Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. West Brom - Everton.is

Everton vs. West Brom

Mynd: Everton FC.

Everton á leik við West Brom á laugardaginn kl. 15:00 í 26. umferð ensku deildarinnar. Enn eru 13 leikir eftir og þar með 39 stig að spila fyrir og eftir þrjá sannfærandi sigurleiki í röð verður maður að viðurkenna að maður er aftur farinn að horfa upp töfluna. Europa League sæti er aftur að verða raunhæfur möguleiki og „aðeins“ 12 stig í fjórða sætið, sem verður reyndar að teljast heldur ólíklegra takmark — nema þetta haldi áfram að falla með okkar mönnum eins og verið hefur.

Það kemur vonandi til með að hjálpa okkar mönnum á laugardaginn að West Brom léku endurtekin FA bikarleik sinn í miðri viku (120 mínútur og vítaspyrnukeppni) en okkar menn á móti eru úthvíldir. West Brom tókst nefnilega ekki að afgreiða C-deildarlið Peterborough fyrr en í vítaspyrnukeppni í endurteknum leik og ef horft er framhjá FA bikarsigri á B-deildarliði Bristol City var það fyrsti sigur West Brom síðan 2. janúar.

Howard og Stones eru metnir tæpir fyrir leikinn en Besic er frá og ekki kæmi það mikið á óvart þó nýja leikmanni okkar, Oumar Niasse, verði skipt inn á undir lokin.

Líkleg uppstilling: Joel, Oviedo, Mori, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Cleverley, Barkley, Lennon, Lukaku.

Meiðslalistinn hjá West Brom var nokkuð langur og lengdist nýverið en McAuley fór af velli í bikarleiknum á 19. mínútu og þar með eru James Morrison, Colin McManaman, Craig Dawson, Jonny Evans, Chris Brunt og Callum McManaman hjá þeim allir metnir annaðhvort tæpir eða meiddir fyrir leikinn á laugardaginn.

Rétt er að nefna einnig að stuðningsmenn völdu mark hins níu ára stuðningsmanns Everton, George Shaw, mark janúarmánaðar og færði Martinez honum verðlaun í tilefni af því:

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U21 lék í Premier League Cup í 16 liða úrslitum við Brighton and Hove Albion U21 og komust yfir 1-0 með marki frá Sam Byrne í fyrri hálfleik. Það var þó ekki fyrr en í blálokin sem Brighton liðið náði að jafna og þeir komust svo yfir 1-2 strax í byrjun framlengingar. Fyrirliðinn Joe Williams jafnaði (2-2) fyrir Everton og tryggði liðinu séns í vítaspyrnukeppni sem þeir náðu þó ekki að nýta sér og féllu því úr leik. Næsti leikur þeirra er í deild á mánudaginn gegn Southampton.

Af öðru má nefna að Michael Donohue var lánaður til AFC Barrow í einn mánuð.

5 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Ég held að við vinnum 3-0 Niasse skorar sitt fyrsta mark.

  2. Diddi skrifar:

    Oviedo skrifaði yndir nýjan samning í dag, jibbý, og Besic sagður hafa samning á borðinu, það er verið að byggja upp stórveldi drengir mínir og það krefst þolinmæði 🙂

  3. Ari G skrifar:

    Diddi þú talar af viti. Everton er að byggja stórveldi eina sem vantar er meira fjármagn gæðin eru til staðar en Everton þarf fleiri snillinga til að komast á næsta stig. Spái 3:0 á morgun fyrir Everton.

  4. Diddi skrifar:

    spái 4-1 á morgun, get því miður ekki horft á leikinn, Við Addi Júl, mætum í Hríseyjarferjuna kl. 15:30 á morgun og spilum á þorrablótinu hjá þeim annað kvöld. Leiðinlegt að geta ekki verið með ykkur á árshátíðinni en þessi þorravertíð er nú á enda. Vildi að sett yrði í lög að árshátíð Everton klúbbsins yrði ekki fyrr en á Góunni. Set það í hendur stjórnar. Góða skemmtun allir á morgun 🙂

  5. Gunni D skrifar:

    Gaman hvað allir eru bjartsýnir þessa dagana, enda ástæða til. Tökum við ekki bara fagnandi á móti 4. 3-0 sigrinum í röð? Það væri gaman fyrir stemmarann í kvöld. En góða skemmtun félagar.