Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Southampton – Everton 1-0 - Everton.is

Southampton – Everton 1-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Stekelenburg, Baines, Williams, Jagielka, Coleman, Barry, Gana, Bolasie, Barkley, Lennon, Lukaku. Varamenn: Robles, Deulofeu, Mirallas, Cleverley, Valencia, Funes Mori, Holgate.

Vandamál Everton undanfarið hefur verið hvernig liðið hefur byrjað leiki og engin breyting varð á í þessum leik – Southampton skoruðu mark eftir 44 sekúndur.

Southampton sátu eftir það djúpt, lokuðu vel á svæðin og alltaf kominn leikmaður frá þeim í manninn þegar Everton var með boltann. Vantaði sárlega einhvern til að taka af skarið og Southampton virtust eiga mun auðveldara með að komast inn í teig Everton en Everton að komast inn í teig Southampton.

En það var lítið að gerast þangað til á 25. mínútu þegar Gueye fékk frábært skotfæri. Barry átti stungu á Coleman sem komst upp að endamörkum hægra megin og sendi lágan bolta út í teig. Gueye þar óvaldaður, þurfti aðeins að setja hann út við stöng en átti í staðinn skot rétt yfir markið. Hefði átt að gera mun betur og vissi það.

Bolasie átti svo fína fyrirgjöf á 43. mínútu sem fann Barkley fyrir framan mark…  en Barkley skallaði vandræðalega langt framhjá.

1-0 í hálfleik.

Austin hjá Southampton var ekki langt frá því að bæta við marki á 57. mínútu með frábærum skalla út við stöng sem Stekelenburg varði stórkostlega.

Deulofeu inn á fyrir Lennon á 65 mínútu en Everton átti að fá víti fjórum mínútu síðar þegar Virgil van Dijk felldi Lukaku utarlega í teignum en dómarinn dæmdi ekki.

Mirallas inn á fyrir Barkley á 70. mínútu.

En leikur Everton batnaði lítið. Southampton fengu tvö dauðafæri til að geta út um leikinn en mistókst hrapalega. Ekkert að frétta hinum megin.

Koeman brást við með því að senda inn annan sóknarmann: Valencia inn á fyrir Baines á 81. mínútu.

Everton jók pressuna eftir því sem leið á en náði ekki að skapa sér nægilega góð færi. Hugmyndaleysi og skortur á áræðni vandamálið.

1-0 tap niðurstaðan.

Everton áttu nokkur sæmileg færi í leiknum en þeir sem fengu þau færi hefðu mátt vera aðrir (betri skot- eða skallamenn).

Einkunnir Sky Sports: Stekelenburg (8), Baines (6), Williams (6), Jagielka (6), Coleman (7), Gana (6), Barry (6), Lennon (6), Barkley (6), Bolasie (5), Lukaku (6). Varamenn: Deulofeu (6), Mirallas (6), Valencia (n/a).

31 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Það er greinilega sama drullan í boði

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Að horfa á okkar menn þessa dagana minnir mig á Newcastle í fyrra.
    Það eru alveg hæfileikar til staðar en það er enginn sem nennir að hreyfa á sér yfirborgað rassgatið ??

  3. Gestur skrifar:

    Enn einn hálfleikurinn þar sem Everton hittir ekki á rammann

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Held að það sé kominn tími á að taka Lennon út af fyrir Mirallas eða Deulofeu. Ég get samt ekki sagt að ég hafi einhverja tröllatrú á að þeir breyti nokkru ?

  5. Gunnþór skrifar:

    Þetta er átakanlegt að horfa upp á þessi ósköp.

  6. Diddi skrifar:

    það er bara ekkert að frétta 🙂

  7. Diddi skrifar:

    ég ætla ekkert að tjá mig um þetta, best að leyfa Þorra bara að segja eitthvað jákvætt um þessa frammistöðu 🙂

    • Gunnþór skrifar:

      Já Diddi það er ekkert jákvætt við Everton liðið þessa dagana því miður en þetta getur ekki versnað verðum að taka fjóra sterka leikmenn í janúar til að halda okkur í deildinni það er ekkert flóknara en það svo verður að taka stóra sòpinn næsta sumar og endurnýjun á liðinu er þörf.

  8. Marínó skrifar:

    Æjj hvað þetta er þreytt

  9. Robert E skrifar:

    Ekki skot á rammann…

  10. Marínó skrifar:

    Væri óskandi að sjá þessa menn fara eða skipt út mirallas jagielka barkley cleverley kone valencia Gibson lennon og jafnvel lukaku þetta er meira rusl frammistaðan ekkert passion ekkert ég vill Duncan ferguson inná hann var allavega með hjartað á réttum stað
    Og kæru everton leikmenn þetta er liðs íþrótt
    Og hvað ég er kominn með uppí kok af þessu hræðilega gengi

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Gibson fær nú ekki einu sinni tækifæri til að sýna að hann sé ekki nógu góður ?

    • Gestur skrifar:

      Þarna er ég sammála, taka vel til

  11. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Í byrjun tímabils gerði Koeman hiklaust breytingar strax í fyrri hálfleik ef hlutirnir voru ekki að ganga en nú er eins og hann hafi verið tekinn á teppið og sagt að slíkt geri menn ekki hjá Everton. Það skuli bíða með allar skiptingar fram yfir 60 mínútur.

    Skrýtið! Ekki satt?

    Og svo er oft skrifað um það, sérstaklega í Liverpool Echo, að Koeman sé vægðarlaus og hiki ekki við að setja menn á bekkinn eða út úr hópnum ef þeir standa sig ekki.
    Það hlýtur að vera einhver annar Koeman því þessi Koeman sem er við stjórnvölinn hjá Everton velur sömu drullhaugana í liðið leik eftir leik, burtséð frá því hvort þeir hafi verið lélegir eða hörmulegir leikinn á undan.

    Mér finnst alveg kominn tími á að prófa menn eins og Calwert Lewin, Tom Davis og Mason Holgate, svo einhverjir séu nefndir
    Þessir guttar myndu amk pottþétt gefa 100% og rúmlega það ef þeir fengju tækifæri.

  12. Ari S skrifar:

    Mikið er ég feginn að hafa misst af þessum leik. Menn eru að tala um það á NSNO að vörnin eins og hún leggur sig sé búin að vera. Jagielka búinn, Baines búinn, Coleman slakur og Williams ekki sá klettur sem vonir stóðu til. Bara inn með Holgate, Mori, Galloway og Oviedo. Getur varla verið verra eftir því sem ég les á netinu… kv. Ari.

  13. þorri skrifar:

    Ókey Diddi þeir drulluðu á sig í dag. en er alveg sammála sumum hér að það mætti breyta aðeins liðinu. Mér finnst það sem maður hefur séð af leikjum hjá okkar mönnum þá er varnarlína okkar ekki að gera sig. er ekki kominn tími á að breyta henni hvað seigja menn við því

  14. Finnur skrifar:

    Munið eftir Moussa Sissoko sem valdi að fara frekar til Tottenham en Everton? Kannski var það bara fyrir bestu…
    http://www.bbc.com/sport/football/38128008

  15. Gestur skrifar:

    Já það var eins gott en keypti Everton ekki einn mjög dýran í sumar sem á í vandræðum?

  16. Ari G skrifar:

    Þetta á eftir að lagast. Everton er í öldudal núna en stórveldið Everton á eftir að rísa aftur í vetur. Auðvitað á Koeman ekki að sýna neina miskunn ef menn standa sig ekki þá á að taka þá útaf .

  17. Ingi skrifar:

    Að halda með Everton er svona eins og að vera í ofbeldissambandi. Svo sterkar taugar og tilfinningar en þeir valda manni stöðugt vonbrigðum og særa mann stanslaust. :p

  18. Ari S skrifar:

    Hver er ykkar uppáhaldsleikmaður hjá Everton? Núverandi leikmaður.

    • Gestur skrifar:

      Það eru ekki margir þetta tímabilið sem hefur heillað mann. Coleman finnst mér alltaf gefa allt í leikinn og ætti að taka við fyrirliðabandinu hjá Everton og Mirallas getur verið góður en dettur svo alveg niður eins og hann nenni ekki að spila fótbolta.

    • Diddi skrifar:

      Besic er eini leikmaðurinn sem hefur staðið sig þokkalega ?

    • Finnur skrifar:

      Ef við lítum á þá leikmenn sem eru á núverandi launaskrá og horfum til lengri tíma þá myndi ég segja að Baines sé í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, en Everton og að vissu marki enska landsliðið hefur notið hans krafta í næstum áratug frá því hann kom frá Wigan fyrir litlar 6M punda. Hann hefur glatt okkur með algjörlega frábærum aukaspyrnum, sprettum upp kantinn og sérlega næmu auga fyrir samspili við aðra leikmenn. Þetta er ekki leikmaður sem er alltaf í grasinu að væla út spjöld eða að senda umbann að starta sögusögnum í blöðum um að hann sé á leiðinni annað heldur fer lítið fyrir honum og hann bara mætir og skilar alltaf sínu. Atvinnumaður með stóru A-i.

      Baines hefur mest megnis sloppið við slæm meiðsli gegnum sinn feril en hefur kannski ekki verið sá heppnasti á þessu tímabili. Þannig að ef við lítum bara til núverandi tímabils þá myndi ég velja Idrissa Gana Gueye því það er unun að horfa á hann brjóta niður sóknir og stela boltanum af andstæðingunum trekk í trekk. Gjöf en ekki gjald, var verðið sem Everton borgaði fyrir hann enda þreytast ensku þulirnir ekki á að minnast á hversu góð kaup þetta voru.

  19. Elvar Örn skrifar:

    Sá sem betur fer ekki þennan leik. Ég vil sjá meira af Deulofeu, get ekki sagt að Lennon sé betri option heldur en þessi litli snillingur sem skilaði mörgum stoðsendingum á Lukaku í fyrra þegar hann loks fékk að spila. Barkley ekki verið næginlega öflugur heldur.
    Skil ekki af hverju menn eru að hvarta undan vörn Everton svona mikið, bar slip í Chelsea, annars bara að fá á sig 1 mark í leik. Reyndar finns mér Jagielka verið hvað verstur í vörninni í vetur, vil sjá Funes Mori og Williams í miðverði.
    Verður gaman að horfa á Everton-Man Utd næstu helgi í nýja æðislega Full HD varpanum mínum (ef ég fæ hann fyrir helgi) en þá er bara sigur algert must, gæti reddað slumpinum sem við erum í.
    Annars verð ég að minnast á kafla Southmapton í fyrra undir stjórn Koeman í fyrra sem varði í nokkuð marga leiki en svo komu þeir drullu sterkir til baka, hef fulla trú á Koeman og alveg klárt að hann verður ekki dæmtur fyrr en á næsta season en Evrópusæti þetta árið er það sem menn eiga að keppast að.
    Svo er derby leikur gegn Tranmere,,,nei sorry, Liverpool rétt fyrir jól sem gæti ráðið miklu held ég.
    Einn enn pínu bjartsýnn.

    • Ari S skrifar:

      Já við megum aldrei missa vonina um að velgengni sé handan við hornið. Ég hef einnig trú á því að eitthvða gott gerist um jólin og ér jafn viss um það og Diddi er Húsvíkingur.