Mynd: Everton FC.
Það var mjög gaman að líta yfir íþróttafréttirnar í dag og sjá þar nokkrar áhugaverðar fréttir. Stærstu fréttirnar voru þær að Phil Jagielka, hinn 32ja ára landsliðsmiðvörður og fyrirliði Everton, skrifaði undir framlengingu á samningi sínum til sumars 2018. Þetta eru frábærar fréttir, enda hefur hann verið einn af okkar allra bestu mönnum undanfarið.
Hann sagði við þetta tilefni: “It wasn’t the longest negotiations ever – it only took a couple of minutes rather than hours. I love it here, I want to stay here and thankfully enough the Club felt the same.“ Hægt er að horfa á ítarlegra viðtal við hann hér.
Einnig er rétt að nefna að þær raddir sem hafa tjáð okkur að Gerard Deulofeu sé á leið til Everton gerðust ívið háværari í dag en haft var eftir David Vilajoana, Chief of football development hjá Barcelona, að Deulofeu væri á leiðinni til okkar fyrir 3 milljónir punda. Athyglisverð tíðindi…
Gott mál
Fregnir herma að það hafi sést til Deulofeu á Finch Farm, er þetta að gerast?
http://www.theevertonforum.co.uk/spotted-deulofeu-at-finch-farm-ahead-of-everton-transfer/?
http://toffeeweb.com/season/14-15/news/30155.html
http://www.clickliverpool.com/sport/everton-fc-news/1222647-barcelona-star-touches-down-ahead-of-everton-fc-transfer.html?
Langar samt að sjá þetta á stærstu miðlunum og mynd af kappanum, en þetta er kannski bara að gerast, hmmm
Þetta er ekkert _að_ gerast, Elvar. Þetta er klappað og klárt!
http://everton.is/?p=9502