Watford – Everton 3-2

Mynd: Everton FC.

Lukaku skoraði tvö mörk í dag en vörn Everton gegn föstum leikatriðum varð liðinu að falli, eins og svo oft áður. Draugar Martinez fortíðar kannski.

Uppstillingin: Stekelenburg, Baines, Williams, Mori, Coleman, Barry, Gana, McCarthy, Mirallas, Deulofeu, Lukaku. Varamenn: Robles, Jagielka, Holgate, Cleverley, Barkley, Lennon, Valencia.

Lítið að gerast til að byrja með þangað til á 15. mínútu að fór að draga til tíðinda þegar Everton komst yfir. Lukaku vann boltann af harðfylgi framarlega á vellinum, sendi hann á Barry og skokkaði svo í áttina að teignum. Barry sendi á Baines, fékk boltann aftur og sendi í fyrstu snertingu frábæran háan bolta yfir vörn Watford þar sem Lukaku kom á hlaupinu og skoraði framhjá Heurelho Gomes í marki Watford. 0-1 fyrir Everton.

Watford áttu gott skot á mark tveimur mínútum síðar en Stekelenburg vel vakandi og varði það. Hann náði þó ekki að koma í veg fyrir jöfnunarmarkið sem kom á 36. mínútu eftir fyrirgjöf frá hægri utan teigs. Okaka, sóknarmaður Watford, óvaldaður þar en sendingin aðeins fyrir aftan hlaupastefnu hans. En hann skoraði þá bara með hælspyrnu í staðinn. 1-1 og þannig var það í hálfleik þar sem Watford náðu ekki að nýta sér ágætis færi sem þeir fengu síðar.

Watford sterkari aðilinn í fyrri hálfleik með 6 skot (3 á rammann) en Everton aðeins eitt eða tvö skot sem rötuðu á rammann.

Seinni hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri. Ekkert að gerast þangað til eftir um klukkutíma leik að Watford menn skoruðu. Aukaspyrna utan af velli sem vörn Everton dílaði ekki við og gaf andstæðingunum færi á skalla upp við mark. Alltof algeng sjón á undanförnum mánuðum og árum. 2-1 Watford. Prödl með markið.

Og þeir bættu við marki aðeins fjórum mínútum síðar — aftur mark eftir fast leikatriði. Horn, skalli frá Okaka á mark, 3-1.

Barkley inn á fyrir Gueye á 64. mínútu og Valencia inn á fyrir Mirallas 5 mínútum síðar. Lennon inn á fyrir Baines á 83. mínútu.

En það breyttist ekki nokkuð skapaður hlutur — þangað til í lokin þegar loksins kom færi. Valencia sendi út úr teig á Lennon sem fékk óáreittur að senda flottan háan bolta frá vinstri fyrir mark. Beint á Lukaku sem skallaði inn. 3-2.

Og við markið kom smá von og loksins pressan og ákefðin sem maður vonaðist eftir fyrr í leiknum. Ein endursýning sýndi að Everton átti að fá víti þegar varnarmaður klifraði upp á axlirnar á Valencia inni í teig, til að skalla frá. Dómarinn búinn dæma svoleiðis brot nokkrum sinnum í leiknum utan vítateigs. Hafði þó ekki kjark til að gera það sama inni í teig.

En færin létu á sér standa og leikurinn endaði 3-2.

Einkunnir Sky Sports: Stekelenburg (6), Coleman (5), Baines (5), Williams (4), Funes Mori (4), Barry (5), Gueye (5), McCarthy (5), Deulofeu (5), Mirallas (4), Lukaku (7).  Varamenn: Barkley (5), Lennon (5), Valencia (4).

34 Athugasemdir

 1. Gestur skrifar:

  Þetta er nú meiri pappakassarnir í Eveton

 2. Gestur skrifar:

  Það er endalaust sama drullan hjá Everton. Með þessu áframhaldi er fallbaráttu hjá Everton

 3. Marínó skrifar:

  Nei hefur maður eitthvað að seigja.. Og þetta helvítis lukaku endalausa uppspil í guðanna bænum seljum hann fáum lið sem spilar fyrir hvorn annann. ÞETTA ER ógeðslegt ættla sammt að klára leikinn maður er jú alltof harður AFRAMM EVERTOOOON

 4. Marínó skrifar:

  Mikið ættla ég að óska eftir 3-4dramatik tár í augu og aðdáunar glampurinn kviknar í augum við að sjá everton nafnið eitt og sér:-)
  KOMA SVO

 5. Ingvar Bæringsson skrifar:

  It’s the hope that kills you.
  Þetta er nokkurn veginn þannig sem það er að vera Evertonmaður.
  Við þurfum ekki 5 eða 6 nýja leikmenn í janúar, við þurfum 11…..minnst.
  Og burt með Lukaku. Ég er kominn með nóg af þessu belgíska letidýri sem.

  • halli skrifar:

   Ingvar ég hef ekki verið að svara þér hér en ég get ekki orða bundist núna. Ok það er alveg í lagi og gott að menn hafi skoðanir en ef þú vilt losa þig við Lukaku þá væri ég til í að þú kæmir með lausn á hver á að skora mörk fyrir liðið hann er búinn að skora 9 af 19 mörkum liðsins. Svo væri ég líka til í að menn sem eru búnir að vera að kenna Jags um gengi liðsins og að leka mörkum hvort þetta sé vörnin sem menn vilja. Ég hef allan tímann verið þeirrar skoðunar að Steklenburg ætti að vera markmađur nr 2 ég vil kaupa Hart áðan.

   • Finnur skrifar:

    Eins og þeir bentu á í greiningunni eftir leik… venjulega þegar Lukaku skorar tvö hefði maður búist við sigri og að allir væru að tala um að hann var maður leiksins… en í staðinn stal Okaka senunni.

   • Ari S skrifar:

    Góður Halli.

   • marino skrifar:

    ég skal svara þessu ef ég má,, ok hver var frammi þegar við londuðum 4 sæti með fallspáar lið?? juju einginn annar enn marcus bent sem gerði heil 8 mork það season ef eg man rett og hverjur aðrir voru að skora juju miðjumenn vængmenn og tim cahill ferguson her og þar það var lika utaf þvi að þá vorum við lið enn ekki heldur að keppast við strjuka tærnar a ofurstjornu sem atti að gera allt, á meðan við hofum ekki betra lið þá er hann ogn við liðsheildina langir boltar a lukaku er að drepa liðið hver fekk annar að skjota i dag og siðast og þar siðast og so on

    • Finnur skrifar:

     Til gamans má geta að Tim Cahill sá um markaskorunina það árið (11 mörk í deild) þannig að saman voru hann og Bent með tæplega 20 mörk. Miðjumenn okkar í dag eru ekki að skora neitt í líkingu við það — Barkley markahæstur (af þeim) með þrjú mörk, aðrir minna.

     • marino skrifar:

      akkurat vantar liðsheil hvað ef við hefðum þennan 20 marka mann og lika aðra sem eru að gera þetta 8-15 mork einsog staðan er er það að skemma þvi miður að hafa einn ofurgoðan vona innilega að eitthvað breytist allavega fljott sama hvað það er ef það er bara ef það virkar

     • Finnur skrifar:

      Lukaku skoraði 25 mörk á síðasta tímabili. Just sayin’…

      > vona innilega að eitthvað breytist allavega fljott sama hvað það er ef það er bara ef það virkar

      Held að við séum öll sammála því.

   • Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það er ekki mitt að koma með lausn á því hver ætti að skora mörkin.
    Það er óþolandi að horfa upp á hann leik eftir leik hermandi eftir Jesú á krossinum. Hann gerir lítið annað en að standa við vítateig andstæðinganna með hendurnar út í loftið, það má kalla það gott ef hann nennir inn á völlinn.
    Sjáið hvernig Diego Costa er.
    Hann er sívinnandi og gefur varnarmönnum aldrei frið. Þannig ætti Lukaku að vera en hann nennir því ekki.
    Ég væri alveg til í að selja hann áður en hann fellur meira í verði, því það ætti ekki að vera mjög erfitt að finna einhvern í staðinn sem nennir að vinna fyrir liðið og lítur ekki á sig sem einhvern sem þarf bara að standa í teignum og bíða eftir boltanum.

    • Gestur skrifar:

     Sammála, Lukaku ætti að taka Costa til fyrirmyndar, spilamennska Everton gengur alltof mikið út á Lukaku. Taka Ferguson á þetta.

     • Ari S skrifar:

      Spilamennskan gengur kannski út á Lukaku eins og þið segið. en það er vegna þess að leikmenn aðrir eru bara ekki að standa sig. Eru lélegir. Þessi Lukaku leikaðferð er að ég held notuð af illri nauðsyn. Svo þurfið þið ekki alltaf að vera svona reiðir þó að illa gangi, Ingvar og Gestur. Mér þykir samt orðið pínu vænt um vælið í ykkur tveimur… kær kveðja, Ari

 6. marino skrifar:

  eg sem ættlaði i jola innkaup með bros a vor 🙂 hvað nú á maður að þykjast einsog fotbolti se ekki til ljuga að eg se hættur að horfa, seigja við þessa 15 pullara sem eg hitti a eftir núuu var leikur nei eg var að skreyta eða a maður að loka sig heima hnyta flugur og hlusta a blue cristmas með elvis presley a repet 🙂

  • Diddi skrifar:

   ef þú getur ekki farið uppréttur út í bæ eftir að Everton tapar leik þá ættir þú að láta athuga þig vinur minn. Þetta er ekki fyrsti leikurinn sem liðið tapar á ferlinum 🙂

 7. Diddi skrifar:

  „Draugar Martinez fortíðar kannski“ lélegt finnst mér, Koeman á þessa vörn, hann er búinn að skipuleggja hana svo vel er það ekki ??? mig minnir það 🙂

 8. Diddi skrifar:

  ég er fegnastur því að við Addi Júl fórum ekki til Elvars í dag að horfa á með honum, hann hefði örugglega ekki boðið okkur aftur og kennt okkur um, fór semsagt í heimsókn í morgun til Adda og sagði við hann að við ættum að fara á loftið til Elvars en ég þurfti að vakta konuna til að hún eyddi ekki of miklu í búðunum þannig að þetta féll um sjálft sig 🙂

  • Elvar Örn skrifar:

   Hefði nú verið gaman að sjá ykkur og alveg klárt að ég hefði kennt ykkur um þetta tap ef þið hefðuð mætt, hehe.

  • Addi Júll skrifar:

   Hefði verið gaman að kíkja Diddi 🙂 Kíkjum síðar. Mér finnst menn vera farnir að tala í uppgjafartón, sá tónn á ekki að vera til í Everton orðabókinni, kommon. Fallsæti er ekki option og alltof snemmt að vera með úrtölur. Við erum bara í níunda sæti, ekki átjánda. 🙂 Hugum að næsta leik og sendum fallegar hugsanir til Everton og drullum yfir Arsenal á þriðjudaginn. Áfram Everton.

 9. Ari G skrifar:

  Ég er orðlaus yfir varnarleik Everton. Koeman er einn besti varnarmaður Hollands frá upphafi samt geta Everton ekki varist föstum leikatriðum. Vill setja Holgate inná á leiknum á móti Arsenal. Finnst ósanngjarnt að gagnrýna Lukaku hann hefur verið besti leikmaður Everton í vetur kannski latur en hann skorar það er meira en aðri gera í liðinu. Svo vill ég að Valencia byrji næsta leik sóknarleikurinn stórlagaðist þegar hann kom inná. Eigum að spila 4-4-2 ekki 4-5-1 eins og Koeman hefur gert þá lagast sóknarleikurinn strax. Kaupum svo heimsklassamarkvörð og heimssklassavarnarmann í janúar þá lagast allavega varnarleikurinn. Þetta kemur verum rólegir.

  • Ari S skrifar:

   Sammála nafni með Valencia, mér sýndist hann vera að reyna að berjast. Það er virðingarvert hjá honum. Gefum honum séns en þó ekki á kostnað Lukaku.

 10. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Já þetta kemur örugglega, en þetta andleysi, baráttileysi og hugmyndaleysi er virkilega óþolandi.

 11. Elvar Örn skrifar:

  Andleysi, já líklega réttasta orðið. Vantar alla baráttu og áhuga.
  Shiiiii hvað ég sakna Tim Cahill á svona dögum.
  Algjörlega ósammála með að selja Lukaku, alveg bilað finnst mér. Ef maður er með framherja sem er í top 5 markahæstu ár hvert í enska þá eigum ekki að losa okkur við hann.
  Finnst Ashley Williams hafa dalað alveg svakalega í seinustu leikjum liðsins, alveg freðinn á köflum. Mirallas algerlega týndur orðinn og margir að spila undir pari.
  Það verða klárlega keyptir menn í Janúar og ekki veitir af.

  Tveir auðveldir leikir framundan gegn Arsenal og Liverpool.

 12. Gunnþór skrifar:

  Þetta er alveg rétt það sem strákarnir segja um lukaku hann virkar eins og hann sé orðinn of stór fyrir liðið. Pirraður endalaust ef það klikkar sending. En málið er að það virðist vanta meiri gæði í liðið maður verður að fara sætta sig við það.

 13. Eiríkur skrifar:

  Finnst okkur vanta alvöru skapandi miðjumann, Hef verið fínt að fá Gylfa til okkar í haust. Barkley er ekki að rísa upp, enn vonandi kemur það. Það er eitthvað and og taktleysi í liðinu.

 14. Georg skrifar:

  Þetta var alls ekki nógu góður leikur hjá okkar mönnum. Eftir að hafa lesið í gegnum þetta hér að ofan þá hef ég á tilfinningunni að menn haldi að Lukaku sé skemmda eplið og ástæða þess að við töpuðum. Ég er alls ekki sammála því. Það má vel gagnrýna að hann megi hlaupa meira og allt það en að segja að hann sé of stór fyrir klúbbinn og allt þetta, á meðan hann er að skora þessi mörk finnst mér alls ekki rökrétt.

  Byrjum kannski á réttum enda, vandamálið í þessum leik var annarsvegar mjög slakur varnarleikur og svo vorum við ekki að bera boltann nógu vel upp völlnn.

  Ég tel það hafa verið taktískan feil hjá Koeman að hafa 3 djúpa miðjumenn inn á (McCarthy, Barry og Gana), í stað þess að hafa 2 djúpa og svo 1 sókndjarfari fyrir framan (Barkley, Mirallas, Deulofeu). Þá hefði verið meira jafnvægi í liðinu og við þá eflaust sótt meira. Það sást vel að um leið og Barkley og Valencia komu inn á þá var allt annar sóknarþungi í liðinu.

  Varnarleikurinn í föstum leikatriðum minnti mig mikið á síðustu leiktíð og var það í raun einbeingarleysi í Ashley Williams sem gaf þeim fyrsta markið. Mjög léleg dekkning í marki 2 og 3.

  Mjög erfiðir næstu 2 leikir (Arsenal og Liverpool) en kannski eru þetta akkúrat leikirnir sem liðið þarf til að koma sér í gang aftur.

  • Gestur skrifar:

   Það er rétt hjá þér, að hafa McCarthy í holunni var ekki gott en það eru ekki til menn í þessa stöðu hjá Everton þegar á að hvíla Barkley.

   • Diddi skrifar:

    það er ekkert verið að hvíla Barkley, hann er einfaldlega ekki notaður vegna þess að hann hefur ekki verið að standa sig. Ef á að tala um letingja í þessu liði þá held ég að hann verði ofarlega á blaði, ég man aldrei eftir því að hafa séð hann taka almennilega á því í leikjum. Koeman er bara að kenna honum lexíu 🙂

%d bloggers like this: