Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Man United 0-3 - Everton.is

Everton – Man United 0-3

Mynd: Everton FC.

Undanfarin þrjú tímabil höfum við getað gengið að þremur stigum vísum gegn United á heimavelli en því var ekki að fagna í dag, United betri á öllum sviðum og leikmenn Everton virkuðu þunglamalegir og ekki með fókusinn á réttum stað.

Uppstillingin í leiknum: Howard, Galloway, Stones, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Naismith, Barkley, Lennon, Lukaku. Varamenn: Joel, Kone, Mirallas, Deulofeu, Osman, Mori, Browning.

United náðu að komast fyrr inn í leikinn, héldu boltanum vel innan liðs en náðu ekki að skapa sér teljandi marktækifæri fyrsta korterið. Sömu sögu að segja um Everton, sem áttu þó sínar rispur. Fyrsta tækifæri Everton kom úr aukaspyrnu frá Lukaku sem fór í vegginn og hefði getað endað hvar sem er — De Gea á leið í hitt hornið en boltinn vel framhjá marki í horn. Everton eina liðið í deildinni sem hefur ekki skorað mark úr föstu leikatriði á leiktíðinni og ekki breyttist það í dag.

United skoruðu fyrsta markið á 17. mínútu eftir horn og það reyndist svolítið umdeilt. Smá pinball í teig Everton, Rooney brýtur á Naismith sem var að reyna að skalla frá en ekkert dæmt. Sóknin endaði svo með því að boltinn datt mjög vel fyrir Schneiderlin vinstra megin í teig sem þrumaði í fjærhornið. Staðan 0-1 fyrir United.
United öðluðust mikið sjálfstraust við markið, gengu á lagið og Herrera bætti við öðru marki eftir skyndisókn United og það mark var helst til einfalt fyrir minn smekk. Fyrirgjöf utan af velli inn í teig þar sem Herrera fékk að skalla inn óvaldaður. 0-2 fyrir United og risaverkefni framundan bara að ná að ná stigi úr leiknum, sérstaklega í ljósi spilamennskunnar sem liðið sýndi í fyrri hálfleik.
United bættu næstum við marki á 41. mínútu þegar Rooney fékk stungu inn fyrir, virkaði rangstæður — ekki viss, sjónarhorn okkar ekki gott. Hann náði að gefa fyrir markið en Howard varði skot frá Martial vel.
Staðan 0-2 í hálfleik, hefðum ekki getað kvartað yfir því að vera 0-3 undir og púað á leikmenn Everton á leið í klefann, enda þetta einn lélegasti hálfleikur sem maður hefur séð á tímabilinu. Spilið hægt og fyrirsjáanlegt, tækifæri á skyndisóknum að fara forgörðum vegna hægagangs, leikmenn afskaplega mistækir í sendingum og svolítið eins og menn hafi ekki komið rétt stemmdir til leiks. United aftur á móti mjög einbeittir og nýttu sín færi afskaplega vel.

Bæði lið gerðu breytingu í hálfleik. Kone kom inn á fyrir Naismith og Mata út af fyrir Jesse Lingard.

Mikið betra að sjá til Everton í byrjun seinni hállfeiks og settu þeir fína pressu á United. Voru ekki langt frá því að uppskera mark á 52. mínútu þegar Lennon komst í færi upp hægra megin í teig. Lennon náði að senda aftur á Lukaku dauðafrían í teignum á hlaupinu en De Gea reddaði United, enn á ný, með því að slengja fæti í skot Lukaku þar sem boltinn stefndi í hornið niðri hægra megin. Mark þar og við hefðum verið að tala um allt annan leik.

En svo féll þetta í nákvæmlega sama farið og United kláruðu leikinn með smá hjálp frá skelfilegum mistökum Jagielka. Undir engri pressu, sendir hann boltann úr vörninni beint á miðjumann United, sem framlengdi á Herrera sem framlengdi á Rooney sem komst einn á móti Howard og afgreiddi færið. 0-3 United eftir rétt rúmlega klukkutíma leik. Game over.

Barkley átti skot stuttu seinna utan teigs, boltinn breytti um stefnu en De Gea varði hálf klunnalega. Barkley átti annað skot úr aukaspyrnu á 80. mínútu en rétt yfir markið. Meira bauð Everton ekki upp á í seinni hálfleik, eins undarlega og það kann að virðast, og maður hafði það á tilfinningunni að aukin pressa frá Everton myndi vera líklegri til að skila United marki upp úr skyndisókn en að Everton myndi ná að minnka muninn.

Skelfileg frammistaða hjá okkar mönnum í dag, fyrir utan skammlifað átak upp úr hálfleik.
Einkunnir Sky Sports:  Howard (6), Galloway (6), Stones (6), Jagielka (5), Coleman (5), Barry (5), McCarthy (6), Barkley (6), Lennon (6) Naismith (5), Lukaku (6). Varamenn: Kone (6), Deulofeu (5).
Rúmur helmingur leikmanna United með sjö (þrír með 6 og tveir með 8).

7 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Game over. Þetta er ömurlegt að horfa á.

  2. Gunni D skrifar:

    Sindri hefði unnið Everton í dag.Ömurleg frammistaða.

  3. Diddi skrifar:

    ok, Arsenal- manutd 3-0, EVERTON – man 0-3, Arsenal – EVERTON 0-3 hringurinn lokast 🙂

  4. Gestur skrifar:

    Það er eitthvað mikið að í leik Everton manna. Það hefur ekkert gengið að skora og Everton virðist alltaf lenda undir.