Mynd: Everton FC.
Meistari Georg Haraldsson gerði undirbúningstímabilið upp með skemmtilegum hætti. Gefum honum orðið:
Eftir að hafa horft á alla leikina á undirbúningstímabilinu þá má segja að maður sé búinn að sjá marga jákvæða hluti og einnig nokkra neikvæða við liðið. Eins og Finnur kemur inn á þá er mjög mikilvægt að sjá þessa neikvæðu punkta á liðinu á undirbúningstímabilinu, til að koma í veg fyrir þá þegar alvaran byrjar (um næstu helgi).
Martinez sagði í viðtali að hann vildi fá framherja og miðvörð áður en að glugginn lokar [innskot ritstjóra: Einhver hafði líka eftir honum að hann vanti einnig mann í holuna fyrir aftan framherja]. Ég held að hann hafi fengið að sjá nokkuð vel að okkur vantar klárlega einhvern þarna frammi í fjarveru Lukaku. Kone hefur því miður alls ekki verið að heilla neinn síðan hann kom til okkar og hafa meiðsli klárlega sett strik í reikninginn hjá honum. Það er allavega ekki hægt að treyst á að Kone nái sömu hæðum aftur og hann náði t.d. hjá Wigan, þegar hann var í lykilhlutverki þar.
Jákvæðir punktar úr þessu pre-season:
– Jagielka og Stones mynda að mínu mati eitt sterkasta miðvarðarparið í deildinni.
– Ungir leikmenn hafa verið að sanna sig. Sértaklega Browning og McAleny, þeir munu vera í kringum liðið í vetur og fá einhvern séns. Einnig er Galloway gríðarlegt efni (er búinn að glíma við meisli eftir Stoke leikinn) en við virðumst eiga nóg af hæfileikaríkum vinstri bakvörðum: Baines, Oviedo, Garbutt (á láni í vetur) og Galloway. Einnig fannst mér Kieran Dowell standa sig mjög vel í leikjunum gegn Hearts og Dundee, þar er á ferð 17 ára gutti, alveg stútfullur af hæfileikum og því mikið efni þar á ferð.
– Cleverly hefur komið vel inn í liðið og gæti hann verið mikilvægur hlekkur í vetur þar sem við þurfum klárlega breidd á miðjuna. Kemur til okkar frítt og á sín bestu ár eftir.
– Lukaku sýndi hversu mikilvægur hann er liðinu á undirbúningstímabilinu og ég held að hann springi út í vetur. Það er allt öðruvísi holning á liðinu með hann innanborðs og við virðumst vera í vandræðum að skapa færi í fjarveru hans.
– Jákvætt að fá bæði Baines og Oviedo aftur úr meiðslum.
– Martinez er búinn að gefa mjög mörgum leikmönnum mikinn spiltíma og því ættu flestir að vera komnir í alvöru leikform.
– Finnst þetta pre-season í heildina vera mun betra en í fyrra, bæði hvað varðar spil, andstæðinga, spiltíma leikmanna og að hafa alla leikmenn frá fyrsta degi (fyrir utan örfáa meidda leikmenn). Allt annað en í fyrra þegar lykilmenn komu allt of seint inn vegna HM.
Neikvæðir punktar:
– Höfum verið að fá á okkur ódýr mörk eftir föst leikatriði og klaufamistök. Reikna með að Martinez sé að hamra á þessum föstu leikatriðum í vikunni.
– Vandræðagangur í framlínunni í fjarveru Lukaku. Þurfum annan öflugan þarna fremst sem getur leitt sóknarlínuna í fjarveru Lukaku.
– Þunnskipaðir í miðvarðarstöðunni, enda Distin og Alcaraz farnir. Browning hefur sýnt á undirbúningtímabilinu að hann geti komið eitthvað þarna inn í vetur til að leysa af Jagielka eða Stones, en við þurfum klárlega að fá liðsauka þar, allavega einn í viðbót.
– Meiðslalistinn hefur lengst eins og Finnur kom inn á. Bara vonandi að Stones og Mirallas verði klárir fyrir fyrsta leik, enda fóru báðir út af í leiknum gegn Villareal vegna öklameiðsla.
Svo til að loka þessari langloku minni þá er þetta liðið sem mér þætti gaman að sjá byrja fyrsta leik (þó ekki alveg ljóst með alla varðandi meiðsli):
—————-Howard———-
Coleman-Jagielka-Stones-Baines
————–McCarthy———
Deulofeu—–Cleverly—-Mirallas
————–Barkley————–
————–Lukaku————
Ég tel að þetta lið sé bæði sterkt varnarlega og sóknarlega. Deulofeu er reyndar ólíklegur vegna meiðsla og svo er ekki ljóst hvort Mirallas og Stones verði heilir eftir að hafa meiðst gegn Villareal. Það væri allavega gaman að sjá þetta lið spila fljótlega. Þó verður að teljast líklegt að Martinez byrji með Barry á miðjunni í stað Cleverly, Barry hefur staðið sig betur á þessu undirbúningtímabili en heilt yfir á síðustu leiktíð. Einnig gætu Osman og Naismith verið í liðinu.
Þetta er annars að fara bresta á og ég er orðinn drullu spenntur fyrir komandi tímabili.
Svo mörg voru þau orð og þökkum við Georgi þau kærlega.
Fínn pistill.
Helstu áhyggjurnar hjá mér eins og staðan er í dag er meiðslalistinn. Of margir hreinlega misstu af of miklu af pre-season og of margir eru úr leik í dag.
Í raun þá er Everton með lang stærsta meiðsla lista allra liða í Ensku deildinni í dag eins og sjá má á physioroom:
http://www.physioroom.com/news/english_premier_league/epl_injury_table.php
Þó við höfum misst tvo miðverði þá hefur Browning komið úr varaliðinu sem virkar sem ný leikmannakaup og hefur staðið sig frábærlega á tímabilinu, spurning hver staðan verður þegar tveir miðverðir eru frá vegna meiðsla eða banna.
Sóknarleikurinn hinsvegar virðist standa og falla með Lukaku sem veldur manni áhyggjum en Kone hefur hvað eftir annað fengið séns og ekkert gert í þessum undirbúningsleikjum. Kannski er staðan önnur ef t.d. Mirallas, Deulofeu, McAlaney eða jafnvel Barkley spili fremst í stað Kone (í fjarveru Lukaku).
Sé ekki að Everton bráðvanti mann í holuna en Barkley, Naismith, Osman og Deulofeu geta léttilega leyst þá stöðu (og jafnvel fleiri).
Ég tel að Stones, Mirallas og Lukaku verði orðnir góðir fyrir fyrsta leik sem er gegn Watford og þá lítur þetta strax betur út, vona síðan að Deulofeu nái næsta leik þar á eftir og við missum ekki fleiri í meiðsl.
Bara 4 dagar í fyrsta leik og maður orðinn nokkuð spenntur.
Á undirbúningstímabilinu fannst mér Mirallas standa sig vel, Lukaku, Naismith, Browning, Jagielka, Stones, Barkley, Baines og jafnvel fleiri. Nokkrir ungir áttu 1-2 góða leiki eins og Dowell, McAlaney, Galloway og heilt yfir voru ungu leikmennirnir að standa sig vel. Sá sem hefur komið mest á óvart verð ég að segja er Gareth Barry, hann hefur verið mjög öflugur á miðjunni og haldið bolta vel og dreift spilinu af miklum eldmóð, vona bara að það skili sér í leiki í vetur.
Liverpool Echo gaf leikmönnum einkunn eftir frammistöðu á undirbúningstímabilinu:
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-pre-season-player-ratings-9781724
… og greindi mögulegt leikskipulag fyrir næsta tímabil: http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-analysis-how-roberto-martinez-9783573
Gleymdi Cleverley, hann hefur staðið sig mjög vel líka og af ungu mönnunum hefur Browning staðið sig gríðarlega vel en Dowell komið mest á óvart, hann var alveg magnaður í öðrum hvorum leiknum í skotlandi.
Ég er hrifnari af Howard í markinu en Robles en sáttur við Robles sem markmann nr 2.
Varnarlínan klárlega Coleman, Stones, Jagielka og Baines.
Lukaku klárlega frammi.
Kantana skipa vonandi Mirallas og Deulofeu en miðjan er mesta óvsissan held ég, líklega McCarthy og Barry en Cleverley mun taka helling þátt held ég.
Barkley fyrir aftan Lukaku er eitthvað sem maður vonast til að virki en Naismith var mikið betri í fyrra en t.d. Barkley.
Held að Naismith muni koma mikið inná í vetur og margir leikmenn munu taka þátt, t.d. ef Pienaar er heill mun hann spila eitthvað á vinstri kanti, ef Gibbson er heill mun hann spila á miðju og ef Besic er heill þá mun hann spila eitthvað líka.
Í heild alveg sammála Georg með uppstillingu þar sem ég vona að Barkley komi sterkur inn en eins og áður sagði spurning hvort Barry byrji í stað Cleverley, kemur í ljós eftir 4 daga.
Er að vona að Xherdan Shaqiri sé á leið til Everton
Ég hef ekki miklar áhyggjur, frekar en vanalega. Það er bara ein staða sem ég hefði viljað að hefði verið spáð alvarlega í að fylla betur.. Og það er Markvörðurinn. Elska Howard ekki misskilja en held að þetta sé staða sem við verðum virkilega að skoða, hef alveg fína trú á Robles en spurning hvort ekki hefði átt að einblína á þessa stöðu??? Bara svona til að henda þessu fram..
Jæja, Breaking News heitir þetta víst. McCarthy var að samþykkja nýjan samning og í hádeginu las ég að bæði hann og Mirallas myndu ganga frá sínum málum fljótlega. Staðfest með McCarthy og vonandi bindur Mirallas enda á kjaftasögur um sín mál líka 🙂
Áfram EVERTON 🙂
Diddi, er ég að skynja bjartsýni í skrifum þínum?
hef ég einhvern tímann verið svartsýnn ???? Raunsær mikið frekar, ég lifi ekki á skýi Elvar 🙂 🙂 🙂
Ég var að enda við að segja að þú værir bjartsýnn, ekki snúa því uppí andhverfu takk fyrir. Ég veit þú lifir ekki á skýi, Húsavík er í dæld. 🙂 🙂 🙂 🙂 (einum fleri broskallar en hjá þér)
🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂
Diddi, 6 broskallar er bara orðið væmið 🙂
væmið er málið 🙁
Áhugavert í viðtali Martinez í dag fyrir leikinn á laugardaginn að hann tekur það skýrt fram tvisvar sinnum að hann þurfi 3 leikmenn til viðbótar til að vera samkeppnishæfir. Mér finnst frábært að hann tali hreint út hvað þetta varðar og þá er maður meira í rónni yfir þessu öllu. Hvort það tekst verður bara að koma í ljós.
Miðað við þetta þá má amk gera ráð fyrir að Everton næli sér í amk 2 leikmenn til viðbótar, held að allt undir því verði að teljast viss ósigur í þessum glugga.
Verð samt að segja að ég er mjög sáttur að Everton hefur ekki selt neinn leikmann og virðist ekki ætla sér að selja neinn leikmann og það hefur alls ekki borið á því að neinn vilji fara, ólíkt t.d. Liverpool sem missti Suarez fyrir skemmstu og nú síðast Sterling og Gerrard (báðir vildu fara nú í sumar).
McCarthy framlengdi í dag og fréttir herma að Mirallas muni framlengja á allra næstu dögum sem væri algerlega frábært og á skjön við miðla.
Tæpir 2 dagar í fyrsta leik og maður getur hreinlega ekki beðið.
Enski byrjar á morgun ef það hefur farið framhjá einhverjum, held maður kíkji á Everton-Watford og svo Chelsea-Swansea hmmm og einn svell kaldur á kantinum.