Watford vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Everton á upphafsleik 15. umferðar ensku Úrvalsdeildarinnar á morgun (laugardag) þegar þeir leika á heimavelli Watford upp úr hádegi, nánar tiltekið kl. 12:30.

Úr meiðsladeildinni er það að frétta að Matthew Pennington er allur að koma til eftir löng meiðsli og Coleman ætti ekki að missa af leiknum, þrátt fyrir að hafa verið skipt út af vegna meiðsla í leiknum gegn United. Slæmu fréttir vikunnar voru hins vegar þær að meiðsli Yannick Bolasie eru alvarlegri en við vonuðumst eftir en hann þarf uppskurð og verður frá í marga mánuði — jafnvel út tímabilið — eftir að hafa slitið krossbönd (e. cruciate ligament). Koeman lét í kjölfarið hafa það eftir sér í viðtali að nú sé aukinn þrýstingur á að bæta við leikmönnum í janúarglugganum og kallaði eftir því að aðrir framherjar Everton nýttu tækifærið sem hér skapast.

Líkleg uppstilling: Stekelenburg, Baines, Williams, Funes Mori/Jagielka, Coleman, Barry, Gueye, Mirallas, Barkley, Deulofeu, Lukaku.

Hjá Watford er Roberto Pereyra í banni og varnarmennirnir Adrian Mariappa, Brice Dja Djedje og Craig Cathcart frá vegna meiðsla.

Í öðrum fréttum er það helst að Everton fékk heimaleik gegn Leicester í ensku FA bikarkeppninni en leikið verður í byrjun janúar.

Bikarkeppnir voru annars viðfangsefni ungliðanna í vikunni en Everton U18 komust örugglega í fjórðu umferð FA Youth Cup með sigri á Tranmere U18 2-0 (sjá vídeó). Mörk Everton skoruðu Fraser Hornby og Morgan Feeney. Everton U18 unnu einnig Derby U28 0-2 í deild með mörkum frá Shayne Lavery og Daniel Bramall. Liðið er þar með taplaust í 12 leikjum í röð.

Everton U23 unnu svo Portsmouth U23 3-1 (sjá vídeó) í Premier League Cup með mörkum frá Dominic Calvert-Lewin, Calum Dyson og eitt þar á milli var sjálfsmark.

3 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Nú reynir á Everton, að keppa á móti liði sem er tveimur stigum á eftir. Ég vona að Mori byrji í stað Jaka. Slæmar fréttir af Bolasie, hann hefur verið einna sprækastur þarna frammi, nú er tækifæri fyrir Mirallas að stimpla sig ræilega inn. Deulofeu hefur alltaf virkað á mig eins og hann nenni þessu ekki og svo hefur hann ekki úthald í 90.mín.

  2. Teddi skrifar:

    Everton vinnur 0-1, nei djók, þetta fer 1-1 því það eru of margir „pointing fingers“ leikmenn þarna. Finnst vera of margar svekktar prímadonnur inná sem hrista hausinn yfir misheppnuðum sendingum o.s.frv.

    Annars bara góður. 🙂