Mynd: Everton FC.
Uppstillingin: Howard, Galloway, Mori, Stones, Coleman, Barry (fyrirliði), McCarthy, Deulofeu, Kone, Barkley, Lukaku. Varamenn: Robles, Baines, Gibson, Naismith, Cleverley, Besic, Osman.
Fjórar breytingar á liðinu frá leiknum við Newcastle, sem kom kannski svolítið á óvart miðað við yfirburðina.
Leikurinn byrjaði á rólegu nótunum miðað við leikinn gegn Newcastle, Stoke öllu beittari og áttu tvö skot að marki en meiri von og vænting þar að baki en nokkuð annað. En þeir átti svo flott samspil þeirra gegnum vörn Everton og skoruðu á 15. mínútu. Shaquiri að verki þar eftir fínan undirbúning þar sem allt gekk upp hjá þeim.
En Everton svaraði strax í sömu mynt, Barkley við jaðar teigs, gaf á McCarthy sem sá Lukaku í dauðafæri fyrir framan markið, óvaldaður og spilaður réttstæður af vinstri bakverði Stoke, og Lukaku skoraði af öryggi. Staðan orðin 1-1. McCarthy kominn með stoðsendingu í sínum fyrsta leik eftir meiðsli en fór svo út af fyrir Cleverley nokkrum mínútum síðar. Vonandi ekki alvarlegt.
Eftir um hálftíma leik hirti Barkley boltann af Stoke manni og brunaði upp völlinn. Hitti þar fyrir Galloway sem hafði tekið sprettinn þindarlaust á eftir honum og eftir glæsilega hælspyrnu frá Barkley var Galloway kominn í fínt skotfæri en boltinn rétt fram hjá.
Lítið var svo að gerast þangað til rétt fyrir hálfleik þegar Stoke kýldu fram á Shaquiri sem tók hann í fyrstu snertingu yfir Howard í markinu. Allir eins og að bíða eftir rangstöðunni (sem hefði verið rangur dómur). Staðan allt í einu orðin 1-2 fyrir Stoke upp úr engu og þannig var það í hálfleik.
Ágætis byrjun frá Everton í seinni hálfleik, tvö hálffæri í upphafi, þar með talið eitt sem Kone skapaði þegar hann var næstum búinn að setja Lukaku dauðafrían inn í teig — ef varnarmaður Stoke hefði ekki náð að tækla boltann.
Frústrering jókst eftir því sem leið á þangað til Cleverley tók sig til og reyndi beinskeytta sendingu fram á Lukaku, sem tók hann á kassann inni í teig og þrumaði inn. Stoðsending reyndist síðasta framlag Cleverley til leiksins en honum var skipt út af fyrir Naismith. Staðan orðin 2-2.
Naismith var ekki langt frá því að skora strax þegar boltinn barst til hans óvænt inni í teig en skotið breytti um stefnu af varnarmanni og í horn. Sá hefði átt að liggja inni.
En Everton komust yfir með marki á 70. mínútu upp úr skyndisókn þegar Lukaku framlengdi boltann á Barkley sem kom á hlaupinu inn í teig vinstra megin og sendi fyrir á Deulofeu sem þurfti bara að pota inn.
Staðan 3-2 sem þýddi að Everton þurfti amk. eitt mark í viðbót til að tryggja sigur — miðað við undanfarna leiki. Naismith var næstum búinn að gefa Stoke mark á silfurfati með slæmri sendingu aftur á Howard en Howard rétt náði að hreinsa frá.
Deulofeu var svo ekki langt frá því að bæta við hinum megin með skoti sem fór rétt framhjá á 77. mínútu.
En Stoke náðu að jafna á 80. mínútu. Fyrirgjöf frá vinstri (frá þeim séð) sem Howard náði að slá frá en boltinn til Stoke manns sem þrumaði í markið með Howard á leið upp aftur. Staðan orðin 3-3.
Og þá tók Mark nokkur Clattenburg, dómari, leikinn í sínar hendur. Fyrst hafði hann af Everton víti þegar boltinn fór í hendi á varnarmanni Stoke en Clattenburg færði brotið út fyrir teig. Endursýning sýndi að það var rangt.
Og hinum megin vallar rétt fyrir lok leiks gaf hann Stoke ósanngjarnt víti þegar Stones tæklaði boltann og sóknarmaður Stoke datt yfir hann. Endursýning sýndi að það var líka rangur dómur sem reyndist leiðinlegur endir á annars fjörugum og skemmtilegum leik því Arnautovic skoraði úr vítinu og Stoke unnu 3-4. Ekki myndi ég gráta það þó Clattenburg fengi ekki að dæma fleiri leiki Everton, þetta er orðið svolítið klént.
Einkunnir Sky Sports: Howard (5), Galloway (6), Funes Mori (5), Stones (5), Coleman (6), Barry (5), McCarthy (5), Deulofeu (6), Kone (5), Barkley (6), Lukaku (7). Varamenn: Naismith (6), Cleverley (6).
Ekki hissa að sjá ekki Baines í liðinu.
Hefur verið lítið meira en skugginn af sjálfum sér varnarlega, og lítil sem engin ógnun fram á við. Galloway hinsvegar flottur. Vonandi framtíðarmaður hjá okkur.
Þetta er orðið nokkuð þreytt þessi varnarvinna hjá okkar mönnum. Þvílíkt og slíkt.
Sóknin klikkar ekki vel gert.
Jæja shaqiri með tvö valdi hann ekki stoke frekar en everton typiskur x factor sem okkur vantar.
Andskotinn hafi það, hvenær fer Kone aftur á meiðslalistann? Þetta er bara línupotari, getur ekki spilað neina aðra stöðu en striker.
Vel gert lukaku núna er að fá ekki fleir mörk á okkur og bæta tveimur mörkum við.
Þetta var tær snilld.
Þessi vörn og markmaður eru handónýt
skemmtilegur leikur 🙂
Jesús.
Það besta við þetta timabil til þess er að eg er buinn að missa af öllum þessum kluðursleikjum
Sá ekki leikinn vegna vinnu en ég er í sjokki yfir úrslitunum. Er kominn tími á Howard? Voru þetta slæm mistök hjá Stones? Þurfum við að selja þá?
þurfum ekki að selja en Rom-Stones-Miralles og Barkley fara i sumar
Naismith fer i jan
eg er orðin spentur fyrir næsta timabili
LOL
Hvað ætlar þú bara að selja allt liðið?
Hjá flestum, nánast öllum fótboltaliðum dugar að skora þrjú mörk til að vinna leik. EN EKKI EVERTON!!! Allavega ekki meðan við erum undir stjórn þessa sjálfumglaða, veruleikafirrta fábjána.
Orð fá ekki líst hvað ég hata þetta mannkerti.
Af hverju getur maðurinn ekki séð að Kone er best geymdur hjá einhverju öðru félagi??? Af hverju er ekki gert neitt til að laga þessa hripleku vörn þrátt fyrir að hún leki inn mörkum leik eftir leik eftir leik?? Af hverju er Howard alltaf í markinu?? Howard hefur verið í uppáhaldi hjá mér undanfarin ár en ég get samt séð að það er kominn tími á hann.
Everton mun aldrei vinna titil með Martinez við stjórnvölinn einfaldlega vegna þess að hann er of þrjóskur eða of heimskur til að viðurkenna mistök sín.
Það skiptir engu máli hver andstæðingurinn er alltaf er taktíkin sú sama.
Alltaf stillir hann liðinu upp með 2 varnarmiðjumenn, samt leka mörkin inn hjá okkur leik eftir leik.
Hann á of marga uppáhaldsleikmenn sem alltaf spila ef þeir eru heilir og skiptir þá engu máli hvernig þeir hafa verið að standa sig.
Ég get ekki séð fram á neitt annað en að við endum á svipuðum slóðum og í fyrra eða jafnvel neðar.
Hvernig í ósköpunum við ætlum þá að halda mönnum eins og Stones, McCarthy, Lukaku, Barklay, Deulofeu og Mirallas veit ég ekki og ef þessir menn fara þá held ég að leiðin liggji bara niður á við.
Og ef einhverjum finnst ég neikvæður ætti hann að kíkja á toffeeweb.com.
MARTINEZ OUT!!!!!!!
Við skulum ekki vera svona svakalega orðljótir þó að illa gangi.
Þetta er ekki að vera orðljótur. Ef ég verð einhvern tíma orðljótur hérna þá get ég lofað þér að þú munt taka eftir því. ?
Róa sig Ingvar.
Það er erfitt að róa sig eftir þetta og að sætta sig við þetta. En eins og venjulega verður maður mættur fyrir framan skjáinn þegar næsti leikur verður, vonandi það besta og búinn undir það versta.
Góður Ingvar 🙂
Sæll Ingvar.Þetta var nú ekki illa meint mér og trúlega ekki hjá þér.
Nei alls ekki illa meint.
Mikið er ég sammála þér
Stoke voru búnir að skora 16 mörk fyrir þennan leik!, þar af 6 á útivelli!! Ömurleg frammistaða hjá vörninni í annars skemmtilegum leik.
Þetta var aldrei viti Stones fór í boltann og svo í leikmanninn aldrei víti. Sá bara seinni hálfleikinn alltaf gaman að horfa á leiki Everton núna alltaf fjör. Jagielka komdu strax í vörnina. Vill kaupa markvörð Stoke í janúar. Getum gleymt 4 sætinu með ónýta vörn en frábæra sókn.
held að við ættum að reyna að fá Moyesarann í þjálfarateymið og koma skikki á vörnina, Martinez virðist algjörlega fyrirmunað að gera það og þetta er það sem mjög margir óttuðust við hans ráðningu. Það eina sem er skárra frá Wigan tímabilinu hans er að hann er með mjög öfluga sóknarlínu hér. Ef svo væri ekki þá guð hjálpi okkur 🙂
Benitez fer að losna 🙂
Er sammála spjallfélugunum um að vörninn er ekki að halda hreinu annað er mjög gott. Og hann Martínes er ekki að breyta miklu með uppstillingu á liðinu en þetta lofar góðu ég held að sé að koma hjá okkur og verum jákvæðir Ingvar og stöndum með okkar mönnum
sumir halda ekki vatni yfir frammistöðu þessa manns 🙂 http://www.telegraph.co.uk/sport/football/competitions/premier-league/12046296/Worst-Premier-League-team-of-2015-according-to-the-stats.html?frame=3524433
Maður vill náttúrulega ekki sjá Everton mann toppa neinn þessara „naughty“ lista en það er heldur klént að setja samasemmerki á milli „flestir feilar sem skapa færi fyrir andstæðingana“ og „miðjumaður í lélegasta liði deildarinnar“ — sem þessi frétt gerir.
Maður hlýtur jú að dæma frammistöðu leikmanns í stöðu Barry út frá meiru, til dæmis ætti hann að fá plús fyrir heppnaðar sendingar, sérstaklega sendingar fram á við sem beinlínis skapa færi fyrir Everton að ógleymdri hverri sókn andstæðinganna sem hann stoppar. _Síðan_ má draga frá fyrir hvern feil hans sem gefur hinum færi. Það er ekki gert hér. Hér er byrjað í núlli og svo dregið frá og síðan ályktað út frá því.
Það segir líka ákveðna sögu um hversu mikil vinna var lögð í þetta mat þeirra að Colback er „lélegasti miðjumaðurinn í deildinni“ af því að hann er búinn að fá flest spjöldin (whaaat?) og Kieran Richardsson er lélegastur fyrir hátt hlutfall marka sem lið hans hefur fengið á sig per mínútu sem hann hefur spilað. Ummm, ok — hann er bara búinn að ná sjö leikjum á tímabilinu, skv. Wikipedia…
Ég veit ekki… Ég get ekki séð að þetta sé annað en click-bait frétt. Bragðdauf tölfræði, vafinn inn í hýperbólu í þeim tilgangi að selja auglýsingar.
Ég sakna þess að Gareth Barry er ekki þessi „Peter Reid“ týpa sem okkur sárvantar á stundum.
já, já Finnur minn, ef þú færð líka að ráða hvaða hlutir eru skoðaðir hjá Howard þá verður hann eflaust líka búinn að eiga gott tímabil 🙂 Það hlýtur að vera haft samband við þig í næstu könnun 🙂
þetta var skrifað með stríðnisglampa í augunum Finnur 🙂
Howard er allt annað mál — finnst hann ekki hafa átt gott tímabil, þó ég verði að benda á að menn eru alltaf að leita að einhverjum blóraböggli þegar heildarmyndin er nánast alltaf flóknari. Töluvert til dæmis búið að hræra í vörninni vegna meiðsla, nýir menn að venjast deild og stundum hliðrað til vegna manna sem eru að koma aftur úr meiðslum.
En jú, jú, ég skil stríðnisglampann fyrr en umm…. skellur í tönnum. 😉
Ég miða það sem ég sagði við mínar væntingar þegar ég dæmi Barry hérna á þessum þræði. Ég hafði miklu meiri væntingar til gareth Barry en hann er búinn að sýna með Everton. Ég bjóst við því að hann myndi sýna meiri stöðugleika sérstaklega. Hann hefur verið að spila fínt að undanförnu en því miður ekki alltaf. Kær kveðja, ari.
Og ég skal fúslega viðurkenna að ég held varla vatni yfir þessari fyrirgjöf Barry gegn City í deildarbikarnum í kvöld. En… bjórinn hjálpaði heldur ekki til. 😉
Hann Gareth Barry átti að vera kjölfestann í liðinu en hefur ekki staðið undir væntingum síðan í byrjun síðasta árs að mínu mati. rétt eins og Tim Howard. Ungu guttarnir eru að standa sig afar vel og haf reyndar líka gert sín mistök en þeirra mistök bæta þá á meðan eldri guttarnir eins og Howard og Barry verða bara sorlegri og sorglegri. Vonandi fyrirgefa menn mér neikvæðnina hérna. kær kveðja, Ari.
Ég er svo sammála Didda og Ara varðandi Barry hann hefur skilað okkur því sem vonir stóð til.Howard er bara á síðustu metrunum.Við verðum bara að horfast í augu við staðreyndir það eu því miður nokkrir farþegar í liðinu sem að mínu mati mætti alveg hvíla.
vantar ekki ekki þarna eða hvað?
á örugglega að vera „ekki“ á milli „hefur-skilað“
Shaka Hislop er spot on, djöfull sem ég er sammála honum http://www.espnfc.co.uk/club/everton/368/blog/post/2749787/everton-transfer-news-winter-window-watch
Sæll félagi.Þarna er ég sammála.
sammála þessum, verum þolinmóðir 🙂 Góðir hlutir gerast hægt 🙂
http://www.stdomingos.com/why-we-should-back-and-not-sack-roberto/?
Fínar greinar og góðir punktar.
Góð grein, takk fyrir að deila.
Lukaku í liði vikunnar að mati BBC:
http://m.bbc.com/sport/football/35201660
Gleðilegt nýtt ár.
Eru menn klárir í jafnteflið við Tottenham? 🙂
GLEÐILEGT NÝTT ÁR félagar. Nei ég er ekki tilbúinn í enn eitt jafntefli bara sigur og ekkert annað. Svo í annað Sóknalega séð þá er liðið að gera ágæta hluti þar. Varnalega séð finnst mér að Martínes mætti fara að skoða. Ég held að martínes ætti ekki að fara í janúar gluggann núna heldur að einbeita sér að liðinu og fara að nota yngri menn hjá okkur við hljótum að eiga yngri og góða menn hjá okkur. Þetta verður gott ár hjá okkar mönum ÁFRAM EVERTON