Mynd: Everton FC.
Undirbúningstímabilið er hafið hjá Everton og sömuleiðis nýr kafli í sögu Everton á þessu fyrsta tímabili Ronalds Koeman en klúbburinn birti á undanförnum dögum myndir af leikmönnum að mæta á æfingasvæðið. Þeir leikmenn sem léku á EM fá auka frí en allir iða væntanlega í skinninu að mæta og sanna sig fyrir nýjum stjóra. Það verður gaman að sjá hvað gerist á fyrsta tímabilinu en ekki er ólíklegt að leikmenn leggi sig 150% fram til að tryggja sér sæti í liðinu í framhaldinu.
Koeman hefur ekki setið auðum höndum hingað til en hann keypti á dögunum markvörðinn Stekelenburg, eins og fram hefur komið, sem og tvo ungliða: Chris Renshaw, 18 ára markvörð frá Oldham og Nathan Baxter, varnarmann frá Vitesse Arnhem. Einnig réði hann til sín Erwin Koeman sem aðstoðarþjálfara, Jan Kluitenberg sem þrekþjálfara og Patrick Lodewijks frá Feyenoord sem markvarðarþjálfara. Duncan Ferguson verður áfram viðloðandi aðalliðið, líkt og áður, og Unsworth með U21 árs liðinu, þannig að ekki er fyrirsjáanlegt að mikið breytist þar.
Þær fréttir bárust einnig að Hibbert, Osman og Pienaar hefðu klárað sinn samning og ekki verið boðin framlenging. Pienaar og Hibbert höfðu lítið komið við sögu á síðasta tímabili og því komu þær fréttir ekki mikið á óvart en Osman allavega átti maður von á að ætti eitt tímabil í viðbót inni, þó ekki nema væri sem varamaður öðru hvoru af bekknum. Það er mikil eftirsjá af þeim öllum og margar góðar minningar sem fylgdu þeim og við óskum þeim öllum velfarnaðar. Aðrir leikmenn sem fengu ekki endurnýjun samnings eru: Felipe Mattioni, Jordan Thorniley, James Graham og markvörðurinn Jindrik Stanek. Þær fréttir bárust einnig að Kieran Dowell hafi verið boðinn nýr samningur.
Það er ýmislegt að frétta úr slúðurdeildinni og margir leikmenn verið orðaðir við Everton eða sagðir á leið út. Lukaku var sagður svo til gott farinn en svo bárust fregnir af því að hann væri við það að skrifa undir nýjan samning. Mikið hefur jafnframt verið rætt um að Kasper Schmeichel og Axel Witsel séu á leiðinni og enn er verið að leita að manni í stöðu Director of Football. Sjáum hvað setur.
Fyrsti leikur Everton á undirbúningstímabilinu er gegn Barnsley, þann 23. júlí, en fjórir aðrir leikir eru planaðir: MK Dons þann 26. júlí, Dynamo Dresden þann 29. júlí, Real Betis þann 30. júlí og Man United þann 3. ágúst. Allir þessir leikir eru á útivelli og við fáum væntanlega nánari upplýsingar síðar.
Er það bara ég eða er ekkert að gerast í leikmannakaupum? Typical Everton. Einn fricking markmaður and thats it.
Undirbúningstímabilið hafið og enginn kominn fyrir utan Stekelenburg. Fyrsti leikur í á undirbúningstímabilinu er 23 júlí gegn Barnsley og tímabilið hefst 13 ágúst eða eftir 5 vikur.
Ég var sannfærður um að það kæmu 4-5 nýjir leikmenn áður en tímabilið myndi byrja. Mig langar að sjá eina til tvær alvöru ráðningar sem allra fyrst til að sjá að „the new era“ sé hafin hjá Everton.
Þetta var alltaf að fara að gerast EFTIR Euro 2016. Allavega mikill meirihluti af kaupum gerð opinber eftir keppnina, held ég. Þó að líklegt sé að viðræður og annað slíkt sé á fullu.
Ég veit ekki… Eigum við ekki að gefa Koeman smá tíma til að meta leikmannahópinn áður en hann ræðst í einhver kaup. Fyrstu leikmennirnir voru rétt að mæta á svæðið og einhverjir í framlengdu fríi eftir EM.
En… svo reyndar gerast sögusagnir um Axel Witsel sífellt háværari… 🙂
Elvar óþolinmóði ?
Hehe Diddi, ég er alveg rólegur,,,,þangað til á morgun, ef það er ekki kominn nýr leikmaður til Everton á morgun þá verð ég brjálaður, brjálaður.
sammála þér, við verðum klikkaðir ef þeir kaupa ekki einhvern á morgun 🙂
Ég spái því að tilkynningarnar hellist yfir okkur um helgina.
Einhverja helgina já !!!!!
Já, einhverja helgina… ég er HÆTTUR að fylgjast með fréttum af Everton þessa dagana… hehe 😉
Það er komið hádegi og ekkert að gerast, grrrrr.
En hér er smá til að róa mann:
http://www.evertoniansclub.com/why-ronald-koeman-hasnt-started-spending-big-money-at-everton/?
[ Við tókum þetta komment út og gerðum að sér færslu. Sjá http://everton.is/2016/07/08/hverju-mun-koeman-breyta-hja-everton/ ]