Mynd: Everton FC.
Blaðið Independant greindi frá því nýverið að vinna við byggingu nýs vallar fyrir Everton myndi hefjast innan 12 mánaða. Farhad Moshiri, einn eigandi Everton, heimsótti svæðið í síðasta mánuði og hefur verið í viðræðum við eigendur Bramley Moore Dock svæðisins um kaup á landskikanum þannig að skriður virðist kominn á málið. Þetta yrði mjög flott staðsetning í hjarta Liverpool City, nálægt miðbænum og í sæmilega góðu göngufæri frá því hóteli sem við gistum venjulega á í Íslendingaferðunum.
Ekki er búið að hanna nýja leikvanginn, svo við vitum, en þó búið að velja arkitektinn sem hitti forráðamenn Everton í vikunni. Hönnunin hér að ofan sýnir King’s Dock leikvanginn sem hætt var við á sínum tíma — sem minnir okkur á að það er ekkert í hendi enn sem komið er. En nú eru þó aðrir tímar og fjárráðin meiri þannig að líkurnar á að þetta verði að veruleika hafa aukist til muna.
Áhorfendafjöldinn á leiki Everton og sala ársmiða hefur aukist ár frá ári og löngu kominn tími til að stækka við sig, enda uppselt á nánast alla — ef ekki alla — leiki Everton núna og búið að vera þannig um nokkurt skeið. Við krossleggjum því fingur og vonum það besta en völlur við hafnarbakkann myndi verða flott kennileiti á borginni og verður það fyrsta sem ferðamennirnir sjá í Liverpool þegar þeir mæta á skemmtiferðaskipunum. Völlurinn ætti jafnframt að sjást vel á loftmyndum af borginni og gera þannig Everton vörumerkið enn sýnilegra út um allan heim.
Þetta verður hrikalega flott ef af verður.
Áhorfendafjöldi, 60-70þ ?
Þetta verður æðislegt þegar verður komið upp og orðið að veruleika og vonandi sem fyrst svo maður geti farið og horft á leiki með okkar mönnum eru menn eitthvað bjartsínir um þetta
Eg er búinn að upplifa svo mikil vonbrigði í gegnum tíðina í vallarmálum Everton. En án þess að vera með yfirllýsingar í þessum efnum þá ætla ég aðleyfa mér að vera bjartsýnn, pínu bjartsýnn á þetta. Og vona að e´g lifi að sjá Everton á stærri og glæsilegri völl. Mér þykir óumræðilega vænt um Goodison Park og helst vildi ég láta endurbyggja hann á sama stað. En þar sem að nýr eigandi Fahrad Moshiri virðist vera með þá ætlun að byggja nýjan völl og gera félagið okkar stærra en það er þá ætla ég að vera bjartsýnn eins og áður sagði. við fáum nýjan völl innan tíðar.
kær kveðja og gleðileg jól kæru Everton vinir 🙂