Mynd: Everton FC.
Everton liðið mætti Arsenal í dag en komust aldrei almennilega í gang, virkuðu andlausir allan leikinn og áttu oft erfitt með að finna samherja með sendingum. Arsenal skoruðu snemma í leiknum og þeim reyndist eftirleikurinn auðveldur, lönduðu 0-2 sigri og héldu þar með á lífi veikri von sinni um titil, enn um sinn.
Uppstillingin fyrir Arsenal leikinn: Robles, Baines, Mori, Jagielka, Coleman, McCarthy, Bešić, Cleverley, Lennon, Barkley, Lukaku. Varamenn: Howard, Stones, Kone, Niasse, Deulofeu, Osman, Galloway.
Leikurinn byrjaði mjög líflega. Bæði lið með skot í utanverða stöngina á fyrstu tveimur mínútunum, fyrst Coleman sem breytti stefnu lágrar hornspyrnu yfir í utanverða stöng. Svo Besic með hreinsun hinum megin sem fór í Wellbeck og þaðan í stöng Everton marksins.
Arsenal komust svo yfir á 6. mínútu með vel útfærðu marki. Stunga frá Sanchez inn fyrir vörnina og Wellbeck kom á hlaupinu og komst kringum Robles með boltann og skoraði auðveldlega. 0-1 Arsenal.
Leikurinn datt svolítið niður við markið og lítið að gerast í kjölfarið. Pressa Everton þó að vaxa eftir því sem á leið þangað til Arsenal náðu skyndisókn og skoruðu náttúrulega. Iwobi þar að verki og staðan 0-2 fyrir Arsenal.
Arsenal mun beittari í fyrri hálfleik en ekkert að gerast í sóknarleik Everton. Besic og Mori búnir að eiga arfaslakan leik og gefa beint á Arsenal menn trekk í trekk. Baines einn af fáum ljósum punktum við fyrri hálfleik.
Staðan 0-2 í hálfleik.
Ein breyting á Everton í hálfleik, Stones kom inn á fyrir Besic og Martinez lagði upp með þriggja manna vörn eftir það. Ekki breyttist þó mikið við það, Everton slakara liðið í leiknum í dag frá upphafi.
Besta færi Everton kom á 68. mínútu þegar Jagielka skallaði rétt yfir slána eftir horn — frír skalli, en boltinn í öxlina á Jagileka og út af og dómarinn, Clattenburg, dæmdi náttúrulega hornspyrnu. Huh?!
Deulofeu kom inn á fyrir Barkley á 73. mínútu en hann náði ekki að setja mark sitt á leikinn og var frústrerandi lítið að gerast hjá Everton.
Arsenal skoruðu svo mark á 82. mínútu en það var dæmt af vegna brots og þeir sigldu þessu í kjölfarið í höfn með allt of auðveldum hætti. En lélegasta frammistaða Everton í langan tíma og Arsenal grýlan lifir greinilega góðu lífi enn.
Einkunnir Sky Sports: Robles (6), Baines (6), Funes Mori (6), Jagielka (7), Coleman (6), McCarthy (6), Besic (5), Lennon (6), Barkley (6), Cleverley (6), Lukaku (6). Varamenn: Stones (6), Deulofeu (7).
Djöfull er þetta lélegt ? ? ? bannað að vinna tvo leiki í röð?
Jæja!! Bara allt komið í sama farið aftur eða hvað???
KOMA SVO EVERTON!!!!!
Game over ??
Var everton liðið að spila í vikunni, viljið þið minna mig á það þá hefur sá leikur farið algjörlega framhjá mér. Arsenal virka eins og eftir hálfsmánaðar frí. Hvað er málið? ???? ? ?
Mori dapur og reyndar Lennon líka og Besic í smá basli finnst mér. Cleverly ekkert að gera heldur.
Vil Stones inn fyrir Mori og Deulofeu má endilega koma inná fyrir Lennon. Niasse síðar inn fyrir Cleverly.
Tel nú hæpið að Everton komi sterkir í seinni, hmmm,en ætla að halda í vonina.
http://www.independent.co.uk/sport/football/premier-league/roberto-martinez-makes-bold-promise-i-will-deliver-champions-league-football-at-everton-8646637.html
Alltaf jafn gott 😀
Gamla góða farið sýnist mér, áfram Martinez!
Nú er botninum náð í andleysi og hugmyndaleysi.þvílík frammistaða hefur ekki sést á goodison í áratugi.
Get out of our club syngja menn á Goodison.
Þeir mega syngja meira og hærra
Þetta var ljóta drullan
Það sem ég vill vita er af hverju var Niasse keyptur ef hann er ekki settur inn á þegar liðið er að drullu tapa mér finst ansi dýrt að vera versla mann til þess eins að sitja á bekknum
ekki það að ég haldi að hann hefði unnið leikinn fyrir okkur en það hefði mátt reyna
Hörmung
Já, Martinez hefur örugglega sagt við leikmennina fyrir leik :“ ókei strákar, við unnum síðasta leik svo við þurfum ekkert að vera að vinna núna, ef við vinnum boltann þá sendum við hann bara beint á andstæðinginn eða kannski er það bara einfaldara að fara í leik þar sem við ákveðum að allir inni á vellinum séu í bláum búningum 🙂 Alls ekki, ég endurtek ALLS EKKI vera að hlaupa mikið og ekki fara úr 1. gír. Við skulum tapa 8. heimaleiknum okkar í deild af því að við erum búnir að tapa svo fáum á útivelli 🙂 “ haldið þið að þetta hafi verið dagskipunin, er það Martinez sem ákveður hvaða lið mæti í vinnuna???? Ég myndi í hans sporum sekta leikmenn um vikulaun fyrir lélegustu (af mörgum lélegum) frammistöðu sem við höfum séð lengi. Og hana nú 🙂
Diddi þetta er hans djob að motivera leikmenn í hvern einasta leik ekki ein af tíu ef hann nær ekki að fá leikmenn á tærnar í leiki þá er hann ekki starfi sínu vaxinn hann má vera annars staðar en á goodison og vera með svona andleysi og aumingjaskap.
Klapp fyrir þessu
takk fyrir það Gestur 🙂
Martinez takk fyrir þú mátt fara í sumar. Eina sem getur bjargað andliti Everton er að vinna bikarinn. Vill að Mori fyrverandi stjóri Chelsea taki við Everton í sumar 1. júlí hann er velkominn. Ætla ekkert að reyna tala um þennan leik er Everton til skammar.
Ég er að mestu leyti sammála þér nema að ég vil Martinez burt strax.
Einkennilegt að sýna svona drullu eftir frábæran leik gegn Chelsea!!
Í sjálfu sér ekki Gunni.
Þetta er bara týpískt fyrir Everton undir stjórn Martinez.
Það kemur einn góður leikur og svo koma yfirleitt tveir eða þrír slæmir. Þannig er það búið að vera síðan í ágúst 2014.
Ég sá þessi mörk í fréttunum í kvöld,með lágmarks vörn hefðu þessi mörk aldrei verið skoruð.En svona fór þessi sjóferð.