
Mynd: Everton FC.
Það er fótboltaveisla á döfinni en hún kemur til með að færa okkur sjö Everton leiki næstu þrjár vikurnar þegar allar keppnir eru taldar: 5 leikir í deild og einn leikur í hvorri ensku bikarkeppninni. Næsti leikur er í deild gegn Newcastle á útivelli en þeir náðu besta árangri sínum á tímabilinu í síðustu þremur leikjum — 7 stig af 9 mögulegum; lögðu Tottenham og Liverpool en gerðu svo jafntefli við botnlið Aston Villa.
James McCarthy, Bryan Oviedo, Phil Jagielka og Steven Pienaar munu ekki ná leiknum en eru ekki fjarri endurkomu, sem er kærkomið fyrir leikjatörnina sem framundan er. Naismith var meiddur í síðasta leik en er heill fyrir þennan. Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Mori, Stones, Coleman, Barry, Cleverley, Kone/Mirallas, Barkley, Deulofeu, Lukaku.
Hjá Newcastle eru markvörðurinn Tim Krul og varnarmennirnir Mike Williamson, Massadio Haidara og Gabriel Obertan meiddir. Jamaal Lascelles er líklega búinn að jafna sig eftir sín meiðsli en Papiss Cisse er tæpur eftir að hafa haltrað af velli í leik þeirra gegn Aston Villa.
Lukaku getur með marki náð því að skora í 9 leikjum í röð fyrir Everton í öllum keppnum, þar af 8 í röð í deild og Delial Brewster var lánaður til Stockport í einn mánuð (til að byrja með). Lýkur þar með fréttaupplestrinum. 🙂
Nokkuð viss um að þetta fari 8-2 fyrir „okkar“ liði.
4-0
Fyrir okkur þ.e. 0-4 að sjálfsöggggggðu
VissAra að hafa það á hreinu Diddi. 🙂
er 100% vissAri 🙂
Ekki þetta einelti strákar. 2-0 fyrir okkur.
Þetta er leikur sem við eigum að vinna þess vegna geri ég ráð fyrir tapi eða í besta falli jafntefli.
Það er bara eitthvað svo týpískt Everton þessa dagana.
Það hlýtur að vera kominn tími á sigur. Það verður leti dagur í dag með ensku ívafi 🙂
Annars kemur hér hjartnæm frétt í anda jólanna, Gleðileg Jól.
http://www.mirror.co.uk/news/uk-news/tear-jerking-moment-everton-fan-7071099#ICID=sharebar_facebook
Svakalega eru menn allt í einu orðnir bjartsýnir hér lýst vel á það. Spái 3:2 fyrir Everton Lukaku 2 og Barkley 1. Vonandi verður Kone settur á bekkinn og Mirallas byrji. Annars er ég sáttur með byrjunarliðið. Hlakka til að sjá Jagielka aftur ómissandi leikmaður og auðvitað MaCarthy sem mér finnst hafa spilað undir getu í vetur.
Neikvæði krakkakórinn syngur aldrei fyrr en eftir leiki.
Sælir félagar.Ég held að okkar menn vinni í dag svona til tilbreitingar. 1-3 fyrir Everton.
2-0 tap í dag?
Gestur Enga svartsýni á jólum.
Núna er ég sannfærður… 😉
2-0 fyrir okkur í dag 🙂
jibbbbbbbýyyyyyy, Martinez hefur áttað sig á að hann hefur fleiri en 11 menn á leikmannalistanum 🙂
Jamm. Uppstillingin komin:
http://everton.is/?p=10317
Við Albert G erum 2 mættir á Ölver eru allir uppteknir