Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Barnsley – Everton 0-3 (æfingaleikur) - Everton.is

Barnsley – Everton 0-3 (æfingaleikur)

Mynd: Everton FC.

Everton lék æfingaleik við Barnsley í dag og fengu margir að spreyta sig í nokkuð auðveldum sigri og, á köflum, mjög fjörugum leik.

Uppstillingin: Robles, Baines (fyrirliði), Holgate, Galloway, Davies, Besic, Mirallas, Gibson, Dowell, Lennon, Deulofeu. Varamenn:  Stekelenburg, Garbutt, Coleman, Pennington, Funes Mori, Oviedo, Cleverley, Barkley, Grant, McGeady, Tanashaj.

Everton stillti upp í eins konar 4-1-4-1 uppstillingu sem hélst (eftir því sem ég best merkti) allan leikinn. Besic byrjaði í stöðu djúps miðjumanns og Deulofeu á toppnum. Robles í markinu, Baines og Davies bakverðir, Galloway og Holgate miðverðir. Á miðjunni voru Mirallas og Lennon á köntunum og Gibson og Dowell í hjarta miðjunnar.

Fyrstu 20 mínúturnar voru skemmtilegar með Mirallas og Deulofeu líflega í framlínunni. Bæði lið fengu góð færi en það kom þó í hlut Everton að skora snemma í leiknum þegar Mirallas skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu á 9. mínútu. Staðan 0-1 fyrir Everton.

Barnsley voru óheppnir að jafna ekki strax í næstu sókn þegar þeir áttu glæsilegt skot í stöng.

Everton svaraði með frábærri stungusendingu á Deulofeu sem komst einn inn fyrir vörnina og upp að marki en markvörður Barnsley náði að slengja fingri í boltann og verja í horn skot sem stefndi í hliðarnetið vinstra megin. Deulofeu óheppinn að skora ekki.

Stuttu síðar (á 20. mínútu) reyndi Deulofeu „chip“ upp í hægra hornið innan teigs en markvörður sá við honum og varði í horn.

Barnsley áttu tvö dauðafæri stuttu síðar og dauðafæri rétt fyrir hálfleik, skalla sem Galloway hreinsaði á línu.

Deulofeu átti einnig einn eða tvo spretti inn fyrir bakverðina sem samherjar hans náðu þó ekki að gera mat úr.

Staðan 1-0 í hálfleik.

Unga varnarlínan (að Baines undanskildum) að standa sig bara ágætlega, hélt hreinu í hálfleiknum. Holgate og Galloway fínir, en áttu svolítið í vandræðum með háa leikmenn Barnsley. Gibson kom skemmtilega á óvart í hálfleiknum og átti nokkrar mjög flottar stungusendingar á framlínuna — greinilega engu gleymt þar. Mirallas og Deulofeu stóðu þó upp úr í einkunagjöfinni.

Coleman, Barkley og Funes Mori var skipt inn á í hálfleik fyrir Galloway, Davies og Dowell. Stöðurnar hefðbundnar: Coleman í hægri bakvörð, Funes Mori í miðvörðinn og Barkley inn á miðjuna.

Barnsley menn hefðu átt að jafna strax í upphafi seinni hálfleiks þegar þeir fengu frían skalla upp við mark. Robles ekkert mikið að heilla mann með úthlaupi sem hann hætti við en hann slapp með skrekkinn því Barnsley maðurinn skallaði yfir markið.
Deulofeu hefði átt að skora þegar hann náði að sleppa úr rangstöðugildru Barnsley og komast einn upp að marki en hálf hrasaði í aðhlaupinu og dauðafæri varð að horni þegar varnarmaður komst á milli og hornið varð að engu.
Everton náði flottu samspili gegnum vörn Barnsley stuttu síðar sem endaði með því að Coleman komst upp að endalínu alveg við mark og sendi út á Lennon sem náði ekki nógu góðu skoti í ákjósanlegu færi.
Deulofeu var óheppinn að skora ekki stuttu síðar, þegar hann sneri varnarmanni á rönguna, tók á sprettinn og komst upp að vítateig en skotið hárfínt framhjá stönginni.
Honum brást þó ekki bogalistin á 60. mínútu þegar hann fékk stungu inn fyrir vörnina frá Barkley og skoraði auðveldlega framhjá markverðinum. Staðan 2-0 fyrir Everton.
Þetta leiddi til nokkurra skiptinga: Oviedo kom inn á fyrir Baines, Cleverly fyrir Gibson, Connor Grant inn fyrir Besic, McGeady fyrir Mirallas (og skipti strax um kant við Lennon) og að lokum Tarashaj í framlínuna fyrir Deulofeu.
Barnsley fengu afar gott færi á 70. mínútu en aftur nýttu þeir færi sitt illa og stuttu síðar áttu þeir einnig skot rétt framhjá stöng.
Lennon og Barkley náðu vel saman á 73. mínútu þegar Lennon fann Barkley rétt utan við teig og hann tók einfaldlega snúninginn (losaði sig við manninn í bakinu) og þrumaði inn. 3-0 fyrir Everton.
Cleverley komst stuttu síðar upp að endalínu hægra megin og náði flottri fyrirgjöf sem einhver hefði bara þurft að pota inn en enginn á endanum á þeirri sendingu.
Mason Holgate var svo í kjölfarið skipt út af fyrir Matthew Pennington á 83. mínútu en það reyndist það síðasta markverða sem gerðist í leiknum. Auðveldur 3-0 sigur niðurstaðan, góð æfing fyrir leikmenn Everton og engin meiðsli (eftir því sem maður gat best séð).
Flott byrjun á tímabilinu. „Koeman you blues!“ 🙂

9 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Mirallas allt í öllu á fyrstu 15 mín. Þrjú flott skot og 1 mark. En þeir búnir að skjóta í stöng og Robles verði eitt dauðafæri.

  2. Finnur skrifar:

    Celtic U21 – Everton U21 að byrja líka í úrslitum Supercup NI U21, sýnist mér…
    https://www.youtube.com/watch?v=VD-F7rV6JI0

  3. Ari S skrifar:

    Mirallas flottur í byrjun, Deulofeu góður og svo Barkley í síðari hálfleik… Þessa þrjá tek ég út úr leiknum, þeir stóðu uppúr fannst mér. Barkley held ég maður leiksins en samt langar mig líka að velja Deulofeu sem ég var mjög ánægður með í dag.

  4. Elvar Örn skrifar:

    Everton átti í all miklu basli í fyrri hálfleik varnarlega og voru heppnir að fá ekki á sig mark enda Everton með unga og óreynda menn í miðverðinum. Robles á stundum tæpur í úthlaupum og móttöku á bolta en annars nokkuð solid.

    Mirallas og Deulofeu klárlega bestir hjá Everton í fyrri hálfleik og fannst mér Mirallas standa sig best. Flott aukaspyrna hjá kappanum sem endaði með góðu marki.

    Í seinni hálfleik kom Funes Mori í vörnina sem breytti öllu varnarlega séð og áttu Barnsley fá færi í þeim síðari.

    Barkley kom mjög sterkur inn og Tarasaj kom með skemmtilega innkomu einnig.
    Fannst Besic frekar slakur en annars fín frammistaða.

    Allt annað spil á miðjunni við komu Barkley og af ungu strákunum fannst mér Kieran Dowell koma best út.

    Mörk Deulofeu og Barkley í seinni hálfleik mjög góð og ég er líka viss um að Mirallas muni öðlast nýtt líf undir Koeman og hugsanlega fær Deulofeu að spila meira en hann gerði á seinustu leiktíð.

    Það opnuðust dyr varðandi Witsell en hann óskaði eftir transfer í dag skv. miðlum. Everton er eitt tveggja liða í Englandi sem hafa lagt inn tilboð í kappann að sögn og tvö Ítöls lið. Líklega bara max 25% líkur að af verði.

    Annars væri nú svakalega gaman að sjá Gylfa Sigurðsson í Everton treyju verð ég að segja.

    Ég er sannfærður um að það muni bætast í leikmannahóp Everton strax í næstu viku en á móti eru taldar nokkrar líkur að Stones sé á förum til City fyrir 55 milljónir punda. Sjáum hvað setur.

  5. Elvar Örn skrifar:

    Góð samantekt að vanda Finnur. Ekki alveg sammála með Galloway, fannst hann í miklu basli í miðaverði ólíkt bakverðinum sem hann spilaði seinustu leiktíð.
    Góð byrjun á Pre Season hjá Everton. Stutt í næsta leik gegn MK Dons sem er að mig minnir á þriðjudaginn.

  6. Elvar Örn skrifar:

    Fór á Wikipedia til að lesa um Axel Witsel og þar stendur að hann sé leikmaður Everton, cool.

    https://en.m.wikipedia.org/wiki/Axel_Witsel

  7. Finnur skrifar:

    Hahaha, já. Wikipedia lýgur aldrei. 🙂

    Annars er hér skemmtileg greining á leikstíl og frammistöðu í boði Liverpool Echo:
    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/barnsley-0-3-everton-analysis-11655432