Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. Norwich - Everton.is

Everton vs. Norwich

Mynd: Everton FC.

Síðasti leikur Everton á tímabilinu er gegn Norwich á heimavelli á sunnudaginn kl. 14:00. Eins og fram hefur komið munu gömlu kempurnar, Joe Royle og David Unsworth, stýra liðinu í þessum leik en leitin að eftirmanni Martinez er hafin. Það verður athyglisvert að sjá uppstillinguna og ákefðina hjá leikmönnum í þessum síðasta leik tímabilsins, samanborið við síðustu leiki, en það væri gott að enda þetta tímabil á jákvæðu nótunum fyrir sumarfrí og EM. Unsworth staðfesti á blaðamannafundi að Howard myndi vera í markinu (hans síðasti leikur fyrir félagið) og að Jagielka og Coleman ættu séns í leikinn en Coleman þykir ólíklegri af þeim tveimur til að ná leiknum.

Norwich eru, eins og við flest ættum að þekkja, fallnir úr Úrvalsdeildinni eftir tap Everton gegn Sunderland á dögunum. Fyrri leikir þessara liða á tímabilinu fóru báðir 1-1, sá fyrri í deildarbikarnum þar sem Everton komst áfram í vítaspyrnukeppni en sá seinni á útivelli í deildinni. Everton hefur aðeins tapað einum af síðustu 11 deildarleikjum gegn Norwich og þeir ekki unnið á Goodison Park síðan 1993.

Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Stones, Jagielka, Oviedo, Barry, McCarthy, Mirallas, Barkley, Lennon, Lukaku.

Hjá Norwich er Jonny Howson meiddur og Andre Wisdom, Tim Klose og Alex Tettey tæpir. Fyrrum leikmaður okkar, Naismith, er heill og spurning hvort hann fái að spila. Hann hefur aðeins skorað eitt mark með Norwich á tímabilinu, í upphafsleik sínum gegn Liverpool.

Þess má geta að tilkynnt hefur verið að Lukaku var valinn í hóp Belga og Mirallas er á standby. Coleman, McCarthy, McGeady og Gibson eru allir í hóp Íra og Galloway verður með Englendingum U21 á móti í Toulon í mánuðinum.

Í lokin má svo geta þess að Everton kynnti nýja búninginn sem leikið verður í á tímabili.

3 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Verður gaman að sjá Unsworth stýra liðinu. Vona nú að Everton klári seinasta leik með stæl, gæti skipt máli uppá framhaldið. Líka gaman að sjá bara uppstillingu liðsins. Byrjar Mirallas? Byrjar Dowell? Ég veit að Howard byrjar.

    Aðeins að nýjum stjóra. Þetta eru líkurnar skv Betway:

    Next Everton Manager Odds:

    De Boer 8/11
    Koeman 15/8
    Hughes 7/1
    Moyes 8/1
    Pellegrini 8/1
    Benitez 14/1
    Mourinho 22/1

    Odds courtesy of Betway

    Morinho yrði meira en lítið áhugavert. De Boer samt mjög líklegur.

  2. Ari S skrifar:

    Við eigum ekki að láta Betway segja okkur hver er líklegastur og hver ekki. Þeir hafa ekki hundsvit á því hvað er að gerast frekar en aðrir. Ekkert illa meint til þín elsku Elvar minn 🙂