Mynd: Everton FC.
Everton hefur keppni í þriðju umferð FA bikarsins með leik við Dagenham & Redbridge eða ‘Hnífana’ eins og þeir kalla sig, á heimavelli á morgun (laugardag) kl. 15:00. Klúbburinn þeirra var stofnaður árið 1992 eftir sameiningu tveggja annarra liða: Dagenham og Redbridge Forest en síðarnefndi klúbburinn rekur ættir sínar alla leið aftur til ársins 1881, aðeins þremur árum eftir stofnun Everton. Dagenham & Redbridge (D&R) eru frá austurhluta London og eru sem stendur í þriðja neðsta sæti ensku D-deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá fallsæti, með -19 í markatölu.
Það hefur verið þó nokkuð um breytingar í herbúðum D&R undanfarið en eftir að þeir tryggðu sér sæti í 3. umferð FA bikarsins með sigri á utandeildarliðinu Whitehawk var stjóri þeirra, Wayne Burnett, rekinn — enda liðið í bullandi fallbaráttu. Þeir töpuðu næstu tveimur leikjum á heimavelli þar á eftir nokkuð stórt (3-0) en svo tók John Still við þeim (þar með ráðinn til þeirra í þriðja skiptið). Undir hans stjórn náðu D&R strax 1-2 útisigri gegn Exeter í síðasta leik (2. jan) og náðu þar með að lyfta sér upp úr fallsæti á kostnað Yeovil. Samanlagt hafa þeir aðeins náð að vinna fjóra leiki í deild í 25 tilraunum, sjö sinnum gert jafntefli og 14 sinnum tapað. Þeirra aðalmarkmið hlýtur þó að vera að detta ekki niður í utandeildina, en ólíklegt er þó að þeir hvíli sína bestu leikmenn — þeir hafa litlu að tapa í þessum leik og það að slá út stórlið úr Úrvalsdeildinni veitir oft liðum úr neðri deild aukið sjálfstraust sem smitar út frá sér yfir í deildarkeppni þeirra.
Þar sem nýi stjórinn, John Still, hefur aðeins stýrt þeim í einum leik er svo sem ekki mikið vitað um hvernig þeir koma til með að stilla upp gegn Everton. John Still, stjóri þeirra sagði fyrir leikinn: „The next three or four weeks we need to keep working and trying to find our style, the identity of the team and how we want to go about creating it. It will take a lot of work, It won’t happen straight away.“
Líklegt þykir þó að þeirra markahæsti maður verði með. Sá heitir Jamie Cureton (með fimm mörk), en hann er fertugur sóknarmaður sem hefur komið víða við. Hann byrjaði feril sinn með Norwich og lék sinn fyrsta keppnisleik árið 1994 — einmitt gegn Everton! Nokkrir aðrir leikmenn þeirra fylgja honum fast á hæla í markaskorun: Chambers, Doidge, Labadie og McClure, allir með fjögur mörk.
Jamie Cureton sagði fyrir leikinn: „The lads are in a good spirit. We’ve done a lot of work on team shape this week so it’s been hard work but everyone in the back of their mind has been thinking about Everton. We will try to implicate a lot of what the gaffer has done with his new ideas but the game and the occasion will probably dictate how we play. The last thing we want is to keep giving them the ball so we will probably try and keep the ball longer than we usually would.“
Ákveðin teikn eru á lofti um það að Pienaar og Jagielka láti loks sjá sig, þó ekkert sé gefið þar og við gætum líka séð ungliðana Mason Holgate í vörn og Leandro Rodriguez í framlínunni. Darron Gibson, Aiden McGeady og Steven Naismith þykja einnig líklegir, en þeir hafa allir verið á jaðrinum og fengið lítinn spilatíma (þetta gæti verið tækifæri til að sanna sig fyrir væntanlegum kaupendum). Martinez gaf það hins vegar út að Coleman, Cleverley og Lukaku komi til með að hvíla.
Líkleg uppstilling: Robles, Galloway, Jagielka, Mori/Stones, Holgate, Gibson, Osman, Mirallas, McGeady, Naismith, Rodriguez.
Hjá D&R eru Matt Richards og Zavon Hines meiddir og Josh Pask, Kyle Vassell, Ayo Obileye og James Dunne, sem voru allir á láni hjá D&R, hafa snúið til síns heima.
Í öðrum fréttum er það helst að Liam Walsh var lánaður til Yeovil og Sky Sports birti lista yfir tíu bestu ungliða (U21) Úrvalsdeildarinnar og þar á Everton hvorki fleiri né færri en þrjá leikmenn (!) — þá Deulofeu, Galloway og Stones. Lukaku og Barkley komust ekki á lista, þar sem þeir eru nýlega orðnir 22ja ára. Hin liðin sem eiga fulltrúa á þeim lista eru Tottenham (með tvo), en hin liðin einn leikmann hvert: Manchester City, Newcastle, Watford, Arsenal, Manchester United.
Í lokin má svo geta þess að BBC rifjaði upp fimm flottustu aukaspyrnumörkin í FA bikarnum frá upphafi og á Everton þar eitt glæsimark, sjá vídeó.
En, Dagenham & Redbridge næstir, kl. 15:00 á morgun. Ólíklegt má þykja að leikurinn verði sýndur beint (ekki á listanum hjá Ölveri) enda um 25 leikir í gangi á sama tíma.
Gott ef menn senda link hér ef hann er að finna í stream á netinu.
Annars er bara að rústa þessu og hvíla okkar helstu menn.
Við erum nefnilega að fara í það verkefni í lok mánaðar að klára Man City í deildarbikarnum í þeim eina tilgangi að koma mér í flugvél til London og beint á Wembley.
einn linkur hér http://ifirstrow.eu/
bara útvarp reyndar
Hann er örugglega í beinni útsendingu í útvarpi á evertonfc.com.
COYB
Og ekkert helvítis rugl.
sælir gæru félagar veit einhver kl hvað hann byrjar
Klukkan 15:00.