Mynd: Everton FC.
Undanfarin þrjú tímabil höfum við getað gengið að þremur stigum vísum gegn United á heimavelli en því var ekki að fagna í dag, United betri á öllum sviðum og leikmenn Everton virkuðu þunglamalegir og ekki með fókusinn á réttum stað.
Uppstillingin í leiknum: Howard, Galloway, Stones, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Naismith, Barkley, Lennon, Lukaku. Varamenn: Joel, Kone, Mirallas, Deulofeu, Osman, Mori, Browning.
United náðu að komast fyrr inn í leikinn, héldu boltanum vel innan liðs en náðu ekki að skapa sér teljandi marktækifæri fyrsta korterið. Sömu sögu að segja um Everton, sem áttu þó sínar rispur. Fyrsta tækifæri Everton kom úr aukaspyrnu frá Lukaku sem fór í vegginn og hefði getað endað hvar sem er — De Gea á leið í hitt hornið en boltinn vel framhjá marki í horn. Everton eina liðið í deildinni sem hefur ekki skorað mark úr föstu leikatriði á leiktíðinni og ekki breyttist það í dag.
Bæði lið gerðu breytingu í hálfleik. Kone kom inn á fyrir Naismith og Mata út af fyrir Jesse Lingard.
Mikið betra að sjá til Everton í byrjun seinni hállfeiks og settu þeir fína pressu á United. Voru ekki langt frá því að uppskera mark á 52. mínútu þegar Lennon komst í færi upp hægra megin í teig. Lennon náði að senda aftur á Lukaku dauðafrían í teignum á hlaupinu en De Gea reddaði United, enn á ný, með því að slengja fæti í skot Lukaku þar sem boltinn stefndi í hornið niðri hægra megin. Mark þar og við hefðum verið að tala um allt annan leik.
En svo féll þetta í nákvæmlega sama farið og United kláruðu leikinn með smá hjálp frá skelfilegum mistökum Jagielka. Undir engri pressu, sendir hann boltann úr vörninni beint á miðjumann United, sem framlengdi á Herrera sem framlengdi á Rooney sem komst einn á móti Howard og afgreiddi færið. 0-3 United eftir rétt rúmlega klukkutíma leik. Game over.
Barkley átti skot stuttu seinna utan teigs, boltinn breytti um stefnu en De Gea varði hálf klunnalega. Barkley átti annað skot úr aukaspyrnu á 80. mínútu en rétt yfir markið. Meira bauð Everton ekki upp á í seinni hálfleik, eins undarlega og það kann að virðast, og maður hafði það á tilfinningunni að aukin pressa frá Everton myndi vera líklegri til að skila United marki upp úr skyndisókn en að Everton myndi ná að minnka muninn.
Game over. Þetta er ömurlegt að horfa á.
Sindri hefði unnið Everton í dag.Ömurleg frammistaða.
við skulum ekki gera lítið úr Sindra Gunni minn 🙂
ok, Arsenal- manutd 3-0, EVERTON – man 0-3, Arsenal – EVERTON 0-3 hringurinn lokast 🙂
Sæll Diddi.Mér líst vel á þetta hjá þér.Til hamingju með sigurinn í dag.
takk félagi Orri 🙂
Það er eitthvað mikið að í leik Everton manna. Það hefur ekkert gengið að skora og Everton virðist alltaf lenda undir.