Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Helstu fréttir - Everton.is

Helstu fréttir

Mynd: Everton FC.

Tveir miklir Everton menn létust á dögunum, þeir Tony McNamara, 85 ára að aldri, og Andy King, 58 ára gamall (sjá minningargrein frá klúbbnum). McNamara hjálpaði Everton að komast aftur upp í efstu deild árið 1954 en var svo seldur í aðra deildina til Liverpool þar sem hann stoppaði stutt við og fór til Crewe í fjórðu deildinni og síðar til Bury í þriðju deildinni. Hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn til að spila í öllum fjórum efstu deildum Englands.

Andy King ættu Everton stuðningsmenn að þekkja vel, en hann var miðjumaður Everton frá 1976-1980 og skoraði 67 mörk í 248 leikjum. Skemmtilegasta markið er þó án efa sérlega glæsilegt sigurmark hans í derby leiknum við Liverpool árið 1978.

Í öðrum fréttum er það helst að eftir sigur Sevilla í Europa League er ljóst að Lukaku er markahæsti leikmaður keppninnar með átta mörk, ásamt Alan sem leikur með Red Bull Salzburg. Hann er að sjálfsögðu markahæsti leikmaður Everton á tímabilinu, með 20 mörk, þar af 10 í deild, 2 í FA bikar og 8 í Europa League, eins og áður sagði.

Af ungliðunum er það að frétta að Harry Charsley var valinn U18 leikmaður ársins og mark hans gagn Chelsea var jafnframt valið mark ársins hjá U18 ára liðinu. Harry skoraði 9 mörk á tímabilinu og átti 9 stoðsendingar. Eitt af þessum mörkum og eina af stoðsendingunum má sjá í bráðskemmtilegu vídeói hér að neðan þar sem Everton U18 tóku Liverpool U18 liðið í kennslustund í því hvernig á að spila fótbolta.

Einnig fékk varnarmaður okkar úr U18 ára liðinu, Jordan Thorniley, Keith Tamlin verðlaunin í ár fyrir framúrskarandi árangur og viðhorf í akademíunni en hann var fastamaður í vörninni sem var hársbreidd frá því að tryggja sér annan U18 Englandsmeistaratitilinn í röð.

4 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    ég vona að Cleverly semji við Aston Villa til að kveða niður þennan þráláta orðróm um að Martinez hafi áhuga á honum. Í besta falli miðlungsleikmaður sem ég tel að við þurfum ekki á að halda 🙂

  2. Elvar Örn skrifar:

    [Innskot ritstjóra: Tók út þetta ágætis innlegg frá Elvari og gerði að sér færslu: http://everton.is/?p=9441 ]