Crystal Palace vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Það er nokkuð þéttskipuð dagskráin hjá Everton en frá og með morgundeginum leikur liðið fjóra leiki á 10 dögum og þar af eru seinni tveir leikirnir gegn Liverpool á útivelli og undanúrslitin í FA bikarnum, aðeins örfáum dögum síðar. Næsti leikur er þó gegn Crystal Palace á útivelli en árangurinn gegn þeim hefur ekki verið glæsilegur í síðustu fimm tilraunum: 1 sigur, tvö jafntefli og tvö töp. Þó má geta þess að Lukaku hefur skorað í síðustu þremur deildarleikjum gegn þeim. Síðast þegar þessi lið mættust voru Palace menn í Evrópusæti en þeim hefur, á síðustu fjórum mánuðum, aðeins tekist að vinna þrjá deildarleiki og eru nú í fallbaráttu — þó mesta pressan sé farin af þeim með sigri á 1-0 Norwich í síðasta leik.

Jagielka kemur til með að missa af næstu tveimur leikjum Everton (Palace og Southampton) og Cleverley er tæpur fyrir þennan leik en Barkley ætti að vera heill. Líkleg uppstilling: Robles, Baines, Mori, Stones, Coleman, Barry, McCarthy, Mirallas, Barkley, Lennon, Lukaku. Eins og uppstillingin gefur til kynna er líklegt að Mirallas taki sæti Deulofeu eftir síðasta leik, þar sem fátt virtist ganga upp hjá þeim síðarnefnda. Hjá Palace er Emmanuel Adebayor tæpur en Marouane Chamakh og James McArthur eru frá.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U18 töpuðu 4-0 fyrir Liverpool U18 á dögunum en betri fréttir bárust úr herbúðum Everton U21 liðsins, sem vann Chelsea U21 2-0 (sjá vídeó) með mörkum frá miðvörðunum Callum Connolly og Mason Holgate. Þeir tveir hafa verið að ná einstaklega vel saman í vörninni, skv. stjóra þeirra, David Unsworth. Sigurinn hefði meira að segja geta verið stærri ef tréverkið hefði ekki stoppað Everton í að skora fleiri mörk.

En, Crystal Palace menn eru næstir annað kvöld, klukkan 19:00!

3 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    Sterkur útivallarsigur hjá okkur, 0-4 🙂 Mirallas 2 og Lukaku 2

  2. halli skrifar:

    Ég missi af þessum leik góða skemmtun á Ólver þeir sem þangað mæta. Mín spá 1-2 Coleman og Barkley með mörkin