum leikjum sem hann kom inná þannig að diddi ég er ekki sammála þér núna ?

          • Finnur skrifar:

            Ég er sammála bæði Didda og Gunnþóri. Er ekkert sérstaklega hrifinn af því að setja menn í kuldann og láta þá æfa með kjúklingunum, nema náttúrulega kannski ef þeir geri eitthvað verulega mikið af sér. Niasse virkar ekki á mann sem svoleiðis karakter en maður veit svo sem aldrei. Gallinn er sá að það sem ratar í blöðin er oft bara hálfur sannleikur og það er ekki endilega hagur allra aðila að leiðrétta misskilning. Það er til dæmis hvorki Niasse né klúbbnum í hag að Niasse fái á sig einhvern vandræðagemlingsstimpil; það bara tefur fyrir lausn vandamálsins þannig að kannski er Koeman bara að taka skellinn í blöðunum til að losna við hann af launaskrá.

            Held það sé best fyrir alla aðila ef Niasse nær að heilla Hull-liða upp úr skónum. 15 mörk væri fínt — bara svo lengi sem hann skorar ekki gegn okkur í mars. 🙂

          • Diddi skrifar:

            hann fer í láni frá okkur og má þvi ekki leika gegn okkur það ég best veit

          • Finnur skrifar:

            Jú, alveg rétt. Það passar.

    • Marínó skrifar:

      Hann skoraði 3 í einum leik með varaliðinu í haust fékk smá athygli og koeman kippti honum þá endanlega útúr ollum liðum

  6. Georg skrifar:

    Frábært að fá Schneiderlin. Það verður gaman að sjá Gana og Schneiderlin saman á miðjunni þegar Gana kemur til baka.

    Það verður erfitt að komast fram hjá þeim tveim. Þessi tölur ætti að hræða önnur lið í deildinni:
    Stats revealed last week showed that Gueye was the best ball winner across Europe’s top five leagues in 2016, contributing 176 tackles and 124 interceptions, at a rate of 8.25 tackles and interceptions per game.

    The incoming Schneiderlin, meanwhile, has made a combined total of 772 tackles and interceptions since August 2012 – more than any other Premier League player.

    Náum vonandi 1-2 öðrum fyrir lok gluggans

    • Diddi skrifar:

      enda tweeetaði eða sendi Gana skilaboð um að það kæmust ekki margir framhjá þeim tveimur

  7. Finnur skrifar:

    Skemmtilegt viðtal um Morgan Schneiderlin frá manni sem þekkir hann mjög vel:
    http://www.evertonfc.com/news/2017/02/02/morgan-can-do-the-lot

    „Everton should be chuffed to bits with this signing. He’s a French international, in his prime. The Club is on a roll.”